Add parallel Print Page Options

38 Þá fréttu þeir Sefatja Mattansson, Gedalja Pashúrsson, Júkal Selemjason og Pashúr Malkíason þau orð, er Jeremía talaði til alls lýðsins:

"Svo segir Drottinn: Þeir, sem verða kyrrir í þessari borg, munu deyja fyrir sverði, af hungri og af drepsótt, en þeir, sem fara út til Kaldea, munu lífi halda og hljóta líf sitt að herfangi og lifa.

Svo segir Drottinn: Þessi borg mun vissulega verða gefin her Babelkonungs á vald og hann mun vinna hana!"

Þá sögðu höfðingjarnir við konung: "Lát drepa mann þennan! Því að hann gjörir hermennina, sem eftir eru í þessari borg, huglausa og allan lýðinn með því að tala slík orð til þeirra, því að þessi maður leitar ekki þess, sem þessum lýð er til heilla, heldur þess, sem honum er til ógæfu."

En Sedekía konungur svaraði: "Sjá, hann er á yðar valdi, því að konungurinn megnar ekkert á móti yður."

Þá tóku þeir Jeremía og köstuðu honum í gryfju Malkía konungssonar, sem var í varðgarðinum, og létu þeir Jeremía síga niður í böndum, en í gryfjunni var ekkert vatn, heldur leðja, og Jeremía sökk ofan í leðjuna.

En er Ebed-Melek, blálenskur geldingur, sem var í konungshöllinni, frétti, að þeir hefðu varpað Jeremía í gryfjuna, _ en konungur sat þá í Benjamínshliði _,

þá gekk Ebed-Melek út úr konungshöllinni og mælti til konungs á þessa leið:

"Minn herra konungur! Illverk hafa þessir menn framið með öllu því, er þeir hafa gjört við Jeremía spámann, sem þeir köstuðu í gryfjuna, svo að hann hlýtur að deyja þar úr hungri, því að ekkert brauð er framar til í borginni."

10 Þá skipaði konungur Ebed-Melek Blálendingi á þessa leið: "Tak héðan með þér þrjá menn og drag Jeremía spámann upp úr gryfjunni, áður en hann deyr."

11 Og Ebed-Melek tók mennina með sér og fór inn í konungshöllina, inn undir féhirsluna, og tók þar sundurrifna fataræfla og klæðaslitur og lét síga í böndum niður í gryfjuna til Jeremía.

12 Síðan mælti Ebed-Melek Blálendingur til Jeremía: "Legg rifnu og slitnu fataræflana undir hendur þér undir böndin!" Og Jeremía gjörði svo.

13 Og þeir drógu Jeremía upp með böndunum og hófu hann upp úr gryfjunni. Og sat nú Jeremía í varðgarðinum.

14 Sedekía konungur sendi menn og lét sækja Jeremía spámann til sín að þriðju dyrunum, sem eru í musteri Drottins, og konungur mælti til Jeremía: "Ég vil spyrja þig nokkurs, leyn mig engu!"

15 En Jeremía mælti til Sedekía: "Hvort munt þú ekki deyða mig, ef ég segi þér það? Og þótt ég ráðleggi þér eitthvað, þá hlýðir þú mér ekki!"

16 Þá vann Sedekía konungur Jeremía eið á laun og mælti: "Svo sannarlega sem Drottinn lifir, sá er skapað hefir í oss þetta líf, skal ég ekki deyða þig né selja þig á vald þessara manna, sem sitja um líf þitt."

17 Þá sagði Jeremía við Sedekía: "Svo segir Drottinn, Guð allsherjar, Ísraels Guð: Ef þú gengur á vald höfðingjum Babelkonungs, þá munt þú lífi halda og borg þessi eigi verða brennd í eldi, og þú munt lífi halda og fólk þitt.

18 En gangir þú ekki á vald höfðingjum Babelkonungs, þá mun borg þessi seld verða á vald Kaldea, og þeir munu brenna hana í eldi, og þú munt ekki heldur komast undan þeim."

19 Þá sagði Sedekía konungur við Jeremía: "Ég óttast þá Júdamenn, sem þegar hafa hlaupist yfir til Kaldea, að menn kynnu að selja mig þeim á vald og þeir draga dár að mér!"

