Add parallel Print Page Options

Á þriðja ríkisári Belsasars konungs birtist mér, Daníel, sýn, eftir þá, sem áður hafði birst mér.

Og ég horfði í sýninni, og var þá, er ég horfði, sem ég væri í borginni Súsa, sem er í Elamhéraði, og ég horfði í sýninni og var ég staddur við Úlaífljótið.

Þá hóf ég upp augu mín og leit hrút nokkurn standa fram við fljótið. Hann var tvíhyrndur, og há hornin, og þó annað hærra en hitt, og spratt hærra hornið síðar upp.

Ég sá hrútinn stanga hornum mót vestri, norðri og suðri, og engin dýr gátu við honum staðist, og enginn gat frelsað nokkurn undan valdi hans. Hann gjörði sem honum leist og framkvæmdi mikla hluti.

En er ég gaf nákvæmlega gætur að, sá ég að geithafur nokkur kom vestan. Leið hann yfir alla jörðina án þess að koma við hana, og hafurinn hafði afar stórt horn milli augnanna.

Hann kom til tvíhyrnda hrútsins, sem ég sá standa fram við fljótið, og rann á hann í heiftaræði.

Og ég sá hann hitta hrútinn á síðuna, og hann varð mjög illur við hann og laust hrútinn og braut bæði horn hans, svo að hrúturinn hafði ekki mátt til að veita honum viðnám. Og hann fleygði honum til jarðar og tróð hann undir, og mátti enginn frelsa hrútinn undan valdi hans.

Og geithafurinn framkvæmdi mjög mikla hluti, en er máttur hans var sem mestur, brotnaði hornið mikla, og í þess stað spruttu upp önnur fjögur, gegnt höfuðáttunum fjórum.

Og út frá einu þeirra spratt annað lítið horn og óx mjög til suðurs og austurs og mót prýði landanna.

10 Það óx og móti her himnanna og varpaði til jarðar nokkrum af hernum og af stjörnunum, og tróð þá undir.

11 Já, það óx móti höfðingja hersins, og það lét afnema hina daglegu fórn, og hans heilagi bústaður var niður rifinn.

12 Og herinn var framseldur ásamt hinni daglegu fórn vegna misgjörðarinnar, og hornið varp sannleikanum til jarðar, já, slíkt gjörði það og var giftudrjúgt.

13 Þá heyrði ég einn heilagan tala, og annar heilagur sagði við hinn, sem talaði: "Hvað á hún sér langan aldur þessi sýn um hina daglegu fórn og um hinn hræðilega glæp, frá því er hann framselur helgidóminn og herinn, svo að hann verði niður troðinn?"

14 Og hann sagði við hann: "Tvö þúsund og þrjú hundruð kveld og morgnar, og þá mun helgidómurinn aftur verða kominn í samt lag."

15 Þegar ég, Daníel, sá þessa sýn og leitaðist við að skilja hana, þá stóð allt í einu einhver frammi fyrir mér, líkur manni ásýndar.

16 Og ég heyrði mannsraust milli Úlaí-bakka, sem kallaði og sagði: "Gabríel, útskýr þú sýnina fyrir þessum manni."

17 Og hann gekk til mín, þar sem ég stóð, en er hann kom, varð ég hræddur og féll fram á ásjónu mína. En hann sagði við mig: "Gef gætur að, þú mannsson, því að sýnin á við tíð endalokanna."

18 Og meðan hann talaði við mig, leið ég í ómegin til jarðar fram á ásjónu mína, en hann snart mig og reisti mig aftur á fætur, þar er ég hafði staðið.

19 Og hann sagði: "Sjá, ég kunngjöri þér, hvað verða muni, þá er hin guðlega reiði tekur enda, því að sýnin á við tíð endalokanna.

20 Tvíhyrndi hrúturinn, sem þú sást, merkir konungana í Medíu og Persíu,

21 og hinn loðni geithafur merkir Grikklands konung, og hornið mikla milli augna hans er fyrsti konungurinn.

22 Og að það brotnaði og fjögur spruttu aftur upp í þess stað, það merkir, að fjögur konungsríki munu hefjast af þjóðinni, og þó ekki jafnvoldug sem hann var.

