Add parallel Print Page Options

15 Þá sagði Drottinn við mig: Þó að Móse og Samúel gengju fram fyrir mig, mundi sál mín ekki hneigjast að þessum lýð framar. Rek þá frá augliti mínu, svo að þeir fari burt.

Og ef þeir segja við þig: "Hvert eigum vér að fara?" þá seg við þá: Svo segir Drottinn: Til drepsóttar sá, sem drepsótt er ætlaður, til sverðs sá, sem sverði er ætlaður, til hungurs sá, sem hungri er ætlaður, til herleiðingar sá, sem til herleiðingar er ætlaður.

Ég býð ferns konar kyni út í móti þeim _ segir Drottinn _: Sverðinu til þess að myrða þá, hundunum til þess að draga þá burt, fuglum himinsins og dýrum jarðarinnar til þess að eta þá og eyða þeim.

Ég gjöri þá að grýlu fyrir öll konungsríki jarðar, sökum Manasse Hiskíasonar, Júdakonungs, fyrir það sem hann aðhafðist í Jerúsalem.

Hver mun kenna í brjósti um þig, Jerúsalem, og hver mun sýna þér hluttekning og hver mun koma við til þess að spyrja um, hvernig þér líði?

Það ert þú, sem hefir útskúfað mér _ segir Drottinn. Þú hörfaðir frá. Fyrir því rétti ég höndina út á móti þér og eyddi þig, ég er orðinn þreyttur á að miskunna.

Fyrir því sáldraði ég þeim með varpkvísl við borgarhlið landsins, gjörði menn barnlausa, eyddi þjóð mína, frá sínum vondu vegum sneru þeir ekki aftur.

Ekkjur þeirra urðu fleiri en sandkorn á sjávarströnd. Ég leiddi yfir mæður unglinga þeirra eyðanda um hábjartan dag, lét skyndilega yfir þær koma angist og skelfing.

Sjö barna móðirin mornaði og þornaði, hún gaf upp öndina. Sól hennar gekk undir áður dagur var á enda, hún varð til smánar og fyrirvarð sig. Og það, sem eftir er af þeim, ofursel ég sverðinu, þá er þeir flýja fyrir óvinum sínum _ segir Drottinn.

10 Vei mér, móðir mín, að þú skyldir fæða mig, mig sem allir menn í landinu deila og þrátta við. Ekkert hefi ég öðrum lánað og ekkert hafa aðrir lánað mér, og þó formæla þeir mér allir.

11 Drottinn sagði: Vissulega mun ég frelsa þig, ég mun vissulega láta óvininn grátbæna þig, þegar óhamingjuna og neyðina ber að höndum.

12 Verður járn brotið sundur, járn að norðan, og eir?

13 Eigur þínar og fjársjóðu ofursel ég að herfangi, ekki fyrir verð, heldur fyrir allar syndir þínar, og það fyrir þær syndir, er þú hefir drýgt í öllum héruðum þínum.

14 Og ég læt þig þjóna óvinum þínum í landi, sem þú þekkir ekki, því að reiði mín er eldur brennandi, gegn yður logar hann.

15 Þú veist það, Drottinn, minnstu mín og vitjaðu mín og hefn mín á ofsóknurum mínum. Hríf mig ekki burt í þolinmæði þinni við þá, mundu það, að ég þoli smán þín vegna.

16 Kæmu orð frá þér, gleypti ég við þeim, og orð þín voru mér unun og fögnuður hjarta míns, því að ég er nefndur eftir nafni þínu, Drottinn, Guð allsherjar.

17 Ég sat ekki í hóp hlæjandi manna til þess að skemmta mér. Gripinn af þinni hendi sat ég einsamall, af því að þú fylltir mig helgri reiði.

18 Hví er kvöl mín orðin ævarandi og sár mitt svo illkynjað, að það verður ekki grætt? Þú ert mér sem svikull lækur, eins og vatn, sem ekki er unnt að reiða sig á.

