Add parallel Print Page Options

Einu sinni var maður í Ús-landi. Hann hét Job. Hann var maður ráðvandur og réttlátur, guðhræddur og grandvar.

Hann átti sjö sonu og þrjár dætur,

og aflafé hans var sjö þúsund sauða, þrjú þúsund úlfalda, fimm hundruð sameyki nauta, fimm hundruð ösnur og mjög mörg hjú, og var maður sá meiri öllum austurbyggjum.

Synir hans voru vanir að fara og búa veislu heima hjá sér, hver sinn dag, og þeir buðu systrum sínum þremur að eta og drekka með sér.

En er veisludagar voru liðnir, sendi Job eftir þeim og helgaði þau. Reis hann árla morguns og fórnaði brennifórn fyrir hvert þeirra. Því að Job hugsaði: "Vera má að börn mín hafi syndgað og formælt Guði í hjarta sínu." Svo gjörði Job alla daga.

Nú bar svo til einn dag, að synir Guðs komu til þess að ganga fyrir Drottin, og kom Satan og meðal þeirra.

Mælti þá Drottinn til Satans: "Hvaðan kemur þú?" Satan svaraði Drottni og sagði: "Ég hefi verið að reika um jörðina og arka fram og aftur um hana."

Og Drottinn mælti til Satans: "Veittir þú athygli þjóni mínum Job? því að enginn er hans líki á jörðu, maður ráðvandur og réttlátur, guðhræddur og grandvar."

Og Satan svaraði Drottni og sagði: "Ætli Job óttist Guð fyrir ekki neitt? Hefir þú ekki lagt skjólgarð um hann og hús hans og allt, sem hann á, hringinn í kring?

10 Handaverk hans hefir þú blessað, og fénaður hans breiðir sig um landið.

11 En rétt þú út hönd þína og snert þú allt, sem hann á, og mun hann þá formæla þér upp í opið geðið."

12 Þá mælti Drottinn til Satans: "Sjá, veri allt, sem hann á, á þínu valdi, en á sjálfan hann mátt þú ekki leggja hönd þína." Gekk Satan þá burt frá augliti Drottins.

13 Nú bar svo til einn dag, er synir hans og dætur átu og drukku vín í húsi elsta bróður síns,

14 að sendimaður kom til Jobs og sagði: "Nautin voru að plægja og ösnurnar voru á beit rétt hjá þeim.

15 Gjörðu þá Sabear athlaup og tóku þau, en sveinana drápu þeir. Ég einn komst undan til að flytja þér tíðindin."

16 En áður en hann hafði lokið máli sínu, kom annar og sagði: "Eldur Guðs féll af himni og kveikti í hjörðinni og sveinunum og eyddi þeim. Ég einn komst undan til að flytja þér tíðindin."

17 En áður en sá hafði lokið máli sínu, kom annar og sagði: "Kaldear fylktu þremur flokkum, gjörðu áhlaup á úlfaldana og tóku þá, en sveinana drápu þeir. Ég einn komst undan til að flytja þér tíðindin."

18 Áður en sá hafði lokið máli sínu, kom annar og sagði: "Synir þínir og dætur átu og drukku vín í húsi elsta bróður síns.

19 Kom þá skyndilega fellibylur austan yfir eyðimörkina og lenti á fjórum hornum hússins, svo að það féll ofan yfir sveinana, og þeir dóu. Ég einn komst undan til að flytja þér tíðindin."

20 Þá stóð Job upp og reif skikkju sína og skar af sér hárið, og féll til jarðar, tilbað

21 og sagði: Nakinn kom ég af móðurskauti og nakinn mun ég aftur þangað fara. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins.

22 Í öllu þessu syndgaði Job ekki, og ekki átaldi hann Guð heimskulega.

Nú bar svo til einn dag, að synir Guðs komu til þess að ganga fyrir Drottin, og kom Satan og meðal þeirra.

Mælti þá Drottinn til Satans: "Hvaðan kemur þú?" Og Satan svaraði Drottni og sagði: "Ég hefi verið að reika um jörðina og arka fram og aftur um hana."

