Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Complementary)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with thematically matched Old and New Testament readings.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 92:1-4

92 Gott er að lofa Drottin og lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti,

að kunngjöra miskunn þína að morgni og trúfesti þína um nætur

á tístrengjað hljóðfæri og hörpu með strengjaleik gígjunnar.

Þú hefir glatt mig, Drottinn, með dáð þinni, yfir handaverkum þínum fagna ég.

Sálmarnir 92:12-15

12 Hinir réttlátu gróa sem pálminn, vaxa sem sedrustréð á Líbanon.

13 Þeir eru gróðursettir í húsi Drottins, gróa í forgörðum Guðs vors.

14 Jafnvel í hárri elli bera þeir ávöxt, þeir eru safamiklir og grænir.

15 Þeir kunngjöra, að Drottinn er réttlátur, klettur minn, sem ekkert ranglæti er hjá.

Orðskviðirnir 13:1-12

13 Vitur sonur hlýðir umvöndun föður síns, en spottarinn sinnir engum átölum.

Maðurinn nýtur góðs af ávexti munnsins, en svikarana þyrstir í ofbeldi.

Sá sem gætir munns síns, varðveitir líf sitt, en glötun er búin þeim, er ginið glennir.

Sál letingjans girnist og fær ekki, en sál hinna iðnu mettast ríkulega.

Réttlátur maður hatar fals, en hinn óguðlegi fremur skömm og svívirðu.

Réttlætið verndar grandvara breytni, en guðleysið steypir syndaranum.

Einn þykist ríkur, en á þó ekkert, annar læst vera fátækur, en á þó mikinn auð.

Auðæfi mannsins eru lausnargjald fyrir líf hans, en hinn fátæki hlýðir ekki á neinar ávítur.

Ljós réttlátra logar skært, en á lampa óguðlegra slokknar.

10 Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska.

11 Skjótfenginn auður minnkar, en sá sem safnar smátt og smátt, verður ríkur.

12 Langdregin eftirvænting gjörir hjartað sjúkt, en uppfyllt ósk er lífstré.

Bréf Páls til Rómverja 5:12-6:2

12 Syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann og dauðinn fyrir syndina, og þannig er dauðinn runninn til allra manna, af því að allir hafa syndgað.

13 Því að allt fram að lögmálinu var synd í heiminum, en synd tilreiknast ekki meðan ekki er lögmál.

14 Samt sem áður hefur dauðinn ríkt frá Adam til Móse einnig yfir þeim, sem ekki höfðu syndgað á sömu lund og Adam braut, en Adam vísar til hans sem koma átti.

15 En náðargjöfinni og misgjörðinni verður ekki jafnað saman. Því að hafi hinir mörgu dáið sakir þess að einn féll, því fremur hefur náð Guðs og gjöf streymt ríkulega til hinna mörgu í hinum eina manni Jesú Kristi, sem er náðargjöf Guðs.

16 Og ekki verður gjöfinni jafnað til þess, sem leiddi af synd hins eina manns. Því að dómurinn vegna þess, sem hinn eini hafði gjört, varð til sakfellingar, en náðargjöfin vegna misgjörða margra til sýknunar.

17 Ef misgjörð hins eina manns hafði í för með sér, að dauðinn tók völd með þeim eina manni, því fremur munu þá þeir, sem þiggja gnóttir náðarinnar og gjafar réttlætisins, lifa og ríkja vegna hins eina Jesú Krists.

18 Eins og af misgjörð eins leiddi sakfellingu fyrir alla menn, þannig leiðir og af réttlætisverki eins sýknun og líf fyrir alla menn.

19 Eins og hinir mörgu urðu að syndurum fyrir óhlýðni hins eina manns, þannig mun hlýðni hins eina réttlæta hina mörgu.

20 En hér við bættist svo lögmálið, til þess að misgjörðin yrði meiri. En þar sem syndin jókst, þar flóði náðin yfir enn meir.

21 Og eins og syndin ríkti í dauðanum, svo skyldi og náðin ríkja fyrir réttlæti til eilífs lífs í Jesú Kristi, Drottni vorum.

Hvað eigum vér þá að segja? Eigum vér að halda áfram í syndinni til þess að náðin aukist?

Fjarri fer því. Vér sem dóum syndinni, hvernig ættum vér framar að lifa í henni?

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society