Add parallel Print Page Options

19 Um þær mundir bar svo til _ en þá var enginn konungur í Ísrael _ að levíti nokkur bjó innst inni í Efraímfjöllum, og tók hann sér að hjákonu kvenmann nokkurn frá Betlehem í Júda.

En þessi hjákona hans var honum ótrú og fór frá honum til húss föður síns í Betlehem í Júda og var þar fjögra mánaða tíma.

En maður hennar tók sig upp og fór eftir henni til þess að tala um fyrir henni og til þess að sækja hana, og hafði hann með sér svein sinn og tvo asna. Hún leiddi hann þá inn í hús föður síns, og er faðir stúlkunnar sá hann, gladdist hann yfir komu hans.

En tengdafaðir hans, faðir stúlkunnar, hélt honum, svo að hann dvaldist hjá honum í þrjá daga. Átu þeir og drukku og voru þar um nóttina.

En fjórða daginn risu þeir árla um morguninn og bjóst hinn nú til ferðar. Þá sagði faðir stúlkunnar við tengdason sinn: "Hresstu þig fyrst á matarbita og síðan megið þið fara."

Þá settust þeir niður og átu báðir saman og drukku. En faðir stúlkunnar sagði við manninn: "Lát þér það lynda að vera í nótt, og lát liggja vel á þér."

En maðurinn bjóst til að fara. Þá lagði tengdafaðir hans svo að honum, að hann settist aftur og var þar um nóttina.

Fimmta daginn reis hann árla um morguninn og ætlaði að halda af stað. Þá sagði faðir stúlkunnar: "Hresstu þig þó fyrst, og bíðið þið uns degi hallar." Og þeir átu báðir saman.

En er maðurinn bjóst til að fara, ásamt hjákonu sinni og sveini sínum, þá sagði tengdafaðir hans, faðir stúlkunnar, við hann: "Það er orðið áliðið og dagur að kveldi kominn; verið í nótt. Sjá, degi hallar. Ver þú í nótt og láttu liggja vel á þér, en á morgun getið þið lagt upp snemma, svo að þú getir náð heim til þín."

10 En maðurinn vildi ekki vera um nóttina, heldur bjóst til ferðar og hélt af stað og komst norður á móts við Jebús, það er Jerúsalem, og hann hafði með sér tvo söðlaða asna og hjákonu sína.

11 Þegar þau voru hjá Jebús og mjög var liðið á dag, þá sagði sveinninn við húsbónda sinn: "Kom þú, við skulum fara inn í þessa Jebúsíta borg og gista þar."

12 En húsbóndi hans sagði við hann: "Ekki skulum við fara inn í borg ókunnugra manna, þar sem engir Ísraelsmenn búa, höldum heldur áfram til Gíbeu."

13 Og hann sagði við svein sinn: "Kom þú, við skulum fara í einhvern af stöðunum og gista í Gíbeu eða Rama."

14 Síðan héldu þeir áfram leið sína, en sól gekk undir, er þeir voru hjá Gíbeu, sem heyrir Benjamín.

15 Viku þeir þar af leið til þess að fara inn í Gíbeu til gistingar. Og er hann kom þangað, staðnæmdist hann á bæjartorginu, en enginn tók þau inn í hús sitt til gistingar.

16 Maður nokkur gamall kom frá vinnu sinni utan af akri um kveldið. Hann var frá Efraímfjöllum og bjó sem útlendingur í Gíbeu, en mennirnir, sem þarna bjuggu, voru Benjamínítar.

17 Og er honum varð litið upp, sá hann ferðamanninn á bæjartorginu. Þá sagði gamli maðurinn: "Hvert ætlar þú að fara og hvaðan kemur þú?"

18 Hinn svaraði honum: "Við komum frá Betlehem í Júda og ætlum innst inn í Efraímfjöll. Þaðan er ég. Ég fór suður til Betlehem og er nú á heimleið, en enginn hefir boðið mér hér inn til sín.

19 Við höfum bæði hálm og fóður handa ösnum okkar, svo og brauð og vín handa mér og ambátt þinni og sveininum, sem er með þjónum þínum. Hér er einskis vant."

20 Þá sagði gamli maðurinn: "Vertu velkominn! Lofaðu mér nú að annast allt, sem þig kann að bresta, en úti máttu ekki liggja í nótt hér á torginu."

