Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Semicontinuous)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with sequential stories told across multiple weeks.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 118:1-2

118 Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.

Það mæli Ísrael: "Því að miskunn hans varir að eilífu!"

Sálmarnir 118:19-29

19 Ljúkið upp fyrir mér hliðum réttlætisins, að ég megi fara inn um þau og lofa Drottin.

20 Þetta er hlið Drottins, réttlátir menn fara inn um það.

21 Ég lofa þig, af því að þú bænheyrðir mig og ert orðinn mér hjálpræði.

22 Steinninn sem smiðirnir höfnuðu er orðinn að hyrningarsteini.

23 Að tilhlutun Drottins er þetta orðið, það er dásamlegt í augum vorum.

24 Þetta er dagurinn sem Drottinn hefir gjört, fögnum, verum glaðir á honum.

25 Drottinn, hjálpa þú, Drottinn, gef þú gengi!

26 Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins, frá húsi Drottins blessum vér yður.

27 Drottinn er Guð, hann lætur oss skína ljós. Tengið saman dansraðirnar með laufgreinum, allt inn að altarishornunum.

28 Þú ert Guð minn, og ég þakka þér, Guð minn, ég vegsama þig.

29 Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.

Lúkasarguðspjall 19:28-40

28 Þá er Jesús hafði þetta mælt, hélt hann á undan áfram upp til Jerúsalem.

29 Þegar hann nálgaðist Betfage og Betaníu við Olíufjallið, sem svo er nefnt, sendi hann tvo lærisveina sína

30 og mælti: "Farið í þorpið hér fram undan. Þegar þið komið þangað, munuð þið finna fola bundinn, sem enginn hefur enn komið á bak. Leysið hann og komið með hann.

31 Ef einhver spyr ykkur: ,Hvers vegna leysið þið hann?` þá svarið svo: ,Herrann þarf hans við`."

32 Þeir sem sendir voru, fóru og fundu svo sem hann hafði sagt þeim.

33 Og er þeir leystu folann, sögðu eigendur hans við þá: "Hvers vegna leysið þið folann?"

34 Þeir svöruðu: "Herrann þarf hans við,"

35 og fóru síðan með hann til Jesú. Þeir lögðu klæði sín á folann og settu Jesú á bak.

36 En þar sem hann fór, breiddu menn klæði sín á veginn.

37 Þegar hann var að koma þar að, sem farið er ofan af Olíufjallinu, hóf allur flokkur lærisveina hans að lofa Guð fagnandi hárri raustu fyrir öll þau kraftaverk, er þeir höfðu séð,

38 og segja: "Blessaður sé sá sem kemur, konungurinn, í nafni Drottins. Friður á himni og dýrð í upphæðum!"

39 Nokkrir farísear í mannfjöldanum sögðu við hann: "Meistari, hasta þú á lærisveina þína."

40 Hann svaraði: "Ég segi yður, ef þeir þegja, munu steinarnir hrópa."

Jesaja 50:4-9

Hinn alvaldi Drottinn hefir gefið mér lærisveina tungu, svo að ég hefði vit á að styrkja hina mæddu með orðum mínum. Hann vekur á hverjum morgni, á hverjum morgni vekur hann eyra mitt, svo að ég taki eftir, eins og lærisveinar gjöra.

Hinn alvaldi Drottinn opnaði eyra mitt, og ég þverskallaðist eigi, færðist ekki undan.

Ég bauð bak mitt þeim, sem börðu mig, og kinnar mínar þeim, sem reyttu mig. Ég byrgði eigi ásjónu mína fyrir háðungum og hrákum.

Drottinn hinn alvaldi hjálpar mér, því lét ég ekki háðungarnar á mér festa. Fyrir því gjörði ég andlit mitt að tinnusteini, því að ég veit, að ég verð ekki til skammar.

Nálægur er sá er mig réttlætir. Hver vill deila við mig? Við skulum báðir ganga fram! Hver hefir sök að kæra á hendur mér? Komi hann til mín!

Sjá, hinn alvaldi Drottinn hjálpar mér. Hver er sá er geti gjört mig sekan? Sjá, þeir munu allir detta sundur eins og gamalt fat, mölur skal eyða þeim.

Sálmarnir 31:9-16

og eigi ofurselt mig óvinunum, en sett fót minn á víðlendi.

