Add parallel Print Page Options

13 Sál var þrítugur að aldri, þá er hann varð konungur, og ríkti í tvö ár yfir Ísrael.

Sál valdi sér þrjú þúsund manns af Ísrael. Af þeim voru tvö þúsund hjá Sál í Mikmas og á Betelfjöllum, en eitt þúsund hjá Jónatan í Gíbeu í Benjamín. Hitt liðið lét hann brott fara, hvern heim til sín.

Jónatan drap landstjóra Filista, sem sat í Geba, og Filistar fréttu það. Og Sál lét þeyta lúður um allt landið og sagði: "Hebrear skulu heyra það."

Og allur Ísrael heyrði sagt: "Sál hefir drepið landstjóra Filista, og Filistar hafa andstyggð á Ísrael." Og liðinu var stefnt saman til þess að fara með Sál til Gilgal.

Filistar söfnuðust saman til að berjast við Ísrael, þrjú þúsund vagnar og sex þúsund riddarar og fótgöngulið, svo margt sem sandur á sjávarströndu, og þeir lögðu af stað og settu herbúðir sínar í Mikmas fyrir austan Betaven.

Og er Ísraelsmenn sáu, að þeir voru komnir í kreppu, því að að þeim þrengdi, þá faldi liðið sig í hellum, jarðholum, klettaskorum, gjótum og gryfjum.

Nokkrir Hebreanna fóru yfir vöðin á Jórdan yfir í Gaðs land og Gíleaðs. Sál var enn í Gilgal, en allt liðið hafði flúið burt frá honum fyrir hræðslu sakir.

Og hann beið í sjö daga, til þess tíma, er Samúel hafði til tekið, en Samúel kom ekki til Gilgal, og fólkið dreifðist burt frá honum.

Þá sagði Sál: "Færið mér hingað brennifórnina og heillafórnirnar." Og hann fórnaði brennifórninni.

10 En er hann hafði fórnað brennifórninni, sjá, þá kom Samúel. Og Sál gekk út á móti honum til þess að heilsa honum.

11 Og Samúel mælti: "Hvað hefir þú gjört?" Sál svaraði: "Þegar ég sá, að liðið dreifðist burt frá mér og að þú komst ekki á tilteknum tíma, en Filistar söfnuðust saman í Mikmas,

12 þá hugsaði ég: ,Nú munu Filistar fara ofan á móti mér til Gilgal, áður en ég hefi blíðkað Drottin.` Fyrir því herti ég upp hugann og fórnaði brennifórninni."

13 Þá sagði Samúel við Sál: "Heimskulega hefir þér farið. Þú hefir ekki gætt skipunar Drottins, Guðs þíns, sem hann fyrir þig lagði, því að nú hefði Drottinn staðfest konungdóm þinn yfir Ísrael að eilífu.

14 En nú mun konungdómur þinn ekki standa. Drottinn hefir leitað sér að manni eftir sínu hjarta, og hann hefir Drottinn skipað höfðingja yfir lýð sinn, því að þú hefir ekki gætt þess, er Drottinn fyrir þig lagði."

15 Þá tók Samúel sig upp og fór frá Gilgal og hélt leiðar sinnar. En leifarnar af liðinu fóru á eftir Sál í móti herliðinu. Og er þeir voru komnir frá Gilgal til Gíbeu í Benjamín, þá kannaði Sál liðið, sem hjá honum var, um sex hundruð manns.

16 Sál og Jónatan sonur hans og liðið, sem með þeim var, sátu í Geba í Benjamín, en Filistar höfðu sett herbúðir sínar í Mikmas.

17 Ránssveit fór út úr herbúðum Filista í þrem hópum. Einn hópurinn stefndi veginn til Ofra inn í Sjúal-land,

18 annar hópurinn stefndi veginn til Bet Hóron, og þriðji hópurinn stefndi veginn til hæðarinnar, sem gnæfir yfir Sebóímdalinn gegnt eyðimörkinni.

19 Enginn járnsmiður var til í öllu Ísraelslandi, því að Filistar hugsuðu: "Hebrear mega ekki smíða sverð eða spjót." (

20 Ísraelsmenn urðu að fara ofan til Filista, ef þeir vildu láta hvessa plógjárn sín, haka, axir og sigðir.