20 En Jeremía sagði: "Þeir munu eigi framselja þig. Hlýð þú boði Drottins í því, er ég segi þér, þá mun þér vel vegna og þú lífi halda.

21 En ef þú færist undan að ganga á vald þeirra, þá hefir Drottinn birt mér þetta:

22 Sjá, allar þær konur, sem eftir munu verða í höll Júdakonungs, munu fluttar verða til höfðingja Babelkonungs, og þær munu segja: ,Menn, sem voru í vináttu við þig, hafa ginnt þig og orðið þér yfirsterkari. Þegar fætur þínir sukku í foræðið, hörfuðu þeir aftur á bak!`

23 Og allar konur þínar og börn þín munu færð verða Kaldeum, og ekki munt þú heldur komast undan þeim, heldur munt þú gripinn verða og seldur á vald Babelkonungs, og þessi borg mun brennd verða í eldi."

24 Þá sagði Sedekía við Jeremía: "Enginn maður má vita af þessum viðræðum, ella verður það þinn bani.

25 En þegar höfðingjarnir frétta, að ég hafi talað við þig, og þeir koma til þín og segja við þig: ,Seg oss, hvað þú talaðir við konung, _ leyn oss engu, ella drepum vér þig _ og hvað konungur talaði við þig,`

26 þá seg við þá: ,Ég bað konung auðmjúklega að láta mig ekki fara aftur í hús Jónatans til þess að deyja þar."`

27 Og allir höfðingjarnir komu til Jeremía og spurðu hann, en hann skýrði þeim með öllu svo frá sem konungur hafði lagt fyrir. Þá gengu þeir rólegir burt frá honum, því að þetta hafði ekki orðið hljóðbært.

28 Og Jeremía sat í varðgarðinum allt til þess dags, er Jerúsalem var unnin.

39 Á níunda ríkisári Sedekía konungs í Júda, í tíunda mánuðinum, kom Nebúkadresar konungur í Babýlon og allur her hans til Jerúsalem, og settust um hana.

En á ellefta ríkisári Sedekía, í fjórða mánuðinum, níunda dag mánaðarins, var brotið skarð inn í borgina.

En er Jerúsalem var unnin, komu allir hershöfðingjar Babelkonungs og settust að í Miðhliðinu, þeir Nergalsareser, höfðingi í Símmagir, Nebúsarsekím hirðstjóri og margir aðrir höfðingjar Babelkonungs.

En er Sedekía Júdakonungur og allir hermennirnir sáu þetta, flýðu þeir og fóru um nóttina út úr borginni, veginn sem liggur út að konungsgarðinum, gegnum hliðið milli beggja múranna og héldu leiðina til Jórdandalsins.

En her Kaldea veitti þeim eftirför og náði Sedekía á Jeríkó-völlum. Tóku þeir hann og fluttu hann til Ribla í Hamathéraði til Nebúkadresars Babelkonungs. Hann kvað upp dóm hans.

Lét Babelkonungur drepa sonu Sedekía í Ribla fyrir augum hans. Sömuleiðis lét Babelkonungur drepa alla tignarmenn í Júda.

En Sedekía lét hann blinda og binda eirfjötrum til þess að flytja hann til Babýlon.

Kaldear brenndu konungshöllina og hús lýðsins og rifu niður múra Jerúsalem.

En leifar lýðsins, þá er eftir voru í borginni, og liðhlaupana, þá er hlaupist höfðu í lið með honum, og leifar lýðsins, þá er eftir voru, herleiddi Nebúsaradan lífvarðarforingi til Babýlon,

10 en af almúgamönnum, sem ekkert áttu, lét Nebúsaradan lífvarðarforingi nokkra verða eftir í Júda og gaf þeim þann dag víngarða og akra.

11 En um Jeremía gaf Nebúkadresar Babelkonungur út svolátandi skipun fyrir milligöngu Nebúsaradans lífvarðarforingja:

12 "Tak hann og annast hann og gjör honum ekkert illt, heldur gjör við hann svo sem hann mælist til við þig!"

13 Þá sendu þeir Nebúsaradan lífvarðarforingi og Nebúsasban hirðstjóri og Nergalsareser hershöfðingi og allir yfirmenn Babelkonungs

14 menn og létu sækja Jeremía í varðgarðinn og seldu hann í hendur Gedalja Ahíkamssyni, Safanssonar, að hann færi með hann heim. Og þannig varð hann kyrr meðal lýðsins.