23 En er ríki þeirra tekur enda, þá er trúrofarnir hafa fyllt mælinn, mun konungur nokkur upp rísa, bæði illúðlegur og hrekkvís.

24 Vald hans mun mikið verða, og þó eigi fyrir þrótt sjálfs hans. Hann mun gjöra ótrúlega mikið tjón og verða giftudrjúgur í því, er hann tekur sér fyrir hendur. Hann mun voldugum tjón vinna og hugur hans beinast gegn hinum heilögu.

25 Vélræðum mun hann til vegar koma með hendi sinni og hyggja á stórræði og steypa mörgum í glötun, er þeir eiga sér einskis ills von. Já, hann mun rísa gegn höfðingja höfðingjanna, en þó sundur mulinn verða án manna tilverknaðar.

26 Og sýnin um ,kveld og morgun`, sem um var talað, hún er sönn, en leyn þú þeirri sýn, því að hún á sér langan aldur."

27 En ég, Daníel, varð sjúkur um hríð. Því næst komst ég á fætur aftur og þjónaði að erindum konungs, og ég var mjög undrandi yfir sýn þessari, en skildi hana eigi.

Á fyrsta ríkisári Daríusar Ahasverussonar, sem var medískur að ætt og orðinn konungur yfir ríki Kaldea,

á fyrsta ári ríkisstjórnar hans, hugði ég, Daníel, í ritningunum að áratölu þeirri, er Jerúsalem átti að liggja í rústum, samkvæmt orði Drottins, því er til Jeremía spámanns hafði komið, sem sé sjötíu ár.

Ég sneri þá ásjónu minni til Drottins Guðs til þess að bera fram bæn mína og grátbeiðni með föstu, í sekk og ösku.

Ég bað til Drottins, Guðs míns, gjörði játningu mína og sagði: "Æ, Drottinn, þú mikli og ógurlegi Guð, sem heldur sáttmálann og miskunnsemina við þá, sem elska hann og varðveita boðorð hans.

Vér höfum syndgað og illa gjört, vér höfum breytt óguðlega og verið þér mótsnúnir og vikið frá boðum þínum og setningum.

Vér höfum ekki hlýtt þjónum þínum, spámönnunum, sem töluðu í þínu nafni til konunga vorra, höfðingja og feðra og til alls landslýðsins.

Þú, Drottinn, ert réttlátur, en vér megum blygðast vor, sem vér og gjörum í dag, vér Júdamenn og Jerúsalembúar og allur Ísrael, bæði þeir sem nálægir eru og þeir sem fjarlægir eru í öllum þeim löndum, þangað sem þú hefir rekið þá fyrir tryggðrof þeirra, er þeir hafa í frammi við þig haft.

Drottinn, vér megum blygðast vor, konungar vorir, höfðingjar vorir og feður vorir, því að vér höfum syndgað móti þér.

En hjá Drottni, Guði vorum, er miskunnsemi og fyrirgefning, því að vér höfum verið honum mótsnúnir

10 og ekki hlýtt raustu Drottins Guðs vors, að breyta eftir boðorðum hans, þeim er hann fyrir oss lagði fyrir munn þjóna sinna, spámannanna.

11 Já, allur Ísrael hefir brotið lögmál þitt, hefir vikið frá þér, svo að hann hlýðir eigi framar raustu þinni. Þá var þeirri eiðfestu bölvan úthellt yfir oss, sem skrifuð er í lögmáli Móse, þjóns Guðs, því að vér höfum syndgað móti honum.

12 Og hann efndi orð sín, þau er hann hafði talað gegn oss og dómurum vorum, þeim er yfirráð höfðu yfir oss, að hann skyldi láta mikla ógæfu yfir oss koma, svo að hvergi á jarðríki hefir slík ógæfa orðið sem í Jerúsalem.

13 Eins og skrifað er í lögmáli Móse um alla þessa ógæfu, svo er hún yfir oss komin. Og vér höfum ekki blíðkað Drottin Guð vorn með því að hverfa frá misgjörðum vorum og gefa gætur að trúfesti þinni.