21 Og hann leiddi hann inn í hús sitt og gaf ösnunum, og þau þvoðu fætur sína og átu og drukku.

22 Nú sem þau gæddu sér, sjá, þá umkringdu borgarmenn _ hrakmenni nokkur _ húsið, lömdu utan hurðina og kölluðu til gamla mannsins, húsbóndans: "Leið út manninn, sem til þín er kominn, að vér megum kenna hans."

23 Þá gekk maðurinn, húsbóndinn, út til þeirra og sagði við þá: "Nei, bræður mínir, fyrir hvern mun fremjið ekki óhæfu. Fyrst þessi maður er kominn inn í mitt hús, þá fremjið ekki slíka svívirðingu.

24 Hér er dóttir mín, sem er mey, og hjákona hans, ég ætla að leiða þær út, og þær megið þér taka nauðugar og gjöra við þær sem yður vel líkar, en á manni þessum skuluð þér ekki fremja slíka svívirðingu."

25 En mennirnir vildu ekki hlýða á hann. Þá þreif maðurinn í hjákonu sína og leiddi hana út á strætið til þeirra, og þeir kenndu hennar og misþyrmdu henni alla nóttina, allt til morguns, og slepptu henni ekki fyrr en dagur rann.

26 Þegar birta tók af degi, kom konan og féll niður fyrir húsdyrum mannsins, þar sem bóndi hennar var inni, og lá þar, uns bjart var orðið.

27 En er bóndi hennar reis um morguninn og lauk upp húsdyrunum og gekk út og ætlaði að halda af stað, sjá, þá lá konan, hjákona hans, úti fyrir dyrunum með hendurnar á þröskuldinum.

28 Hann mælti þá til hennar: "Stattu upp, við skulum halda af stað!" _ en fékk ekkert svar. Þá lét hann hana upp á asnann, og maðurinn tók sig upp og hélt heim til sín.

29 En er hann kom heim, tók hann hníf, þreif hjákonu sína og hlutaði hana alla sundur í tólf hluti og sendi þá út um alla Ísraels byggð.

30 En hverjum þeim, er sá það, varð að orði: "Eigi hefir slíkt við borið og eigi hefir slíkt sést síðan er Ísraelsmenn fóru af Egyptalandi allt fram á þennan dag! Hugleiðið þetta, leggið á ráð og segið til!"

20 Þá lögðu allir Ísraelsmenn af stað, og safnaðist lýðurinn saman sem einn maður frá Dan til Beerseba, svo og Gíleaðland, fram fyrir Drottin í Mispa.

Og höfðingjar alls lýðsins, allar ættkvíslir Ísraels, gengu fram í söfnuði Guðs fólks _ fjögur hundruð þúsund fótgangandi menn, vopnum búnir.

Benjamíns synir fréttu, að Ísraelsmenn væru farnir upp til Mispa. Ísraelsmenn sögðu: "Segið frá, hvernig atvikaðist óhæfuverk þetta."

Þá svaraði levítinn, maður konunnar, er myrt hafði verið, og sagði: "Ég kom til Gíbeu, sem heyrir Benjamín, ásamt hjákonu minni og ætlaði að vera þar nætursakir.

Þá risu Gíbeubúar upp á móti mér og umkringdu húsið um nóttina og létu ófriðlega. Mig hugðust þeir að drepa og hjákonu minni nauðguðu þeir svo, að hún beið bana af.

Þá tók ég hjákonu mína og hlutaði hana sundur og sendi hana út um allt arfleifðarland Ísraels, því að þeir höfðu framið níðingsverk og óhæfu í Ísrael.

Þér eruð hér allir, Ísraelsmenn! Kveðið nú upp tillögur yðar og ráð!"

Þá reis upp allur lýður, sem einn maður væri, og sagði: "Enginn af oss skal fara heim til sín og enginn snúa heim til húss síns.

Og nú skulum vér fara þannig að við Gíbeu: Vér skulum ráðast gegn henni eftir hlutkesti.

10 Vér skulum taka tíu menn af hundraði af öllum ættkvíslum Ísraels og hundrað af þúsundi og þúsund af tíu þúsundum til þess að sækja vistir handa liðinu. Þegar þeir koma aftur, verður farið með Gíbeu í Benjamín með öllu svo sem maklegt er fyrir óhæfuverk það, er þeir hafa framið í Ísrael."

11 Þá söfnuðust allir Ísraelsmenn saman í móti borginni, allir samhuga sem einn maður væri.

12 Ættkvíslir Ísraels sendu menn um alla ættkvísl Benjamíns og létu þá segja: "Hvílík óhæfa er þetta, sem framin hefir verið yðar á meðal.