15 Meðan Jeremía sat innilokaður í varðgarðinum, hafði orð Drottins komið til hans:

16 Far og seg við Ebed-Melek Blálending: Svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Sjá, ég læt orð mín um ógæfu, en eigi um hamingju, koma fram á þessari borg, og þau skulu rætast fyrir augum þínum á þeim degi.

17 En ég skal frelsa þig á þeim degi _ segir Drottinn _ og þú skalt ekki seldur verða á vald mönnum þeim, er þú hræðist,

18 heldur skal ég láta þig komast undan og þú skalt ekki falla fyrir sverði, og þú skalt hljóta líf þitt að herfangi, af því að þú hefir treyst mér _ segir Drottinn.

40 Orðið sem kom til Jeremía frá Drottni, eftir að Nebúsaradan lífvarðarforingi hafði látið hann lausan í Rama, er hann hafði flutt hann bundinn fjötrum ásamt hinum herteknu frá Jerúsalem og Júda, er flytjast áttu til Babýlon.

Lífvarðarforinginn lét sækja Jeremía og sagði við hann: "Drottinn, Guð þinn, hótaði þessum stað þessari ógæfu

og lét hana fram koma, og Drottinn gjörði eins og hann hafði hótað, því að þér syndguðuð gegn Drottni og hlýdduð eigi hans raustu, og fyrir því hefir yður þetta að höndum borið.

Og sjá, nú leysi ég fjötrana af höndum þínum. Ef þér þóknast að koma með mér til Babýlon, þá kom þú og ég skal ala önn fyrir þér. En ef þér þóknast ekki að koma með mér til Babýlon, þá lát það ógjört. Sjá þú, allt landið liggur opið fyrir þér. Hvert sem þér líst gott og rétt að fara, þangað mátt þú fara.

En ef þér þóknast að vera um kyrrt, skalt þú fara til Gedalja Ahíkamssonar, Safanssonar, er Babelkonungur hefir skipað yfir Júdaborgir, og ver með honum meðal lýðsins, eða far hvert sem þér þóknast að fara." Og lífvarðarforinginn fékk honum uppeldi og gjafir og lét hann í brott fara.

Og Jeremía fór til Mispa til Gedalja Ahíkamssonar, og var með honum meðal lýðsins, þeirra er eftir voru í landinu.

Og er allir hershöfðingjarnir, sem enn voru úti, og menn þeirra, fréttu, að Babelkonungur hefði skipað Gedalja Ahíkamsson landstjóra og að hann hefði falið umsjá hans menn og konur og börn og þá af almúga landsins, er eigi voru herleiddir til Babýlon,

fóru þeir til Mispa á fund Gedalja, þeir Ísmael Netanjason, Jóhanan Kareason, Seraja Tanhúmetsson, synir Efaí frá Netófa, og Jesanja, sonur Maakatítans, og menn þeirra.

Vann Gedalja Ahíkamsson, Safanssonar, þeim eið og mönnum þeirra og sagði: "Óttist eigi að vera Kaldeum lýðskyldir. Verið kyrrir í landinu og þjónið Babelkonungi, og mun yður vel vegna.

10 Og sjá, ég verð kyrr í Mispa til þess að taka á móti þeim Kaldeum, er til vor kunna að koma, en safnið þér uppskeru af víni, ávöxtum og olíu og látið í ílát yðar og verið kyrrir í borgum yðar, er þér hafið tekið til eignar."

11 Sömuleiðis fréttu allir Júdamenn, sem voru í Móab og hjá Ammónítum og í Edóm og í öllum öðrum löndum, að Babelkonungur hefði skilið leifar eftir af Júda og að hann hefði sett Gedalja Ahíkamsson, Safanssonar, yfir þá.

12 Sneru þeir því aftur frá öllum þeim stöðum, þangað sem þeir höfðu hraktir verið, og komu til Júda, til Gedalja í Mispa, og þeir söfnuðu mjög mikilli uppskeru af víni og ávöxtum.