21 Gjaldið var tveir þriðju úr sikli fyrir plógjárn og haka, og þriðjungur úr sikli fyrir gaffla og axir og fyrir að setja brodd á broddstaf.)

22 Þannig hafði gjörvallt liðið, sem var með Sál og Jónatan, hvorki sverð né spjót í höndum orustudaginn, en Sál og Jónatan sonur hans höfðu það.

23 Varðflokkur Filista fór nú og settist í skarðið hjá Mikmas.

14 Svo bar við einn dag, að Jónatan sonur Sáls sagði við skjaldsvein sinn: "Kom þú, við skulum fara yfir til varðflokks Filista, sem er þarna hinumegin." En hann sagði ekki föður sínum frá því.

En Sál sat utanvert við Gíbeu undir granateplatrénu, sem er hjá Mígron, og liðið, sem hann hafði með sér, var hér um bil sex hundruð manns.

Og Ahía, sonur Ahítúbs, bróður Íkabóðs, Pínehassonar, Elísonar, prests Drottins í Síló, bar hökulinn. En liðið vissi ekki, að Jónatan hafði farið.

Á milli klifanna, sem Jónatan vildi um fara yfir til varðflokks Filistanna, var hvor hamarinn sínum megin. Hét annar Bóses, en hinn Sene.

Annar hamarinn var að norðanverðu og var brattur, gegnt Mikmas, en hinn að sunnanverðu, gegnt Geba.

Jónatan sagði við skjaldsvein sinn: "Kom þú, við skulum fara yfir til varðflokks þessara óumskornu manna. Vera má, að Drottinn framkvæmi eitthvað oss í hag, því að ekkert getur tálmað Drottni að veita sigur, hvort heldur er með mörgum eða fáum."

Skjaldsveinninn svaraði honum: "Gjör þú öldungis eins og þér leikur hugur á, sjá, ég mun fylgja þér. Vil ég það eitt, er þú vilt."

Jónatan mælti: "Sjá, við förum nú yfir til mannanna og látum þá sjá okkur.

Ef þeir þá kalla til okkar: ,Nemið staðar, þangað til vér komum til ykkar!` þá skulum við standa kyrrir, þar sem við erum staddir, og eigi fara upp til þeirra.

10 En ef þeir kalla: ,Komið hingað upp til vor!` þá skulum við fara upp þangað, því að þá hefir Drottinn gefið þá í okkar hendur. Skulum við hafa það að marki."

11 Síðan létu þeir báðir varðflokk Filistanna sjá sig, og Filistar sögðu: "Sjá, Hebrear koma fram úr holunum, sem þeir hafa falið sig í."

12 Þá kölluðu varðmennirnir til Jónatans og skjaldsveins hans: "Komið hingað upp til vor, og skulum vér segja ykkur tíðindi." Þá sagði Jónatan við skjaldsvein sinn: "Kom nú upp á eftir mér, því að Drottinn hefir gefið þá í hendur Ísraels."

13 Og Jónatan klifraði upp á höndum og fótum og skjaldsveinn hans á eftir honum. Þá lögðu þeir á flótta fyrir Jónatan. En hann felldi þá, og skjaldsveinn hans vann á þeim á eftir honum.

14 Og þeir sem Jónatan og skjaldsveinn hans lögðu að velli í þessu fyrsta áhlaupi, voru um tuttugu manns, eins og þegar plógur flettir sundur sverðinum á dagplægi lands.

15 Þá sló ótta yfir herbúðirnar á völlunum og yfir allt liðið. Varðsveitin og ránsflokkurinn urðu einnig skelkaðir, og landið nötraði, og varð það að mikilli skelfingu.

16 Sjónarverðir Sáls í Gíbeu í Benjamín lituðust um, og sjá, þá var allt á tjá og tundri í herbúðum Filista.

17 Og Sál sagði við mennina, sem með honum voru: "Kannið nú liðið og hyggið að, hver frá oss hefir farið." Könnuðu þeir þá liðið, og vantaði þá Jónatan og skjaldsvein hans.

18 Þá mælti Sál við Ahía: "Kom þú með hökulinn!" _ því að hann bar þá hökulinn frammi fyrir Ísraelsmönnum.

19 En meðan Sál var að tala við prestinn, varð ysinn í herbúðum Filista æ meiri og meiri, svo að Sál sagði við prestinn: "Hættu við það!"