19 Þessu svaraði Drottinn svo: Ef þú lætur af þessu víli þínu, mun ég aftur láta þig ganga fram fyrir mig. Og ef þú framleiðir aðeins dýrmæta hluti, en enga lélega, þá skalt þú aftur vera mér munnur. Þeir skulu snúa við til þín, en þú skalt ekki snúa við til þeirra.

20 Og ég gjöri þig gagnvart þessum lýð að rammbyggðum eirvegg, og þótt þeir berjist við þig, skulu þeir eigi fá yfirstigið þig, því að ég er með þér til þess að hjálpa þér og frelsa þig _ segir Drottinn.

21 Ég frelsa þig undan valdi vondra manna og losa þig úr höndum ofbeldismanna.

16 Orð Drottins kom til mín:

Þú skalt ekki taka þér konu, og þú skalt enga sonu né dætur eignast á þessum stað.

Því að svo segir Drottinn um þá sonu og dætur, sem fæðast á þessum stað, og um mæðurnar, sem börnin ala, og um feðurna, sem geta þau í þessu landi:

Af banvænum sjúkdómum munu þau deyja, menn munu eigi harma þau né jarða, þau munu verða að áburði á akrinum. Fyrir sverði og hungri skulu þau farast, og líkamir þeirra munu verða fuglum himinsins og dýrum jarðarinnar að æti.

Já, svo segir Drottinn: Þú skalt ekki ganga í sorgarhúsið og eigi fara til þess að harma, né heldur sýna þeim hluttekning, því að ég hefi tekið minn frið frá þessum lýð _ segir Drottinn _ náðina og miskunnsemina,

og stórir og smáir skulu deyja í þessu landi. Þeir verða ekki jarðaðir, og ekki munu menn harma þá né þeirra vegna rista á sig skinnsprettur né gjöra sér skalla.

Og ekki munu menn brjóta sorgarbrauð þeirra vegna, til huggunar eftir látinn mann, né láta þá drekka huggunarbikar vegna föður síns og móður sinnar.

Eigi skalt þú heldur ganga í veisluhús, til þess að setjast með þeim til að eta og drekka.

Því að svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Sjá, ég mun láta öll ánægju- og gleðihljóð, öll fagnaðarlæti brúðguma og brúðar hverfa burt úr þessum stað fyrir augum yðar og á yðar dögum.

10 Þegar þú nú kunngjörir þessum lýð öll þessi orð og menn segja við þig: "Hvers vegna hefir Drottinn hótað oss allri þessari miklu ógæfu, og hver er misgjörð vor og hver er synd vor, sem vér höfum drýgt gegn Drottni, Guði vorum?"

11 þá seg við þá: "Vegna þess að feður yðar yfirgáfu mig _ segir Drottinn _ og eltu aðra guði og þjónuðu þeim og féllu fram fyrir þeim, en mig yfirgáfu þeir og héldu ekki lögmál mitt.

12 Og þér breytið enn verr en feður yðar, þar sem þér farið hver og einn eftir þverúð síns vonda hjarta og hlýðið mér ekki.

13 Fyrir því vil ég varpa yður burt úr þessu landi til þess lands, sem þér hafið ekki þekkt, hvorki þér né feður yðar, og þar skuluð þér þjóna öðrum guðum dag og nótt, þar eð ég sýni yður enga miskunn."

14 Sjá, fyrir því munu þeir dagar koma _ segir Drottinn _ að ekki mun framar sagt verða: "Svo sannarlega sem Drottinn lifir, sá er leiddi Ísraelsmenn út af Egyptalandi,"

15 heldur: "Svo sannarlega sem Drottinn lifir, sá er leiddi Ísraelsmenn út úr landinu norður frá og úr öllum þeim löndum, þangað sem hann hafði rekið þá." Og ég mun flytja þá aftur til lands þeirra, sem ég gaf feðrum þeirra.

16 Sjá, ég mun senda út marga fiskimenn _ segir Drottinn _ og þeir munu fiska þá, og eftir það mun ég senda marga veiðimenn, og þeir munu veiða þá á hverju fjalli, á hverri hæð og í bergskorunum.