14 Og Drottinn vakti yfir ógæfunni og lét hana yfir oss koma, því að Drottinn Guð vor er réttlátur í öllum verkum sínum, þeim er hann gjörir, en vér höfum eigi hlýtt raustu hans.

15 Og nú, Drottinn Guð vor, þú sem útleiddir lýð þinn af Egyptalandi með sterkri hendi og afrekaðir þér mikið nafn fram á þennan dag, vér höfum syndgað, vér höfum breytt óguðlega.

16 Drottinn, lát þú samkvæmt réttlæti því, er þú ávallt hefir sýnt, gremi þína og heiftarreiði þína hverfa frá borg þinni Jerúsalem, þínu heilaga fjalli, því að fyrir syndir vorar og misgjörðir feðra vorra er Jerúsalem og lýður þinn orðinn að háðung hjá öllum þeim, sem umhverfis oss búa.

17 Heyr nú, Guð vor, bæn þjóns þíns og grátbeiðni hans og lát ásjónu þína lýsa, fyrir sjálfs þín sakir, Drottinn, yfir helgidóm þinn, sem nú er í eyði.

18 Hneig, Guð minn, eyra þitt og heyr, ljúk upp augum þínum og sjá eyðing vora og borgina, sem nefnd er eftir nafni þínu, því að ekki framberum vér auðmjúkar bænir fyrir þig í trausti til vors eigin réttlætis, heldur í trausti til þinnar miklu miskunnsemi.

19 Drottinn, heyr! Drottinn, fyrirgef! Drottinn, hygg að og framkvæm! Tef eigi, fyrir sjálfs þín sakir, Guð minn, því að eftir þínu nafni er borg þín nefnd og lýður þinn!"

20 Meðan ég enn var að tala, baðst fyrir og játaði syndir mínar og syndir lýðs míns, Ísraels, og frambar fyrir Drottin Guð minn auðmjúka bæn fyrir hinu heilaga fjalli Guðs míns,

21 já, meðan ég enn var að tala í bæninni, kom að mér um það bil, er kveldfórn er fram borin, maðurinn Gabríel, sem ég hafði áður séð í sýninni, þá er ég hné í ómegin.

22 Hann kom og talaði við mig og sagði: "Daníel, nú er ég út genginn til þess að veita þér glöggan skilning.

23 Þegar þú byrjaðir bæn þína, út gekk orð, og er ég hingað kominn til að kunngjöra þér það, því að þú ert ástmögur Guðs. Tak því eftir orðinu og gef gætur að vitraninni.

24 Sjötíu sjöundir eru ákveðnar lýð þínum og þinni heilögu borg til þess að drýgja glæpinn til fulls og fylla mæli syndanna og til þess að friðþægja fyrir misgjörðina og leiða fram eilíft réttlæti, til þess að innsigla vitrun og spámann og vígja hið háheilaga.

25 Vit því og hygg að: Frá því, er orðið um endurreisn Jerúsalem út gekk, til hins smurða höfðingja, eru sjö sjöundir, og í sextíu og tvær sjöundir skulu torg hennar og stræti endurreist verða, þó að þrengingartímar séu.

26 Og eftir þær sextíu og tvær sjöundir mun hinn smurði afmáður verða, og hann mun ekkert eiga, og borgina og helgidóminn mun eyða þjóð höfðingja nokkurs, sem koma á, en hann mun farast í refsidómsflóðinu, og allt til enda mun ófriður haldast við og sú eyðing, sem fastráðin er.

27 Og hann mun gjöra fastan sáttmála við marga um eina sjöund, og um miðja sjöundina mun hann afnema sláturfórn og matfórn, og á vængjum viðurstyggðarinnar mun eyðandinn koma, en eftir það mun gjöreyðing, og hún fastráðin, steypast yfir eyðandann."

10 Á þriðja ári Kýrusar Persakonungs fékk Daníel, sem kallaður var Beltsasar, opinberun, og opinberunin er sönn og boðar miklar þrengingar. Og hann gaf gætur að opinberuninni og hugði að sýninni.

