Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
75 Til söngstjórans. Lag: Spill eigi. Asafs-sálmur. Ljóð.
2 Vér lofum þig, ó Guð, vér lofum þig, og þeir er ákalla nafn þitt, segja frá dásemdarverkum þínum.
3 "Þegar mér þykir tími til kominn, dæmi ég réttvíslega.
4 Þótt jörðin skjálfi með öllum þeim, er á henni búa, þá hefi ég samt fest stoðir. [Sela]
5 Ég segi við hina hrokafullu: Sýnið eigi hroka! og við hina óguðlegu: Hefjið eigi hornin!
6 Hefjið eigi hornin gegn himninum, mælið eigi drambyrði hnakkakerrtir!"
7 Því að hvorki frá austri né vestri né frá eyðimörkinni kemur neinn, sem veitt geti uppreisn,
8 heldur er Guð sá sem dæmir, hann niðurlægir annan og upphefur hinn.
9 Því að bikar er í hendi Drottins með freyðandi víni, fullur af kryddi. Af því skenkir hann, já, dreggjar þess súpa og sötra allir óguðlegir menn á jörðu.
10 En ég vil fagna að eilífu, lofsyngja Jakobs Guði.
11 Öll horn óguðlegra verða af höggvin, en horn réttlátra skulu hátt gnæfa.
12 Ég vil ekki þegja um limu hans, né um styrkleik og fegurð vaxtar hans.
13 Hver hefir flett upp skjaldkápu hans að framan, hver fer inn undir tvöfaldan tanngarð hans?
14 Hver hefir opnað hliðin að gini hans? Ógn er kringum tennur hans.
15 Tignarprýði eru skjaldaraðirnar, lokaðar með traustu innsigli.
16 Hver skjöldurinn liggur fast að öðrum, ekkert loft kemst á milli þeirra.
17 Þeir eru fastir hver við annan, eru svo samfelldir, að þeir verða eigi skildir sundur.
18 Þegar hann hnerrar, standa ljósgeislar úr nösum hans, og augu hans eru sem brágeislar morgunroðans.
19 Úr gini hans standa blys, eldneistar ganga fram úr honum.
20 Úr nösum hans stendur eimur, eins og upp úr sjóðandi potti, sem kynt er undir með sefgrasi.
21 Andi hans kveikir í kolum, og logi stendur úr gini hans.
22 Kraftur situr á hálsi hans, og angist stökkur á undan honum.
23 Vöðvar holds hans loða fastir við, eru steyptir á hann og hreyfast ekki.
24 Hjarta hans er hart sem steinn, já, hart sem neðri kvarnarsteinn.
25 Þegar hann stökkur upp, skelfast kapparnir, þeir verða ringlaðir af hræðslu.
26 Ráðist einhver að honum með sverði, þá vinnur það eigi á, eigi heldur lensa, skotspjót eða ör.
27 Hann metur járnið sem strá, eirinn sem maðksmoginn við.
28 Eigi rekur örin hann á flótta, slöngusteinarnir verða hálmur fyrir honum.
29 Kylfur metur hann sem hálmstrá, og að hvin spjótsins hlær hann.
30 Neðan á honum eru oddhvöss brot, hann markar för í aurinn sem för eftir þreskisleða.
31 Hann lætur vella í djúpinu sem í potti, gjörir hafið eins og smyrslaketil.
32 Aftur undan honum er ljósrák, ætla mætti, að sjórinn væri silfurhærur.
33 Enginn er hans maki á jörðu, hans sem skapaður er til þess að kunna ekki að hræðast.
34 Hann lítur niður á allt hátt, hann er konungur yfir öllum drembnum dýrum.
13 Hátíð páskanna var að ganga í garð. Jesús vissi, að stund hans var kominn og að hann færi burt úr þessum heimi til föðurins. Hann hafði elskað sína, þá sem í heiminum voru. Hann elskaði þá, uns yfir lauk.
2 Kvöldmáltíð stóð yfir. Djöfullinn hafði þegar blásið því í brjóst Júdasi Símonarsyni Ískaríots að svíkja Jesú.
3 Jesús vissi, að faðirinn hafði lagt allt í hendur honum, að hann var frá Guði kominn og var að fara til Guðs.
4 Hann stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók líndúk og batt um sig.
5 Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum, sem hann hafði um sig.
6 Hann kemur þá að Símoni Pétri, sem segir við hann: "Herra, ætlar þú að þvo mér um fæturna?"
7 Jesús svaraði: "Nú skilur þú ekki, hvað ég er að gjöra, en seinna muntu skilja það."
8 Pétur segir við hann: "Aldrei að eilífu skaltu þvo fætur mína." Jesús svaraði: "Ef ég þvæ þér ekki, áttu enga samleið með mér."
9 Símon Pétur segir við hann: "Herra, ekki aðeins fætur mína, líka hendurnar og höfuðið."
10 Jesús segir við hann: "Sá sem laugast hefur, þarf ekki að þvost nema um fætur. Hann er allur hreinn. Og þér eruð hreinir, þó ekki allir."
11 Hann vissi, hver mundi svíkja hann, og því sagði hann: "Þér eruð ekki allir hreinir."
12 Þegar hann hafði þvegið fætur þeirra, tekið yfirhöfn sína og setst aftur niður, sagði hann við þá: "Skiljið þér, hvað ég hef gjört við yður?
13 Þér kallið mig meistara og herra, og þér mælið rétt, því það er ég.
14 Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur.
15 Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður.
16 Sannlega, sannlega segi ég yður: Þjónn er ekki meiri en herra hans né sendiboði meiri þeim, er sendi hann.
17 Þér vitið þetta, og þér eruð sælir, ef þér breytið eftir því.
by Icelandic Bible Society