13 Framseljið því hrakmennin í Gíbeu, svo að vér fáum drepið þá og upprætt hið illa úr Ísrael." En Benjamíns synir vildu ekki gefa gaum orðum bræðra sinna, Ísraelsmanna.

14 Söfnuðust Benjamíns synir þá saman úr borgunum til Gíbeu til þess að fara í hernað móti Ísraelsmönnum.

15 En Benjamíns synir, þeir er úr borgunum komu, voru á þeim degi tuttugu og sex þúsundir vopnaðra manna að tölu, auk Gíbeu-búa, en þeir voru sjö hundruð að tölu, einvala lið.

16 Af öllu þessu liði voru sjö hundruð úrvals menn örvhentir. Hæfðu þeir allir hárrétt með slöngusteini og misstu ekki.

17 En Ísraelsmenn voru að tölu, fyrir utan Benjamín, fjögur hundruð þúsund vopnaðra manna, og voru þeir allir hermenn.

18 Ísraelsmenn tóku sig upp og fóru upp til Betel og gengu til frétta við Guð og sögðu: "Hver af oss skal fyrstur fara í hernaðinn móti Benjamíns sonum?" Drottinn svaraði: "Júda skal fyrstur fara".

19 Ísraelsmenn tóku sig upp um morguninn og settu herbúðir sínar hjá Gíbeu.

20 Og Ísraelsmenn fóru til bardaga í móti Benjamín, og Ísraelsmenn fylktu sér til orustu gegn þeim nálægt Gíbeu.

21 Þá fóru Benjamíns synir út úr Gíbeu og lögðu að velli tuttugu og tvær þúsundir manna af Ísrael á þeim degi.

22 En lið Ísraelsmanna herti upp hugann, og fylktu þeir sér af nýju til orustu á þeim stað, sem þeir höfðu fylkt sér hinn fyrri daginn.

23 Og Ísraelsmenn fóru upp eftir og grétu frammi fyrir Drottni allt til kvelds, og þeir gengu til frétta við Drottin og sögðu: "Eigum vér enn að leggja til orustu við sonu Benjamíns, bróður vors?" Drottinn svaraði: "Farið á móti þeim."

24 Fóru Ísraelsmenn nú í móti Benjamíns sonum á öðrum degi.

25 Og Benjamín fór út í móti þeim úr Gíbeu á öðrum degi, og lögðu þeir enn að velli átján þúsund manns af Ísraelsmönnum, og voru þeir allir vopnum búnir.

26 Þá fóru allir Ísraelsmenn og allur lýðurinn upp eftir og komu til Betel og höfðust þar við grátandi fyrir augliti Drottins og föstuðu þann dag til kvelds. Og þeir fórnuðu brennifórnum og heillafórnum fyrir augliti Drottins.

27 Síðan gengu Ísraelsmenn til frétta við Drottin, en þar var sáttmálsörk Guðs í þá daga,

28 og Pínehas, sonur Eleasars Aronssonar, gegndi þjónustu fyrir augliti hans í þá daga. Þeir sögðu: "Eigum vér enn að leggja til orustu við sonu Benjamíns, bróður vors, eða eigum vér að hætta?" Drottinn svaraði: "Farið, því að á morgun mun ég gefa þá í yðar hendur."

29 Nú setti Ísrael menn í launsát hringinn í kringum Gíbeu.

30 Og Ísraelsmenn fóru í móti Benjamíns sonum á þriðja degi og fylktu þeir sér gegnt Gíbeu, eins og hin fyrri skiptin.

31 Þá fóru Benjamíns synir út á móti liðinu og létu teygjast burt frá borginni og tóku að fella nokkra af liðinu, eins og hin fyrri skiptin, úti á þjóðvegunum (annar þeirra liggur upp til Betel, en hinn til Gíbeu yfir haglendið), um þrjátíu manns af Ísrael.

32 Þá hugsuðu Benjamíns synir: "Þeir bíða ósigur fyrir oss eins og í fyrsta sinnið." En Ísraelsmenn höfðu sagt: "Vér skulum flýja, svo að vér fáum teygt þá frá borginni út á þjóðvegina."

33 Og allir Ísraelsmenn tóku sig upp úr sínum stað og fylktu sér í Baal Tamar, og þeir Ísraelsmanna, er í launsát voru, þustu fram úr sínum stað fyrir vestan Geba.

