Add parallel Print Page Options

15 Á tuttugasta og sjöunda ríkisári Jeróbóams Ísraelskonungs tók ríki Asaría sonur Amasía Júdakonungs.

Hann var sextán vetra gamall, er hann varð konungur, og fimmtíu og tvö ár ríkti hann í Jerúsalem. Móðir hans hét Jekolja og var frá Jerúsalem.

Hann gjörði það sem rétt var í augum Drottins, með öllu svo sem gjört hafði Amasía faðir hans.

Þó voru fórnarhæðirnar eigi afnumdar. Enn þá fórnaði lýðurinn sláturfórnum og reykelsisfórnum á hæðunum.

Og Drottinn sló konung, svo að hann varð líkþrár til dauðadags. Bjó hann kyrr í höll sinni, einn sér, en Jótam konungsson veitti forstöðu höllinni og dæmdi mál landsmanna.

Það sem meira er að segja um Asaría og allt, sem hann gjörði, það er ritað í Árbókum Júdakonunga.

Og Asaría lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum og var grafinn hjá feðrum sínum í Davíðsborg. Og Jótam sonur hans tók ríki eftir hann.

Á þrítugasta og áttunda ríkisári Asaría Júdakonungs varð Sakaría Jeróbóamsson konungur yfir Ísrael í Samaríu og ríkti sex mánuði.

Hann gjörði það, sem illt var í augum Drottins, svo sem gjört höfðu forfeður hans. Hann lét eigi af syndum Jeróbóams Nebatssonar, þeim er hann hafði komið Ísrael til að drýgja.

10 Sallúm Jabesson hóf samsæri gegn honum og drap hann í Jibleam og tók ríki eftir hann.

11 Það sem meira er að segja um Sakaría, það er ritað í Árbókum Ísraelskonunga.

12 Rættist þannig orð Drottins, það er hann hafði talað til Jehú: ,Niðjar þínir í fjórða lið skulu sitja í hásæti Ísraels.` Og það varð svo.

13 Sallúm Jabesson varð konungur á þrítugasta og níunda ríkisári Ússía Júdakonungs og ríkti mánaðartíma í Samaríu.

14 Þá fór Menahem Gadíson frá Tirsa, kom til Samaríu og drap Sallúm Jabesson í Samaríu og tók ríki eftir hann.

15 Það sem meira er að segja um Sallúm og samsærið, sem hann hóf, það er ritað í Árbókum Ísraelskonunga.

16 Þá eyddi Menahem Tappúa og öllu, sem í henni var, og allt landið umhverfis hana frá Tirsa, af því að menn höfðu eigi lokið borgarhliðum upp fyrir honum, og allar þungaðar konur í borginni lét hann rista á kvið.

17 Á þrítugasta og níunda ríkisári Asaría Júdakonungs varð Menahem Gadíson konungur yfir Ísrael og ríkti tíu ár í Samaríu.

18 Hann gjörði það, sem illt var í augum Drottins. Hann lét ekki af neinum syndum Jeróbóams Nebatssonar, þeim er hann hafði komið Ísrael til að drýgja.

19 Á hans dögum réðst Púl Assýríukonungur inn í landið, og Menahem gaf Púl þúsund talentur silfurs til liðsinnis við sig og til þess að tryggja konungdóm sinn.

20 Bauð Menahem öllum Ísrael, öllum auðmönnum, að greiða Assýríukonungi féð: fimmtíu sikla silfurs hverjum. Sneri þá Assýríukonungur heim aftur og hafði eigi lengri dvöl þar í landi.

21 Það sem meira er að segja um Menahem og allt, sem hann gjörði, það er ritað í Árbókum Ísraelskonunga.

22 Og Menahem lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum, og Pekaja sonur hans tók ríki eftir hann.

23 Á fimmtugasta ríkisári Asaría Júdakonungs varð Pekaja Menahemsson konungur yfir Ísrael í Samaríu og ríkti tvö ár.

24 Hann gjörði það, sem illt var í augum Drottins. Hann lét eigi af syndum Jeróbóams Nebatssonar, þeim er hann hafði komið Ísrael til að drýgja.

