Add parallel Print Page Options

Drottinn talaði við Móse í Sínaí-eyðimörk á öðru ári eftir brottför þeirra af Egyptalandi, í fyrsta mánuðinum, og sagði:

"Ísraelsmenn skulu halda páska á tilteknum tíma.

Á fjórtánda degi þessa mánaðar um sólsetur skuluð þér halda þá á hinum tiltekna tíma. Eftir öllum skipunum og öllum ákvæðum um þá skuluð þér halda þá."

Móse bauð Ísraelsmönnum að halda páskana.

Og þeir héldu páska í fyrsta mánuðinum, hinn fjórtánda dag mánaðarins, um sólsetur, í Sínaí-eyðimörk. Ísraelsmenn gjörðu að öllu leyti svo sem Drottinn hafði boðið Móse.

En þar voru menn, er saurgast höfðu af líki framliðins manns og gátu því eigi haldið páska þennan dag. Gengu þeir fyrir Móse og Aron þennan dag

og sögðu við hann: "Vér erum óhreinir af líki framliðins manns; hví skulum vér verða út undan og eigi mega bera fram fórnargjöf Drottins meðal Ísraelsmanna á tilteknum tíma?"

Móse sagði við þá: "Bíðið þér, ég ætla að heyra, hvað Drottinn skipar fyrir um yður."

Drottinn talaði við Móse og sagði:

10 "Tala þú til Ísraelsmanna og seg: Ef einhver meðal yðar eða meðal niðja yðar er óhreinn af líki eða hann er í langferð, þá skal hann þó halda Drottni páska.

11 Á fjórtánda degi hins annars mánaðar, um sólsetur, skulu þeir halda þá; með ósýrðu brauði og beiskum jurtum skulu þeir eta páskalambið.

12 Engu skulu þeir leifa af því til morguns, og ekkert bein í því skulu þeir brjóta; skulu þeir halda páska eftir öllum páskalögunum.

13 En hver sem er hreinn og ekki á ferð og vanrækir að halda páska, hann skal upprættur verða úr þjóð sinni, því að hann færði Drottni eigi fórnargjöf á tilteknum tíma. Sá maður skal bera synd sína.

14 Nú dvelur útlendur maður hjá yður, og vill hann halda Drottni páska, skal hann þá svo gjöra sem fyrir er mælt í páskalögunum og ákvæðunum um þá. Skulu vera ein lög hjá yður bæði fyrir útlenda menn og innborna."

15 Á þeim degi, sem búðin var reist, huldi skýið búðina _ sáttmálstjaldið _ og um kveldið var það yfir búðinni eins og eldbjarmi allt til morguns.

16 Svo var það ávallt: Skýið huldi hana um daga og eldbjarmi um nætur.

17 Og í hvert sinn, er skýið hófst upp frá tjaldinu, lögðu Ísraelsmenn upp, og þar sem skýið nam staðar, þar settu Ísraelsmenn herbúðir sínar.

18 Að boði Drottins lögðu Ísraelsmenn upp, og að boði Drottins settu þeir herbúðir sínar. Alla þá stund, er skýið hvíldi yfir búðinni, héldu þeir kyrru fyrir í herbúðunum.

19 Þegar skýið var yfir búðinni marga daga samfleytt, gættu Ísraelsmenn skipunar Drottins og lögðu ekki upp.

20 Stundum var skýið aðeins fáa daga yfir búðinni; að boði Drottins héldu þeir kyrru fyrir í herbúðunum og að boði Drottins lögðu þeir upp.

21 Stundum var skýið frá kveldi allt til morguns, og er skýið hófst upp með morgninum, lögðu þeir upp, eða það var daginn og nóttina: Þegar skýið hófst, þá lögðu þeir upp.

22 Eða að skýið var tvo daga eða mánuð eða lengri tíma: Þegar það var langdvölum yfir búðinni og hvíldi yfir henni, héldu Ísraelsmenn kyrru fyrir í herbúðunum og lögðu ekki upp, en er það hófst, lögðu þeir upp.

23 Að boði Drottins settu þeir herbúðir sínar, og að boði Drottins lögðu þeir upp. Skipunar Drottins gættu þeir að boði Drottins, er Móse flutti.