20 Og Sál og allt liðið, sem með honum var, safnaðist saman. En er þeir komu í orustuna, sjá, þá reiddi þar hver sverð að öðrum, og allt var í uppnámi.

21 En Hebrear þeir, er að undanförnu höfðu lotið Filistum og farið höfðu með þeim í stríðið, snerust nú og í móti þeim og gengu í lið með Ísraelsmönnum, þeim er voru með Sál og Jónatan.

22 Og er allir Ísraelsmenn, þeir er falið höfðu sig á Efraímfjöllum, fréttu, að Filistar væru lagðir á flótta, þá veittu þeir þeim og eftirför til þess að berjast við þá.

23 Þannig veitti Drottinn Ísrael sigur á þeim degi. Orustan þokaðist fram hjá Betaven,

24 og Ísraelsmenn voru mæddir orðnir þann dag. Þá gjörði Sál mikið glappaverk. Hann lét liðið vinna svolátandi eið: "Bölvaður sé sá, sem neytir matar áður en kveld er komið og ég hefi hefnt mín á óvinum mínum!" Fyrir því bragðaði enginn af liðinu mat.

25 En nú voru hunangsbú á völlunum.

26 Og er liðið kom að hunangsbúunum, sjá, þá voru býflugurnar flognar út, en þrátt fyrir það bar enginn hönd að munni, því að liðið hræddist eiðinn.

27 En Jónatan hafði eigi hlýtt á, þá er faðir hans lét liðið vinna eiðinn. Hann rétti því út enda stafsins, sem hann hafði í hendinni, og dýfði honum í hunangsseiminn og bar hönd sína að munni sér. Urðu augu hans þá aftur fjörleg.

28 Þá tók einn úr liðinu til máls og sagði: "Faðir þinn hefir látið liðið vinna svolátandi eið: ,Bölvaður sé sá, sem matar neytir í dag!"` En liðið var þreytt.

29 Jónatan svaraði: "Faðir minn leiðir landið í ógæfu. Sjáið, hversu fjörleg augu mín eru, af því að ég bragðaði ögn af þessu hunangi.

30 Hversu miklu meira mundi mannfallið hafa verið meðal Filista en það nú er orðið, ef liðið hefði etið nægju sína í dag af herfangi óvinanna, er það náði."

31 Og þeir felldu Filista á þeim degi frá Mikmas til Ajalon, og liðið var mjög þreytt.

32 Og liðið fleygði sér yfir herfangið, og tóku þeir bæði sauðfé, naut og kálfa og slátruðu á jörðinni, og fólkið át kjötið með blóðinu.

33 Og menn sögðu Sál frá því og mæltu: "Sjá, fólkið syndgar móti Drottni með því að eta kjötið með blóðinu." Sál sagði: "Þér drýgið glæp. Veltið hingað til mín stórum steini."

34 Og Sál mælti: "Gangið út meðal fólksins og segið þeim: ,Hver og einn af yður komi til mín með sinn uxa og sína sauðkind og slátrið þeim hér og etið, svo að þér syndgið ekki á móti Drottni með því að eta það með blóðinu."` Þá kom hver og einn af liðinu um nóttina með það, er hann hafði, og þeir slátruðu því þar.

35 Og Sál reisti Drottni altari. Það var fyrsta altarið, sem hann reisti Drottni.

36 Og Sál mælti: "Vér skulum fara á eftir Filistum í nótt og ræna meðal þeirra, þar til er birtir af degi, og engan af þeim láta eftir verða." Þeir sögðu: "Gjör þú allt, sem þér gott þykir." En presturinn sagði: "Vér skulum ganga hér fram fyrir Guð."

37 Sál gekk þá til frétta við Guð: "Á ég að fara á eftir Filistum? Munt þú gefa þá í hendur Ísrael?" En hann svaraði honum engu þann dag.

38 Þá sagði Sál: "Gangið hingað, allir höfðingjar fólksins, og grennslist eftir og komist að raun um, hver drýgt hefir þessa synd í dag.

39 Því að svo sannarlega sem Drottinn lifir, sá er veitt hefir Ísrael sigur, þó að það væri Jónatan sonur minn, sem hefði drýgt hana, þá skyldi hann láta lífið." En enginn svaraði honum af öllu fólkinu.