17 Því að augu mín horfa á alla þeirra vegu, þeir eru ekki huldir fyrir mér og misgjörð þeirra er eigi falin fyrir augum mér.

18 En fyrst vil ég gjalda þeim tvöfalt misgjörð þeirra og synd, af því að þeir hafa vanhelgað land mitt með hræi viðurstyggða sinna og fyllt óðal mitt andstyggðum sínum.

19 Drottinn, styrkur minn, vígi mitt og hæli mitt á neyðardegi, til þín munu þjóðir koma frá endimörkum jarðar og segja: Lygar einar hafa feður vorir hlotið að eign, fánýta guði, og enginn þeirra er að neinu gagni.

20 Getur maðurinn gjört sér guði? Slíkt eru engir guðir!

21 Fyrir því vil ég í þetta sinn kenna þeim. Ég vil láta þá kannast við kraft minn og styrkleika, og þeir skulu viðurkenna, að nafn mitt er Drottinn.

17 Synd Júda er rituð með járnstíl. Með demantsoddi er hún rist á spjöld hjartna þeirra og á altarishorn þeirra

þeim til áminningar. Ölturu þeirra og fórnarsúlur standa hjá grænu trjánum, á háu hæðunum,

í fjöllunum á hálendinu. Eigur þínar, alla fjársjóðu þína ofursel ég að herfangi vegna syndar, sem drýgð hefir verið í öllum héruðum þínum.

Þá munt þú verða að sleppa hendinni af óðali þínu, því er ég gaf þér, og ég mun láta þig þjóna óvinum þínum í landi, sem þú þekkir ekki, því að reiði mín er eldur brennandi, sem loga mun eilíflega.

Svo segir Drottinn: Bölvaður er sá maður, sem reiðir sig á menn og gjörir hold að styrkleik sínum, en hjarta hans víkur frá Drottni.

Hann er eins og einirunnur á saltsléttunni og hann lifir ekki það, að neitt gott komi. Hann býr á skrælnuðum stöðum í eyðimörkinni, á óbyggilegu saltlendi.

Blessaður er sá maður, sem reiðir sig á Drottin og lætur Drottin vera athvarf sitt.

Hann er sem tré, sem gróðursett er við vatn og teygir rætur sínar út að læknum, _ sem hræðist ekki, þótt hitinn komi, og er með sígrænu laufi, sem jafnvel í þurrka-ári er áhyggjulaust og lætur ekki af að bera ávöxt.

Svikult er hjartað fremur öllu öðru, og spillt er það. Hver þekkir það?

10 Ég, Drottinn, er sá, sem rannsaka hjartað, prófa nýrun, og það til þess að gjalda sérhverjum eftir breytni hans, eftir ávexti verka hans.

11 Sá, sem aflar auðs og eigi með réttu, er eins og akurhæna, sem liggur á eggjum, er hún eigi hefir orpið. Á miðri ævinni verður hann að yfirgefa auðinn og við ævilokin stendur hann sem heimskingi.

12 Hásæti dýrðarinnar, hátt upp hafið frá upphafi, er staður helgidóms vors.

13 Þú von Ísraels _ Drottinn! Allir þeir, sem yfirgefa þig, skulu til skammar verða. Já, þeir sem vikið hafa frá mér, verða skrifaðir í duftið, því að þeir hafa yfirgefið lind hins lifandi vatns, Drottin.

14 Lækna mig, Drottinn, að ég megi heill verða; hjálpa mér, svo að mér verði hjálpað, því að þú ert minn lofstír.

15 Sjá, þeir segja við mig: "Hvar er orð Drottins? Rætist það þá!"

16 Ég hefi ekki skotið mér undan því að vera hirðir eftir þinni bendingu, og óheilladagsins hefi ég ekki óskað _ það veist þú! Það, sem fram gengið hefir af vörum mínum, liggur bert fyrir augliti þínu.

17 Vertu mér ekki skelfing, þú athvarf mitt á ógæfunnar degi!

18 Lát ofsóknarmenn mína verða til skammar, en lát mig ekki verða til skammar. Lát þá skelfast, en lát mig ekki skelfast. Lát ógæfudag koma yfir þá og sundurmola þá tvöfaldri sundurmolan!

