Add parallel Print Page Options

13 Á átjánda ríkisári Jeróbóams varð Abía konungur yfir Júda.

Þrjú ár ríkti hann í Jerúsalem. Móðir hans hét Maaka Úríelsdóttir frá Gíbeu. En þeir áttu í ófriði saman, Abía og Jeróbóam.

Og Abía hóf ófriðinn með hraustu herliði, fjögur hundruð þúsundum einvalaliðs, en Jeróbóam fylkti til orustu á móti honum átta hundruð þúsundum einvalaliðs, hraustum köppum.

Þá gekk Abía upp á Semaraímfjall í Efraímfjöllum og mælti: "Hlýðið á mig, Jeróbóam og allur Ísrael!

Hvort vitið þér eigi að Drottinn, Ísraels Guð, veitti Davíð ævarandi konungdóm yfir Ísrael, honum og niðjum hans, með saltsáttmála?

En Jeróbóam Nebatsson, þjónn Salómons, sonar Davíðs, hófst handa og gjörði uppreisn gegn herra sínum.

Og að honum söfnuðust lausingjar og hrakmenni, og þeir urðu yfirsterkari Rehabeam syni Salómons, en Rehabeam var ungur og hugdeigur og fékk eigi veitt þeim viðnám.

Og nú hyggist þér munu veita viðnám konungdómi Drottins, þeim er niðjar Davíðs hafa á hendi, af því að þér eruð mjög fjölmennir, og gullkálfarnir, þeir er Jeróbóam hefir gjöra látið yður að guðum, eru með yður.

Hafið þér þá eigi rekið burt presta Drottins, niðja Arons, og levítana, og gjört yður presta að sið heiðinna þjóða? Hver sá, er kom til þess að láta fylla hönd sína með ungt naut og sjö hrúta, hann varð prestur falsguðanna.

10 En vor Guð er Drottinn, vér höfum eigi yfirgefið hann, og niðjar Arons hafa á hendi prestþjónustu fyrir Drottin, og levítar hafa störf á hendi

11 og færa Drottni á hverjum morgni og hverju kveldi brennifórnir og ilmreykelsi og leggja brauð í raðir á borðið úr skíru gulli og kveikja á hverju kveldi á gullstjakanum og lömpum hans. Því að vér gætum ákvæða Drottins, Guðs vors, en þér hafið yfirgefið hann.

12 Og sjá! Guð er með oss í broddi fylkingar og prestar hans með hvellilúðrana til þess að blása til atlögu gegn yður. Þér Ísraelsmenn! Berjist eigi gegn Drottni, Guði feðra yðar, því að þér munuð engu fá framgengt."

13 En Jeróbóam lét þá, er lágu í launsátri, fara í kring til þess að koma að baki þeim. Voru þeir gagnvart Júdamönnum, en launsátursliðið að baki þeim.

14 Og er Júdamenn sneru sér við, sáu þeir að þeim var búinn bardagi bæði að baki og að framan. Þá hrópuðu þeir til Drottins, og prestarnir þeyttu lúðrana,

15 og Júdamenn æptu heróp, og er Júdamenn æptu heróp, þá laust Guð Jeróbóam og allan Ísrael í augsýn Abía og Júda.

16 Og Ísraelsmenn flýðu fyrir Júdamönnum, og Guð gaf þá þeim á vald.

17 Og Abía og lið hans felldu þá unnvörpum, svo að fimm hundruð þúsund einvalaliðs féllu af Ísraelsmönnum, vopnum vegnir.

18 Þannig urðu Ísraelsmenn að lúta í lægra haldi um þær mundir, og Júdamenn urðu yfirsterkari, því að þeir studdust við Drottin, Guð feðra þeirra.

19 En Abía veitti Jeróbóam eftirför og vann af honum borgir: Betel og þorpin umhverfis hana, Jesana og þorpin umhverfis hana og Efron og þorpin umhverfis hana.

20 Og Jeróbóam var máttvana síðan, meðan Abía lifði, og Drottinn laust hann, svo að hann dó.

21 En Abía efldist, og hann tók sér fjórtán konur og gat tuttugu og tvo sonu og sextán dætur.

22 En það sem meira er að segja um Abía, athafnir hans og orð, það er ritað í Skýringum Íddós spámanns.

14 Og Abía lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum og var jarðaður í Davíðsborg. Og Asa sonur hans tók ríki eftir hann. Á hans dögum var friður í landi í tíu ár.