10 Líkna mér, Drottinn, því að ég er í nauðum staddur, döpruð af harmi eru augu mín, sál mín og líkami.

11 Ár mín líða í harmi og líf mitt í andvörpum, mér förlast kraftur sakir sektar minnar, og bein mín tærast.

12 Ég er að spotti öllum óvinum mínum, til háðungar nábúum mínum og skelfing kunningjum mínum: þeir sem sjá mig á strætum úti flýja mig.

13 Sem dáinn maður er ég gleymdur hjörtum þeirra, ég er sem ónýtt ker.

14 Ég heyri illyrði margra, _ skelfing er allt um kring _ þeir bera ráð sín saman móti mér, hyggja á að svipta mig lífi.

15 En ég treysti þér, Drottinn, ég segi: "Þú ert Guð minn!"

16 Í þinni hendi eru stundir mínar, frelsa mig af hendi óvina minna og ofsækjenda.

Bréf Páls til Filippímann 2:5-11

Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.

Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.

Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur.

Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi.

Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra,

10 til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu

11 og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn.

Lúkasarguðspjall 22:14-23:56

14 Og er stundin var komin, gekk hann til borðs og postularnir með honum.

15 Og hann sagði við þá: "Hjartanlega hef ég þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með yður, áður en ég líð.

16 Því ég segi yður: Eigi mun ég framar neyta hennar, fyrr en hún fullkomnast í Guðs ríki."

17 Þá tók hann kaleik, gjörði þakkir og sagði: "Takið þetta og skiptið með yður.

18 Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins, fyrr en Guðs ríki kemur."

19 Og hann tók brauð, gjörði þakkir, braut það, gaf þeim og sagði: "Þetta er líkami minn, sem fyrir yður er gefinn. Gjörið þetta í mína minningu."

20 Eins tók hann kaleikinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: "Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem fyrir yður er úthellt.

21 En sjá, hönd þess, er mig svíkur, er á borðinu hjá mér.

22 Mannssonurinn fer að sönnu þá leið, sem ákveðin er, en vei þeim manni, sem því veldur, að hann verður framseldur."

23 Og þeir tóku að spyrjast á um það, hver þeirra mundi verða til þess að gjöra þetta.

24 Og þeir fóru að metast um, hver þeirra væri talinn mestur.

25 En Jesús sagði við þá: "Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn.

26 En eigi sé yður svo farið, heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn.

27 Því hvort er sá meiri, sem situr til borðs, eða hinn, sem þjónar? Er það ekki sá sem situr til borðs? Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn.

28 En þér eruð þeir sem hafið verið stöðugir með mér í freistingum mínum.

29 Og yður fæ ég ríki í hendur, eins og faðir minn hefur fengið mér,

30 að þér megið eta og drekka við borð mitt í ríki mínu, sitja í hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels.

31 Símon, Símon, Satan krafðist yðar að sælda yður eins og hveiti.

32 En ég hef beðið fyrir þér, að trú þín þrjóti ekki. Og styrk þú bræður þína, þegar þú ert snúinn við."

33 En Símon sagði við hann: "Herra, reiðubúinn er ég að fylgja þér bæði í fangelsi og dauða."

34 Jesús mælti: "Ég segi þér, Pétur: Áður en hani galar í dag, munt þú þrisvar hafa neitað því, að þú þekkir mig."

35 Og hann sagði við þá: "Þegar ég sendi yður út án pyngju og mals og skólausa, brast yður þá nokkuð?" Þeir svöruðu: "Nei, ekkert."

36 Þá sagði hann við þá: "En nú skal sá, er pyngju hefur, taka hana með sér og eins sá, er mal hefur, og hinn, sem ekkert á, selji yfirhöfn sína og kaupi sverð.

37 Því ég segi yður, að þessi ritning á að rætast á mér: ,með illvirkjum var hann talinn.` Og nú er að fullnast það sem um mig er ritað."

38 En þeir sögðu: "Herra, hér eru tvö sverð." Og hann sagði við þá: "Það er nóg."

39 Síðan fór hann út og gekk, eins og hann var vanur, til Olíufjallsins. Og lærisveinarnir fylgdu honum.

40 Þegar hann kom á staðinn, sagði hann við þá: "Biðjið, að þér fallið ekki í freistni."

