Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
24 Davíðssálmur. Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er, heimurinn og þeir sem í honum búa.
2 Því að hann hefir grundvallað hana á hafinu og fest hana á vötnunum.
3 _ Hver fær að stíga upp á fjall Drottins, hver fær að dveljast á hans helga stað?
4 _ Sá er hefir óflekkaðar hendur og hreint hjarta, eigi sækist eftir hégóma og eigi vinnur rangan eið.
5 Hann mun blessun hljóta frá Drottni og réttlætingu frá Guði hjálpræðis síns.
6 _ Þessi er sú kynslóð er leitar Drottins, stundar eftir augliti þínu, þú Jakobs Guð. [Sela] _________
7 _ Þér hlið, lyftið höfðum yðar, hefjið yður, þér öldnu dyr, að konungur dýrðarinnar megi inn ganga.
8 _ Hver er þessi konungur dýrðarinnar? _ Það er Drottinn, hin volduga hetja, Drottinn, bardagahetjan.
9 _ Þér hlið, lyftið höfðum yðar, hefjið yður, þér öldnu dyr, að konungur dýrðarinnar megi inn ganga.
10 _ Hver er þessi konungur dýrðarinnar? _ Drottinn hersveitanna, hann er konungur dýrðarinnar. [Sela]
11 Á öðru ári, í öðrum mánuðinum, á tuttugasta degi mánaðarins hófst skýið upp frá sáttmálsbúðinni.
12 Tóku Ísraelsmenn sig þá upp eftir röð úr Sínaí-eyðimörk, og skýið nam staðar í Paran-eyðimörk.
13 Þannig lögðu þeir upp í fyrsta skiptið að boði Drottins, er Móse flutti.
14 Tók merki herbúða Júda sona sig fyrst upp eftir hersveitum þeirra, en fyrir her hans var Nakson Ammínadabsson.
15 Og fyrir her ættkvíslar Íssakars sona var Netanel Súarsson.
16 Og fyrir her ættkvíslar Sebúlons sona var Elíab Helónsson.
17 Er búðin var ofan tekin, tóku Gersons synir og Merarí synir sig upp. Báru þeir búðina.
18 Merki Rúbens herbúða tók sig upp eftir hersveitum þeirra, en fyrir her hans var Elísúr Sedeúrsson.
19 Og fyrir her ættkvíslar Símeons sona var Selúmíel Súrísaddaíson.
20 Og fyrir her ættkvíslar Gaðs sona var Eljasaf Degúelsson.
21 Þá tóku Kahatítar sig upp. Báru þeir hina helgu dóma. En búðin skyldi sett upp, áður en þeir kæmu.
22 Merki herbúða Efraíms sona tók sig upp eftir hersveitum þeirra, en fyrir her hans var Elísama Ammíhúdsson.
23 Og fyrir her ættkvíslar Manasse sona var Gamlíel Pedasúrsson.
24 Og fyrir her ættkvíslar Benjamíns sona var Abídan Gídeóníson.
25 Merki herbúða Dans sona tók sig upp eftir hersveitum þeirra. Fór það síðast allra herbúðanna, en fyrir her hans var Akíeser Ammísaddaíson.
26 Og fyrir her ættkvíslar Assers sona var Pagíel Ókransson.
27 Og fyrir her ættkvíslar Naftalí sona var Akíra Enansson.
28 Þessi var röðin á Ísraelsmönnum eftir hersveitum þeirra, er þeir lögðu upp.
29 Þá sagði Móse við Hóbab Regúelsson Midíaníta, tengdaföður Móse: "Vér leggjum nú upp áleiðis til þess staðar, sem Drottinn hét, að hann mundi gefa oss. Kom þú með oss, og munum vér gjöra vel við þig, því að Drottinn hefir heitið Ísrael góðu."
30 Hóbab svaraði: "Eigi vil ég fara, heldur mun ég halda heim í land mitt og til ættfólks míns."
31 En Móse sagði: "Eigi mátt þú yfirgefa oss, af því að þú veist, hvar vér getum tjaldað í eyðimörkinni, og skalt þú vera oss sem auga.
32 Og farir þú með oss og oss hlotnast þau gæði, sem Drottinn vill veita oss, þá munum vér gjöra vel við þig."
33 Héldu þeir nú frá fjalli Drottins þrjár dagleiðir, en sáttmálsörk Drottins fór á undan þeim þrjár dagleiðir til þess að velja hvíldarstað handa þeim.
34 Og ský Drottins var yfir þeim á daginn, er þeir tóku sig upp úr herbúðunum.
35 En er örkin tók sig upp, sagði Móse: "Rís þú upp, Drottinn, svo að óvinir þínir tvístrist og fjendur þínir flýi fyrir þér."
36 Og er hún nam staðar, sagði hann: "Hverf þú aftur, Drottinn, til hinna tíu þúsund þúsunda Ísraels."
57 Nú kom sá tími, að Elísabet skyldi verða léttari, og ól hún son.
58 Og nágrannar hennar og ættmenn heyrðu, hversu mikla miskunn Drottinn hafði auðsýnt henni, og samfögnuðu henni.
59 Á áttunda degi komu þeir að umskera sveininn, og vildu þeir láta hann heita Sakaría í höfuðið á föður sínum.
60 Þá mælti móðir hans: "Eigi skal hann svo heita, heldur Jóhannes."
61 En þeir sögðu við hana: "Enginn er í ætt þinni, sem heitir því nafni."
62 Bentu þeir þá föður hans, að hann léti þá vita, hvað sveinninn skyldi heita.
63 Hann bað um spjald og reit: "Jóhannes er nafn hans," og urðu þeir allir undrandi.
64 Jafnskjótt laukst upp munnur hans og tunga, og hann fór að tala og lofaði Guð.
65 En ótta sló á alla nágranna þeirra og þótti þessi atburður miklum tíðindum sæta í allri fjallbyggð Júdeu.
66 Og allir, sem þetta heyrðu, festu það í huga sér og sögðu: "Hvað mun barn þetta verða?" Því að hönd Drottins var með honum.
67 En Sakaría faðir hans fylltist heilögum anda og mælti af spámannlegri andagift:
68 Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn.
69 Hann hefur reist oss horn hjálpræðis í húsi Davíðs þjóns síns,
70 eins og hann talaði fyrir munn sinna heilögu spámanna frá öndverðu,
71 frelsun frá óvinum vorum og úr höndum allra, er hata oss.
72 Hann hefur auðsýnt feðrum vorum miskunn og minnst síns heilaga sáttmála,
73 þess eiðs, er hann sór Abraham föður vorum
74 að hrífa oss úr höndum óvina og veita oss að þjóna sér óttalaust
75 í heilagleik og réttlæti fyrir augum hans alla daga vora.
76 Og þú, sveinn! munt nefndur verða spámaður hins hæsta, því að þú munt ganga fyrir Drottni að greiða vegu hans
77 og veita lýð hans þekkingu á hjálpræðinu, sem er fyrirgefning synda þeirra.
78 Þessu veldur hjartans miskunn Guðs vors. Hún lætur upp renna sól af hæðum að vitja vor
79 og lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans, og beina fótum vorum á friðar veg.
80 En sveinninn óx og varð þróttmikill í anda. Hann dvaldist í óbyggðum til þess dags, er hann skyldi koma fram fyrir Ísrael.
by Icelandic Bible Society