13 Jóhanan Kareason og allir hershöfðingjarnir, sem enn voru úti á landi, fóru til Mispa á fund Gedalja

14 og sögðu við hann: "Veist þú að Baalis Ammónítakonungur hefir sent Ísmael Netanjason til þess að ráða þér bana?" En Gedalja Ahíkamsson trúði þeim ekki.

15 Og Jóhanan Kareason sagði við Gedalja á laun í Mispa: "Leyf mér að fara og drepa Ísmael Netanjason, og enginn maður skal verða þess vís! Hví skal hann ráða þér bana og allir Júdamenn tvístrast, þeir er til þín hafa safnast, og leifar Júda verða að engu?"

16 En Gedalja Ahíkamsson sagði við Jóhanan Kareason: "Þú skalt ekki gjöra það, því að þú talar lygar um Ísmael."

Jeremiah Thrown Into a Cistern

38 Shephatiah son of Mattan, Gedaliah son of Pashhur(A), Jehukal[a](B) son of Shelemiah, and Pashhur son of Malkijah heard what Jeremiah was telling all the people when he said, “This is what the Lord says: ‘Whoever stays in this city will die by the sword, famine or plague,(C) but whoever goes over to the Babylonians[b] will live. They will escape with their lives; they will live.’(D) And this is what the Lord says: ‘This city will certainly be given into the hands of the army of the king of Babylon, who will capture it.’”(E)

Then the officials(F) said to the king, “This man should be put to death.(G) He is discouraging(H) the soldiers who are left in this city, as well as all the people, by the things he is saying to them. This man is not seeking the good of these people but their ruin.”

“He is in your hands,”(I) King Zedekiah answered. “The king can do nothing(J) to oppose you.”

So they took Jeremiah and put him into the cistern of Malkijah, the king’s son, which was in the courtyard of the guard.(K) They lowered Jeremiah by ropes(L) into the cistern; it had no water in it,(M) only mud, and Jeremiah sank down into the mud.(N)

But Ebed-Melek,(O) a Cushite,[c] an official[d](P) in the royal palace, heard that they had put Jeremiah into the cistern. While the king was sitting in the Benjamin Gate,(Q) Ebed-Melek went out of the palace and said to him, “My lord the king, these men have acted wickedly in all they have done to Jeremiah the prophet. They have thrown him into a cistern,(R) where he will starve to death when there is no longer any bread(S) in the city.”

10 Then the king commanded Ebed-Melek the Cushite, “Take thirty men from here with you and lift Jeremiah the prophet out of the cistern before he dies.”

11 So Ebed-Melek took the men with him and went to a room under the treasury in the palace. He took some old rags and worn-out clothes from there and let them down with ropes(T) to Jeremiah in the cistern. 12 Ebed-Melek the Cushite said to Jeremiah, “Put these old rags and worn-out clothes under your arms to pad the ropes.” Jeremiah did so, 13 and they pulled him up with the ropes and lifted him out of the cistern. And Jeremiah remained in the courtyard of the guard.(U)

Zedekiah Questions Jeremiah Again

14 Then King Zedekiah sent(V) for Jeremiah the prophet and had him brought to the third entrance to the temple of the Lord. “I am going to ask you something,” the king said to Jeremiah. “Do not hide(W) anything from me.”

15 Jeremiah said to Zedekiah, “If I give you an answer, will you not kill me? Even if I did give you counsel, you would not listen to me.”

16 But King Zedekiah swore this oath secretly(X) to Jeremiah: “As surely as the Lord lives, who has given us breath,(Y) I will neither kill you nor hand you over to those who want to kill you.”(Z)

17 Then Jeremiah said to Zedekiah, “This is what the Lord God Almighty, the God of Israel, says: ‘If you surrender(AA) to the officers of the king of Babylon, your life will be spared and this city will not be burned down; you and your family will live.(AB) 18 But if you will not surrender to the officers of the king of Babylon, this city will be given into the hands(AC) of the Babylonians and they will burn(AD) it down; you yourself will not escape(AE) from them.’”

19 King Zedekiah said to Jeremiah, “I am afraid(AF) of the Jews who have gone over(AG) to the Babylonians, for the Babylonians may hand me over to them and they will mistreat me.”