25 Peka Remaljason riddari hans hóf samsæri gegn honum og drap hann í Samaríu, í vígi konungshallarinnar, ásamt Argób og Arje, og voru fimmtíu manns af Gíleaðítum með honum. Og er hann hafði stytt honum aldur, tók hann ríki eftir hann.

26 Það sem meira er að segja um Pekaja og allt, sem hann gjörði, það er ritað í Árbókum Ísraelskonunga.

27 Á fimmtugasta og öðru ríkisári Asaría Júdakonungs varð Peka Remaljason konungur yfir Ísrael í Samaríu og ríkti tuttugu ár.

28 Hann gjörði það, sem illt var í augum Drottins. Hann lét ekki af syndum Jeróbóams Nebatssonar, þeim er hann hafði komið Ísrael til að drýgja.

29 Á dögum Peka Ísraelskonungs kom Tíglat Píleser Assýríukonungur og tók Íjón, Abel Bet Maaka, Janóa, Kedes, Hasór, Gíleað og Galíleu, allt Naftalíland, og herleiddi íbúana til Assýríu.

30 Þá hóf Hósea Elason samsæri gegn Peka Remaljasyni, drap hann og tók ríki eftir hann, á tuttugasta ríkisári Jótams Ússíasonar.

31 Það sem meira er að segja um Peka og allt, sem hann gjörði, það er ritað í Árbókum Ísraelskonunga.

32 Á öðru ríkisári Peka Remaljasonar Ísraelskonungs tók ríki Jótam, sonur Ússía Júdakonungs.

33 Hann var tuttugu og fimm ára gamall, þá er hann varð konungur, og sextán ár ríkti hann í Jerúsalem. Móðir hans hét Jerúsa Sadóksdóttir.

34 Hann gjörði það, sem rétt var í augum Drottins, með öllu svo sem gjört hafði Ússía faðir hans.

35 Þó voru fórnarhæðirnar ekki afnumdar. Enn þá fórnaði lýðurinn sláturfórnum og reykelsisfórnum á hæðunum. Hann reisti efra hliðið á musteri Drottins.

36 Það sem meira er að segja um Jótam og allt, sem hann gjörði, það er ritað í Árbókum Júdakonunga.

37 Um þær mundir tók Drottinn að hleypa þeim Resín Sýrlandskonungi og Peka Remaljasyni á Júda.

38 Og Jótam lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum og var grafinn hjá feðrum sínum í borg Davíðs forföður síns. Og Akas sonur hans tók ríki eftir hann.

16 Á seytjánda ríkisári Peka Remaljasonar tók ríki Akas, sonur Jótams Júdakonungs.

Akas var tvítugur að aldri, þá er hann varð konungur, og sextán ár ríkti hann í Jerúsalem. Hann gjörði ekki það, sem rétt var í augum Drottins, Guðs hans, svo sem Davíð forfaðir hans,

heldur fetaði hann í fótspor Ísraelskonunga. Hann lét jafnvel son sinn ganga gegnum eldinn og drýgði þannig sömu svívirðingarnar og þær þjóðir, er Drottinn hafði stökkt burt undan Ísraelsmönnum.

Hann fórnaði og sláturfórnum og reykelsisfórnum á fórnarhæðunum og hólunum og undir hverju grænu tré.

Í þann tíma fóru þeir Resín Sýrlandskonungur og Peka Remaljason Ísraelskonungur upp til Jerúsalem til þess að herja á hana. Settust þeir um Akas, en fengu eigi unnið hann.

Um þær mundir vann Resín Sýrlandskonungur Elat aftur undir Edóm og rak Júdamenn burt frá Elat, en Edómítar komu til Elat og hafa búið þar fram á þennan dag.

Akas gjörði sendimenn á fund Tíglat Pílesers Assýríukonungs og lét segja honum: "Ég er þjónn þinn og sonur! Kom og frelsa mig undan valdi Sýrlandskonungs og undan valdi Ísraelskonungs, er ráðist hafa á mig."

Og Akas tók silfrið og gullið, sem var í musteri Drottins og fjárhirslum konungshallarinnar, og sendi Assýríukonungi að gjöf.

Assýríukonungur tók vel máli hans. Síðan fór Assýríukonungur herför til Damaskus, tók borgina herskildi og herleiddi íbúana til Kír, en Resín lét hann af lífi taka.