Og Drottinn mælti til Satans: "Veittir þú athygli þjóni mínum Job? því að enginn er hans líki á jörðu, maður ráðvandur og réttlátur, guðhræddur og grandvar. Og enn þá er hann staðfastur í ráðvendni sinni, og þó hefir þú egnt mig gegn honum til að vinna honum tjón án saka."

Og Satan svaraði Drottni og sagði: "Nær er skinnið en skyrtan, og fyrir líf sitt gefur maðurinn allt sem hann á.

En rétt þú út hönd þína og snert þú bein hans og hold, og þá mun hann formæla þér upp í opið geðið."

Þá mælti Drottinn til Satans: "Sjá, veri hann á þínu valdi, en þyrma skalt þú lífi hans."

Þá gekk Satan burt frá augliti Drottins og sló Job illkynjuðum kaunum frá hvirfli til ilja.

Og Job tók sér leirbrot til að skafa sig með, þar sem hann sat í öskunni.

Þá sagði kona hans við hann: "Heldur þú enn fast við ráðvendni þína? Formæltu Guði og farðu að deyja!"

10 En hann sagði við hana: "Þú talar svo sem heimskar konur tala. Fyrst vér höfum þegið hið góða af Guði, ættum vér þá ekki einnig að taka hinu vonda?" Í öllu þessu syndgaði Job ekki með vörum sínum.

11 Þegar vinir Jobs þrír fréttu, að öll þessi ógæfa væri yfir hann komin, þá komu þeir hver frá sínum stað, þeir Elífas Temaníti, Bildad Súíti og Sófar Naamíti, og töluðu sig saman um að fara og votta honum samhryggð sína og hugga hann.

12 En er þeir hófu upp augu sín álengdar, þekktu þeir hann ekki. Tóku þeir þá að gráta hástöfum, rifu skikkjur sínar og jusu mold yfir höfuð sér hátt í loft upp.

13 Og þannig sátu þeir hjá honum á jörðu sjö daga og sjö nætur, og enginn þeirra yrti á hann, því að þeir sáu, hversu mikil kvöl hans var.

Loks lauk Job upp munni sínum og bölvaði fæðingardegi sínum.

Hann tók til máls og sagði:

Farist sá dagur, sem ég fæddist á, og nóttin, sem sagði: Sveinbarn er getið!

Sá dagur verði að myrkri, Guð á hæðum spyrji ekki eftir honum, engin dagsbirta ljómi yfir honum.

Myrkur og niðdimma heimti hann aftur, skýflókar leggist um hann, dagmyrkvar skelfi hann.

Sú nótt _ myrkrið hremmi hana, hún gleðji sig eigi meðal ársins daga, hún komi eigi í tölu mánaðanna.

Sjá, sú nótt verði ófrjó, ekkert fagnaðaróp heyrist á henni.

Þeir sem bölva deginum, formæli henni, _ þeir sem leiknir eru í að egna Levjatan.

Myrkvist stjörnur aftureldingar hennar, vænti hún ljóss, en það komi ekki, og brágeisla morgunroðans fái hún aldrei litið,

10 af því að hún lokaði eigi fyrir mér dyrum móðurlífsins og byrgði ei ógæfuna fyrir augum mínum.

11 Hví dó ég ekki í móðurkviði, _ andaðist jafnskjótt og ég var kominn af móðurlífi?

12 Hvers vegna tóku kné á móti mér og hví voru brjóst til handa mér að sjúga?

13 Því þá lægi ég nú og hvíldist, væri sofnaður og hefði frið

14 hjá konungum og ráðherrum jarðarinnar, þeim er reistu sér hallir úr rústum,

15 eða hjá höfðingjum, sem áttu gull, þeim er fylltu hús sín silfri.

16 Eða ég væri ekki til eins og falinn ótímaburður, eins og börn, sem aldrei hafa séð ljósið.

17 Í gröfinni hætta hinir óguðlegu hávaðanum, og þar hvílast hinir örmagna.

18 Bandingjarnir hafa þar allir ró, heyra þar eigi köll verkstjórans.

19 Smár og stór eru þar jafnir, og þrællinn er þar laus við húsbónda sinn.

20 Hví gefur Guð ljós hinum þjáðu og líf hinum sorgbitnu?

21 þeim sem þrá dauðann, en hann kemur ekki, sem grafa eftir honum ákafara en eftir fólgnum fjársjóðum,

22 þeim sem mundu gleðjast svo, að þeir réðu sér ekki fyrir kæti, fagna, ef þeir fyndu gröfina;

23 _ þeim manni, sem enga götu sér og Guð hefir girt inni?