41 Og hann vék frá þeim svo sem steinsnar, féll á kné, baðst fyrir og sagði:

42 "Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji." [

43 Þá birtist honum engill af himni, sem styrkti hann.

44 Og hann komst í dauðans angist og baðst enn ákafar fyrir, en sveiti hans varð eins og blóðdropar, er féllu á jörðina.]

45 Hann stóð upp frá bæn sinni, kom til lærisveinanna og fann þá sofandi, örmagna af hryggð.

46 Og hann sagði við þá: "Hví sofið þér? Rísið upp og biðjið, að þér fallið ekki í freistni."

47 Meðan hann var enn að tala, kom flokkur manna, og fremstur fór einn hinna tólf, Júdas, áður nefndur. Hann gekk að Jesú til að kyssa hann.

48 Jesús sagði við hann: "Júdas, svíkur þú Mannssoninn með kossi?"

49 Þeir sem með honum voru, sáu að hverju fór og sögðu: "Herra, eigum vér ekki að bregða sverði?"

50 Og einn þeirra hjó til þjóns æðsta prestsins og sneið af honum hægra eyrað.

51 Þá sagði Jesús: "Hér skal staðar nema." Og hann snart eyrað og læknaði hann.

52 Þá sagði Jesús við æðstu prestana, varðforingja helgidómsins og öldungana, sem komnir voru á móti honum: "Eruð þér að fara að mér með sverðum og bareflum eins og gegn ræningja?

53 Daglega var ég með yður í helgidóminum, og þér lögðuð ekki hendur á mig. En þetta er yðar tími og máttur myrkranna."

54 En þeir tóku hann höndum og leiddu brott og fóru með hann í hús æðsta prestsins. Pétur fylgdi eftir álengdar.

55 Menn höfðu kveikt eld í miðjum garðinum og sátu við hann, og Pétur settist meðal þeirra.

56 En þerna nokkur sá hann sitja í bjarmanum, hvessti á hann augun og sagði: "Þessi maður var líka með honum."

57 Því neitaði hann og sagði: "Kona, ég þekki hann ekki."

58 Litlu síðar sá hann annar maður og sagði: "Þú ert líka einn af þeim." En Pétur svaraði: "Nei, maður minn, það er ég ekki."

59 Og að liðinni um það bil einni stund fullyrti enn annar þetta og sagði: "Víst var þessi líka með honum, enda Galíleumaður."

60 Pétur mælti: "Ekki skil ég, hvað þú átt við, maður." Og jafnskjótt sem hann sagði þetta, gól hani.

61 Og Drottinn vék sér við og leit til Péturs. Þá minntist Pétur orða Drottins, er hann mælti við hann: "Áður en hani galar í dag, muntu þrisvar afneita mér."

62 Og hann gekk út og grét beisklega.

63 En þeir menn, sem gættu Jesú, hæddu hann og börðu,

64 huldu andlit hans og sögðu: "Spáðu nú, hver það var, sem sló þig?"

65 Og marga aðra svívirðu sögðu þeir við hann.

66 Þegar dagur rann, kom öldungaráð lýðsins saman, bæði æðstu prestar og fræðimenn, og létu færa hann fyrir ráðsfund sinn.

67 Þeir sögðu: "Ef þú ert Kristur, þá seg oss það." En hann sagði við þá: "Þótt ég segi yður það, munuð þér ekki trúa,

68 og ef ég spyr yður, svarið þér ekki.

69 En upp frá þessu mun Mannssonurinn sitja til hægri handar Guðs kraftar."

70 Þá spurðu þeir allir: "Ert þú þá sonur Guðs?" Og hann sagði við þá: "Þér segið, að ég sé sá."

71 En þeir sögðu: "Hvað þurfum vér nú framar vitnis við? Vér höfum sjálfir heyrt það af munni hans."

23 Þá stóð upp allur skarinn og færði hann fyrir Pílatus.

Þeir tóku að ákæra hann og sögðu: "Vér höfum komist að raun um, að þessi maður leiðir þjóð vora afvega, hann bannar að gjalda keisaranum skatt og segist sjálfur vera Kristur, konungur."

Pílatus spurði hann þá: "Ert þú konungur Gyðinga?" Jesús svaraði: "Þú segir það."

