Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
13 Því að þú hefir myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi.
14 Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel.
15 Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar.
16 Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn.
17 En hversu torskildar eru mér hugsanir þínar, ó Guð, hversu stórkostlegar eru þær allar samanlagðar.
18 Ef ég vildi telja þær, væru þær fleiri en sandkornin, ég mundi vakna og vera enn með hugann hjá þér.
16 Þeir tóku sig upp frá Betel. En er þeir áttu skammt eftir ófarið til Efrata, tók Rakel léttasótt og kom hart niður.
17 Og er hún kom svo hart niður í barnburðinum, sagði ljósmóðirin við hana: "Óttast þú ekki, því að nú eignast þú annan son."
18 Og er hún var í andlátinu, _ því að hún dó _, þá nefndi hún hann Benóní, en faðir hans nefndi hann Benjamín.
19 Því næst andaðist Rakel og var jörðuð við veginn til Efrata, það er Betlehem.
20 Jakob reisti minnismerki á leiði hennar. Þar er legsteinn Rakelar allt til þessa dags.
21 Ísrael hélt áfram ferðinni og sló tjöldum sínum hinumegin við Mígdal Eder.
22 Meðan Ísrael hafðist við í því byggðarlagi, bar svo við, að Rúben fór og lagðist með Bílu, hjákonu föður síns. Og Ísrael varð þess áskynja. Jakob átti tólf sonu.
23 Synir Leu: Rúben, frumgetinn son Jakobs, Símeon, Leví, Júda, Íssakar og Sebúlon.
24 Synir Rakelar: Jósef og Benjamín.
25 Synir Bílu, þernu Rakelar: Dan og Naftalí.
26 Synir Silpu, þernu Leu: Gað og Asser. Þetta eru synir Jakobs, sem honum fæddust í Mesópótamíu.
27 Og Jakob kom til Ísaks föður síns í Mamre við Kirjat Arba, það er Hebron, þar sem Abraham og Ísak höfðu dvalist sem útlendingar.
28 En dagar Ísaks voru hundrað og áttatíu ár.
29 Og Ísak andaðist og dó og safnaðist til síns fólks, gamall og saddur lífdaga, og Esaú og Jakob synir hans jörðuðu hann.
15 Þegar Jesús varð þess vís, fór hann þaðan. Margir fylgdu honum, og alla læknaði hann.
16 En hann lagði ríkt á við þá, að þeir gjörðu hann eigi kunnan.
17 Þannig rættist það, sem sagt er fyrir munn Jesaja spámanns:
18 Sjá þjón minn, sem ég hef útvalið, minn elskaða, sem sál mín hefur þóknun á. Ég mun láta anda minn koma yfir hann, og hann mun boða þjóðunum rétt.
19 Eigi mun hann þrátta né hrópa, og eigi mun raust hans heyrast á strætum.
20 Brákaðan reyr brýtur hann ekki, og rjúkandi hörkveik mun hann ekki slökkva, uns hann hefur leitt réttinn til sigurs.
21 Á nafn hans munu þjóðirnar vona.
by Icelandic Bible Society