40 Þá sagði hann við allan Ísrael: "Verið þér öðrumegin, en ég og Jónatan sonur minn skulum vera hinumegin." Lýðurinn sagði við Sál: "Gjör þú sem þér gott þykir."

41 Þá mælti Sál: "Drottinn, Ísraels Guð, hví svaraðir þú ekki þjóni þínum í dag? Ef þessi misgjörð hvílir á mér eða Jónatan syni mínum, Drottinn, Ísraels Guð, þá lát þú úrím koma upp, en ef hún hvílir á lýð þínum Ísrael, þá lát þú túmmím koma upp." Þá kom upp hlutur Jónatans og Sáls, en fólkið gekk undan.

42 Og Sál mælti: "Hlutið með mér og Jónatan syni mínum!" Kom þá upp hlutur Jónatans.

43 Og Sál sagði við Jónatan: "Segðu mér, hvað hefir þú gjört?" Þá sagði Jónatan honum frá því og mælti: "Ég bragðaði aðeins ögn af hunangi á stafsendanum, sem ég hafði í hendinni. Sjá, hér er ég, fyrir það á ég að láta lífið?"

44 Sál svaraði: "Guð gjöri við mig það, er hann vill: lífið verður þú að láta, Jónatan!"

45 En lýðurinn sagði við Sál: "Á Jónatan að láta lífið, hann sem unnið hefir þennan mikla sigur í Ísrael? Fjarri sé það! Svo sannarlega sem Drottinn lifir, skal ekki eitt höfuðhár hans falla til jarðar, því að með Guðs hjálp hefir hann unnið í dag." Og fólkið leysti Jónatan út undan lífláti.

46 Og Sál kom aftur, er hann hafði elt Filista, en Filistar fóru heim til sín.

47 Þá er Sál hafði hlotið konungdóm yfir Ísrael, háði hann ófrið við alla óvini sína allt í kring: við Móab, við Ammóníta, við Edóm, við konunginn í Sóba og við Filista, og hvert sem hann sneri sér, vann hann sigur.

48 Hann sýndi og hreysti og vann sigur á Amalek og frelsaði Ísrael af hendi þeirra, er rændu hann.

49 Synir Sáls voru Jónatan, Jísví og Malkísúa; og dætur hans tvær hétu: hin eldri Merab og hin yngri Míkal.

50 Og kona Sáls hét Ahínóam, dóttir Ahímaas. Og hershöfðingi hans hét Abner, sonur Ners, föðurbróður Sáls.

51 Því að Kís, faðir Sáls, og Ner, faðir Abners, voru synir Abíels.

52 Og ófriðurinn við Filista var harður alla ævi Sáls, og sæi Sál einhvern kappa eða eitthvert hraustmenni, þá tók hann þann mann í sína sveit.

Samuel Rebukes Saul

13 Saul was thirty[a] years old when he became king, and he reigned over Israel forty-[b] two years.

Saul chose three thousand men from Israel; two thousand(A) were with him at Mikmash(B) and in the hill country of Bethel, and a thousand were with Jonathan at Gibeah(C) in Benjamin. The rest of the men he sent back to their homes.

Jonathan attacked the Philistine outpost(D) at Geba,(E) and the Philistines heard about it. Then Saul had the trumpet(F) blown throughout the land and said, “Let the Hebrews hear!” So all Israel heard the news: “Saul has attacked the Philistine outpost, and now Israel has become obnoxious(G) to the Philistines.” And the people were summoned to join Saul at Gilgal.

The Philistines assembled(H) to fight Israel, with three thousand[c] chariots, six thousand charioteers, and soldiers as numerous as the sand(I) on the seashore. They went up and camped at Mikmash,(J) east of Beth Aven.(K) When the Israelites saw that their situation was critical and that their army was hard pressed, they hid(L) in caves and thickets, among the rocks, and in pits and cisterns.(M) Some Hebrews even crossed the Jordan to the land of Gad(N) and Gilead.

Saul remained at Gilgal, and all the troops with him were quaking(O) with fear. He waited seven(P) days, the time set by Samuel; but Samuel did not come to Gilgal, and Saul’s men began to scatter. So he said, “Bring me the burnt offering and the fellowship offerings.” And Saul offered(Q) up the burnt offering. 10 Just as he finished making the offering, Samuel(R) arrived, and Saul went out to greet(S) him.