Asa gjörði það, sem gott var og rétt í augum Drottins, Guðs síns.

Hann afnam hin útlendu ölturu og fórnarhæðirnar, braut sundur merkissteinana og hjó sundur asérurnar.

Og hann bauð Júdamönnum að leita Drottins, Guðs feðra þeirra, og breyta eftir lögmáli hans og skipunum.

Hann afnam hæðirnar og sólsúlurnar úr öllum Júdaborgum, og ríkið naut friðar um hans daga.

Hann reisti kastala í Júda, því að friður var í landi og enginn átti í ófriði við hann þau árin, því að Drottinn veitti honum frið.

Og hann sagði við Júdamenn: "Látum oss reisa borgir þessar og girða um þær með múrum og turnum, hurðum og slagbröndum, því að enn þá er landið oss opið, af því að vér höfum leitað Drottins, Guðs vors. Vér höfum leitað hans, og hann hefir veitt oss frið allt um kring." Byggðu þeir síðan og gekk það vel.

Og Asa hafði her, er skjöld bar og spjót, úr Júda þrjú hundruð þúsund og úr Benjamín tvö hundruð og áttatíu þúsund manna, er buklara báru og boga bentu. Voru þeir allir hinir mestu kappar.

En Sera Blálendingur fór í móti þeim með milljón hermanna og þrjú hundruð vagna og komst allt til Maresa.

10 Fór Asa út í móti honum, og fylktu þeir sér til orustu í Sefatadal hjá Maresa.

11 Og Asa ákallaði Drottin, Guð sinn, og sagði: "Drottinn, enginn nema þú getur hjálpað lítilmagnanum gegn hinum voldugu. Hjálpa þú oss, Drottinn, Guð vor, því að við þig styðjumst vér, og í þínu nafni höfum vér farið á móti þessum mannfjölda. Drottinn, þú ert vor Guð, gagnvart þér er dauðlegur maðurinn máttvana."

12 Og Drottinn lét Blálendingana bíða ósigur fyrir Asa og fyrir Júdamönnum, svo að Blálendingar flýðu.

13 En Asa og lið það, er með honum var, veittu þeim eftirför til Gerar, og féll lið af Blálendingum, svo að enginn þeirra var eftir á lífi, því að þeir féllu unnvörpum fyrir Drottni og fyrir her hans. Höfðu þeir þaðan afar mikið herfang.

14 Þeir unnu og allar borgir umhverfis Gerar, því að ótti við Drottin var kominn yfir þær. Rændu þeir síðan allar borgirnar, því að þar var miklu að ræna.

15 Þá náðu þeir og hjarðtjöldunum og höfðu á burt með sér að herfangi fjölda sauða og úlfalda, og sneru síðan aftur til Jerúsalem.

15 Þá kom andi Guðs yfir Asarja Ódeðsson.

Gekk hann fram fyrir Asa og mælti til hans: "Hlýðið á mig, þér Asa og allur Júda og Benjamín. Drottinn er með yður, ef þér eruð með honum. Ef þér leitið hans, mun hann gefa yður kost á að finna sig, en ef þér yfirgefið hann, mun hann yfirgefa yður.

En langan tíma hefir Ísrael verið án hins sanna Guðs, án presta, er fræddu hann, og án lögmáls.

Og er þeir voru í nauðum staddir, sneru þeir sér til Drottins, Ísraels Guðs, og leituðu hans, og hann gaf þeim kost á að finna sig.

Um þær mundir voru engar tryggðir fyrir þá, er fóru eða komu, heldur var hið mesta griðaleysi meðal allra íbúa héraðanna.

Þjóð rakst á þjóð og borg á borg, því að Drottinn hræddi þá með hvers konar nauðum.

En verið þér öruggir og látið yður eigi fallast hendur, því að breytni yðar mun umbun hljóta."