Á þeim dögum var ég, Daníel, harmandi þriggja vikna tíma.

Ég neytti engrar dýrindisfæðu, kjöt og vín kom ekki inn fyrir varir mínar, og ég smurði mig ekki fyrr en þrjár vikur voru liðnar.

En tuttugasta og fjórða dag hins fyrsta mánaðar var ég staddur á bakka hins mikla Tígrisfljóts.

Þá hóf ég upp augu mín og sá mann nokkurn, klæddan línklæðum og gyrtan skíragulli um lendar.

Líkami hans var sem krýsolít, ásjóna hans sem leiftur, augu hans sem eldblys, armleggir hans og fætur sem skyggður eir og hljómurinn af orðum hans eins og mikill gnýr.

Ég, Daníel, sá einn sýnina, og mennirnir, sem með mér voru, sáu ekki sýnina, en yfir þá kom mikil hræðsla, og flýðu þeir í felur.

Ég varð þá einn eftir og sá þessa miklu sýn. En hjá mér var enginn máttur eftir orðinn, og yfirlitur minn var til lýta umbreyttur, og ég hélt engum styrk eftir.

Og ég heyrði hljóminn af orðum hans, og er ég heyrði hljóminn af orðum hans, hné ég í ómegin á ásjónu mína, með andlitið að jörðinni.

10 Og sjá, hönd snart mig og hjálpaði mér óstyrkum upp á knén og hendurnar.

11 Og hann sagði við mig: "Daníel, þú ástmögur Guðs, tak eftir þeim orðum, er ég tala við þig, og statt á fætur, því að ég er nú einmitt til þín sendur." Og er hann mælti til mín þessum orðum, stóð ég upp skjálfandi.

12 Því næst sagði hann við mig: "Óttast þú ekki, Daníel, því að frá því er þú fyrst hneigðir hug þinn til að öðlast skilning og þú lítillættir þig fyrir Guði þínum, eru orð þín heyrð, og ég er vegna orða þinna hingað kominn.

13 En verndarengill Persaríkis stóð í móti mér tuttugu og einn dag, en sjá, Míkael, einn af fremstu verndarenglunum, kom mér til hjálpar, og hann skildi ég eftir þar hjá Persakonungum.

14 Og nú er ég kominn til að fræða þig á því, sem fram við þjóð þína mun koma á hinum síðustu tímum, því að enn á sýnin við þá daga."

15 Og er hann talaði þessum orðum til mín, leit ég til jarðar og þagði.

16 Og sjá, einhver í mannslíki snart varir mínar, og ég lauk upp munni mínum, talaði og sagði við þann, sem stóð frammi fyrir mér: "Herra minn, sökum sýnarinnar eru kvalir þessar yfir mig komnar, og kraftur minn er þrotinn.

17 Og hvernig ætti ég, þjónn þinn, herra, að geta talað við slíkan mann sem þú ert, herra? Og nú er allur kraftur minn að þrotum kominn, og enginn lífsandi er í mér eftir orðinn."

18 Sá sem í mannslíki var, snart mig þá aftur, styrkti mig

19 og sagði: "Óttast þú ekki, ástmögur, friður sé með þér! Vertu hughraustur, vertu hughraustur!" Og er hann talaði við mig, fann ég að ég styrktist og sagði: "Tala þú, herra minn, því að þú hefir gjört mig styrkan."

20 Þá sagði hann: "Veistu, hvers vegna ég er til þín kominn? En nú verð ég að snúa aftur til þess að berjast við verndarengil Persíu, og þegar ég fer af stað, sjá, þá kemur verndarengill Grikklands.

21 Þó vil ég gjöra þér kunnugt, hvað skrifað er í bók sannleikans, þótt enginn veiti mér lið móti þeim, nema Míkael, verndarengill yðar.

Daniel’s Vision of a Ram and a Goat

In the third year of King Belshazzar’s(A) reign, I, Daniel, had a vision,(B) after the one that had already appeared to me. In my vision I saw myself in the citadel of Susa(C) in the province of Elam;(D) in the vision I was beside the Ulai Canal. I looked up,(E) and there before me was a ram(F) with two horns, standing beside the canal, and the horns were long. One of the horns was longer than the other but grew up later. I watched the ram as it charged toward the west and the north and the south. No animal could stand against it, and none could rescue from its power.(G) It did as it pleased(H) and became great.