19 Svo mælti Drottinn við mig: Far og nem staðar í þjóðhliðinu, sem Júdakonungar ganga inn og út um, og í öllum hliðum Jerúsalem,

20 og seg við þá: Heyrið orð Drottins, þér Júdakonungar og allir Júdamenn og allir Jerúsalembúar, þér sem gangið inn um hlið þessi!

21 Svo segir Drottinn: Gætið yðar _ líf yðar liggur við _ og berið eigi byrðar á hvíldardegi, svo að þér komið með þær inn um hlið Jerúsalem.

22 Berið og engar byrðar út úr húsum yðar á hvíldardegi og vinnið ekkert verk, svo að þér haldið hvíldardaginn heilagan, eins og ég hefi boðið feðrum yðar.

23 En þeir hlýddu ekki og lögðu ekki við eyrun, heldur voru harðsvíraðir, svo að þeir hlýddu ekki, né þýddust aga.

24 En ef þér nú hlýðið mér _ segir Drottinn _ svo að þér komið ekki með neinar byrðar inn í hlið þessarar borgar á hvíldardegi, heldur haldið hvíldardaginn heilagan, svo að þér vinnið ekkert verk á honum,

25 þá munu fara inn um hlið þessarar borgar konungar, sem sitja í hásæti Davíðs, akandi í vögnum og ríðandi hestum, þeir og höfðingjar þeirra, Júdamenn og Jerúsalembúar, og borg þessi mun eilíflega byggð verða.

26 Og menn munu koma úr Júdaborgum og úr umhverfi Jerúsalem og úr Benjamínslandi og af láglendinu og úr fjöllunum og úr Suðurlandinu, þeir er færa brennifórn og sláturfórn og matfórn og reykelsi og þeir er færa þakkarfórn í musteri Drottins.

27 En ef þér hlýðið mér eigi, að halda helgan hvíldardaginn og bera enga byrði og ganga eigi inn um hlið Jerúsalem á hvíldardegi, þá mun ég leggja eld í hlið hennar, sem eyða mun höllum Jerúsalem og eigi slökktur verða.

15 Then the Lord said to me: “Even if Moses(A) and Samuel(B) were to stand before me, my heart would not go out to this people.(C) Send them away from my presence!(D) Let them go! And if they ask you, ‘Where shall we go?’ tell them, ‘This is what the Lord says:

“‘Those destined for death, to death;
those for the sword, to the sword;(E)
those for starvation, to starvation;(F)
those for captivity, to captivity.’(G)

“I will send four kinds of destroyers(H) against them,” declares the Lord, “the sword(I) to kill and the dogs(J) to drag away and the birds(K) and the wild animals to devour and destroy.(L) I will make them abhorrent(M) to all the kingdoms of the earth(N) because of what Manasseh(O) son of Hezekiah king of Judah did in Jerusalem.

“Who will have pity(P) on you, Jerusalem?
    Who will mourn for you?
    Who will stop to ask how you are?
You have rejected(Q) me,” declares the Lord.
    “You keep on backsliding.
So I will reach out(R) and destroy you;
    I am tired of holding back.(S)
I will winnow(T) them with a winnowing fork
    at the city gates of the land.
I will bring bereavement(U) and destruction on my people,(V)
    for they have not changed their ways.(W)
I will make their widows(X) more numerous
    than the sand of the sea.
At midday I will bring a destroyer(Y)
    against the mothers of their young men;
suddenly I will bring down on them
    anguish and terror.(Z)
The mother of seven will grow faint(AA)
    and breathe her last.(AB)
Her sun will set while it is still day;
    she will be disgraced(AC) and humiliated.
I will put the survivors to the sword(AD)
    before their enemies,”(AE)
declares the Lord.

10 Alas, my mother, that you gave me birth,(AF)
    a man with whom the whole land strives and contends!(AG)
I have neither lent(AH) nor borrowed,
    yet everyone curses(AI) me.