24 Því að andvörp eru orðin mitt daglegt brauð, og kvein mitt úthellist sem vatn.

25 Því að óttaðist ég eitthvað, þá hitti það mig, og það sem ég hræddist, kom yfir mig.

26 Ég mátti eigi næðis njóta, eigi friðar, eigi hvíldar, þá kom ný mæða.

Þá svaraði Elífas frá Teman og mælti:

Munt þú taka því illa, þótt maður dirfist að yrða á þig? Og þó, hver fær orða bundist?

Sjá, þú hefir áminnt marga, og magnþrota hendur hefir þú styrkt.

Þann sem hrasaði, reistu orð þín á fætur, og hnígandi hnén gjörðir þú stöðug.

En nú, þegar það kemur yfir þig, gefst þú upp, þegar það nær þér sjálfum, missir þú móðinn.

Er ekki guðhræðsla þín athvarf þitt og þitt grandvara líferni von þín?

Hugsaðu þig um: Hver er sá, er farist hafi saklaus, og hvar hefir hinum réttvísu verið tortímt?

Að því, er ég hefi séð: Þeir sem plægðu rangindi og sáðu óhamingju, þeir einir hafa uppskorið það.

Fyrir andgusti Guðs fórust þeir, fyrir reiðiblæstri hans urðu þeir að engu.

10 Öskur ljónsins og rödd óargadýrsins, _ tennur ljónshvolpanna eru brotnar sundur.

11 Ljónið ferst, af því að það vantar bráð, og hvolpar ljónynjunnar tvístrast.

12 En til mín laumaðist orð, og eyra mitt nam óminn af því _

13 í heilabrotunum, sem nætursýnirnar valda, þá er þungur svefnhöfgi er fallinn yfir mennina.

14 Ótti kom yfir mig og hræðsla, svo að öll bein mín nötruðu.

15 Og vindgustur straukst fram hjá andliti mínu, hárin risu á líkama mínum.

16 Þarna stóð það _ útlitið þekkti ég ekki _, einhver mynd fyrir augum mínum, ég heyrði ymjandi rödd:

17 "Er maðurinn réttlátur fyrir Guði, nokkur mannkind hrein fyrir skapara sínum?

18 Sjá, þjónum sínum treystir hann ekki, og hjá englum sínum finnur hann galla,

19 hvað þá hjá þeim, sem búa í leirhúsum, þeim sem eiga rót sína að rekja til moldarinnar, sem marðir eru sundur sem mölur væri.

20 Milli morguns og kvelds eru þeir molaðir sundur, án þess að menn gefi því gaum, tortímast þeir gjörsamlega.

21 Tjaldstaginu er kippt upp, þeir deyja, og það í vanhyggju sinni."

Prologue

In the land of Uz(A) there lived a man whose name was Job.(B) This man was blameless(C) and upright;(D) he feared God(E) and shunned evil.(F) He had seven sons(G) and three daughters,(H) and he owned seven thousand sheep, three thousand camels, five hundred yoke of oxen and five hundred donkeys,(I) and had a large number of servants.(J) He was the greatest man(K) among all the people of the East.(L)

His sons used to hold feasts(M) in their homes on their birthdays, and they would invite their three sisters to eat and drink with them. When a period of feasting had run its course, Job would make arrangements for them to be purified.(N) Early in the morning he would sacrifice a burnt offering(O) for each of them, thinking, “Perhaps my children have sinned(P) and cursed God(Q) in their hearts.” This was Job’s regular custom.

One day the angels[a](R) came to present themselves before the Lord, and Satan[b](S) also came with them.(T) The Lord said to Satan, “Where have you come from?”