As I was thinking about this, suddenly a goat with a prominent horn between its eyes came from the west, crossing the whole earth without touching the ground. It came toward the two-horned ram I had seen standing beside the canal and charged at it in great rage. I saw it attack the ram furiously, striking the ram and shattering its two horns. The ram was powerless to stand against it; the goat knocked it to the ground and trampled on it,(I) and none could rescue the ram from its power.(J) The goat became very great, but at the height of its power the large horn was broken off,(K) and in its place four prominent horns grew up toward the four winds of heaven.(L)

Out of one of them came another horn, which started small(M) but grew in power to the south and to the east and toward the Beautiful Land.(N) 10 It grew until it reached(O) the host of the heavens, and it threw some of the starry host down to the earth(P) and trampled(Q) on them. 11 It set itself up to be as great as the commander(R) of the army of the Lord;(S) it took away the daily sacrifice(T) from the Lord, and his sanctuary was thrown down.(U) 12 Because of rebellion, the Lord’s people[a] and the daily sacrifice were given over to it. It prospered in everything it did, and truth was thrown to the ground.(V)

13 Then I heard a holy one(W) speaking, and another holy one said to him, “How long will it take for the vision to be fulfilled(X)—the vision concerning the daily sacrifice, the rebellion that causes desolation, the surrender of the sanctuary and the trampling underfoot(Y) of the Lord’s people?”

14 He said to me, “It will take 2,300 evenings and mornings; then the sanctuary will be reconsecrated.”(Z)

The Interpretation of the Vision

15 While I, Daniel, was watching the vision(AA) and trying to understand it, there before me stood one who looked like a man.(AB) 16 And I heard a man’s voice from the Ulai(AC) calling, “Gabriel,(AD) tell this man the meaning of the vision.”(AE)

17 As he came near the place where I was standing, I was terrified and fell prostrate.(AF) “Son of man,”[b] he said to me, “understand that the vision concerns the time of the end.”(AG)

18 While he was speaking to me, I was in a deep sleep, with my face to the ground.(AH) Then he touched me and raised me to my feet.(AI)

19 He said: “I am going to tell you what will happen later in the time of wrath,(AJ) because the vision concerns the appointed time(AK) of the end.[c](AL) 20 The two-horned ram that you saw represents the kings of Media and Persia.(AM) 21 The shaggy goat is the king of Greece,(AN) and the large horn between its eyes is the first king.(AO) 22 The four horns that replaced the one that was broken off represent four kingdoms that will emerge from his nation but will not have the same power.

23 “In the latter part of their reign, when rebels have become completely wicked, a fierce-looking king, a master of intrigue, will arise. 24 He will become very strong, but not by his own power. He will cause astounding devastation and will succeed in whatever he does. He will destroy those who are mighty, the holy people.(AP) 25 He will cause deceit(AQ) to prosper, and he will consider himself superior. When they feel secure, he will destroy many and take his stand against the Prince of princes.(AR) Yet he will be destroyed, but not by human power.(AS)

26 “The vision of the evenings and mornings that has been given you is true,(AT) but seal(AU) up the vision, for it concerns the distant future.”(AV)

27 I, Daniel, was worn out. I lay exhausted(AW) for several days. Then I got up and went about the king’s business.(AX) I was appalled(AY) by the vision; it was beyond understanding.

Daniel’s Prayer

In the first year of Darius(AZ) son of Xerxes[d](BA) (a Mede by descent), who was made ruler over the Babylonian[e] kingdom— in the first year of his reign, I, Daniel, understood from the Scriptures, according to the word of the Lord given to Jeremiah the prophet, that the desolation of Jerusalem would last seventy(BB) years. So I turned to the Lord God and pleaded with him in prayer and petition, in fasting,(BC) and in sackcloth and ashes.(BD)

I prayed to the Lord my God and confessed:(BE)

“Lord, the great and awesome God,(BF) who keeps his covenant of love(BG) with those who love him and keep his commandments, we have sinned(BH) and done wrong.(BI) We have been wicked and have rebelled; we have turned away(BJ) from your commands and laws.(BK) We have not listened(BL) to your servants the prophets,(BM) who spoke in your name to our kings, our princes and our ancestors,(BN) and to all the people of the land.