20 “They will not hand you over,” Jeremiah replied. “Obey(AH) the Lord by doing what I tell you. Then it will go well(AI) with you, and your life(AJ) will be spared. 21 But if you refuse to surrender, this is what the Lord has revealed to me: 22 All the women(AK) left in the palace of the king of Judah will be brought out to the officials of the king of Babylon. Those women will say to you:

“‘They misled you and overcame you—
    those trusted friends(AL) of yours.
Your feet are sunk in the mud;(AM)
    your friends have deserted you.’

23 “All your wives and children(AN) will be brought out to the Babylonians. You yourself will not escape(AO) from their hands but will be captured(AP) by the king of Babylon; and this city will[e] be burned down.”(AQ)

24 Then Zedekiah said to Jeremiah, “Do not let anyone know(AR) about this conversation, or you may die. 25 If the officials hear that I talked with you, and they come to you and say, ‘Tell us what you said to the king and what the king said to you; do not hide it from us or we will kill you,’ 26 then tell(AS) them, ‘I was pleading with the king not to send me back to Jonathan’s house(AT) to die there.’”

27 All the officials did come to Jeremiah and question him, and he told them everything the king had ordered him to say. So they said no more to him, for no one had heard his conversation with the king.

28 And Jeremiah remained in the courtyard of the guard(AU) until the day Jerusalem was captured.

The Fall of Jerusalem(AV)

This is how Jerusalem(AW) was taken: 39 In the ninth year of Zedekiah(AX) king of Judah, in the tenth month, Nebuchadnezzar(AY) king of Babylon marched against Jerusalem with his whole army and laid siege(AZ) to it. And on the ninth day of the fourth(BA) month of Zedekiah’s eleventh year, the city wall(BB) was broken through.(BC) Then all the officials(BD) of the king of Babylon came and took seats in the Middle Gate: Nergal-Sharezer of Samgar, Nebo-Sarsekim a chief officer, Nergal-Sharezer a high official and all the other officials of the king of Babylon. When Zedekiah king of Judah and all the soldiers saw them, they fled; they left the city at night by way of the king’s garden, through the gate between the two walls,(BE) and headed toward the Arabah.[f](BF)

But the Babylonian[g] army pursued them and overtook Zedekiah(BG) in the plains of Jericho. They captured(BH) him and took him to Nebuchadnezzar king of Babylon at Riblah(BI) in the land of Hamath, where he pronounced sentence on him. There at Riblah the king of Babylon slaughtered the sons of Zedekiah before his eyes and also killed all the nobles(BJ) of Judah. Then he put out Zedekiah’s eyes(BK) and bound him with bronze shackles to take him to Babylon.(BL)

The Babylonians[h] set fire(BM) to the royal palace and the houses of the people and broke down the walls(BN) of Jerusalem. Nebuzaradan commander of the imperial guard carried into exile to Babylon the people who remained in the city, along with those who had gone over to him,(BO) and the rest of the people.(BP) 10 But Nebuzaradan the commander of the guard left behind in the land of Judah some of the poor people, who owned nothing; and at that time he gave them vineyards and fields.

11 Now Nebuchadnezzar king of Babylon had given these orders about Jeremiah through Nebuzaradan commander of the imperial guard: 12 “Take him and look after him; don’t harm(BQ) him but do for him whatever he asks.” 13 So Nebuzaradan the commander of the guard, Nebushazban a chief officer, Nergal-Sharezer a high official and all the other officers(BR) of the king of Babylon 14 sent and had Jeremiah taken out of the courtyard of the guard.(BS) They turned him over to Gedaliah(BT) son of Ahikam,(BU) the son of Shaphan,(BV) to take him back to his home. So he remained among his own people.(BW)

15 While Jeremiah had been confined in the courtyard of the guard, the word of the Lord came to him: 16 “Go and tell Ebed-Melek(BX) the Cushite, ‘This is what the Lord Almighty, the God of Israel, says: I am about to fulfill my words(BY) against this city—words concerning disaster,(BZ) not prosperity. At that time they will be fulfilled before your eyes. 17 But I will rescue(CA) you on that day, declares the Lord; you will not be given into the hands of those you fear. 18 I will save(CB) you; you will not fall by the sword(CC) but will escape with your life,(CD) because you trust(CE) in me, declares the Lord.’”