Satan answered the Lord, “From roaming throughout the earth, going back and forth on it.”(U)

Then the Lord said to Satan, “Have you considered my servant Job?(V) There is no one on earth like him; he is blameless and upright, a man who fears God(W) and shuns evil.”(X)

“Does Job fear God for nothing?”(Y) Satan replied. 10 “Have you not put a hedge(Z) around him and his household and everything he has?(AA) You have blessed the work of his hands, so that his flocks and herds are spread throughout the land.(AB) 11 But now stretch out your hand and strike everything he has,(AC) and he will surely curse you to your face.”(AD)

12 The Lord said to Satan, “Very well, then, everything he has(AE) is in your power, but on the man himself do not lay a finger.”(AF)

Then Satan went out from the presence of the Lord.

13 One day when Job’s sons and daughters(AG) were feasting(AH) and drinking wine at the oldest brother’s house, 14 a messenger came to Job and said, “The oxen were plowing and the donkeys were grazing(AI) nearby, 15 and the Sabeans(AJ) attacked and made off with them. They put the servants to the sword, and I am the only one who has escaped to tell you!”

16 While he was still speaking, another messenger came and said, “The fire of God fell from the heavens(AK) and burned up the sheep and the servants,(AL) and I am the only one who has escaped to tell you!”

17 While he was still speaking, another messenger came and said, “The Chaldeans(AM) formed three raiding parties and swept down on your camels and made off with them. They put the servants to the sword, and I am the only one who has escaped to tell you!”

18 While he was still speaking, yet another messenger came and said, “Your sons and daughters(AN) were feasting(AO) and drinking wine at the oldest brother’s house, 19 when suddenly a mighty wind(AP) swept in from the desert and struck the four corners of the house. It collapsed on them and they are dead,(AQ) and I am the only one who has escaped to tell you!(AR)

20 At this, Job got up and tore his robe(AS) and shaved his head.(AT) Then he fell to the ground in worship(AU) 21 and said:

“Naked I came from my mother’s womb,
    and naked I will depart.[c](AV)
The Lord gave and the Lord has taken away;(AW)
    may the name of the Lord be praised.”(AX)

22 In all this, Job did not sin by charging God with wrongdoing.(AY)

On another day the angels[d](AZ) came to present themselves before the Lord, and Satan also came with them(BA) to present himself before him. And the Lord said to Satan, “Where have you come from?”

Satan answered the Lord, “From roaming throughout the earth, going back and forth on it.”(BB)

Then the Lord said to Satan, “Have you considered my servant Job? There is no one on earth like him; he is blameless and upright, a man who fears God and shuns evil.(BC) And he still maintains his integrity,(BD) though you incited me against him to ruin him without any reason.”(BE)

“Skin for skin!” Satan replied. “A man will give all he has(BF) for his own life. But now stretch out your hand and strike his flesh and bones,(BG) and he will surely curse you to your face.”(BH)

The Lord said to Satan, “Very well, then, he is in your hands;(BI) but you must spare his life.”(BJ)

So Satan went out from the presence of the Lord and afflicted Job with painful sores from the soles of his feet to the crown of his head.(BK) Then Job took a piece of broken pottery and scraped himself with it as he sat among the ashes.(BL)

His wife said to him, “Are you still maintaining your integrity?(BM) Curse God and die!”(BN)

10 He replied, “You are talking like a foolish[e] woman. Shall we accept good from God, and not trouble?”(BO)

In all this, Job did not sin in what he said.(BP)

11 When Job’s three friends, Eliphaz the Temanite,(BQ) Bildad the Shuhite(BR) and Zophar the Naamathite,(BS) heard about all the troubles that had come upon him, they set out from their homes and met together by agreement to go and sympathize with him and comfort him.(BT) 12 When they saw him from a distance, they could hardly recognize him;(BU) they began to weep aloud,(BV) and they tore their robes(BW) and sprinkled dust on their heads.(BX) 13 Then they sat on the ground(BY) with him for seven days and seven nights.(BZ) No one said a word to him,(CA) because they saw how great his suffering was.

Job Speaks

After this, Job opened his mouth and cursed the day of his birth.(CB) He said:

“May the day of my birth perish,
    and the night that said, ‘A boy is conceived!’(CC)
That day—may it turn to darkness;
    may God above not care about it;
    may no light shine on it.
May gloom and utter darkness(CD) claim it once more;
    may a cloud settle over it;
    may blackness overwhelm it.
That night—may thick darkness(CE) seize it;
    may it not be included among the days of the year
    nor be entered in any of the months.
May that night be barren;
    may no shout of joy(CF) be heard in it.
May those who curse days[f] curse that day,(CG)
    those who are ready to rouse Leviathan.(CH)
May its morning stars become dark;
    may it wait for daylight in vain
    and not see the first rays of dawn,(CI)
10 for it did not shut the doors of the womb on me
    to hide trouble from my eyes.