34 Því næst sóttu tíu þúsundir einvala liðs úr öllum Ísrael fram móti Gíbeu og tókst þar hörð orusta, en hinir vissu ekki að ógæfan vofði yfir þeim.

35 Þannig lét Drottinn Benjamín bíða ósigur fyrir Ísrael, og Ísraelsmenn drápu tuttugu og fimm þúsund og eitt hundrað manns af Benjamín á þeim degi, og voru þeir allir vopnum búnir.

36 Þá sáu Benjamíns synir, að þeir höfðu beðið ósigur. Ísraelsmenn gáfu Benjamín rúm, því að þeir treystu launsátinni, er þeir höfðu sett hjá Gíbeu.

37 En þeir, sem í launsátinni voru, spruttu upp og geystust fram mót Gíbeu og fóru til og felldu alla borgarbúa með sverðseggjum.

38 Það var samkomulag milli Ísraelsmanna og þeirra, er í launsátinni voru, að þeir skyldu láta reyk leggja upp af borginni til merkis.

39 Þegar nú Ísraelsmenn snerust á flótta í bardaganum og Benjamínítar tóku að fella nokkra af Ísraelsmönnum, um þrjátíu manns, með því að þeir hugsuðu: "Þeir hafa þegar beðið ósigur fyrir oss, eins og í fyrstu orustunni!"

40 þá tók merkið að stíga upp af borginni, reykjarmökkurinn, og er Benjamínítar sneru sér við, sjá, þá stóð öll borgin í björtu báli.

41 Þá sneru Ísraelsmenn við, og sló felmti á Benjamíníta, því að þeir sáu, að ógæfan var yfir þá komin.

42 Sneru þeir nú undan Ísraelsmönnum á leið til eyðimerkurinnar, og hélst þó orustan á hælum þeim, og þeir, sem komu úr borgunum, drápu þá mitt á meðal þeirra.

43 Þeir umkringdu Benjamíníta, eltu þá og tróðu þá undir fótum sér, þar sem þeir höfðu leitað sér hvíldar, alla leið austur fyrir Gíbeu.

44 Og þar féllu af Benjamín átján þúsundir manna, og voru það allt hraustir menn.

45 Þá sneru þeir á flótta til eyðimerkurinnar að Rimmónkletti, og í eftirleitinni um þjóðvegina drápu þeir fimm þúsund manns, og þeir eltu þá allt til Gídeóm og drápu enn af þeim tvö þúsund manns.

46 Þannig féllu alls af Benjamín á þeim degi tuttugu og fimm þúsundir vopnbúinna manna, og voru það allt hraustir menn.

47 Þá sneru þeir á flótta til eyðimerkurinnar að Rimmónkletti, sex hundruð manns, og höfðust við hjá Rimmónkletti í fjóra mánuði.

48 En Ísraelsmenn sneru aftur til Benjamíns sona og felldu þá með sverðseggjum, bæði menn og fénað og allt, sem þeir fundu. Þeir lögðu og eld í allar borgirnar, sem fyrir þeim urðu.

21 Ísraelsmenn höfðu unnið eið í Mispa og sagt: "Enginn af oss skal gifta Benjamíníta dóttur sína."

Og lýðurinn fór til Betel, og þeir dvöldu þar fram á kveld fyrir augliti Guðs og hófu þar mikið harmakvein

og sögðu: "Drottinn, Ísraels Guð! Hví hefir þetta við borið í Ísrael, að nú skuli vanta eina ættkvíslina í Ísrael?"

Morguninn eftir reis lýðurinn árla og reisti þar altari og fórnaði brennifórnum og heillafórnum.

Því næst sögðu Ísraelsmenn: "Mun nokkur vera sá af öllum ættkvíslum Ísraels, er ekki hafi komið upp hingað til Drottins með söfnuðinum?" Því að það hafði verið föstum svardögum bundið, að hver sá, er ekki kæmi upp til Drottins í Mispa, sá hinn sami skyldi lífi týna.

Og Ísraelsmenn tók sárt til Benjamíns bróður síns og þeir sögðu: "Nú er ein ættkvísl upphöggvin úr Ísrael!

Hvernig eigum vér að fara að því að útvega þeim konur, sem eftir eru, þar eð vér höfum unnið Drottni eið að því að gifta þeim eigi neina af dætrum vorum?"

Þá sögðu þeir: "Er nokkur sá af ættkvíslum Ísraels, er ekki hafi farið upp til Drottins í Mispa?" Og sjá, frá Jabes í Gíleað hafði enginn komið í herbúðirnar til samkomunnar.