Jeremiah Freed

40 The word came to Jeremiah from the Lord after Nebuzaradan commander of the imperial guard had released him at Ramah.(CF) He had found Jeremiah bound in chains among all the captives(CG) from Jerusalem and Judah who were being carried into exile to Babylon. When the commander(CH) of the guard found Jeremiah, he said to him, “The Lord your God decreed(CI) this disaster(CJ) for this place.(CK) And now the Lord has brought it about; he has done just as he said he would. All this happened because you people sinned(CL) against the Lord and did not obey(CM) him. But today I am freeing(CN) you from the chains(CO) on your wrists. Come with me to Babylon, if you like, and I will look after you; but if you do not want to, then don’t come. Look, the whole country lies before you; go wherever you please.”(CP) However, before Jeremiah turned to go,[i] Nebuzaradan added, “Go back to Gedaliah(CQ) son of Ahikam,(CR) the son of Shaphan, whom the king of Babylon has appointed(CS) over the towns(CT) of Judah, and live with him among the people, or go anywhere else you please.”(CU)

Then the commander gave him provisions and a present(CV) and let him go. So Jeremiah went to Gedaliah son of Ahikam at Mizpah(CW) and stayed with him among the people who were left behind in the land.

Gedaliah Assassinated(CX)

When all the army officers and their men who were still in the open country heard that the king of Babylon had appointed Gedaliah son of Ahikam as governor(CY) over the land and had put him in charge of the men, women and children who were the poorest(CZ) in the land and who had not been carried into exile to Babylon, they came to Gedaliah at Mizpah(DA)—Ishmael(DB) son of Nethaniah, Johanan(DC) and Jonathan the sons of Kareah, Seraiah son of Tanhumeth, the sons of Ephai the Netophathite,(DD) and Jaazaniah[j] the son of the Maakathite,(DE) and their men. Gedaliah son of Ahikam, the son of Shaphan, took an oath to reassure them and their men. “Do not be afraid to serve(DF) the Babylonians,[k](DG)” he said. “Settle down in the land and serve the king of Babylon, and it will go well with you.(DH) 10 I myself will stay at Mizpah(DI) to represent you before the Babylonians who come to us, but you are to harvest the wine,(DJ) summer fruit and olive oil, and put them in your storage jars,(DK) and live in the towns you have taken over.”(DL)

11 When all the Jews in Moab,(DM) Ammon, Edom(DN) and all the other countries(DO) heard that the king of Babylon had left a remnant in Judah and had appointed Gedaliah son of Ahikam, the son of Shaphan, as governor over them, 12 they all came back to the land of Judah, to Gedaliah at Mizpah, from all the countries where they had been scattered.(DP) And they harvested an abundance of wine and summer fruit.

13 Johanan(DQ) son of Kareah and all the army officers still in the open country came to Gedaliah at Mizpah(DR) 14 and said to him, “Don’t you know that Baalis king of the Ammonites(DS) has sent Ishmael(DT) son of Nethaniah to take your life?” But Gedaliah son of Ahikam did not believe them.

15 Then Johanan(DU) son of Kareah said privately to Gedaliah in Mizpah, “Let me go and kill(DV) Ishmael son of Nethaniah, and no one will know it. Why should he take your life and cause all the Jews who are gathered around you to be scattered(DW) and the remnant(DX) of Judah to perish?”

16 But Gedaliah son of Ahikam said to Johanan(DY) son of Kareah, “Don’t do such a thing! What you are saying about Ishmael is not true.”

Footnotes

  1. Jeremiah 38:1 Hebrew Jukal, a variant of Jehukal
  2. Jeremiah 38:2 Or Chaldeans; also in verses 18, 19 and 23
  3. Jeremiah 38:7 Probably from the upper Nile region
  4. Jeremiah 38:7 Or a eunuch
  5. Jeremiah 38:23 Or and you will cause this city to
  6. Jeremiah 39:4 Or the Jordan Valley
  7. Jeremiah 39:5 Or Chaldean
  8. Jeremiah 39:8 Or Chaldeans
  9. Jeremiah 40:5 Or Jeremiah answered
  10. Jeremiah 40:8 Hebrew Jezaniah, a variant of Jaazaniah
  11. Jeremiah 40:9 Or Chaldeans; also in verse 10

74 Asafs-maskíl. Hví hefir þú, Guð, hafnað oss að fullu, hví rýkur reiði þín gegn gæsluhjörð þinni?

Haf í minni söfnuð þinn, er þú aflaðir forðum og leystir til þess að vera kynkvísl óðals þíns, haf í minni Síonfjall, þar sem þú hefir tekið þér bústað.

