Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Semicontinuous)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with sequential stories told across multiple weeks.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 22:25-31

25 Því að hann hefir eigi fyrirlitið né virt að vettugi neyð hins hrjáða og eigi hulið auglit sitt fyrir honum, heldur heyrt, er hann hrópaði til hans.

26 Frá þér kemur lofsöngur minn í stórum söfnuði, heit mín vil ég efna frammi fyrir þeim er óttast hann.

27 Snauðir munu eta og verða mettir, þeir er leita Drottins munu lofa hann. Hjörtu yðar lifni við að eilífu.

28 Endimörk jarðar munu minnast þess og hverfa aftur til Drottins og allar ættir þjóðanna falla fram fyrir augliti hans.

29 Því að ríkið heyrir Drottni, og hann er drottnari yfir þjóðunum.

30 Já, fyrir honum munu öll stórmenni jarðar falla fram, fyrir honum munu beygja sig allir þeir er hníga í duftið. En ég vil lifa honum,

31 niðjar mínir munu þjóna honum. Komandi kynslóðum mun sagt verða frá Drottni,

Amos 8:1-7

Drottinn Guð lét þessa sýn bera fyrir mig: Ég sá körfu með sumarávöxtum.

Þá sagði hann: "Hvað sér þú, Amos?" Ég svaraði: "Körfu með sumarávöxtum." Þá sagði Drottinn við mig: "Endirinn er kominn yfir lýð minn Ísrael, ég vil eigi lengur umbera hann.

Og musterissöngmeyjarnar skulu kveina á þeim degi _ segir Drottinn Guð. _ Líkin eru mörg. Alls staðar fleygja menn þeim út í kyrrþey!"

Heyrið þetta, þér sem sundur merjið hina fátæku og ætlið að gjöra út af við alla aumingja í landinu, _

sem segið: "Hvenær mun tunglkomuhátíðin líða, svo að vér megum selja korn, og hvíldardagurinn, svo að vér megum opna kornhlöðurnar?" _ sem minnkið mælinn og hækkið verðið og falsið svikavogina,

og kaupið hina snauðu fyrir silfur og fátæklinginn fyrir eina ilskó, _ sem segið: "Vér seljum þeim aðeins úrganginn úr korninu."

Drottinn hefir svarið við vegsemd Jakobs: Aldrei skal ég gleyma öllu því, er þeir hafa gjört.

Postulasagan 8:1-8

Sál lét sér vel líka líflát hans. Á þeim degi hófst mikil ofsókn gegn söfnuðinum í Jerúsalem. Allir dreifðust út um byggðir Júdeu og Samaríu nema postularnir.

Guðræknir menn greftruðu Stefán og höfðu sorgarathöfn mikla.

En Sál gjörði sér allt far um að uppræta söfnuðinn. Hann óð inn í hvert hús, dró þaðan bæði karla og konur og lét setja í varðhald.

Þeir sem dreifst höfðu, fóru víðs vegar og fluttu fagnaðarerindið.

Filippus fór norður til höfuðborgar Samaríu og prédikaði Krist þar.

Menn hlýddu með athygli á orð Filippusar, þegar þeir heyrðu hann tala og sáu táknin, sem hann gjörði.

Margir höfðu óhreina anda, og fóru þeir út af þeim með ópi miklu. Og margir lama menn og haltir voru læknaðir.

Mikill fögnuður varð í þeirri borg.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society