Fór nú fram liðskönnun, og sjá, enginn var þar af íbúum Jabes í Gíleað.

10 Þá sendi lýðurinn þangað tólf þúsundir hraustra manna og lagði svo fyrir þá: "Farið og fellið íbúana í Jabes í Gíleað með sverðseggjum, ásamt konum og börnum.

11 En þannig skuluð þér að fara: Alla karlmenn og allar konur, er samræði hafa átt við mann, skuluð þér banni helga, en meyjar skuluð þér láta lífi halda." Þeir gjörðu svo.

12 Og þeir fundu meðal íbúanna í Jabes í Gíleað fjögur hundruð meyjar, er eigi höfðu samræði átt við mann, og þeir fóru með þær til herbúðanna í Síló, sem er í Kanaanlandi.

13 Þá sendi allur lýðurinn og lét tala við Benjamíns sonu, þá er voru hjá Rimmónkletti, og bauð þeim frið.

14 Þá hurfu Benjamínítar aftur og þeir gáfu þeim konur þær, er þeir höfðu látið lífi halda af konunum í Jabes í Gíleað. Þær voru þó ekki nógu margar handa þeim.

15 Lýðinn tók sárt til Benjamíns, því að Drottinn hafði höggvið skarð í ættkvíslir Ísraels.

16 Þá sögðu öldungar lýðsins: "Hvernig eigum vér að fara að því að útvega þeim, sem eftir eru, konur, því að konur hafa verið gjöreyddar úr Benjamín?"

17 Og þeir sögðu: "Hvernig mega þeir af Benjamínítum, er undan hafa komist, halda arfleifð sinni, svo að eigi verði ættkvísl afmáð úr Ísrael?

18 En ekki getum vér gift þeim neina af dætrum vorum." Því að Ísraelsmenn höfðu svarið: "Bölvaður sé sá, sem gefur Benjamín konu!"

19 Þá sögðu þeir: "Sjá, hátíð Drottins er árlega haldin í Síló, sem liggur fyrir norðan Betel, fyrir austan þjóðveginn, sem liggur frá Betel upp til Síkem, og fyrir sunnan Lebóna."

20 Og þeir lögðu svo fyrir Benjamíns sonu: "Farið og liggið í leyni í víngörðunum.

21 Og er þér sjáið Sílódætur ganga út til dansleika, þá skuluð þér spretta upp úr víngörðunum og ræna yður sinni konunni hver af Sílódætrum. Farið síðan heim í Benjamínsland.

22 En þegar feður þeirra eða bræður koma að kæra þetta fyrir oss, þá skulum vér segja við þá: ,Gefið oss þær, því að vér fengum engar konur í stríðinu. Þér hafið ekki heldur gefið þeim þær. Ef svo væri, þá væruð þér sekir."`

23 Benjamíns synir gjörðu svo og tóku sér konur, eins og þeir voru margir til, meðal dansmeyjanna, sem þeir rændu. Síðan fóru þeir og hurfu aftur til óðals síns og reistu að nýju borgirnar og bjuggu í þeim.

24 Þá fóru og Ísraelsmenn þaðan, hver til sinnar kynkvíslar og sinnar ættar, og þeir héldu þaðan hver til óðals síns.

A Levite and His Concubine

19 In those days Israel had no king.

Now a Levite who lived in a remote area in the hill country of Ephraim(A) took a concubine from Bethlehem in Judah.(B) But she was unfaithful to him. She left him and went back to her parents’ home in Bethlehem, Judah. After she had been there four months, her husband went to her to persuade her to return. He had with him his servant and two donkeys. She took him into her parents’ home, and when her father saw him, he gladly welcomed him. His father-in-law, the woman’s father, prevailed on him to stay; so he remained with him three days, eating and drinking,(C) and sleeping there.

On the fourth day they got up early and he prepared to leave, but the woman’s father said to his son-in-law, “Refresh yourself(D) with something to eat; then you can go.” So the two of them sat down to eat and drink together. Afterward the woman’s father said, “Please stay tonight and enjoy yourself.(E) And when the man got up to go, his father-in-law persuaded him, so he stayed there that night. On the morning of the fifth day, when he rose to go, the woman’s father said, “Refresh yourself. Wait till afternoon!” So the two of them ate together.