Bein þú skrefum þínum til hinna endalausu rústa: Öllu hafa óvinirnir spillt í helgidóminum!

Fjandmenn þínir grenjuðu inni á samkomustað þínum, reistu upp hermerki sín.

Eins og menn sem reiða hátt axir í þykkum skógi,

höggva þeir allan útskurð, mölva með exi og hamri.

Þeir hafa lagt eld í helgidóm þinn, vanhelgað bústað nafns þíns til grunna.

Þeir hugsuðu með sjálfum sér: "Vér skulum tortíma þeim öllum." Þeir brenndu öll samkomuhús Guðs í landinu.

Vér sjáum eigi merki vor, þar er enginn spámaður framar, og enginn er hjá oss sem veit hve lengi.

10 Hversu lengi, ó Guð, á fjandmaðurinn að hæða, á óvinurinn að spotta nafn þitt um aldur?

11 Hví dregur þú að þér hönd þína, hví geymir þú hægri hönd þína í barmi þér?

12 Og þó er Guð konungur minn frá fornum tíðum, sá er framkvæmir hjálpræðisverk á jörðu.

13 Þú klaufst hafið með mætti þínum, þú braust sundur höfuð drekans á vatninu,

14 þú molaðir sundur hausa Levjatans, gafst hann dýrum eyðimerkurinnar að æti.

15 Þú lést lindir og læki spretta upp, þú þurrkaðir upp sírennandi ár.

16 Þinn er dagurinn og þín er nóttin, þú gjörðir ljós og sól.

17 Þú settir öll takmörk jarðarinnar, sumar og vetur hefir þú gjört.

18 Minnst þess, Drottinn, að óvinurinn lastmælir, og heimskur lýður smánar nafn þitt.

19 Ofursel eigi villidýrunum sál turtildúfu þinnar, gleym eigi um aldur lífi þinna hrjáðu.

20 Gef gætur að sáttmála þínum, því að skúmaskot landsins eru full af bælum ofríkisins.

21 Lát eigi þann er kúgun sætir, snúa aftur með svívirðing, lát hina hrjáðu og snauðu lofa nafn þitt.

22 Rís upp, Guð, berst fyrir málefni þínu, minnst þú háðungar þeirrar, er þú sætir af heimskingjum daginn á enda.

23 Gleym eigi hrópi fjenda þinna, glaumkæti andstæðinga þinna, þeirri er sífellt stígur upp.

Psalm 74

A maskil[a] of Asaph.

O God, why have you rejected(A) us forever?(B)
    Why does your anger smolder against the sheep of your pasture?(C)
Remember the nation you purchased(D) long ago,(E)
    the people of your inheritance,(F) whom you redeemed(G)
    Mount Zion,(H) where you dwelt.(I)
Turn your steps toward these everlasting ruins,(J)
    all this destruction the enemy has brought on the sanctuary.

Your foes roared(K) in the place where you met with us;
    they set up their standards(L) as signs.
They behaved like men wielding axes
    to cut through a thicket of trees.(M)
They smashed all the carved(N) paneling
    with their axes and hatchets.
They burned your sanctuary to the ground;
    they defiled(O) the dwelling place(P) of your Name.(Q)
They said in their hearts, “We will crush(R) them completely!”
    They burned(S) every place where God was worshiped in the land.

We are given no signs from God;(T)
    no prophets(U) are left,
    and none of us knows how long this will be.
10 How long(V) will the enemy mock(W) you, God?
    Will the foe revile(X) your name forever?
11 Why do you hold back your hand, your right hand?(Y)
    Take it from the folds of your garment(Z) and destroy them!