11 The Lord said,

“Surely I will deliver you(AJ) for a good purpose;
    surely I will make your enemies plead(AK) with you
    in times of disaster and times of distress.

12 “Can a man break iron—
    iron from the north(AL)—or bronze?

13 “Your wealth(AM) and your treasures
    I will give as plunder,(AN) without charge,(AO)
because of all your sins
    throughout your country.(AP)
14 I will enslave you to your enemies
    in[a] a land you do not know,(AQ)
for my anger will kindle a fire(AR)
    that will burn against you.”

15 Lord, you understand;
    remember me and care for me.
    Avenge me on my persecutors.(AS)
You are long-suffering(AT)—do not take me away;
    think of how I suffer reproach for your sake.(AU)
16 When your words came, I ate(AV) them;
    they were my joy and my heart’s delight,(AW)
for I bear your name,(AX)
    Lord God Almighty.
17 I never sat(AY) in the company of revelers,
    never made merry with them;
I sat alone because your hand(AZ) was on me
    and you had filled me with indignation.
18 Why is my pain unending
    and my wound grievous and incurable?(BA)
You are to me like a deceptive brook,
    like a spring that fails.(BB)

19 Therefore this is what the Lord says:

“If you repent, I will restore you
    that you may serve(BC) me;
if you utter worthy, not worthless, words,
    you will be my spokesman.(BD)
Let this people turn to you,
    but you must not turn to them.
20 I will make you a wall(BE) to this people,
    a fortified wall of bronze;
they will fight against you
    but will not overcome(BF) you,
for I am with you
    to rescue and save you,”(BG)
declares the Lord.
21 “I will save(BH) you from the hands of the wicked(BI)
    and deliver(BJ) you from the grasp of the cruel.”(BK)

Day of Disaster

16 Then the word of the Lord came to me: “You must not marry(BL) and have sons or daughters in this place.” For this is what the Lord says about the sons and daughters born in this land and about the women who are their mothers and the men who are their fathers:(BM) “They will die of deadly diseases. They will not be mourned or buried(BN) but will be like dung lying on the ground.(BO) They will perish by sword and famine,(BP) and their dead bodies will become food for the birds and the wild animals.”(BQ)

For this is what the Lord says: “Do not enter a house where there is a funeral meal; do not go to mourn or show sympathy, because I have withdrawn my blessing, my love and my pity(BR) from this people,” declares the Lord. “Both high and low will die in this land.(BS) They will not be buried or mourned,(BT) and no one will cut(BU) themselves or shave(BV) their head for the dead. No one will offer food(BW) to comfort those who mourn(BX) for the dead—not even for a father or a mother—nor will anyone give them a drink to console(BY) them.

“And do not enter a house where there is feasting and sit down to eat and drink.(BZ) For this is what the Lord Almighty, the God of Israel, says: Before your eyes and in your days I will bring an end to the sounds(CA) of joy and gladness and to the voices of bride(CB) and bridegroom in this place.(CC)

10 “When you tell these people all this and they ask you, ‘Why has the Lord decreed such a great disaster against us? What wrong have we done? What sin have we committed against the Lord our God?’(CD) 11 then say to them, ‘It is because your ancestors forsook me,’ declares the Lord, ‘and followed other gods and served and worshiped(CE) them. They forsook me and did not keep my law.(CF) 12 But you have behaved more wickedly than your ancestors.(CG) See how all of you are following the stubbornness of your evil hearts(CH) instead of obeying me. 13 So I will throw you out of this land(CI) into a land neither you nor your ancestors have known,(CJ) and there you will serve other gods(CK) day and night, for I will show you no favor.’(CL)

14 “However, the days are coming,”(CM) declares the Lord, “when it will no longer be said, ‘As surely as the Lord lives, who brought the Israelites up out of Egypt,’(CN) 15 but it will be said, ‘As surely as the Lord lives, who brought the Israelites up out of the land of the north(CO) and out of all the countries where he had banished them.’(CP) For I will restore(CQ) them to the land I gave their ancestors.(CR)

