Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Complementary)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with thematically matched Old and New Testament readings.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 92:1-4

92 Gott er að lofa Drottin og lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti,

að kunngjöra miskunn þína að morgni og trúfesti þína um nætur

á tístrengjað hljóðfæri og hörpu með strengjaleik gígjunnar.

Þú hefir glatt mig, Drottinn, með dáð þinni, yfir handaverkum þínum fagna ég.

Sálmarnir 92:12-15

12 Hinir réttlátu gróa sem pálminn, vaxa sem sedrustréð á Líbanon.

13 Þeir eru gróðursettir í húsi Drottins, gróa í forgörðum Guðs vors.

14 Jafnvel í hárri elli bera þeir ávöxt, þeir eru safamiklir og grænir.

15 Þeir kunngjöra, að Drottinn er réttlátur, klettur minn, sem ekkert ranglæti er hjá.

Orðskviðirnir 15:1-9

15 Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði.

Af tungu hinna vitru drýpur þekking, en munnur heimskingjanna eys úr sér vitleysu.

Augu Drottins eru alls staðar, vakandi yfir vondum og góðum.

Hógværð tungunnar er lífstré, en fals hennar veldur hugarkvöl.

Afglapinn smáir aga föður síns, en sá sem tekur umvöndun, verður hygginn.

Í húsi hins réttláta er mikill auður, en glundroði er í gróðafé hins óguðlega.

Varir hinna vitru dreifa út þekkingu, en hjarta heimskingjanna er rangsnúið.

Fórn óguðlegra er Drottni andstyggð, en bæn hreinskilinna er honum þóknanleg.

Vegur hins óguðlega er Drottni andstyggilegur, en þann sem stundar réttlæti, elskar hann.

Fyrra bréf Páls til Þessa 4:13-18

13 Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von.

14 Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru.

15 Því að það segjum vér yður, og það er orð Drottins, að vér, sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu.

16 Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa.

17 Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma.

18 Uppörvið því hver annan með þessum orðum.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society