11 “What have you done?” asked Samuel.

Saul replied, “When I saw that the men were scattering, and that you did not come at the set time, and that the Philistines were assembling at Mikmash,(T) 12 I thought, ‘Now the Philistines will come down against me at Gilgal,(U) and I have not sought the Lord’s favor.(V)’ So I felt compelled to offer the burnt offering.”

13 “You have done a foolish thing,(W)” Samuel said. “You have not kept(X) the command the Lord your God gave you; if you had, he would have established your kingdom over Israel for all time.(Y) 14 But now your kingdom(Z) will not endure; the Lord has sought out a man after his own heart(AA) and appointed(AB) him ruler(AC) of his people, because you have not kept(AD) the Lord’s command.”

15 Then Samuel left Gilgal[d] and went up to Gibeah(AE) in Benjamin, and Saul counted the men who were with him. They numbered about six hundred.(AF)

Israel Without Weapons

16 Saul and his son Jonathan and the men with them were staying in Gibeah[e](AG) in Benjamin, while the Philistines camped at Mikmash. 17 Raiding(AH) parties went out from the Philistine camp in three detachments. One turned toward Ophrah(AI) in the vicinity of Shual, 18 another toward Beth Horon,(AJ) and the third toward the borderland overlooking the Valley of Zeboyim(AK) facing the wilderness.

19 Not a blacksmith(AL) could be found in the whole land of Israel, because the Philistines had said, “Otherwise the Hebrews will make swords or spears!(AM) 20 So all Israel went down to the Philistines to have their plow points, mattocks, axes and sickles[f] sharpened. 21 The price was two-thirds of a shekel[g] for sharpening plow points and mattocks, and a third of a shekel[h] for sharpening forks and axes and for repointing goads.

22 So on the day of the battle not a soldier with Saul and Jonathan(AN) had a sword or spear(AO) in his hand; only Saul and his son Jonathan had them.

Jonathan Attacks the Philistines

23 Now a detachment of Philistines had gone out to the pass(AP) at Mikmash.(AQ) 14 One day Jonathan son of Saul said to his young armor-bearer, “Come, let’s go over to the Philistine outpost on the other side.” But he did not tell his father.

Saul was staying(AR) on the outskirts of Gibeah(AS) under a pomegranate tree(AT) in Migron.(AU) With him were about six hundred men, among whom was Ahijah, who was wearing an ephod. He was a son of Ichabod’s(AV) brother Ahitub(AW) son of Phinehas, the son of Eli,(AX) the Lord’s priest in Shiloh.(AY) No one was aware that Jonathan had left.

On each side of the pass(AZ) that Jonathan intended to cross to reach the Philistine outpost was a cliff; one was called Bozez and the other Seneh. One cliff stood to the north toward Mikmash, the other to the south toward Geba.(BA)

Jonathan said to his young armor-bearer, “Come, let’s go over to the outpost of those uncircumcised(BB) men. Perhaps the Lord will act in our behalf. Nothing(BC) can hinder the Lord from saving, whether by many(BD) or by few.(BE)

“Do all that you have in mind,” his armor-bearer said. “Go ahead; I am with you heart and soul.”

Jonathan said, “Come on, then; we will cross over toward them and let them see us. If they say to us, ‘Wait there until we come to you,’ we will stay where we are and not go up to them. 10 But if they say, ‘Come up to us,’ we will climb up, because that will be our sign(BF) that the Lord has given them into our hands.(BG)

11 So both of them showed themselves to the Philistine outpost. “Look!” said the Philistines. “The Hebrews(BH) are crawling out of the holes they were hiding(BI) in.” 12 The men of the outpost shouted to Jonathan and his armor-bearer, “Come up to us and we’ll teach you a lesson.(BJ)

So Jonathan said to his armor-bearer, “Climb up after me; the Lord has given them into the hand(BK) of Israel.”

13 Jonathan climbed up, using his hands and feet, with his armor-bearer right behind him. The Philistines fell before Jonathan, and his armor-bearer followed and killed behind him. 14 In that first attack Jonathan and his armor-bearer killed some twenty men in an area of about half an acre.