Pílatus sagði við æðstu prestana og fólkið: "Enga sök finn ég hjá þessum manni."

En þeir urðu því ákafari og sögðu: "Hann æsir upp lýðinn með því, sem hann kennir í allri Júdeu, hann byrjaði í Galíleu og er nú kominn hingað."

Þegar Pílatus heyrði þetta, spurði hann, hvort maðurinn væri Galílei.

Og er hann varð þess vís, að hann var úr umdæmi Heródesar, sendi hann hann til Heródesar, er þá var og í Jerúsalem á þeim dögum.

En Heródes varð næsta glaður, er hann sá Jesú, því hann hafði lengi langað að sjá hann, þar eð hann hafði heyrt frá honum sagt. Vænti hann nú að sjá hann gjöra eitthvert tákn.

Hann spurði Jesú á marga vegu, en hann svaraði honum engu.

10 Æðstu prestarnir og fræðimennirnir stóðu þar og ákærðu hann harðlega.

11 En Heródes óvirti hann og spottaði ásamt hermönnum sínum, lagði yfir hann skínandi klæði og sendi hann aftur til Pílatusar.

12 Á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir, en áður var fjandskapur með þeim.

13 Pílatus kallaði nú saman æðstu prestana, höfðingjana og fólkið

14 og mælti við þá: "Þér hafið fært mér þennan mann og sagt hann leiða fólkið afvega. Nú hef ég yfirheyrt manninn í yðar viðurvist, en enga þá sök fundið hjá honum, er þér ákærið hann um.

15 Ekki heldur Heródes, því hann sendi hann aftur til vor. Ljóst er, að hann hefur ekkert það drýgt, er dauða sé vert.

16 Ætla ég því að hirta hann og láta lausan." [

17 En skylt var honum að gefa þeim lausan einn bandingja á hverri hátíð.]

18 En þeir æptu allir: "Burt með hann, gef oss Barabbas lausan!"

19 En honum hafði verið varpað í fangelsi fyrir upphlaup nokkurt, sem varð í borginni, og manndráp.

20 Pílatus talaði enn til þeirra og vildi láta Jesú lausan.

21 En þeir æptu á móti: "Krossfestu, krossfestu hann!"

22 Í þriðja sinn sagði Pílatus við þá: "Hvað illt hefur þá þessi maður gjört? Enga dauðasök hef ég fundið hjá honum. Ætla ég því að hirta hann og láta hann lausan."

23 En þeir sóttu á með ópi miklu og heimtuðu, að hann yrði krossfestur. Og hróp þeirra tóku yfir.

24 Þá ákvað Pílatus, að kröfu þeirra skyldi fullnægt.

25 Hann gaf lausan þann, er þeir báðu um og varpað hafði verið í fangelsi fyrir upphlaup og manndráp, en Jesú framseldi hann, að þeir færu með hann sem þeir vildu.

26 Þegar þeir leiddu hann út, tóku þeir Símon nokkurn frá Kýrene, er kom utan úr sveit, og lögðu krossinn á hann, að hann bæri hann eftir Jesú.

27 En honum fylgdi mikill fjöldi fólks og kvenna, er hörmuðu hann og grétu.

28 Jesús sneri sér að þeim og mælti: "Jerúsalemsdætur, grátið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálfum yður og börnum yðar.

29 Því þeir dagar koma, er menn munu segja: Sælar eru óbyrjur og þau móðurlíf, er aldrei fæddu, og þau brjóst, sem engan nærðu.

30 Þá munu menn segja við fjöllin: Hrynjið yfir oss! og við hálsana: Hyljið oss!

31 Því að sé þetta gjört við hið græna tréð, hvað mun þá verða um hið visna?"

32 Með honum voru og færðir til lífláts aðrir tveir, sem voru illvirkjar.

33 Og er þeir komu til þess staðar, sem heitir Hauskúpa, krossfestu þeir hann þar og illvirkjana, annan til hægri handar, hinn til vinstri.

34 Þá sagði Jesús: "Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra." En þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér.

35 Fólkið stóð og horfði á, og höfðingjarnir gjörðu gys að honum og sögðu: "Öðrum bjargaði hann, bjargi hann nú sjálfum sér, ef hann er Kristur Guðs, hinn útvaldi."