En er Asa heyrði orð þessi og spádóm Ódeðs spámanns, þá herti hann upp hugann og útrýmdi viðurstyggðunum úr öllu landi Júda og Benjamíns, svo og úr borgum þeim, er hann hafði unnið á Efraímfjöllum, en endurnýjaði altari Drottins, það er var frammi fyrir forsal Drottins.

Síðan stefndi hann saman öllum Júda og Benjamín og aðkomumönnum þeim, er hjá þeim voru af Efraím, Manasse og Símeon, því að fjöldi manna af Ísrael hafði gengið honum á hönd, er þeir sáu að Drottinn, Guð hans, var með honum.

10 Og þeir komu saman í Jerúsalem í þriðja mánuði á fimmtánda ríkisári Asa.

11 Og á þeim degi færðu þeir Drottni í sláturfórn af herfanginu, er þeir höfðu fengið: sjö hundruð naut og sjö þúsund sauði.

12 Og þeir bundust þeim sáttmála, að leita Drottins, Guðs feðra þeirra, af öllu hjarta sínu og allri sálu sinni,

13 og skyldi hver sá, er eigi leitaði Drottins, Guðs Ísraels, líflátinn, yngri sem eldri, karl eða kona.

14 Sóru þeir síðan Drottni eiða með hárri röddu og lustu upp fagnaðarópi, en lúðrar og básúnur kváðu við.

15 Og allur Júda gladdist yfir eiðnum, því að þeir höfðu eið unnið af öllu hjarta sínu og leitað hans af öllum huga sínum. Gaf Drottinn þeim því kost á að finna sig og veitti þeim frið allt um kring.

16 Asa konungur svipti jafnvel Maöku, móður sína, drottningartigninni, fyrir það, að hún hafði gjöra látið hræðilegt aséru-líkneski. Og Asa hjó sundur þetta hræðilega líkneski hennar, muldi það og brenndi það í Kídrondal.

17 En fórnarhæðirnar voru ekki afnumdar úr Ísrael. Þó var hjarta Asa óskipt alla ævi hans.

18 Hann lét og flytja í hús Guðs helgigjafir föður síns, svo og helgigjafir sínar, silfur, gull og áhöld.

19 Og enginn ófriður var fram að þrítugasta og fimmta ríkisári Asa.

16 Á þrítugasta og sjötta ríkisári Asa fór Basa Ísraelskonungur herför á móti Júda og víggirti Rama, svo að enginn maður gæti komist út eða inn hjá Asa Júdakonungi.

Þá tók Asa silfur og gull úr fjárhirslum húss Drottins og konungshallarinnar og sendi Benhadad Sýrlandskonungi, er bjó í Damaskus, með þessari orðsending:

"Sáttmáli er milli mín og þín, milli föður míns og föður þíns. Sjá, ég sendi þér silfur og gull: Skalt þú nú rjúfa bandalag þitt við Basa Ísraelskonung, svo að hann hafi sig á burt frá mér."

Benhadad tók vel máli Asa konungs og sendi hershöfðingja sína móti borgum Ísraels og unnu þeir Íjón, Dan og Abel Maím og öll forðabúr í Naftalí borgum.

Þegar Basa spurði það, lét hann af að víggirða Rama og hætti við starf sitt.

En Asa konungur bauð út öllum Júdamönnum, og fluttu þeir burt steinana og viðinn, sem Basa hafði víggirt Rama með, og víggirti hann með þeim Geba og Mispa.

En um þetta leyti kom Hananí sjáandi til Asa Júdakonungs og sagði við hann: "Sakir þess að þú studdist við Sýrlandskonung, en studdist ekki við Drottin, Guð þinn, sakir þess er her Sýrlandskonungs genginn þér úr greipum.

Voru ekki Blálendingar og Líbýumenn mikill her, með afar marga vagna og riddara? En af því þú studdist við Drottin, gaf hann þá þér á vald.

Því að augu Drottins hvarfla um alla jörðina, til þess að hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar, sem eru heils hugar við hann. Þér hefir farið heimskulega í þessu, því að héðan í frá munu menn stöðugt eiga í ófriði við þig."

10 En Asa rann í skap við sjáandann og setti hann í stokkhúsið, því að hann var honum reiður fyrir þetta. Asa sýndi og sumum af lýðnum ofríki um þessar mundir.