10 Drottinn talaði við Móse og sagði:

"Gjör þér tvo lúðra af silfri. Með drifnu smíði skalt þú gjöra þá. Skalt þú hafa þá til að kalla saman söfnuðinn og þá er herinn tekur sig upp.

Og þegar blásið er í þá báða, skal allur söfnuðurinn koma saman hjá þér fyrir dyrum samfundatjaldsins.

En sé eigi blásið nema í annan þeirra, þá skulu foringjarnir koma til þín, höfuðsmenn Ísraels þúsunda.

Þegar þér blásið hvellt, skal herinn, sem tjaldar að austanverðu, leggja upp.

Og þegar þér blásið hvellt í annað sinn, skal herinn, sem tjaldar að sunnanverðu, leggja upp. Skal blása hvellt, þegar leggja skal upp.

En þegar safna á saman söfnuðinum, skuluð þér blása, en þó eigi hvellt.

Synir Arons, prestarnir, skulu blása í lúðrana, og skal það vera ævarandi lögmál fyrir yður frá kyni til kyns.

Þá er þér farið í stríð í landi yðar móti óvinum yðar, sem á yður herja, skuluð þér blása hvellt í lúðrana, og mun yðar minnst verða af Drottni, Guði yðar, og þér frelsaðir verða frá fjandmönnum yðar.

10 Á gleðidögum yðar, á löghátíðum yðar og í mánaðarbyrjun skuluð þér og blása í lúðrana við brennifórnir yðar og heillafórnir, og skulu þeir vera yður til minningar frammi fyrir Guði yðar. Ég er Drottinn, Guð yðar."

11 Á öðru ári, í öðrum mánuðinum, á tuttugasta degi mánaðarins hófst skýið upp frá sáttmálsbúðinni.

12 Tóku Ísraelsmenn sig þá upp eftir röð úr Sínaí-eyðimörk, og skýið nam staðar í Paran-eyðimörk.

13 Þannig lögðu þeir upp í fyrsta skiptið að boði Drottins, er Móse flutti.

14 Tók merki herbúða Júda sona sig fyrst upp eftir hersveitum þeirra, en fyrir her hans var Nakson Ammínadabsson.

15 Og fyrir her ættkvíslar Íssakars sona var Netanel Súarsson.

16 Og fyrir her ættkvíslar Sebúlons sona var Elíab Helónsson.

17 Er búðin var ofan tekin, tóku Gersons synir og Merarí synir sig upp. Báru þeir búðina.

18 Merki Rúbens herbúða tók sig upp eftir hersveitum þeirra, en fyrir her hans var Elísúr Sedeúrsson.

19 Og fyrir her ættkvíslar Símeons sona var Selúmíel Súrísaddaíson.

20 Og fyrir her ættkvíslar Gaðs sona var Eljasaf Degúelsson.

21 Þá tóku Kahatítar sig upp. Báru þeir hina helgu dóma. En búðin skyldi sett upp, áður en þeir kæmu.

22 Merki herbúða Efraíms sona tók sig upp eftir hersveitum þeirra, en fyrir her hans var Elísama Ammíhúdsson.

23 Og fyrir her ættkvíslar Manasse sona var Gamlíel Pedasúrsson.

24 Og fyrir her ættkvíslar Benjamíns sona var Abídan Gídeóníson.

25 Merki herbúða Dans sona tók sig upp eftir hersveitum þeirra. Fór það síðast allra herbúðanna, en fyrir her hans var Akíeser Ammísaddaíson.

26 Og fyrir her ættkvíslar Assers sona var Pagíel Ókransson.

27 Og fyrir her ættkvíslar Naftalí sona var Akíra Enansson.

28 Þessi var röðin á Ísraelsmönnum eftir hersveitum þeirra, er þeir lögðu upp.

29 Þá sagði Móse við Hóbab Regúelsson Midíaníta, tengdaföður Móse: "Vér leggjum nú upp áleiðis til þess staðar, sem Drottinn hét, að hann mundi gefa oss. Kom þú með oss, og munum vér gjöra vel við þig, því að Drottinn hefir heitið Ísrael góðu."