16 “But now I will send for many fishermen,” declares the Lord, “and they will catch them.(CS) After that I will send for many hunters, and they will hunt(CT) them down on every mountain and hill and from the crevices of the rocks.(CU) 17 My eyes are on all their ways; they are not hidden(CV) from me, nor is their sin concealed from my eyes.(CW) 18 I will repay(CX) them double(CY) for their wickedness and their sin, because they have defiled my land(CZ) with the lifeless forms of their vile images(DA) and have filled my inheritance with their detestable idols.(DB)(DC)

19 Lord, my strength and my fortress,
    my refuge(DD) in time of distress,
to you the nations will come(DE)
    from the ends of the earth and say,
“Our ancestors possessed nothing but false gods,(DF)
    worthless idols(DG) that did them no good.(DH)
20 Do people make their own gods?
    Yes, but they are not gods!”(DI)

21 “Therefore I will teach them—
    this time I will teach them
    my power and might.
Then they will know
    that my name(DJ) is the Lord.

17 “Judah’s sin is engraved with an iron tool,(DK)
    inscribed with a flint point,
on the tablets of their hearts(DL)
    and on the horns(DM) of their altars.
Even their children remember
    their altars and Asherah poles[b](DN)
beside the spreading trees
    and on the high hills.(DO)
My mountain in the land
    and your[c] wealth and all your treasures
I will give away as plunder,(DP)
    together with your high places,(DQ)
    because of sin throughout your country.(DR)
Through your own fault you will lose
    the inheritance(DS) I gave you.
I will enslave you to your enemies(DT)
    in a land(DU) you do not know,
for you have kindled my anger,
    and it will burn(DV) forever.”

This is what the Lord says:

“Cursed is the one who trusts in man,(DW)
    who draws strength from mere flesh
    and whose heart turns away from the Lord.(DX)
That person will be like a bush in the wastelands;
    they will not see prosperity when it comes.
They will dwell in the parched places(DY) of the desert,
    in a salt(DZ) land where no one lives.

“But blessed(EA) is the one who trusts(EB) in the Lord,
    whose confidence is in him.
They will be like a tree planted by the water
    that sends out its roots by the stream.(EC)
It does not fear when heat comes;
    its leaves are always green.
It has no worries in a year of drought(ED)
    and never fails to bear fruit.”(EE)

The heart(EF) is deceitful above all things
    and beyond cure.
    Who can understand it?

10 “I the Lord search the heart(EG)
    and examine the mind,(EH)
to reward(EI) each person according to their conduct,
    according to what their deeds deserve.”(EJ)

11 Like a partridge that hatches eggs it did not lay
    are those who gain riches by unjust means.
When their lives are half gone, their riches will desert them,
    and in the end they will prove to be fools.(EK)

12 A glorious throne,(EL) exalted from the beginning,
    is the place of our sanctuary.
13 Lord, you are the hope(EM) of Israel;
    all who forsake(EN) you will be put to shame.
Those who turn away from you will be written in the dust(EO)
    because they have forsaken the Lord,
    the spring of living water.(EP)

14 Heal me, Lord, and I will be healed;(EQ)
    save(ER) me and I will be saved,
    for you are the one I praise.(ES)
15 They keep saying to me,
    “Where is the word of the Lord?
    Let it now be fulfilled!”(ET)
16 I have not run away from being your shepherd;
    you know I have not desired the day of despair.
    What passes my lips(EU) is open before you.
17 Do not be a terror(EV) to me;
    you are my refuge(EW) in the day of disaster.(EX)
18 Let my persecutors be put to shame,
    but keep me from shame;
let them be terrified,
    but keep me from terror.
Bring on them the day of disaster;
    destroy them with double destruction.(EY)

