Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Semicontinuous)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with sequential stories told across multiple weeks.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 134

134 Já, lofið Drottin, allir þjónar Drottins, þér er standið í húsi Drottins um nætur.

Fórnið höndum til helgidómsins og lofið Drottin.

Drottinn blessi þig frá Síon, hann sem er skapari himins og jarðar.

Orðskviðirnir 8:32-9:6

32 Og nú, þér yngismenn, hlýðið mér, því að sælir eru þeir, sem varðveita vegu mína.

33 Hlýðið á aga, svo að þér verðið vitrir, og látið hann eigi sem vind um eyrun þjóta.

34 Sæll er sá maður, sem hlýðir mér, sem vakir daglega við dyr mínar og geymir dyrastafa minna.

35 Því að sá sem mig finnur, finnur lífið og hlýtur blessun af Drottni.

36 En sá sem missir mín, skaðar sjálfan sig. Allir þeir, sem hata mig, elska dauðann.

Spekin hefir reist sér hús, höggvið til sjö stólpa sína.

Hún hefir slátrað sláturfé sínu, byrlað vín sitt, já, hún hefir þegar búið borð sitt.

Hún hefir sent út þernur sínar, hún kallar á háum stöðum í borginni:

"Hver, sem óreyndur er, komi hingað!" Við þann, sem óvitur er, segir hún:

"Komið, etið mat minn og drekkið vínið, sem ég hefi byrlað.

Látið af heimskunni, þá munuð þér lifa, og fetið veg hyggindanna."

Fyrra almenna bréf Péturs 2:1-3

Leggið því af alla vonsku og alla pretti, hræsni og öfund og allt baktal.

Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis,

enda "hafið þér smakkað, hvað Drottinn er góður."

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society