30 Hóbab svaraði: "Eigi vil ég fara, heldur mun ég halda heim í land mitt og til ættfólks míns."

31 En Móse sagði: "Eigi mátt þú yfirgefa oss, af því að þú veist, hvar vér getum tjaldað í eyðimörkinni, og skalt þú vera oss sem auga.

32 Og farir þú með oss og oss hlotnast þau gæði, sem Drottinn vill veita oss, þá munum vér gjöra vel við þig."

33 Héldu þeir nú frá fjalli Drottins þrjár dagleiðir, en sáttmálsörk Drottins fór á undan þeim þrjár dagleiðir til þess að velja hvíldarstað handa þeim.

34 Og ský Drottins var yfir þeim á daginn, er þeir tóku sig upp úr herbúðunum.

35 En er örkin tók sig upp, sagði Móse: "Rís þú upp, Drottinn, svo að óvinir þínir tvístrist og fjendur þínir flýi fyrir þér."

36 Og er hún nam staðar, sagði hann: "Hverf þú aftur, Drottinn, til hinna tíu þúsund þúsunda Ísraels."

11 Lýðurinn tók að mögla hátt gegn Drottni yfir böli sínu. Og er Drottinn heyrði það, upptendraðist reiði hans. Kviknaði þá eldur frá Drottni meðal þeirra og eyddi ysta hluta herbúðanna.

Þá kveinaði lýðurinn fyrir Móse, og Móse bað til Drottins. Tók þá eldurinn að slokkna.

Var staður þessi kallaður Tabera, því að eldur Drottins kviknaði meðal þeirra.

Útlendur lýður, sem með þeim var, fylltist lysting. Tóku Ísraelsmenn þá einnig að kveina og sögðu: "Hver gefur oss nú kjöt að eta?

Víst munum vér eftir fiskinum, sem vér átum á Egyptalandi fyrir ekki neitt, eftir agúrkunum, melónunum, graslauknum, blómlauknum og hnapplauknum.

En nú örmagnast sála vor. Hér er alls ekki neitt, vér sjáum ekkert nema þetta manna."

Manna var eins og kóríanderfræ og að útliti sem bedolakharpeis.

Fólkið fór á víð og dreif og tíndi, og þeir möluðu það í handkvörnum eða steyttu það í mortéli, suðu því næst í pottum og gjörðu úr því kökur, en það var á bragðið eins og olíukökur.

Og þegar dögg féll á nóttum yfir herbúðirnar, þá féll og manna yfir þær.

10 Móse heyrði fólkið gráta, hvern með sitt skuldalið fyrir dyrum tjalds síns. Upptendraðist þá reiði Drottins ákaflega, og féll Móse það illa.

11 Móse sagði við Drottin: "Hví gjörir þú svo illa við þjón þinn, og hví hefi ég eigi fundið náð í augum þínum, að þú skulir leggja á mig byrði alls þessa fólks?

12 Hefi ég gengið þungaður að öllu þessu fólki? Hefi ég borið það í heiminn, að þú skulir segja við mig: ,Ber það í faðmi þér, eins og barnfóstri ber brjóstmylking,` _ inn í landið, sem þú sórst feðrum þeirra?

13 Hvaðan á ég að fá kjöt til að gefa öllu þessu fólki? Því að þeir gráta fyrir mér og segja: ,Gef oss kjöt að eta!`

14 Ég rís ekki einn undir öllu þessu fólki, því að það er mér of þungt.

15 Og ef þú ætlar að fara svona með mig, þá deyð mig heldur hreinlega, ef ég hefi fundið náð í augum þínum, svo að ég þurfi eigi að horfa upp á ógæfu mína."

16 Þá sagði Drottinn við Móse: "Safna þú mér sjötíu mönnum af öldungum Ísraels, sem þú veist að eru öldungar meðal fólksins og tilsjónarmenn þess, og skalt þú fara með þá að samfundatjaldinu, svo að þeir skipi sér þar ásamt þér.

17 Og ég vil stíga niður og tala þar við þig, og ég vil taka af anda þeim, sem yfir þér er, og leggja yfir þá, svo að þeir beri með þér byrði fólksins og þú berir hana ekki einn.