11 “Why did I not perish at birth,
    and die as I came from the womb?(CJ)
12 Why were there knees to receive me(CK)
    and breasts that I might be nursed?
13 For now I would be lying down(CL) in peace;
    I would be asleep and at rest(CM)
14 with kings and rulers of the earth,(CN)
    who built for themselves places now lying in ruins,(CO)
15 with princes(CP) who had gold,
    who filled their houses with silver.(CQ)
16 Or why was I not hidden away in the ground like a stillborn child,(CR)
    like an infant who never saw the light of day?(CS)
17 There the wicked cease from turmoil,(CT)
    and there the weary are at rest.(CU)
18 Captives(CV) also enjoy their ease;
    they no longer hear the slave driver’s(CW) shout.(CX)
19 The small and the great are there,(CY)
    and the slaves are freed from their owners.

20 “Why is light given to those in misery,
    and life to the bitter of soul,(CZ)
21 to those who long for death that does not come,(DA)
    who search for it more than for hidden treasure,(DB)
22 who are filled with gladness
    and rejoice when they reach the grave?(DC)
23 Why is life given to a man
    whose way is hidden,(DD)
    whom God has hedged in?(DE)
24 For sighing(DF) has become my daily food;(DG)
    my groans(DH) pour out like water.(DI)
25 What I feared has come upon me;
    what I dreaded(DJ) has happened to me.(DK)
26 I have no peace,(DL) no quietness;
    I have no rest,(DM) but only turmoil.”(DN)

Eliphaz

Then Eliphaz the Temanite(DO) replied:

“If someone ventures a word with you, will you be impatient?
    But who can keep from speaking?(DP)
Think how you have instructed many,(DQ)
    how you have strengthened feeble hands.(DR)
Your words have supported those who stumbled;(DS)
    you have strengthened faltering knees.(DT)
But now trouble comes to you, and you are discouraged;(DU)
    it strikes(DV) you, and you are dismayed.(DW)
Should not your piety be your confidence(DX)
    and your blameless(DY) ways your hope?

“Consider now: Who, being innocent, has ever perished?(DZ)
    Where were the upright ever destroyed?(EA)
As I have observed,(EB) those who plow evil(EC)
    and those who sow trouble reap it.(ED)
At the breath of God(EE) they perish;
    at the blast of his anger they are no more.(EF)
10 The lions may roar(EG) and growl,
    yet the teeth of the great lions(EH) are broken.(EI)
11 The lion perishes for lack of prey,(EJ)
    and the cubs of the lioness are scattered.(EK)

12 “A word(EL) was secretly brought to me,
    my ears caught a whisper(EM) of it.(EN)
13 Amid disquieting dreams in the night,
    when deep sleep falls on people,(EO)
14 fear and trembling(EP) seized me
    and made all my bones shake.(EQ)
15 A spirit glided past my face,
    and the hair on my body stood on end.(ER)
16 It stopped,
    but I could not tell what it was.
A form stood before my eyes,
    and I heard a hushed voice:(ES)
17 ‘Can a mortal be more righteous than God?(ET)
    Can even a strong man be more pure than his Maker?(EU)
18 If God places no trust in his servants,(EV)
    if he charges his angels with error,(EW)
19 how much more those who live in houses of clay,(EX)
    whose foundations(EY) are in the dust,(EZ)
    who are crushed(FA) more readily than a moth!(FB)
20 Between dawn and dusk they are broken to pieces;
    unnoticed, they perish forever.(FC)
21 Are not the cords of their tent pulled up,(FD)
    so that they die(FE) without wisdom?’(FF)

Footnotes

  1. Job 1:6 Hebrew the sons of God
  2. Job 1:6 Hebrew satan means adversary.
  3. Job 1:21 Or will return there
  4. Job 2:1 Hebrew the sons of God
  5. Job 2:10 The Hebrew word rendered foolish denotes moral deficiency.
  6. Job 3:8 Or curse the sea