Israel Routs the Philistines

15 Then panic(BL) struck the whole army—those in the camp and field, and those in the outposts and raiding(BM) parties—and the ground shook. It was a panic sent by God.[i]

16 Saul’s lookouts(BN) at Gibeah in Benjamin saw the army melting away in all directions. 17 Then Saul said to the men who were with him, “Muster the forces and see who has left us.” When they did, it was Jonathan and his armor-bearer who were not there.

18 Saul said to Ahijah, “Bring(BO) the ark(BP) of God.” (At that time it was with the Israelites.)[j] 19 While Saul was talking to the priest, the tumult in the Philistine camp increased more and more. So Saul said to the priest,(BQ) “Withdraw your hand.”

20 Then Saul and all his men assembled and went to the battle. They found the Philistines in total confusion, striking(BR) each other with their swords. 21 Those Hebrews who had previously been with the Philistines and had gone up with them to their camp went(BS) over to the Israelites who were with Saul and Jonathan. 22 When all the Israelites who had hidden(BT) in the hill country of Ephraim heard that the Philistines were on the run, they joined the battle in hot pursuit. 23 So on that day the Lord saved(BU) Israel, and the battle moved on beyond Beth Aven.(BV)

Jonathan Eats Honey

24 Now the Israelites were in distress that day, because Saul had bound the people under an oath,(BW) saying, “Cursed be anyone who eats food before evening comes, before I have avenged myself on my enemies!” So none of the troops tasted food.

25 The entire army entered the woods, and there was honey on the ground. 26 When they went into the woods, they saw the honey oozing out; yet no one put his hand to his mouth, because they feared the oath. 27 But Jonathan had not heard that his father had bound the people with the oath, so he reached out the end of the staff that was in his hand and dipped it into the honeycomb.(BX) He raised his hand to his mouth, and his eyes brightened.[k] 28 Then one of the soldiers told him, “Your father bound the army under a strict oath, saying, ‘Cursed be anyone who eats food today!’ That is why the men are faint.”

29 Jonathan said, “My father has made trouble(BY) for the country. See how my eyes brightened when I tasted a little of this honey. 30 How much better it would have been if the men had eaten today some of the plunder they took from their enemies. Would not the slaughter of the Philistines have been even greater?”

31 That day, after the Israelites had struck down the Philistines from Mikmash(BZ) to Aijalon,(CA) they were exhausted. 32 They pounced on the plunder(CB) and, taking sheep, cattle and calves, they butchered them on the ground and ate them, together with the blood.(CC) 33 Then someone said to Saul, “Look, the men are sinning against the Lord by eating meat that has blood(CD) in it.”

“You have broken faith,” he said. “Roll a large stone over here at once.” 34 Then he said, “Go out among the men and tell them, ‘Each of you bring me your cattle and sheep, and slaughter them here and eat them. Do not sin against the Lord by eating meat with blood still(CE) in it.’”

So everyone brought his ox that night and slaughtered it there. 35 Then Saul built an altar(CF) to the Lord; it was the first time he had done this.

36 Saul said, “Let us go down and pursue the Philistines by night and plunder them till dawn, and let us not leave one of them alive.”

“Do whatever seems best to you,” they replied.

But the priest said, “Let us inquire(CG) of God here.”

37 So Saul asked God, “Shall I go down and pursue the Philistines? Will you give them into Israel’s hand?” But God did not answer(CH) him that day.

38 Saul therefore said, “Come here, all you who are leaders of the army, and let us find out what sin has been committed(CI) today. 39 As surely as the Lord who rescues Israel lives,(CJ) even if the guilt lies with my son Jonathan,(CK) he must die.”(CL) But not one of them said a word.

40 Saul then said to all the Israelites, “You stand over there; I and Jonathan my son will stand over here.”

“Do what seems best to you,” they replied.

41 Then Saul prayed to the Lord, the God of Israel, “Why have you not answered your servant today? If the fault is in me or my son Jonathan, respond with Urim, but if the men of Israel are at fault,[l] respond with Thummim.” Jonathan and Saul were taken by lot, and the men were cleared. 42 Saul said, “Cast the lot(CM) between me and Jonathan my son.” And Jonathan was taken.

43 Then Saul said to Jonathan, “Tell me what you have done.”(CN)

So Jonathan told him, “I tasted a little honey(CO) with the end of my staff. And now I must die!”