18 Og til fólksins skalt þú mæla: ,Helgið yður til morguns. Þá skuluð þér fá kjöt að eta. Því að þér hafið kveinað í eyru Drottins og sagt: Hver gefur oss kjöt að eta? því að vel leið oss í Egyptalandi. _ Og Drottinn mun gefa yður kjöt að eta.

19 Þér skuluð ekki eta það einn dag, og ekki tvo daga, og ekki fimm daga, og ekki tíu daga, og ekki tuttugu daga,

20 heldur heilan mánuð, þangað til það gengur út af nösum yðar og yður býður við því, af því að þér hafið hafnað Drottni, sem meðal yðar er, og kveinað fyrir augliti hans og sagt: Hví fórum vér burt úr Egyptalandi?"`

21 Þá sagði Móse: "Fólkið, sem ég er með, er sex hundruð þúsund fótgangandi manna, og þú segir: ,Ég vil gefa þeim kjöt að eta í heilan mánuð.`

22 Á þá að slátra sauðum og nautum handa þeim, svo að þeim nægi? Eða á að safna saman öllum fiskum í sjónum handa þeim, svo að þeim nægi?"

23 Drottinn sagði við Móse: "Er þá hönd Drottins stutt orðin? Nú skalt þú sjá, hvort orð mín koma fram við þig eða ekki."

24 Móse gekk burt og bar fólkinu orð Drottins og safnaði saman sjötíu manns af öldungum fólksins og lét þá skipa sér umhverfis tjaldið.

25 Og Drottinn sté niður í skýinu og talaði við hann, og hann tók af anda þeim, sem yfir honum var, og lagði hann yfir öldungana sjötíu. Og er andinn kom yfir þá, spáðu þeir, og aldrei síðan.

26 Tveir menn höfðu orðið eftir í herbúðunum. Hét annar Eldad, en hinn Medad, og andinn kom yfir þá _ voru þeir meðal hinna skráðu, en höfðu ekki gengið út að tjaldinu _, og þeir spáðu í herbúðunum.

27 Þá kom ungmenni hlaupandi og sagði Móse og mælti: "Eldad og Medad eru að spá í herbúðunum!"

28 Jósúa Núnsson, er þjónað hafði Móse frá æsku, svaraði og sagði: "Móse, herra minn, bannaðu þeim það!"

29 En Móse sagði við hann: "Tekur þú upp þykkjuna fyrir mig? Ég vildi að allur lýður Drottins væri spámenn, svo að Drottinn legði anda sinn yfir þá."

30 Og Móse gekk aftur í herbúðirnar, hann og öldungar Ísraels.

31 Þá tók að blása vindur frá Drottni, og flutti hann lynghæns frá sjónum og varp þeim yfir herbúðirnar, svo sem dagleið í allar áttir, hringinn í kringum herbúðirnar, og um tvær álnir frá jörðu.

32 Og fólkið fór til allan þann dag og alla nóttina og allan daginn eftir og safnaði lynghænsum. Sá sem minnstu safnaði, safnaði tíu kómer. Og þeir breiddu þau allt í kringum herbúðirnar.

33 Meðan kjötið var enn milli tanna þeirra, áður en það var upp unnið, upptendraðist reiði Drottins gegn fólkinu, og Drottinn lét þar verða mjög mikinn mannfelli meðal fólksins.

34 Og staður þessi var nefndur Kibrót-hattava, því að þar grófu þeir fólkið, er fyllst hafði græðgi.

35 Frá Kibrót-hattava hélt lýðurinn til Haserót, og þeir staðnæmdust í Haserót.

The Passover

The Lord spoke to Moses in the Desert of Sinai in the first month(A) of the second year after they came out of Egypt.(B) He said, “Have the Israelites celebrate the Passover(C) at the appointed time.(D) Celebrate it at the appointed time, at twilight on the fourteenth day of this month,(E) in accordance with all its rules and regulations.(F)

So Moses told the Israelites to celebrate the Passover,(G) and they did so in the Desert of Sinai(H) at twilight on the fourteenth day of the first month.(I) The Israelites did everything just as the Lord commanded Moses.(J)