“Lord, you are righteous,(BO) but this day we are covered with shame(BP)—the people of Judah and the inhabitants of Jerusalem and all Israel, both near and far, in all the countries where you have scattered(BQ) us because of our unfaithfulness(BR) to you.(BS) We and our kings, our princes and our ancestors are covered with shame, Lord, because we have sinned against you.(BT) The Lord our God is merciful and forgiving,(BU) even though we have rebelled against him;(BV) 10 we have not obeyed the Lord our God or kept the laws he gave us through his servants the prophets.(BW) 11 All Israel has transgressed(BX) your law(BY) and turned away, refusing to obey you.

“Therefore the curses(BZ) and sworn judgments(CA) written in the Law of Moses, the servant of God, have been poured out on us, because we have sinned(CB) against you. 12 You have fulfilled(CC) the words spoken against us and against our rulers by bringing on us great disaster.(CD) Under the whole heaven nothing has ever been done like(CE) what has been done to Jerusalem.(CF) 13 Just as it is written in the Law of Moses, all this disaster has come on us, yet we have not sought the favor of the Lord(CG) our God by turning from our sins and giving attention to your truth.(CH) 14 The Lord did not hesitate to bring the disaster(CI) on us, for the Lord our God is righteous in everything he does;(CJ) yet we have not obeyed him.(CK)

15 “Now, Lord our God, who brought your people out of Egypt with a mighty hand(CL) and who made for yourself a name(CM) that endures to this day, we have sinned, we have done wrong. 16 Lord, in keeping with all your righteous acts,(CN) turn away(CO) your anger and your wrath(CP) from Jerusalem,(CQ) your city, your holy hill.(CR) Our sins and the iniquities of our ancestors have made Jerusalem and your people an object of scorn(CS) to all those around us.

17 “Now, our God, hear the prayers and petitions of your servant. For your sake, Lord, look with favor(CT) on your desolate sanctuary. 18 Give ear,(CU) our God, and hear;(CV) open your eyes and see(CW) the desolation of the city that bears your Name.(CX) We do not make requests of you because we are righteous, but because of your great mercy.(CY) 19 Lord, listen! Lord, forgive!(CZ) Lord, hear and act! For your sake,(DA) my God, do not delay, because your city and your people bear your Name.”

The Seventy “Sevens”

20 While I was speaking and praying, confessing(DB) my sin and the sin of my people Israel and making my request to the Lord my God for his holy hill(DC) 21 while I was still in prayer, Gabriel,(DD) the man I had seen in the earlier vision, came to me in swift flight about the time of the evening sacrifice.(DE) 22 He instructed me and said to me, “Daniel, I have now come to give you insight and understanding.(DF) 23 As soon as you began to pray,(DG) a word went out, which I have come to tell you, for you are highly esteemed.(DH) Therefore, consider the word and understand the vision:(DI)

24 “Seventy ‘sevens’[f] are decreed for your people and your holy city(DJ) to finish[g] transgression, to put an end to sin, to atone(DK) for wickedness, to bring in everlasting righteousness,(DL) to seal up vision and prophecy and to anoint the Most Holy Place.[h]

25 “Know and understand this: From the time the word goes out to restore and rebuild(DM) Jerusalem until the Anointed One,[i](DN) the ruler,(DO) comes, there will be seven ‘sevens,’ and sixty-two ‘sevens.’ It will be rebuilt with streets and a trench, but in times of trouble.(DP) 26 After the sixty-two ‘sevens,’ the Anointed One will be put to death(DQ) and will have nothing.[j] The people of the ruler who will come will destroy the city and the sanctuary. The end will come like a flood:(DR) War will continue until the end, and desolations(DS) have been decreed.(DT) 27 He will confirm a covenant with many for one ‘seven.’[k] In the middle of the ‘seven’[l] he will put an end to sacrifice and offering. And at the temple[m] he will set up an abomination that causes desolation, until the end that is decreed(DU) is poured out on him.[n][o]

Daniel’s Vision of a Man

10 In the third year of Cyrus(DV) king of Persia, a revelation was given to Daniel (who was called Belteshazzar).(DW) Its message was true(DX) and it concerned a great war.[p] The understanding of the message came to him in a vision.