Keeping the Sabbath Day Holy

19 This is what the Lord said to me: “Go and stand at the Gate of the People,[d] through which the kings of Judah go in and out; stand also at all the other gates of Jerusalem.(EZ) 20 Say to them, ‘Hear the word of the Lord, you kings of Judah and all people of Judah and everyone living in Jerusalem(FA) who come through these gates.(FB) 21 This is what the Lord says: Be careful not to carry a load on the Sabbath(FC) day or bring it through the gates of Jerusalem. 22 Do not bring a load out of your houses or do any work on the Sabbath, but keep the Sabbath day holy, as I commanded your ancestors.(FD) 23 Yet they did not listen or pay attention;(FE) they were stiff-necked(FF) and would not listen or respond to discipline.(FG) 24 But if you are careful to obey me, declares the Lord, and bring no load through the gates of this city on the Sabbath, but keep the Sabbath day holy(FH) by not doing any work on it, 25 then kings who sit on David’s throne(FI) will come through the gates of this city with their officials. They and their officials will come riding in chariots and on horses, accompanied by the men of Judah and those living in Jerusalem, and this city will be inhabited forever.(FJ) 26 People will come from the towns of Judah and the villages around Jerusalem, from the territory of Benjamin and the western foothills, from the hill country and the Negev,(FK) bringing burnt offerings and sacrifices, grain offerings and incense, and bringing thank offerings to the house of the Lord. 27 But if you do not obey(FL) me to keep the Sabbath(FM) day holy by not carrying any load as you come through the gates of Jerusalem on the Sabbath day, then I will kindle an unquenchable fire(FN) in the gates of Jerusalem that will consume her fortresses.’”(FO)

Footnotes

  1. Jeremiah 15:14 Some Hebrew manuscripts, Septuagint and Syriac (see also 17:4); most Hebrew manuscripts I will cause your enemies to bring you / into
  2. Jeremiah 17:2 That is, wooden symbols of the goddess Asherah
  3. Jeremiah 17:3 Or hills / and the mountains of the land. / Your
  4. Jeremiah 17:19 Or Army

Styrkst þú þá, sonur minn, í náðinni, sem fæst fyrir Krist Jesú.

Og það sem þú heyrðir mig tala í margra votta viðurvist, það skalt þú fá í hendur trúum mönnum, sem líka munu færir um að kenna öðrum.

Þú skalt og að þínu leyti illt þola, eins og góður hermaður Krists Jesú.

Enginn hermaður bendlar sig við atvinnustörf. Þá þóknast hann ekki þeim, sem hefur tekið hann á mála.

Og sá sem keppir í íþróttum fær ekki sigursveiginn, nema hann keppi löglega.

Bóndinn, sem erfiðar, á fyrstur að fá sinn hlut af ávöxtunum.

Tak eftir því, sem ég segi. Drottinn mun gefa þér skilning á öllu.

Minnst þú Jesú Krists, hans sem risinn er upp frá dauðum, af kyni Davíðs, eins og boðað er í fagnaðarerindi mínu.

Fyrir það líð ég illt og það jafnvel að vera í fjötrum eins og illvirki. En orð Guðs verður ekki fjötrað.

10 Fyrir því þoli ég allt sakir hinna útvöldu, til þess að þeir einnig hljóti hjálpræðið, í Kristi Jesú með eilífri dýrð.

11 Það orð er satt: Ef vér höfum dáið með honum, þá munum vér og lifa með honum.

12 Ef vér stöndum stöðugir, þá munum vér og með honum ríkja. Ef vér afneitum honum, þá mun hann og afneita oss.

13 Þótt vér séum ótrúir, þá verður hann samt trúr, því að ekki getur hann afneitað sjálfum sér.

14 Minn á þetta og heit á þá fyrir augliti Guðs að eiga ekki í orðastælum til einskis gagns, áheyrendum til falls.

15 Legg kapp á að reynast hæfur fyrir Guði sem verkamaður, er ekki þarf að skammast sín og fer rétt með orð sannleikans.

16 Forðast þú hinar vanheilögu hégómaræður, því að þeim, er leggja stund á þær, skilar lengra áfram í guðleysi,

17 og lærdómur þeirra etur um sig eins og helbruni. Í hópi þeirra eru þeir Hýmeneus og Fíletus.

18 Þeir hinir sömu hafa villst frá sannleikanum, þar sem þeir segja upprisuna þegar um garð gengna og umhverfa trú sumra manna.