11 Saga Asa er frá upphafi til enda rituð í bókum Júda- og Ísraelskonunga.

12 Á þrítugasta og níunda ríkisári sínu gjörðist Asa fótaveikur, og varð sjúkleiki hans mjög mikill. En einnig í sjúkleik sínum leitaði hann ekki Drottins, heldur læknanna.

13 Og Asa lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum og dó á fertugasta og fyrsta ríkisári sínu.

14 Og hann var grafinn í gröf sinni, er hann hafði látið höggva út handa sér í Davíðsborg. Og hann var lagður á líkbekk, er fylltur var kryddjurtum og alls konar smyrslum, blönduðum ilmreykelsi, og afar mikil brenna var gjörð honum til heiðurs.

17 Jósafat sonur hans tók ríki eftir hann og efldi sig gegn Ísrael.

Hann setti herlið í allar víggirtar borgir í Júda og lét fógeta í Júdaland og Efraímborgir, þær er Asa faðir hans hafði unnið.

Og Drottinn var með Jósafat, því að hann gekk á hinum fyrri vegum Davíðs forföður síns og leitaði ekki Baalanna,

heldur leitaði Guðs föður síns og fór eftir skipunum hans og breytti ekki sem Ísrael.

Þess vegna staðfesti Drottinn konungdóminn í hendi hans, svo að allur Júda færði Jósafat gjafir, svo að honum hlotnaðist afar mikil auðlegð og sæmd.

Og með því að honum óx hugur á vegum Drottins, þá afnam hann og fórnarhæðirnar og asérurnar úr Júda.

En á þriðja ríkisári sínu sendi hann höfðingja sína Benhaíl, Óbadía, Sakaría, Netaneel og Míkaja til þess að kenna í Júdaborgum,

og með þeim levítana Semaja, Netanja, Sebadja, Asahel, Semíramót, Jónatan, Adónía, Tobía og Tob Adónía levíta, og ásamt þeim prestana Elísama og Jóram.

Þeir kenndu í Júda og höfðu með sér lögbók Drottins, og fóru um allar borgir í Júda og kenndu lýðnum.

10 Og ótti við Drottin kom yfir öll heiðnu ríkin, er voru umhverfis Júda, svo að þau lögðu eigi í ófrið við Jósafat.

11 Og nokkrir af Filistum færðu Jósafat gjafir og silfur í skatt. Einnig færðu Arabar honum fénað: sjö þúsund og sjö hundruð hrúta og sjö þúsund og sjö hundruð geithafra.

12 Og þannig varð Jósafat æ voldugri, svo að yfir tók, og hann reisti hallir og vistaborgir í Júda.

13 Hafði hann afar mikinn vistaforða í Júdaborgum, og hermenn hafði hann í Jerúsalem, hina mestu kappa.

14 Og þetta er tala þeirra eftir ættum þeirra: Af Júda voru þúsundhöfðingjar: Adna höfuðsmaður og þrjú hundruð þúsund hraustir kappar með honum.

15 Honum næstur gekk Jóhanan höfuðsmaður og tvö hundruð og áttatíu þúsund manns með honum.

16 Honum næstur var Amasja Síkríson, er sjálfviljuglega hafði gengið Drottni á hönd, og tvö hundruð þúsund hraustir kappar með honum.

17 En af Benjamín voru: Eljada kappi og tvö hundruð þúsund manns með honum, vopnaðir bogum og buklurum,

18 og honum næstur Jósabad og hundrað og áttatíu þúsund herbúinna manna með honum.

19 Þessir voru þeir, er konungi þjónuðu, auk þeirra, er konungur hafði sett í víggirtar borgir í öllu Júdalandi.

Abijah King of Judah(A)

13 In the eighteenth year of the reign of Jeroboam, Abijah became king of Judah, and he reigned in Jerusalem three years. His mother’s name was Maakah,[a](B) a daughter[b] of Uriel of Gibeah.

There was war between Abijah(C) and Jeroboam.(D) Abijah went into battle with an army of four hundred thousand able fighting men, and Jeroboam drew up a battle line against him with eight hundred thousand able troops.