But some of them could not celebrate the Passover on that day because they were ceremonially unclean(K) on account of a dead body.(L) So they came to Moses and Aaron(M) that same day and said to Moses, “We have become unclean because of a dead body, but why should we be kept from presenting the Lord’s offering with the other Israelites at the appointed time?(N)

Moses answered them, “Wait until I find out what the Lord commands concerning you.”(O)

Then the Lord said to Moses, 10 “Tell the Israelites: ‘When any of you or your descendants are unclean because of a dead body(P) or are away on a journey, they are still to celebrate(Q) the Lord’s Passover, 11 but they are to do it on the fourteenth day of the second month(R) at twilight. They are to eat the lamb, together with unleavened bread and bitter herbs.(S) 12 They must not leave any of it till morning(T) or break any of its bones.(U) When they celebrate the Passover, they must follow all the regulations.(V) 13 But if anyone who is ceremonially clean and not on a journey fails to celebrate the Passover, they must be cut off from their people(W) for not presenting the Lord’s offering at the appointed time. They will bear the consequences of their sin.

14 “‘A foreigner(X) residing among you is also to celebrate the Lord’s Passover in accordance with its rules and regulations. You must have the same regulations for both the foreigner and the native-born.’”

The Cloud Above the Tabernacle

15 On the day the tabernacle, the tent of the covenant law,(Y) was set up,(Z) the cloud(AA) covered it. From evening till morning the cloud above the tabernacle looked like fire.(AB) 16 That is how it continued to be; the cloud covered it, and at night it looked like fire.(AC) 17 Whenever the cloud lifted from above the tent, the Israelites set out;(AD) wherever the cloud settled, the Israelites encamped.(AE) 18 At the Lord’s command the Israelites set out, and at his command they encamped. As long as the cloud stayed over the tabernacle, they remained(AF) in camp. 19 When the cloud remained over the tabernacle a long time, the Israelites obeyed the Lord’s order(AG) and did not set out.(AH) 20 Sometimes the cloud was over the tabernacle only a few days; at the Lord’s command they would encamp, and then at his command they would set out. 21 Sometimes the cloud stayed only from evening till morning, and when it lifted in the morning, they set out. Whether by day or by night, whenever the cloud lifted, they set out. 22 Whether the cloud stayed over the tabernacle for two days or a month or a year, the Israelites would remain in camp and not set out; but when it lifted, they would set out. 23 At the Lord’s command they encamped, and at the Lord’s command they set out. They obeyed the Lord’s order, in accordance with his command through Moses.

The Silver Trumpets

10 The Lord said to Moses: “Make two trumpets(AI) of hammered silver, and use them for calling the community(AJ) together and for having the camps set out.(AK) When both are sounded, the whole community is to assemble before you at the entrance to the tent of meeting. If only one is sounded, the leaders(AL)—the heads of the clans of Israel—are to assemble before you. When a trumpet blast is sounded, the tribes camping on the east are to set out.(AM) At the sounding of a second blast, the camps on the south are to set out.(AN) The blast will be the signal for setting out. To gather the assembly, blow the trumpets,(AO) but not with the signal for setting out.(AP)

“The sons of Aaron, the priests, are to blow the trumpets. This is to be a lasting ordinance for you and the generations to come.(AQ) When you go into battle in your own land against an enemy who is oppressing you,(AR) sound a blast on the trumpets.(AS) Then you will be remembered(AT) by the Lord your God and rescued from your enemies.(AU) 10 Also at your times of rejoicing—your appointed festivals and New Moon feasts(AV)—you are to sound the trumpets(AW) over your burnt offerings(AX) and fellowship offerings,(AY) and they will be a memorial for you before your God. I am the Lord your God.(AZ)

The Israelites Leave Sinai

11 On the twentieth day of the second month of the second year,(BA) the cloud lifted(BB) from above the tabernacle of the covenant law.(BC) 12 Then the Israelites set out from the Desert of Sinai and traveled from place to place until the cloud came to rest in the Desert of Paran.(BD) 13 They set out, this first time, at the Lord’s command through Moses.(BE)