12 But God is my King(AA) from long ago;
    he brings salvation(AB) on the earth.

13 It was you who split open the sea(AC) by your power;
    you broke the heads of the monster(AD) in the waters.
14 It was you who crushed the heads of Leviathan(AE)
    and gave it as food to the creatures of the desert.(AF)
15 It was you who opened up springs(AG) and streams;
    you dried up(AH) the ever-flowing rivers.
16 The day is yours, and yours also the night;
    you established the sun and moon.(AI)
17 It was you who set all the boundaries(AJ) of the earth;
    you made both summer and winter.(AK)

18 Remember how the enemy has mocked you, Lord,
    how foolish people(AL) have reviled your name.
19 Do not hand over the life of your dove(AM) to wild beasts;
    do not forget the lives of your afflicted(AN) people forever.
20 Have regard for your covenant,(AO)
    because haunts of violence fill the dark places(AP) of the land.
21 Do not let the oppressed(AQ) retreat in disgrace;
    may the poor and needy(AR) praise your name.
22 Rise up,(AS) O God, and defend your cause;
    remember how fools(AT) mock you all day long.
23 Do not ignore the clamor(AU) of your adversaries,(AV)
    the uproar(AW) of your enemies,(AX) which rises continually.

Footnotes

  1. Psalm 74:1 Title: Probably a literary or musical term

79 Asafs-sálmur. Guð, heiðingjar hafa brotist inn í óðal þitt, þeir hafa saurgað þitt heilaga musteri og lagt Jerúsalem í rústir.

Þeir hafa gefið lík þjóna þinna fuglum himins að fæðu og villidýrunum hold dýrkenda þinna.

Þeir hafa úthellt blóði þeirra sem vatni umhverfis Jerúsalem, og enginn jarðaði þá.

Vér erum til háðungar nábúum vorum, til spotts og athlægis þeim er búa umhverfis oss.

Hversu lengi, Drottinn, ætlar þú að vera reiður, á vandlæti þitt að brenna sem eldur án afláts?

Hell þú reiði þinni yfir heiðingjana, sem eigi þekkja þig, og yfir konungsríki, er eigi ákalla nafn þitt.

Því að þeir hafa uppetið Jakob og lagt bústað hans í eyði.

Lát oss eigi gjalda misgjörða forfeðra vorra, lát miskunn þína fljótt koma í móti oss, því að vér erum mjög þjakaðir.

Hjálpa þú oss, Guð hjálpræðis vors, sakir dýrðar nafns þíns, frelsa oss og fyrirgef syndir vorar sakir nafns þíns.

10 Hví eiga heiðingjarnir að segja: "Hvar er Guð þeirra?" Lát fyrir augum vorum kunna verða á heiðingjunum hefndina fyrir úthellt blóð þjóna þinna.

11 Lát andvörp bandingjanna koma fram fyrir þig, leys þá sem komnir eru í dauðann, með þínum sterka armlegg,

12 og gjald nágrönnum vorum sjöfalt háðungina er þeir hafa sýnt þér, Drottinn.

13 En vér, lýður þinn og gæsluhjörð þín, munum lofa þig um eilífð, kunngjöra lofstír þinn frá kyni til kyns.

Psalm 79

A psalm of Asaph.

O God, the nations have invaded your inheritance;(A)
    they have defiled(B) your holy temple,
    they have reduced Jerusalem to rubble.(C)
They have left the dead bodies of your servants
    as food for the birds of the sky,(D)
    the flesh of your own people for the animals of the wild.(E)
They have poured out blood like water
    all around Jerusalem,
    and there is no one to bury(F) the dead.(G)
We are objects of contempt to our neighbors,
    of scorn(H) and derision to those around us.(I)

How long,(J) Lord? Will you be angry(K) forever?
    How long will your jealousy burn like fire?(L)
Pour out your wrath(M) on the nations
    that do not acknowledge(N) you,
on the kingdoms
    that do not call on your name;(O)
for they have devoured(P) Jacob
    and devastated his homeland.

Do not hold against us the sins of past generations;(Q)
    may your mercy come quickly to meet us,
    for we are in desperate need.(R)
Help us,(S) God our Savior,
    for the glory of your name;
deliver us and forgive our sins
    for your name’s sake.(T)
10 Why should the nations say,
    “Where is their God?”(U)

Before our eyes, make known among the nations
    that you avenge(V) the outpoured blood(W) of your servants.
11 May the groans of the prisoners come before you;
    with your strong arm preserve those condemned to die.
12 Pay back into the laps(X) of our neighbors seven times(Y)
    the contempt they have hurled at you, Lord.
13 Then we your people, the sheep of your pasture,(Z)
    will praise you forever;(AA)
from generation to generation
    we will proclaim your praise.