44 Saul said, “May God deal with me, be it ever so severely,(CP) if you do not die, Jonathan.(CQ)

45 But the men said to Saul, “Should Jonathan die—he who has brought about this great deliverance in Israel? Never! As surely as the Lord lives, not a hair(CR) of his head will fall to the ground, for he did this today with God’s help.” So the men rescued(CS) Jonathan, and he was not put to death.

46 Then Saul stopped pursuing the Philistines, and they withdrew to their own land.

47 After Saul had assumed rule over Israel, he fought against their enemies on every side: Moab,(CT) the Ammonites,(CU) Edom,(CV) the kings[m] of Zobah,(CW) and the Philistines. Wherever he turned, he inflicted punishment on them.[n] 48 He fought valiantly and defeated the Amalekites,(CX) delivering Israel from the hands of those who had plundered them.

Saul’s Family

49 Saul’s sons were Jonathan, Ishvi and Malki-Shua.(CY) The name of his older daughter was Merab, and that of the younger was Michal.(CZ) 50 His wife’s name was Ahinoam daughter of Ahimaaz. The name of the commander of Saul’s army was Abner(DA) son of Ner, and Ner was Saul’s uncle.(DB) 51 Saul’s father Kish(DC) and Abner’s father Ner were sons of Abiel.

52 All the days of Saul there was bitter war with the Philistines, and whenever Saul saw a mighty or brave man, he took(DD) him into his service.

Footnotes

  1. 1 Samuel 13:1 A few late manuscripts of the Septuagint; Hebrew does not have thirty.
  2. 1 Samuel 13:1 Probable reading of the original Hebrew text (see Acts 13:21); Masoretic Text does not have forty-.
  3. 1 Samuel 13:5 Some Septuagint manuscripts and Syriac; Hebrew thirty thousand
  4. 1 Samuel 13:15 Hebrew; Septuagint Gilgal and went his way; the rest of the people went after Saul to meet the army, and they went out of Gilgal
  5. 1 Samuel 13:16 Two Hebrew manuscripts; most Hebrew manuscripts Geba, a variant of Gibeah
  6. 1 Samuel 13:20 Septuagint; Hebrew plow points
  7. 1 Samuel 13:21 That is, about 1/4 ounce or about 8 grams
  8. 1 Samuel 13:21 That is, about 1/8 ounce or about 4 grams
  9. 1 Samuel 14:15 Or a terrible panic
  10. 1 Samuel 14:18 Hebrew; Septuagint “Bring the ephod.” (At that time he wore the ephod before the Israelites.)
  11. 1 Samuel 14:27 Or his strength was renewed; similarly in verse 29
  12. 1 Samuel 14:41 Septuagint; Hebrew does not have “Why … at fault.
  13. 1 Samuel 14:47 Masoretic Text; Dead Sea Scrolls and Septuagint king
  14. 1 Samuel 14:47 Hebrew; Septuagint he was victorious

10 Eftir þetta kvaddi Drottinn til aðra, sjötíu og tvo að tölu, og sendi þá á undan sér, tvo og tvo, í hverja þá borg og stað, sem hann ætlaði sjálfur að koma til.

Og hann sagði við þá: "Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.

Farið! Ég sendi yður eins og lömb meðal úlfa.

Hafið ekki pyngju, ekki mal né skó, og heilsið engum á leiðinni.

Hvar sem þér komið í hús, þá segið fyrst: ,Friður sé með þessu húsi.`

Og sé þar friðar sonur, mun friður yðar hvíla yfir honum, ella hverfa aftur til yðar.

Verið um kyrrt í sama húsi, neytið þess, sem þar er fram boðið í mat og drykk. Verður er verkamaðurinn launa sinna. Eigi skuluð þér flytjast hús úr húsi.

Og hvar sem þér komið í borg og tekið er við yður, þá neytið þess, sem fyrir yður er sett.

Læknið þá, sem þar eru sjúkir, og segið þeim: ,Guðs ríki er komið í nánd við yður.`

10 En hvar sem þér komið í borg og eigi er við yður tekið, þá farið út á strætin og segið:

11 ,Jafnvel það dust, sem loðir við fætur vora úr borg yðar, þurrkum vér af oss handa yður. Vitið samt þetta, að Guðs ríki er komið í nánd.`

12 Ég segi yður: Bærilegra mun Sódómu á þeim degi en þeirri borg.