Abijah stood on Mount Zemaraim,(E) in the hill country of Ephraim, and said, “Jeroboam and all Israel,(F) listen to me! Don’t you know that the Lord, the God of Israel, has given the kingship of Israel to David and his descendants forever(G) by a covenant of salt?(H) Yet Jeroboam son of Nebat, an official of Solomon son of David, rebelled(I) against his master. Some worthless scoundrels(J) gathered around him and opposed Rehoboam son of Solomon when he was young and indecisive(K) and not strong enough to resist them.

“And now you plan to resist the kingdom of the Lord, which is in the hands of David’s descendants.(L) You are indeed a vast army and have with you(M) the golden calves(N) that Jeroboam made to be your gods. But didn’t you drive out the priests(O) of the Lord,(P) the sons of Aaron, and the Levites, and make priests of your own as the peoples of other lands do? Whoever comes to consecrate himself with a young bull(Q) and seven rams(R) may become a priest of what are not gods.(S)

10 “As for us, the Lord is our God, and we have not forsaken him. The priests who serve the Lord are sons of Aaron, and the Levites assist them. 11 Every morning and evening(T) they present burnt offerings and fragrant incense(U) to the Lord. They set out the bread on the ceremonially clean table(V) and light the lamps(W) on the gold lampstand every evening. We are observing the requirements of the Lord our God. But you have forsaken him. 12 God is with us; he is our leader. His priests with their trumpets will sound the battle cry against you.(X) People of Israel, do not fight against the Lord,(Y) the God of your ancestors, for you will not succeed.”(Z)

13 Now Jeroboam had sent troops around to the rear, so that while he was in front of Judah the ambush(AA) was behind them. 14 Judah turned and saw that they were being attacked at both front and rear. Then they cried out(AB) to the Lord. The priests blew their trumpets 15 and the men of Judah raised the battle cry. At the sound of their battle cry, God routed Jeroboam and all Israel(AC) before Abijah and Judah. 16 The Israelites fled before Judah, and God delivered(AD) them into their hands. 17 Abijah and his troops inflicted heavy losses on them, so that there were five hundred thousand casualties among Israel’s able men. 18 The Israelites were subdued on that occasion, and the people of Judah were victorious because they relied(AE) on the Lord, the God of their ancestors.

19 Abijah pursued Jeroboam and took from him the towns of Bethel, Jeshanah and Ephron, with their surrounding villages. 20 Jeroboam did not regain power during the time of Abijah. And the Lord struck him down and he died.

21 But Abijah grew in strength. He married fourteen wives and had twenty-two sons and sixteen daughters.

22 The other events of Abijah’s reign, what he did and what he said, are written in the annotations of the prophet Iddo.

14 [c]And Abijah rested with his ancestors and was buried in the City of David. Asa his son succeeded him as king, and in his days the country was at peace for ten years.

Asa King of Judah(AF)

Asa did what was good and right in the eyes of the Lord his God.(AG) He removed the foreign altars(AH) and the high places, smashed the sacred stones(AI) and cut down the Asherah poles.[d](AJ) He commanded Judah to seek the Lord,(AK) the God of their ancestors, and to obey his laws and commands. He removed the high places(AL) and incense altars(AM) in every town in Judah, and the kingdom was at peace under him. He built up the fortified cities of Judah, since the land was at peace. No one was at war with him during those years, for the Lord gave him rest.(AN)

“Let us build up these towns,” he said to Judah, “and put walls around them, with towers, gates and bars. The land is still ours, because we have sought the Lord our God; we sought him and he has given us rest(AO) on every side.” So they built and prospered.

Asa had an army of three hundred thousand(AP) men from Judah, equipped with large shields and with spears, and two hundred and eighty thousand from Benjamin, armed with small shields and with bows. All these were brave fighting men.

Zerah the Cushite(AQ) marched out against them with an army of thousands upon thousands and three hundred chariots, and came as far as Mareshah.(AR) 10 Asa went out to meet him, and they took up battle positions in the Valley of Zephathah near Mareshah.

11 Then Asa called(AS) to the Lord his God and said, “Lord, there is no one like you to help the powerless against the mighty. Help us,(AT) Lord our God, for we rely(AU) on you, and in your name(AV) we have come against this vast army. Lord, you are our God; do not let mere mortals prevail(AW) against you.”