14 The divisions of the camp of Judah went first, under their standard.(BF) Nahshon son of Amminadab(BG) was in command. 15 Nethanel son of Zuar was over the division of the tribe(BH) of Issachar,(BI) 16 and Eliab son of Helon(BJ) was over the division of the tribe of Zebulun.(BK) 17 Then the tabernacle was taken down, and the Gershonites and Merarites, who carried it, set out.(BL)

18 The divisions of the camp of Reuben(BM) went next, under their standard.(BN) Elizur son of Shedeur(BO) was in command. 19 Shelumiel son of Zurishaddai was over the division of the tribe of Simeon,(BP) 20 and Eliasaph son of Deuel was over the division of the tribe of Gad.(BQ) 21 Then the Kohathites(BR) set out, carrying the holy things.(BS) The tabernacle was to be set up before they arrived.(BT)

22 The divisions of the camp of Ephraim(BU) went next, under their standard. Elishama son of Ammihud(BV) was in command. 23 Gamaliel son of Pedahzur was over the division of the tribe of Manasseh,(BW) 24 and Abidan son of Gideoni was over the division of the tribe of Benjamin.(BX)

25 Finally, as the rear guard(BY) for all the units, the divisions of the camp of Dan set out under their standard. Ahiezer son of Ammishaddai(BZ) was in command. 26 Pagiel son of Okran was over the division of the tribe of Asher,(CA) 27 and Ahira son of Enan was over the division of the tribe of Naphtali.(CB) 28 This was the order of march for the Israelite divisions as they set out.

29 Now Moses said to Hobab(CC) son of Reuel(CD) the Midianite, Moses’ father-in-law,(CE) “We are setting out for the place about which the Lord said, ‘I will give it to you.’(CF) Come with us and we will treat you well, for the Lord has promised good things to Israel.”

30 He answered, “No, I will not go;(CG) I am going back to my own land and my own people.(CH)

31 But Moses said, “Please do not leave us. You know where we should camp in the wilderness, and you can be our eyes.(CI) 32 If you come with us, we will share with you(CJ) whatever good things the Lord gives us.(CK)

33 So they set out(CL) from the mountain of the Lord and traveled for three days. The ark of the covenant of the Lord(CM) went before them during those three days to find them a place to rest.(CN) 34 The cloud of the Lord was over them by day when they set out from the camp.(CO)

35 Whenever the ark set out, Moses said,

“Rise up,(CP) Lord!
    May your enemies be scattered;(CQ)
    may your foes flee before you.(CR)(CS)

36 Whenever it came to rest, he said,

“Return,(CT) Lord,
    to the countless thousands of Israel.(CU)

Fire From the Lord

11 Now the people complained(CV) about their hardships in the hearing of the Lord,(CW) and when he heard them his anger was aroused.(CX) Then fire from the Lord burned among them(CY) and consumed(CZ) some of the outskirts of the camp. When the people cried out to Moses, he prayed(DA) to the Lord(DB) and the fire died down. So that place was called Taberah,[a](DC) because fire from the Lord had burned among them.(DD)

Quail From the Lord

The rabble with them began to crave other food,(DE) and again the Israelites started wailing(DF) and said, “If only we had meat to eat! We remember the fish we ate in Egypt at no cost—also the cucumbers, melons, leeks, onions and garlic.(DG) But now we have lost our appetite; we never see anything but this manna!(DH)

The manna was like coriander seed(DI) and looked like resin.(DJ) The people went around gathering it,(DK) and then ground it in a hand mill or crushed it in a mortar. They cooked it in a pot or made it into loaves. And it tasted like something made with olive oil. When the dew(DL) settled on the camp at night, the manna also came down.

10 Moses heard the people of every family wailing(DM) at the entrance to their tents. The Lord became exceedingly angry, and Moses was troubled. 11 He asked the Lord, “Why have you brought this trouble(DN) on your servant? What have I done to displease you that you put the burden of all these people on me?(DO) 12 Did I conceive all these people? Did I give them birth? Why do you tell me to carry them in my arms, as a nurse carries an infant,(DP) to the land you promised on oath(DQ) to their ancestors?(DR) 13 Where can I get meat for all these people?(DS) They keep wailing to me, ‘Give us meat to eat!’ 14 I cannot carry all these people by myself; the burden is too heavy for me.(DT) 15 If this is how you are going to treat me, please go ahead and kill me(DU)—if I have found favor in your eyes—and do not let me face my own ruin.”