19 En Guðs styrki grundvöllur stendur. Hann hefur þetta innsigli: "Drottinn þekkir sína" og "hver sá, sem nefnir nafn Drottins, haldi sér frá ranglæti."

20 Á stóru heimili eru ekki einungis gullker og silfurker, heldur og tréker og leirker. Sum eru til viðhafnar, önnur til óþriflegri nota.

21 Sá sem fær sig hreinan gjört af slíku, mun verða ker til viðhafnar, helgað og hagfellt húsbóndanum, hæfilegt til sérhvers góðs verks.

22 Flý þú æskunnar girndir, en stunda réttlæti, trú, kærleika og frið við þá, sem ákalla Drottin af hreinu hjarta.

23 En hafna þú heimskulegum og óskynsamlegum þrætum. Þú veist, að þær leiða af sér ófrið.

24 Þjónn Drottins á ekki að eiga í ófriði, heldur á hann að vera ljúfur við alla, góður fræðari, þolinn í þrautum,

25 hógvær er hann agar þá, sem skipast í móti. Guð kynni að gefa þeim sinnaskipti, sem leiddi þá til þekkingar á sannleikanum,

26 þá gætu þeir endurvitkast og losnað úr snöru djöfulsins, sem hefur veitt þá til að gjöra hans vilja.

The Appeal Renewed

You then, my son,(A) be strong(B) in the grace that is in Christ Jesus. And the things you have heard me say(C) in the presence of many witnesses(D) entrust to reliable people who will also be qualified to teach others. Join with me in suffering,(E) like a good soldier(F) of Christ Jesus. No one serving as a soldier gets entangled in civilian affairs, but rather tries to please his commanding officer. Similarly, anyone who competes as an athlete does not receive the victor’s crown(G) except by competing according to the rules. The hardworking farmer should be the first to receive a share of the crops.(H) Reflect on what I am saying, for the Lord will give you insight into all this.

Remember Jesus Christ, raised from the dead,(I) descended from David.(J) This is my gospel,(K) for which I am suffering(L) even to the point of being chained(M) like a criminal. But God’s word(N) is not chained. 10 Therefore I endure everything(O) for the sake of the elect,(P) that they too may obtain the salvation(Q) that is in Christ Jesus, with eternal glory.(R)

11 Here is a trustworthy saying:(S)

If we died with him,
    we will also live with him;(T)
12 if we endure,
    we will also reign with him.(U)
If we disown him,
    he will also disown us;(V)
13 if we are faithless,
    he remains faithful,(W)
    for he cannot disown himself.

Dealing With False Teachers

14 Keep reminding God’s people of these things. Warn them before God against quarreling about words;(X) it is of no value, and only ruins those who listen. 15 Do your best to present yourself to God as one approved, a worker who does not need to be ashamed and who correctly handles the word of truth.(Y) 16 Avoid godless chatter,(Z) because those who indulge in it will become more and more ungodly. 17 Their teaching will spread like gangrene. Among them are Hymenaeus(AA) and Philetus, 18 who have departed from the truth. They say that the resurrection has already taken place,(AB) and they destroy the faith of some.(AC) 19 Nevertheless, God’s solid foundation stands firm,(AD) sealed with this inscription: “The Lord knows those who are his,”(AE) and, “Everyone who confesses the name of the Lord(AF) must turn away from wickedness.”

20 In a large house there are articles not only of gold and silver, but also of wood and clay; some are for special purposes and some for common use.(AG) 21 Those who cleanse themselves from the latter will be instruments for special purposes, made holy, useful to the Master and prepared to do any good work.(AH)

22 Flee the evil desires of youth and pursue righteousness, faith, love(AI) and peace, along with those who call on the Lord(AJ) out of a pure heart.(AK) 23 Don’t have anything to do with foolish and stupid arguments, because you know they produce quarrels.(AL) 24 And the Lord’s servant must not be quarrelsome but must be kind to everyone, able to teach, not resentful.(AM) 25 Opponents must be gently instructed, in the hope that God will grant them repentance leading them to a knowledge of the truth,(AN) 26 and that they will come to their senses and escape from the trap of the devil,(AO) who has taken them captive to do his will.