13 Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gjörst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gjörðust í ykkur, hefðu þeir löngu iðrast og setið í sekk og ösku.

14 En Týrus og Sídon mun bærilegra í dóminum en ykkur.

15 Og þú Kapernaum! Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða.

16 Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér. En sá sem hafnar mér, hafnar þeim er sendi mig."

17 Nú komu þeir sjötíu og tveir aftur með fögnuði og sögðu: "Herra, jafnvel illir andar eru oss undirgefnir í þínu nafni."

18 En hann mælti við þá: "Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu.

19 Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra.

20 Gleðjist samt ekki af því, að andarnir eru yður undirgefnir, gleðjist öllu heldur af hinu, að nöfn yðar eru skráð í himnunum."

21 Á sömu stundu varð hann glaður í heilögum anda og sagði: "Ég vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum, en opinberað það smælingjum. Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.

22 Allt er mér falið af föður mínum, og enginn veit, hver sonurinn er, nema faðirinn, né hver faðirinn er, nema sonurinn og sá sem sonurinn vill opinbera hann."

23 Og hann sneri sér að lærisveinum sínum og sagði við þá einslega: "Sæl eru þau augu, sem sjá það sem þér sjáið.

24 Því að ég segi yður: Margir spámenn og konungar vildu sjá það sem þér sjáið, en sáu það ekki, og heyra það sem þér heyrið, en heyrðu það ekki."

Read full chapter

Jesus Sends Out the Seventy-Two(A)(B)(C)

10 After this the Lord(D) appointed seventy-two[a] others(E) and sent them two by two(F) ahead of him to every town and place where he was about to go.(G) He told them, “The harvest is plentiful, but the workers are few. Ask the Lord of the harvest, therefore, to send out workers into his harvest field.(H) Go! I am sending you out like lambs among wolves.(I) Do not take a purse or bag or sandals; and do not greet anyone on the road.

“When you enter a house, first say, ‘Peace to this house.’ If someone who promotes peace is there, your peace will rest on them; if not, it will return to you. Stay there, eating and drinking whatever they give you, for the worker deserves his wages.(J) Do not move around from house to house.

“When you enter a town and are welcomed, eat what is offered to you.(K) Heal the sick who are there and tell them, ‘The kingdom of God(L) has come near to you.’ 10 But when you enter a town and are not welcomed, go into its streets and say, 11 ‘Even the dust of your town we wipe from our feet as a warning to you.(M) Yet be sure of this: The kingdom of God has come near.’(N) 12 I tell you, it will be more bearable on that day for Sodom(O) than for that town.(P)

13 “Woe to you,(Q) Chorazin! Woe to you, Bethsaida! For if the miracles that were performed in you had been performed in Tyre and Sidon, they would have repented long ago, sitting in sackcloth(R) and ashes. 14 But it will be more bearable for Tyre and Sidon at the judgment than for you. 15 And you, Capernaum,(S) will you be lifted to the heavens? No, you will go down to Hades.[b]

16 “Whoever listens to you listens to me; whoever rejects you rejects me; but whoever rejects me rejects him who sent me.”(T)

17 The seventy-two(U) returned with joy and said, “Lord, even the demons submit to us in your name.”(V)

18 He replied, “I saw Satan(W) fall like lightning from heaven.(X) 19 I have given you authority to trample on snakes(Y) and scorpions and to overcome all the power of the enemy; nothing will harm you. 20 However, do not rejoice that the spirits submit to you, but rejoice that your names are written in heaven.”(Z)

21 At that time Jesus, full of joy through the Holy Spirit, said, “I praise you, Father, Lord of heaven and earth, because you have hidden these things from the wise and learned, and revealed them to little children.(AA) Yes, Father, for this is what you were pleased to do.

22 “All things have been committed to me by my Father.(AB) No one knows who the Son is except the Father, and no one knows who the Father is except the Son and those to whom the Son chooses to reveal him.”(AC)

23 Then he turned to his disciples and said privately, “Blessed are the eyes that see what you see. 24 For I tell you that many prophets and kings wanted to see what you see but did not see it, and to hear what you hear but did not hear it.”(AD)

Read full chapter

Footnotes

  1. Luke 10:1 Some manuscripts seventy; also in verse 17
  2. Luke 10:15 That is, the realm of the dead