Then when the man, with his concubine and his servant, got up to leave, his father-in-law, the woman’s father, said, “Now look, it’s almost evening. Spend the night here; the day is nearly over. Stay and enjoy yourself. Early tomorrow morning you can get up and be on your way home.” 10 But, unwilling to stay another night, the man left and went toward Jebus(F) (that is, Jerusalem), with his two saddled donkeys and his concubine.

11 When they were near Jebus and the day was almost gone, the servant said to his master, “Come, let’s stop at this city of the Jebusites(G) and spend the night.”

12 His master replied, “No. We won’t go into any city whose people are not Israelites. We will go on to Gibeah.” 13 He added, “Come, let’s try to reach Gibeah or Ramah(H) and spend the night in one of those places.” 14 So they went on, and the sun set as they neared Gibeah in Benjamin.(I) 15 There they stopped to spend the night.(J) They went and sat in the city square,(K) but no one took them in for the night.

16 That evening(L) an old man from the hill country of Ephraim,(M) who was living in Gibeah (the inhabitants of the place were Benjamites), came in from his work in the fields. 17 When he looked and saw the traveler in the city square, the old man asked, “Where are you going? Where did you come from?”(N)

18 He answered, “We are on our way from Bethlehem in Judah to a remote area in the hill country of Ephraim where I live. I have been to Bethlehem in Judah and now I am going to the house of the Lord.[a](O) No one has taken me in for the night. 19 We have both straw and fodder(P) for our donkeys(Q) and bread and wine(R) for ourselves your servants—me, the woman and the young man with us. We don’t need anything.”

20 “You are welcome at my house,” the old man said. “Let me supply whatever you need. Only don’t spend the night in the square.” 21 So he took him into his house and fed his donkeys. After they had washed their feet, they had something to eat and drink.(S)

22 While they were enjoying themselves,(T) some of the wicked men(U) of the city surrounded the house. Pounding on the door, they shouted to the old man who owned the house, “Bring out the man who came to your house so we can have sex with him.(V)

23 The owner of the house went outside(W) and said to them, “No, my friends, don’t be so vile. Since this man is my guest, don’t do this outrageous thing.(X) 24 Look, here is my virgin daughter,(Y) and his concubine. I will bring them out to you now, and you can use them and do to them whatever you wish. But as for this man, don’t do such an outrageous thing.”

25 But the men would not listen to him. So the man took his concubine and sent her outside to them, and they raped her(Z) and abused her(AA) throughout the night, and at dawn they let her go. 26 At daybreak the woman went back to the house where her master was staying, fell down at the door and lay there until daylight.

27 When her master got up in the morning and opened the door of the house and stepped out to continue on his way, there lay his concubine, fallen in the doorway of the house, with her hands on the threshold. 28 He said to her, “Get up; let’s go.” But there was no answer. Then the man put her on his donkey and set out for home.

29 When he reached home, he took a knife(AB) and cut up his concubine, limb by limb, into twelve parts and sent them into all the areas of Israel.(AC) 30 Everyone who saw it was saying to one another, “Such a thing has never been seen or done, not since the day the Israelites came up out of Egypt.(AD) Just imagine! We must do something! So speak up!(AE)

The Israelites Punish the Benjamites

20 Then all Israel(AF) from Dan to Beersheba(AG) and from the land of Gilead came together as one(AH) and assembled(AI) before the Lord in Mizpah.(AJ) The leaders of all the people of the tribes of Israel took their places in the assembly of God’s people, four hundred thousand men(AK) armed with swords. (The Benjamites heard that the Israelites had gone up to Mizpah.) Then the Israelites said, “Tell us how this awful thing happened.”

So the Levite, the husband of the murdered woman, said, “I and my concubine came to Gibeah(AL) in Benjamin to spend the night.(AM) During the night the men of Gibeah came after me and surrounded the house, intending to kill me.(AN) They raped my concubine, and she died.(AO) I took my concubine, cut her into pieces and sent one piece to each region of Israel’s inheritance,(AP) because they committed this lewd and outrageous act(AQ) in Israel. Now, all you Israelites, speak up and tell me what you have decided to do.(AR)

All the men rose up together as one, saying, “None of us will go home. No, not one of us will return to his house. But now this is what we’ll do to Gibeah: We’ll go up against it in the order decided by casting lots.(AS) 10 We’ll take ten men out of every hundred from all the tribes of Israel, and a hundred from a thousand, and a thousand from ten thousand, to get provisions for the army. Then, when the army arrives at Gibeah[b] in Benjamin, it can give them what they deserve for this outrageous act done in Israel.” 11 So all the Israelites got together and united as one against the city.(AT)

12 The tribes of Israel sent messengers throughout the tribe of Benjamin, saying, “What about this awful crime that was committed among you?(AU) 13 Now turn those wicked men(AV) of Gibeah over to us so that we may put them to death and purge the evil from Israel.(AW)

But the Benjamites would not listen to their fellow Israelites. 14 From their towns they came together at Gibeah to fight against the Israelites. 15 At once the Benjamites mobilized twenty-six thousand swordsmen from their towns, in addition to seven hundred able young men from those living in Gibeah. 16 Among all these soldiers there were seven hundred select troops who were left-handed,(AX) each of whom could sling a stone at a hair and not miss.