At that time I, Daniel, mourned(DY) for three weeks. I ate no choice food; no meat or wine touched my lips;(DZ) and I used no lotions at all until the three weeks were over.

On the twenty-fourth day of the first month, as I was standing on the bank(EA) of the great river, the Tigris,(EB) I looked up(EC) and there before me was a man dressed in linen,(ED) with a belt of fine gold(EE) from Uphaz around his waist. His body was like topaz,(EF) his face like lightning,(EG) his eyes like flaming torches,(EH) his arms and legs like the gleam of burnished bronze,(EI) and his voice(EJ) like the sound of a multitude.

I, Daniel, was the only one who saw the vision; those who were with me did not see it,(EK) but such terror overwhelmed them that they fled and hid themselves. So I was left alone,(EL) gazing at this great vision; I had no strength left,(EM) my face turned deathly pale(EN) and I was helpless.(EO) Then I heard him speaking, and as I listened to him, I fell into a deep sleep, my face to the ground.(EP)

10 A hand touched me(EQ) and set me trembling on my hands and knees.(ER) 11 He said, “Daniel, you who are highly esteemed,(ES) consider carefully the words I am about to speak to you, and stand up,(ET) for I have now been sent to you.” And when he said this to me, I stood up trembling.

12 Then he continued, “Do not be afraid,(EU) Daniel. Since the first day that you set your mind to gain understanding and to humble(EV) yourself before your God, your words(EW) were heard, and I have come in response to them.(EX) 13 But the prince(EY) of the Persian kingdom resisted me twenty-one days. Then Michael,(EZ) one of the chief princes, came to help me, because I was detained there with the king of Persia. 14 Now I have come to explain(FA) to you what will happen to your people in the future,(FB) for the vision concerns a time yet to come.(FC)

15 While he was saying this to me, I bowed with my face toward the ground and was speechless.(FD) 16 Then one who looked like a man[q] touched my lips, and I opened my mouth and began to speak.(FE) I said to the one standing before me, “I am overcome with anguish(FF) because of the vision, my lord, and I feel very weak. 17 How can I, your servant, talk with you, my lord? My strength is gone and I can hardly breathe.”(FG)

18 Again the one who looked like a man touched(FH) me and gave me strength.(FI) 19 “Do not be afraid, you who are highly esteemed,”(FJ) he said. “Peace!(FK) Be strong now; be strong.”(FL)

When he spoke to me, I was strengthened and said, “Speak, my lord, since you have given me strength.”(FM)

20 So he said, “Do you know why I have come to you? Soon I will return to fight against the prince of Persia, and when I go, the prince of Greece(FN) will come; 21 but first I will tell you what is written in the Book of Truth.(FO) (No one supports me against them except Michael,(FP) your prince.

Footnotes

  1. Daniel 8:12 Or rebellion, the armies
  2. Daniel 8:17 The Hebrew phrase ben adam means human being. The phrase son of man is retained as a form of address here because of its possible association with “Son of Man” in the New Testament.
  3. Daniel 8:19 Or because the end will be at the appointed time
  4. Daniel 9:1 Hebrew Ahasuerus
  5. Daniel 9:1 Or Chaldean
  6. Daniel 9:24 Or ‘weeks’; also in verses 25 and 26
  7. Daniel 9:24 Or restrain
  8. Daniel 9:24 Or the most holy One
  9. Daniel 9:25 Or an anointed one; also in verse 26
  10. Daniel 9:26 Or death and will have no one; or death, but not for himself
  11. Daniel 9:27 Or ‘week’
  12. Daniel 9:27 Or ‘week’
  13. Daniel 9:27 Septuagint and Theodotion; Hebrew wing
  14. Daniel 9:27 Or it
  15. Daniel 9:27 Or And one who causes desolation will come upon the wing of the abominable temple, until the end that is decreed is poured out on the desolated city
  16. Daniel 10:1 Or true and burdensome
  17. Daniel 10:16 Most manuscripts of the Masoretic Text; one manuscript of the Masoretic Text, Dead Sea Scrolls and Septuagint Then something that looked like a human hand

Öldungurinn heilsar elskuðum Gajusi, sem ég ann í sannleika.