36 Eins hæddu hann hermennirnir, komu og báru honum edik

37 og sögðu: "Ef þú ert konungur Gyðinga, þá bjargaðu sjálfum þér."

38 Yfirskrift var yfir honum: ÞESSI ER KONUNGUR GYÐINGA.

39 Annar þeirra illvirkja, sem upp voru festir, hæddi hann og sagði: "Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!"

40 En hinn ávítaði hann og sagði: "Hræðist þú ekki einu sinni Guð, og ert þó undir sama dómi?

41 Við erum það með réttu og fáum makleg gjöld fyrir gjörðir okkar, en þessi hefur ekkert illt aðhafst."

42 Þá sagði hann: "Jesús, minnst þú mín, þegar þú kemur í ríki þitt!"

43 Og Jesús sagði við hann: "Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís."

44 Og nú var nær hádegi og myrkur varð um allt land til nóns,

45 því sólin missti birtu sinnar. En fortjald musterisins rifnaði sundur í miðju.

46 Þá kallaði Jesús hárri röddu: "Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!" Og er hann hafði þetta mælt, gaf hann upp andann.

47 Þegar hundraðshöfðinginn sá það, er við bar, vegsamaði hann Guð og sagði: "Sannarlega var þessi maður réttlátur."

48 Og fólkið allt, sem komið hafði saman að horfa á, sá nú, hvað gjörðist, og barði sér á brjóst og hvarf frá.

49 En vinir hans allir sem og konurnar, er fylgdu honum frá Galíleu, stóðu álengdar og horfðu á þetta.

50 Maður er nefndur Jósef. Hann var ráðsherra, góður maður og réttvís

51 og hafði ekki samþykkt ráð þeirra né athæfi. Hann var frá Arímaþeu, borg í Júdeu, og vænti Guðs ríkis.

52 Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú,

53 tók hann síðan ofan, sveipaði línklæði og lagði í gröf, höggna í klett, og hafði þar enginn verið áður lagður.

54 Það var aðfangadagur og hvíldardagurinn fór í hönd.

55 Konur þær, er komið höfðu með Jesú frá Galíleu, fylgdu eftir og sáu gröfina og hvernig líkami hans var lagður.

56 Þær sneru aftur og bjuggu ilmjurtir og smyrsl. Hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu.

Lúkasarguðspjall 23:1-49

23 Þá stóð upp allur skarinn og færði hann fyrir Pílatus.

Þeir tóku að ákæra hann og sögðu: "Vér höfum komist að raun um, að þessi maður leiðir þjóð vora afvega, hann bannar að gjalda keisaranum skatt og segist sjálfur vera Kristur, konungur."

Pílatus spurði hann þá: "Ert þú konungur Gyðinga?" Jesús svaraði: "Þú segir það."

Pílatus sagði við æðstu prestana og fólkið: "Enga sök finn ég hjá þessum manni."

En þeir urðu því ákafari og sögðu: "Hann æsir upp lýðinn með því, sem hann kennir í allri Júdeu, hann byrjaði í Galíleu og er nú kominn hingað."

Þegar Pílatus heyrði þetta, spurði hann, hvort maðurinn væri Galílei.

Og er hann varð þess vís, að hann var úr umdæmi Heródesar, sendi hann hann til Heródesar, er þá var og í Jerúsalem á þeim dögum.

En Heródes varð næsta glaður, er hann sá Jesú, því hann hafði lengi langað að sjá hann, þar eð hann hafði heyrt frá honum sagt. Vænti hann nú að sjá hann gjöra eitthvert tákn.

Hann spurði Jesú á marga vegu, en hann svaraði honum engu.

10 Æðstu prestarnir og fræðimennirnir stóðu þar og ákærðu hann harðlega.

11 En Heródes óvirti hann og spottaði ásamt hermönnum sínum, lagði yfir hann skínandi klæði og sendi hann aftur til Pílatusar.

12 Á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir, en áður var fjandskapur með þeim.

13 Pílatus kallaði nú saman æðstu prestana, höfðingjana og fólkið

14 og mælti við þá: "Þér hafið fært mér þennan mann og sagt hann leiða fólkið afvega. Nú hef ég yfirheyrt manninn í yðar viðurvist, en enga þá sök fundið hjá honum, er þér ákærið hann um.