17 Israel, apart from Benjamin, mustered four hundred thousand swordsmen, all of them fit for battle.

18 The Israelites went up to Bethel[c](AY) and inquired of God.(AZ) They said, “Who of us is to go up first(BA) to fight(BB) against the Benjamites?”

The Lord replied, “Judah(BC) shall go first.”

19 The next morning the Israelites got up and pitched camp near Gibeah. 20 The Israelites went out to fight the Benjamites and took up battle positions against them at Gibeah. 21 The Benjamites came out of Gibeah and cut down twenty-two thousand Israelites(BD) on the battlefield that day. 22 But the Israelites encouraged one another and again took up their positions where they had stationed themselves the first day. 23 The Israelites went up and wept before the Lord(BE) until evening,(BF) and they inquired of the Lord.(BG) They said, “Shall we go up again to fight(BH) against the Benjamites, our fellow Israelites?”

The Lord answered, “Go up against them.”

24 Then the Israelites drew near to Benjamin the second day. 25 This time, when the Benjamites came out from Gibeah to oppose them, they cut down another eighteen thousand Israelites,(BI) all of them armed with swords.

26 Then all the Israelites, the whole army, went up to Bethel, and there they sat weeping before the Lord.(BJ) They fasted(BK) that day until evening and presented burnt offerings(BL) and fellowship offerings(BM) to the Lord.(BN) 27 And the Israelites inquired of the Lord.(BO) (In those days the ark of the covenant of God(BP) was there, 28 with Phinehas son of Eleazar,(BQ) the son of Aaron, ministering before it.)(BR) They asked, “Shall we go up again to fight against the Benjamites, our fellow Israelites, or not?”

The Lord responded, “Go, for tomorrow I will give them into your hands.(BS)

29 Then Israel set an ambush(BT) around Gibeah. 30 They went up against the Benjamites on the third day and took up positions against Gibeah as they had done before. 31 The Benjamites came out to meet them and were drawn away(BU) from the city. They began to inflict casualties on the Israelites as before, so that about thirty men fell in the open field and on the roads—the one leading to Bethel(BV) and the other to Gibeah. 32 While the Benjamites were saying, “We are defeating them as before,”(BW) the Israelites were saying, “Let’s retreat and draw them away from the city to the roads.”

33 All the men of Israel moved from their places and took up positions at Baal Tamar, and the Israelite ambush charged out of its place(BX) on the west[d] of Gibeah.[e] 34 Then ten thousand of Israel’s able young men made a frontal attack on Gibeah. The fighting was so heavy that the Benjamites did not realize(BY) how near disaster was.(BZ) 35 The Lord defeated Benjamin(CA) before Israel, and on that day the Israelites struck down 25,100 Benjamites, all armed with swords. 36 Then the Benjamites saw that they were beaten.

Now the men of Israel had given way(CB) before Benjamin, because they relied on the ambush(CC) they had set near Gibeah. 37 Those who had been in ambush made a sudden dash into Gibeah, spread out and put the whole city to the sword.(CD) 38 The Israelites had arranged with the ambush that they should send up a great cloud of smoke(CE) from the city,(CF) 39 and then the Israelites would counterattack.

The Benjamites had begun to inflict casualties on the Israelites (about thirty), and they said, “We are defeating them as in the first battle.”(CG) 40 But when the column of smoke began to rise from the city, the Benjamites turned and saw the whole city going up in smoke.(CH) 41 Then the Israelites counterattacked,(CI) and the Benjamites were terrified, because they realized that disaster had come(CJ) on them. 42 So they fled before the Israelites in the direction of the wilderness, but they could not escape the battle. And the Israelites who came out of the towns cut them down there. 43 They surrounded the Benjamites, chased them and easily[f] overran them in the vicinity of Gibeah on the east. 44 Eighteen thousand Benjamites fell, all of them valiant fighters.(CK) 45 As they turned and fled toward the wilderness to the rock of Rimmon,(CL) the Israelites cut down five thousand men along the roads. They kept pressing after the Benjamites as far as Gidom and struck down two thousand more.