Ég bið þess, minn elskaði, að þér vegni vel í öllum hlutum og að þú sért heill heilsu, eins og sálu þinni vegnar vel.

Ég varð mjög glaður, þegar bræður komu og báru vitni um tryggð þína við sannleikann, hversu þú lifir í sannleika.

Ég hef enga meiri gleði en þá að heyra, að börnin mín lifi í sannleikanum.

Þú breytir dyggilega, minn elskaði, í öllu sem þú vinnur fyrir bræðurna og jafnvel ókunna menn.

Þeir hafa vitnað fyrir söfnuðinum um kærleika þinn. Þú gjörir vel, er þú greiðir för þeirra eins og verðugt er fyrir Guði.

Því að sakir nafnsins lögðu þeir af stað og þiggja ekki neitt af heiðnum mönnum.

Þess vegna ber oss að taka þvílíka menn að oss, til þess að vér verðum samverkamenn sannleikans.

Ég hef ritað nokkuð til safnaðarins, en Díótrefes, sem vill vera fremstur meðal þeirra, tekur eigi við oss.

10 Þess vegna ætla ég, ef ég kem, að minna á verk þau er hann vinnur. Hann lætur sér ekki nægja að ófrægja oss með vondum orðum, heldur tekur hann ekki sjálfur á móti bræðrunum og hindrar þá, er það vilja gjöra, og rekur þá úr söfnuðinum.

11 Breyttu ekki eftir því, sem illt er, minn elskaði, heldur eftir því, sem gott er. Sá sem gott gjörir heyrir Guði til, en sá sem illt gjörir hefur ekki séð Guð.

12 Demetríusi er borið gott vitni af öllum og af sannleikanum sjálfum. Það gjörum vér líka, og þú veist að vitnisburður vor er sannur.

13 Ég hef margt að rita þér, en vil ekki rita þér með bleki og penna.

14 En ég vona að sjá þig bráðum og munum við þá talast við munnlega.

The elder,(A)

To my dear friend Gaius, whom I love in the truth.

Dear friend, I pray that you may enjoy good health and that all may go well with you, even as your soul is getting along well. It gave me great joy when some believers(B) came and testified about your faithfulness to the truth, telling how you continue to walk in it.(C) I have no greater joy than to hear that my children(D) are walking in the truth.(E)

Dear friend, you are faithful in what you are doing for the brothers and sisters,[a](F) even though they are strangers to you.(G) They have told the church about your love. Please send them on their way(H) in a manner that honors(I) God. It was for the sake of the Name(J) that they went out, receiving no help from the pagans.(K) We ought therefore to show hospitality to such people so that we may work together for the truth.

I wrote to the church, but Diotrephes, who loves to be first, will not welcome us. 10 So when I come,(L) I will call attention to what he is doing, spreading malicious nonsense about us. Not satisfied with that, he even refuses to welcome other believers.(M) He also stops those who want to do so and puts them out of the church.(N)

11 Dear friend, do not imitate what is evil but what is good.(O) Anyone who does what is good is from God.(P) Anyone who does what is evil has not seen God.(Q) 12 Demetrius is well spoken of by everyone(R)—and even by the truth itself. We also speak well of him, and you know that our testimony is true.(S)

13 I have much to write you, but I do not want to do so with pen and ink. 14 I hope to see you soon, and we will talk face to face.(T)

15 Peace to you.(U) The friends here send their greetings. Greet the friends there by name.(V)

Footnotes

  1. 3 John 1:5 The Greek word for brothers and sisters (adelphoi) refers here to believers, both men and women, as part of God’s family.