16 The Lord said to Moses: “Bring me seventy of Israel’s elders(DV) who are known to you as leaders and officials among the people.(DW) Have them come to the tent of meeting,(DX) that they may stand there with you. 17 I will come down and speak with you(DY) there, and I will take some of the power of the Spirit that is on you and put it on them.(DZ) They will share the burden of the people with you so that you will not have to carry it alone.(EA)

18 “Tell the people: ‘Consecrate yourselves(EB) in preparation for tomorrow, when you will eat meat. The Lord heard you when you wailed,(EC) “If only we had meat to eat! We were better off in Egypt!”(ED) Now the Lord will give you meat,(EE) and you will eat it. 19 You will not eat it for just one day, or two days, or five, ten or twenty days, 20 but for a whole month—until it comes out of your nostrils and you loathe it(EF)—because you have rejected the Lord,(EG) who is among you, and have wailed before him, saying, “Why did we ever leave Egypt?”’”(EH)

21 But Moses said, “Here I am among six hundred thousand men(EI) on foot, and you say, ‘I will give them meat to eat for a whole month!’ 22 Would they have enough if flocks and herds were slaughtered for them? Would they have enough if all the fish in the sea were caught for them?”(EJ)

23 The Lord answered Moses, “Is the Lord’s arm too short?(EK) Now you will see whether or not what I say will come true for you.(EL)

24 So Moses went out and told the people what the Lord had said. He brought together seventy of their elders and had them stand around the tent. 25 Then the Lord came down in the cloud(EM) and spoke with him,(EN) and he took some of the power of the Spirit(EO) that was on him and put it on the seventy elders.(EP) When the Spirit rested on them, they prophesied(EQ)—but did not do so again.

26 However, two men, whose names were Eldad and Medad, had remained in the camp. They were listed among the elders, but did not go out to the tent. Yet the Spirit also rested on them,(ER) and they prophesied in the camp. 27 A young man ran and told Moses, “Eldad and Medad are prophesying in the camp.”

28 Joshua son of Nun,(ES) who had been Moses’ aide(ET) since youth, spoke up and said, “Moses, my lord, stop them!”(EU)

29 But Moses replied, “Are you jealous for my sake? I wish that all the Lord’s people were prophets(EV) and that the Lord would put his Spirit(EW) on them!”(EX) 30 Then Moses and the elders of Israel returned to the camp.

31 Now a wind went out from the Lord and drove quail(EY) in from the sea. It scattered them up to two cubits[b] deep all around the camp, as far as a day’s walk in any direction. 32 All that day and night and all the next day the people went out and gathered quail. No one gathered less than ten homers.[c] Then they spread them out all around the camp. 33 But while the meat was still between their teeth(EZ) and before it could be consumed, the anger(FA) of the Lord burned against the people, and he struck them with a severe plague.(FB) 34 Therefore the place was named Kibroth Hattaavah,[d](FC) because there they buried the people who had craved other food.

35 From Kibroth Hattaavah the people traveled to Hazeroth(FD) and stayed there.

Footnotes

  1. Numbers 11:3 Taberah means burning.
  2. Numbers 11:31 That is, about 3 feet or about 90 centimeters
  3. Numbers 11:32 That is, possibly about 1 3/4 tons or about 1.6 metric tons
  4. Numbers 11:34 Kibroth Hattaavah means graves of craving.

Þeir komu nú yfir um vatnið í byggð Gerasena.

Og um leið og Jesús sté úr bátnum, kom maður á móti honum frá gröfunum, haldinn óhreinum anda.

Hann hafðist við í gröfunum, og enginn gat lengur bundið hann, ekki einu sinni með hlekkjum.

Oft hafði hann verið fjötraður á fótum og höndum, en hann braut jafnóðum af sér hlekkina og sleit fjötrana, og gat enginn ráðið við hann.