46 On that day twenty-five thousand Benjamite(CM) swordsmen fell, all of them valiant fighters. 47 But six hundred of them turned and fled into the wilderness to the rock of Rimmon, where they stayed four months. 48 The men of Israel went back to Benjamin and put all the towns to the sword, including the animals and everything else they found. All the towns they came across they set on fire.(CN)

Wives for the Benjamites

21 The men of Israel had taken an oath(CO) at Mizpah:(CP) “Not one of us will give(CQ) his daughter in marriage to a Benjamite.”

The people went to Bethel,[g] where they sat before God until evening, raising their voices and weeping bitterly. Lord, God of Israel,” they cried, “why has this happened to Israel? Why should one tribe be missing(CR) from Israel today?”

Early the next day the people built an altar and presented burnt offerings and fellowship offerings.(CS)

Then the Israelites asked, “Who from all the tribes of Israel(CT) has failed to assemble before the Lord?” For they had taken a solemn oath that anyone who failed to assemble before the Lord at Mizpah was to be put to death.

Now the Israelites grieved for the tribe of Benjamin, their fellow Israelites. “Today one tribe is cut off from Israel,” they said. “How can we provide wives for those who are left, since we have taken an oath(CU) by the Lord not to give them any of our daughters in marriage?” Then they asked, “Which one of the tribes of Israel failed to assemble before the Lord at Mizpah?” They discovered that no one from Jabesh Gilead(CV) had come to the camp for the assembly. For when they counted the people, they found that none of the people of Jabesh Gilead were there.

10 So the assembly sent twelve thousand fighting men with instructions to go to Jabesh Gilead and put to the sword those living there, including the women and children. 11 “This is what you are to do,” they said. “Kill every male(CW) and every woman who is not a virgin.(CX) 12 They found among the people living in Jabesh Gilead four hundred young women who had never slept with a man, and they took them to the camp at Shiloh(CY) in Canaan.

13 Then the whole assembly sent an offer of peace(CZ) to the Benjamites at the rock of Rimmon.(DA) 14 So the Benjamites returned at that time and were given the women of Jabesh Gilead who had been spared. But there were not enough for all of them.

15 The people grieved for Benjamin,(DB) because the Lord had made a gap in the tribes of Israel. 16 And the elders of the assembly said, “With the women of Benjamin destroyed, how shall we provide wives for the men who are left? 17 The Benjamite survivors must have heirs,” they said, “so that a tribe of Israel will not be wiped out.(DC) 18 We can’t give them our daughters as wives, since we Israelites have taken this oath:(DD) ‘Cursed be anyone who gives(DE) a wife to a Benjamite.’ 19 But look, there is the annual festival of the Lord in Shiloh,(DF) which lies north of Bethel(DG), east of the road that goes from Bethel to Shechem,(DH) and south of Lebonah.”

20 So they instructed the Benjamites, saying, “Go and hide in the vineyards 21 and watch. When the young women of Shiloh come out to join in the dancing,(DI) rush from the vineyards and each of you seize one of them to be your wife. Then return to the land of Benjamin. 22 When their fathers or brothers complain to us, we will say to them, ‘Do us the favor of helping them, because we did not get wives for them during the war. You will not be guilty of breaking your oath because you did not give(DJ) your daughters to them.’”

23 So that is what the Benjamites did. While the young women were dancing,(DK) each man caught one and carried her off to be his wife. Then they returned to their inheritance(DL) and rebuilt the towns and settled in them.(DM)

24 At that time the Israelites left that place and went home to their tribes and clans, each to his own inheritance.

25 In those days Israel had no king; everyone did as they saw fit.(DN)

Footnotes

  1. Judges 19:18 Hebrew, Vulgate, Syriac and Targum; Septuagint going home
  2. Judges 20:10 One Hebrew manuscript; most Hebrew manuscripts Geba, a variant of Gibeah
  3. Judges 20:18 Or to the house of God; also in verse 26
  4. Judges 20:33 Some Septuagint manuscripts and Vulgate; the meaning of the Hebrew for this word is uncertain.
  5. Judges 20:33 Hebrew Geba, a variant of Gibeah
  6. Judges 20:43 The meaning of the Hebrew for this word is uncertain.
  7. Judges 21:2 Or to the house of God