12 The Lord struck down(AX) the Cushites before Asa and Judah. The Cushites fled, 13 and Asa and his army pursued them as far as Gerar.(AY) Such a great number of Cushites fell that they could not recover; they were crushed(AZ) before the Lord and his forces. The men of Judah carried off a large amount of plunder.(BA) 14 They destroyed all the villages around Gerar, for the terror(BB) of the Lord had fallen on them. They looted all these villages, since there was much plunder there. 15 They also attacked the camps of the herders and carried off droves of sheep and goats and camels. Then they returned to Jerusalem.

Asa’s Reform(BC)

15 The Spirit of God came on(BD) Azariah son of Oded. He went out to meet Asa and said to him, “Listen to me, Asa and all Judah and Benjamin. The Lord is with you(BE) when you are with him.(BF) If you seek(BG) him, he will be found by you, but if you forsake him, he will forsake you.(BH) For a long time Israel was without the true God, without a priest to teach(BI) and without the law.(BJ) But in their distress they turned to the Lord, the God of Israel, and sought him,(BK) and he was found by them. In those days it was not safe to travel about,(BL) for all the inhabitants of the lands were in great turmoil. One nation was being crushed by another and one city by another,(BM) because God was troubling them with every kind of distress. But as for you, be strong(BN) and do not give up, for your work will be rewarded.”(BO)

When Asa heard these words and the prophecy of Azariah son of[e] Oded the prophet, he took courage. He removed the detestable idols(BP) from the whole land of Judah and Benjamin and from the towns he had captured(BQ) in the hills of Ephraim. He repaired the altar(BR) of the Lord that was in front of the portico of the Lord’s temple.

Then he assembled all Judah and Benjamin and the people from Ephraim, Manasseh and Simeon who had settled among them, for large numbers(BS) had come over to him from Israel when they saw that the Lord his God was with him.

10 They assembled at Jerusalem in the third month(BT) of the fifteenth year of Asa’s reign. 11 At that time they sacrificed to the Lord seven hundred head of cattle and seven thousand sheep and goats from the plunder(BU) they had brought back. 12 They entered into a covenant(BV) to seek the Lord,(BW) the God of their ancestors, with all their heart and soul. 13 All who would not seek the Lord, the God of Israel, were to be put to death,(BX) whether small or great, man or woman. 14 They took an oath to the Lord with loud acclamation, with shouting and with trumpets and horns. 15 All Judah rejoiced about the oath because they had sworn it wholeheartedly. They sought God(BY) eagerly, and he was found by them. So the Lord gave them rest(BZ) on every side.

16 King Asa also deposed his grandmother Maakah(CA) from her position as queen mother,(CB) because she had made a repulsive image for the worship of Asherah.(CC) Asa cut it down, broke it up and burned it in the Kidron Valley.(CD) 17 Although he did not remove the high places from Israel, Asa’s heart was fully committed to the Lord all his life. 18 He brought into the temple of God the silver and gold and the articles that he and his father had dedicated.(CE)

19 There was no more war until the thirty-fifth year of Asa’s reign.

Asa’s Last Years(CF)(CG)

16 In the thirty-sixth year of Asa’s reign Baasha(CH) king of Israel went up against Judah and fortified Ramah to prevent anyone from leaving or entering the territory of Asa king of Judah.

Asa then took the silver and gold out of the treasuries of the Lord’s temple and of his own palace and sent it to Ben-Hadad king of Aram, who was ruling in Damascus.(CI) “Let there be a treaty(CJ) between me and you,” he said, “as there was between my father and your father. See, I am sending you silver and gold. Now break your treaty with Baasha king of Israel so he will withdraw from me.”

Ben-Hadad agreed with King Asa and sent the commanders of his forces against the towns of Israel. They conquered Ijon, Dan, Abel Maim[f] and all the store cities of Naphtali.(CK) When Baasha heard this, he stopped building Ramah and abandoned his work. Then King Asa brought all the men of Judah, and they carried away from Ramah the stones and timber Baasha had been using. With them he built up Geba and Mizpah.(CL)

At that time Hanani(CM) the seer came to Asa king of Judah and said to him: “Because you relied(CN) on the king of Aram and not on the Lord your God, the army of the king of Aram has escaped from your hand. Were not the Cushites[g](CO) and Libyans a mighty army with great numbers(CP) of chariots and horsemen[h]? Yet when you relied on the Lord, he delivered(CQ) them into your hand. For the eyes(CR) of the Lord range throughout the earth to strengthen those whose hearts are fully committed to him. You have done a foolish(CS) thing, and from now on you will be at war.(CT)

10 Asa was angry with the seer because of this; he was so enraged that he put him in prison.(CU) At the same time Asa brutally oppressed some of the people.