Allar nætur og daga var hann í gröfunum eða á fjöllum, æpti og lamdi sig grjóti.

Þegar hann sá Jesú álengdar, hljóp hann og féll fram fyrir honum

og æpti hárri röddu: "Hvað vilt þú mér, Jesús, sonur Guðs hins hæsta? Ég særi þig við Guð, kvel þú mig eigi!"

Því að Jesús hafði sagt við hann: "Þú óhreini andi, far út af manninum."

Jesús spurði hann þá: "Hvað heitir þú?" Hinn svaraði: "Hersing heiti ég, vér erum margir."

10 Og hann bað Jesú ákaft að senda þá ekki brott úr héraðinu.

11 En þar í fjallinu var mikil svínahjörð á beit.

12 Og þeir báðu hann: "Send oss í svínin, lát oss fara í þau!"

13 Hann leyfði þeim það, og fóru þá óhreinu andarnir út og í svínin, og hjörðin, nær tveim þúsundum, ruddist fram af hamrinum í vatnið og drukknaði þar.

14 En hirðarnir flýðu og sögðu tíðindin í borginni og sveitinni. Menn fóru þá að sjá, hvað gjörst hafði,

15 komu til Jesú og sáu haldna manninn, sem hersingin hafði verið í, sitja þar klæddan og heilvita. Og þeir urðu hræddir.

16 En sjónarvottar sögðu þeim, hvað fram hafði farið við haldna manninn, og frá svínunum.

17 Og þeir tóku að biðja Jesú að fara burt úr héruðum þeirra.

18 Þá er hann sté í bátinn, bað sá, er haldinn hafði verið, að fá að vera með honum.

19 En Jesús leyfði honum það eigi, heldur sagði: "Far heim til þín og þinna, og seg þeim, hve mikið Drottinn hefur gjört fyrir þig og verið þér miskunnsamur."

20 Hann fór og tók að kunngjöra í Dekapólis, hve mikið Jesús hafði fyrir hann gjört, og undruðust það allir.

Read full chapter

Jesus Restores a Demon-Possessed Man(A)(B)

They went across the lake to the region of the Gerasenes.[a] When Jesus got out of the boat,(C) a man with an impure spirit(D) came from the tombs to meet him. This man lived in the tombs, and no one could bind him anymore, not even with a chain. For he had often been chained hand and foot, but he tore the chains apart and broke the irons on his feet. No one was strong enough to subdue him. Night and day among the tombs and in the hills he would cry out and cut himself with stones.

When he saw Jesus from a distance, he ran and fell on his knees in front of him. He shouted at the top of his voice, “What do you want with me,(E) Jesus, Son of the Most High God?(F) In God’s name don’t torture me!” For Jesus had said to him, “Come out of this man, you impure spirit!”

Then Jesus asked him, “What is your name?”

“My name is Legion,”(G) he replied, “for we are many.” 10 And he begged Jesus again and again not to send them out of the area.

11 A large herd of pigs was feeding on the nearby hillside. 12 The demons begged Jesus, “Send us among the pigs; allow us to go into them.” 13 He gave them permission, and the impure spirits came out and went into the pigs. The herd, about two thousand in number, rushed down the steep bank into the lake and were drowned.

14 Those tending the pigs ran off and reported this in the town and countryside, and the people went out to see what had happened. 15 When they came to Jesus, they saw the man who had been possessed by the legion(H) of demons,(I) sitting there, dressed and in his right mind; and they were afraid. 16 Those who had seen it told the people what had happened to the demon-possessed man—and told about the pigs as well. 17 Then the people began to plead with Jesus to leave their region.

18 As Jesus was getting into the boat, the man who had been demon-possessed begged to go with him. 19 Jesus did not let him, but said, “Go home to your own people and tell them(J) how much the Lord has done for you, and how he has had mercy on you.” 20 So the man went away and began to tell in the Decapolis[b](K) how much Jesus had done for him. And all the people were amazed.

Read full chapter

Footnotes

  1. Mark 5:1 Some manuscripts Gadarenes; other manuscripts Gergesenes
  2. Mark 5:20 That is, the Ten Cities