15 Ekki heldur Heródes, því hann sendi hann aftur til vor. Ljóst er, að hann hefur ekkert það drýgt, er dauða sé vert.

16 Ætla ég því að hirta hann og láta lausan." [

17 En skylt var honum að gefa þeim lausan einn bandingja á hverri hátíð.]

18 En þeir æptu allir: "Burt með hann, gef oss Barabbas lausan!"

19 En honum hafði verið varpað í fangelsi fyrir upphlaup nokkurt, sem varð í borginni, og manndráp.

20 Pílatus talaði enn til þeirra og vildi láta Jesú lausan.

21 En þeir æptu á móti: "Krossfestu, krossfestu hann!"

22 Í þriðja sinn sagði Pílatus við þá: "Hvað illt hefur þá þessi maður gjört? Enga dauðasök hef ég fundið hjá honum. Ætla ég því að hirta hann og láta hann lausan."

23 En þeir sóttu á með ópi miklu og heimtuðu, að hann yrði krossfestur. Og hróp þeirra tóku yfir.

24 Þá ákvað Pílatus, að kröfu þeirra skyldi fullnægt.

25 Hann gaf lausan þann, er þeir báðu um og varpað hafði verið í fangelsi fyrir upphlaup og manndráp, en Jesú framseldi hann, að þeir færu með hann sem þeir vildu.

26 Þegar þeir leiddu hann út, tóku þeir Símon nokkurn frá Kýrene, er kom utan úr sveit, og lögðu krossinn á hann, að hann bæri hann eftir Jesú.

27 En honum fylgdi mikill fjöldi fólks og kvenna, er hörmuðu hann og grétu.

28 Jesús sneri sér að þeim og mælti: "Jerúsalemsdætur, grátið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálfum yður og börnum yðar.

29 Því þeir dagar koma, er menn munu segja: Sælar eru óbyrjur og þau móðurlíf, er aldrei fæddu, og þau brjóst, sem engan nærðu.

30 Þá munu menn segja við fjöllin: Hrynjið yfir oss! og við hálsana: Hyljið oss!

31 Því að sé þetta gjört við hið græna tréð, hvað mun þá verða um hið visna?"

32 Með honum voru og færðir til lífláts aðrir tveir, sem voru illvirkjar.

33 Og er þeir komu til þess staðar, sem heitir Hauskúpa, krossfestu þeir hann þar og illvirkjana, annan til hægri handar, hinn til vinstri.

34 Þá sagði Jesús: "Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra." En þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér.

35 Fólkið stóð og horfði á, og höfðingjarnir gjörðu gys að honum og sögðu: "Öðrum bjargaði hann, bjargi hann nú sjálfum sér, ef hann er Kristur Guðs, hinn útvaldi."

36 Eins hæddu hann hermennirnir, komu og báru honum edik

37 og sögðu: "Ef þú ert konungur Gyðinga, þá bjargaðu sjálfum þér."

38 Yfirskrift var yfir honum: ÞESSI ER KONUNGUR GYÐINGA.

39 Annar þeirra illvirkja, sem upp voru festir, hæddi hann og sagði: "Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!"

40 En hinn ávítaði hann og sagði: "Hræðist þú ekki einu sinni Guð, og ert þó undir sama dómi?

41 Við erum það með réttu og fáum makleg gjöld fyrir gjörðir okkar, en þessi hefur ekkert illt aðhafst."

42 Þá sagði hann: "Jesús, minnst þú mín, þegar þú kemur í ríki þitt!"

43 Og Jesús sagði við hann: "Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís."

44 Og nú var nær hádegi og myrkur varð um allt land til nóns,

45 því sólin missti birtu sinnar. En fortjald musterisins rifnaði sundur í miðju.

46 Þá kallaði Jesús hárri röddu: "Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!" Og er hann hafði þetta mælt, gaf hann upp andann.

47 Þegar hundraðshöfðinginn sá það, er við bar, vegsamaði hann Guð og sagði: "Sannarlega var þessi maður réttlátur."

48 Og fólkið allt, sem komið hafði saman að horfa á, sá nú, hvað gjörðist, og barði sér á brjóst og hvarf frá.

49 En vinir hans allir sem og konurnar, er fylgdu honum frá Galíleu, stóðu álengdar og horfðu á þetta.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society