11 The events of Asa’s reign, from beginning to end, are written in the book of the kings of Judah and Israel. 12 In the thirty-ninth year of his reign Asa was afflicted(CV) with a disease in his feet. Though his disease was severe, even in his illness he did not seek(CW) help from the Lord,(CX) but only from the physicians. 13 Then in the forty-first year of his reign Asa died and rested with his ancestors. 14 They buried him in the tomb that he had cut out for himself(CY) in the City of David. They laid him on a bier covered with spices and various blended perfumes,(CZ) and they made a huge fire(DA) in his honor.

Jehoshaphat King of Judah

17 Jehoshaphat his son succeeded him as king and strengthened(DB) himself against Israel. He stationed troops in all the fortified cities(DC) of Judah and put garrisons in Judah and in the towns of Ephraim that his father Asa had captured.(DD)

The Lord was with Jehoshaphat because he followed the ways of his father David(DE) before him. He did not consult the Baals but sought(DF) the God of his father and followed his commands rather than the practices of Israel. The Lord established the kingdom under his control; and all Judah brought gifts(DG) to Jehoshaphat, so that he had great wealth and honor.(DH) His heart was devoted(DI) to the ways of the Lord; furthermore, he removed the high places(DJ) and the Asherah poles(DK) from Judah.(DL)

In the third year of his reign he sent his officials Ben-Hail, Obadiah, Zechariah, Nethanel and Micaiah to teach(DM) in the towns of Judah. With them were certain Levites(DN)—Shemaiah, Nethaniah, Zebadiah, Asahel, Shemiramoth, Jehonathan, Adonijah, Tobijah and Tob-Adonijah—and the priests Elishama and Jehoram. They taught throughout Judah, taking with them the Book of the Law(DO) of the Lord; they went around to all the towns of Judah and taught the people.

10 The fear(DP) of the Lord fell on all the kingdoms of the lands surrounding Judah, so that they did not go to war against Jehoshaphat. 11 Some Philistines brought Jehoshaphat gifts and silver as tribute, and the Arabs(DQ) brought him flocks:(DR) seven thousand seven hundred rams and seven thousand seven hundred goats.

12 Jehoshaphat became more and more powerful; he built forts and store cities in Judah 13 and had large supplies in the towns of Judah. He also kept experienced fighting men in Jerusalem. 14 Their enrollment(DS) by families was as follows:

From Judah, commanders of units of 1,000:

Adnah the commander, with 300,000 fighting men;

15 next, Jehohanan the commander, with 280,000;

16 next, Amasiah son of Zikri, who volunteered(DT) himself for the service of the Lord, with 200,000.

17 From Benjamin:(DU)

Eliada, a valiant soldier, with 200,000 men armed with bows and shields;

18 next, Jehozabad, with 180,000 men armed for battle.

19 These were the men who served the king, besides those he stationed in the fortified cities(DV) throughout Judah.(DW)

Footnotes

  1. 2 Chronicles 13:2 Most Septuagint manuscripts and Syriac (see also 11:20 and 1 Kings 15:2); Hebrew Micaiah
  2. 2 Chronicles 13:2 Or granddaughter
  3. 2 Chronicles 14:1 In Hebrew texts 14:1 is numbered 13:23, and 14:2-15 is numbered 14:1-14.
  4. 2 Chronicles 14:3 That is, wooden symbols of the goddess Asherah; here and elsewhere in 2 Chronicles
  5. 2 Chronicles 15:8 Vulgate and Syriac (see also Septuagint and verse 1); Hebrew does not have Azariah son of.
  6. 2 Chronicles 16:4 Also known as Abel Beth Maakah
  7. 2 Chronicles 16:8 That is, people from the upper Nile region
  8. 2 Chronicles 16:8 Or charioteers