10 Akas konungur fór nú til Damaskus til fundar við Tíglat Píleser Assýríukonung og sá þá altarið, er var í Damaskus. Sendi þá Akas konungur Úría presti uppdrátt og fyrirmynd af altarinu, er var alveg eins og það.

11 Og Úría prestur reisti altarið. Gjörði Úría prestur með öllu svo sem Akas konungur hafði sent boð um frá Damaskus, áður en hann kom frá Damaskus.

12 Þá er konungur kom frá Damaskus og leit altarið, þá gekk hann að altarinu og

13 fórnaði á því brennifórn sinni og matfórn, dreypti dreypifórn sinni og stökkti blóði heillafórna sinna á altarið.

14 En eiraltarið, er stóð frammi fyrir Drottni, færði hann þaðan sem það var fyrir framan musterið, milli nýja altarisins og musteris Drottins, og setti það að norðanverðu við altarið.

15 Og Akas konungur lagði svo fyrir Úría prest: "Á stóra altarinu skalt þú fórna morgunbrennifórninni og kvöldmatfórninni, brennifórn konungs og matfórn hans, brennifórnum allrar alþýðu í landinu og matfórnum hennar og dreypifórnum. Og öllu blóði brennifórnanna og öllu blóði sláturfórnanna skalt þú stökkva á það. En um eiraltarið ætla ég að skoða huga minn."

16 Og Úría prestur gjörði allt svo sem Akas konungur hafði boðið.

17 Akas konungur lét og brjóta speldin af vögnum kerlauganna og tók kerin ofan af þeim. Þá lét hann og taka hafið ofan af eirnautunum, er undir því stóðu, og setja á steingólfið.

18 Og hvíldardagsganginn, er tjaldaður var, og þeir höfðu gjört í musterinu, og ytri konungsganginn tók hann burt úr musteri Drottins til þess að þóknast Assýríukonungi.

19 Það sem meira er að segja um Akas og það, er hann gjörði, það er ritað í Árbókum Júdakonunga.

20 Og Akas lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum og var grafinn hjá feðrum sínum í Davíðsborg. Og Hiskía sonur hans tók ríki eftir hann.

17 Á tólfta ríkisári Akasar Júdakonungs varð Hósea Elason konungur í Samaríu yfir Ísrael og ríkti níu ár.

Hann gjörði það, sem illt var í augum Drottins, þó ekki eins og Ísraelskonungar þeir, er verið höfðu á undan honum.

Salmaneser Assýríukonungur fór herför í móti honum, og varð Hósea lýðskyldur honum og galt honum skatt.

En er Assýríukonungur varð þess var, að Hósea bjó yfir svikum við hann, þar sem hann gjörði menn á fund Só Egyptalandskonungs og greiddi Assýríukonungi eigi framar árlega skattinn, eins og verið hafði, þá tók Assýríukonungur hann höndum og lét fjötra hann í dýflissu.

Og Assýríukonungur herjaði landið allt og fór til Samaríu og sat um hana í þrjú ár.

En á níunda ríkisári Hósea vann Assýríukonungur Samaríu og herleiddi Ísrael til Assýríu. Fékk hann þeim bústað í Hala og við Habór, fljótið í Gósan, og í borgum Meda.

Þannig fór, af því að Ísraelsmenn höfðu syndgað gegn Drottni, Guði sínum, þeim er leiddi þá út af Egyptalandi, undan valdi Faraós Egyptalandskonungs, og dýrkað aðra guði.

Þeir fóru og að siðum þeirra þjóða, er Drottinn hafði stökkt burt undan Ísraelsmönnum, og að siðum Ísraelskonunga, er þeir sjálfir höfðu sett.

Þá gjörðu og Ísraelsmenn það, er rangt var gagnvart Drottni, Guði þeirra, og byggðu sér fórnarhæðir í öllum borgum sínum, jafnt varðmannaturnum sem víggirtum borgum.

10 Þeir reistu sér merkissteina og asérur á öllum háum hólum og undir hverju grænu tré

11 og fórnuðu þar reykelsisfórnum á öllum hæðum eins og þjóðirnar, er Drottinn hafði rekið burt undan þeim. Aðhöfðust þeir það sem illt var og egndu Drottin til reiði.

12 Og þeir dýrkuðu skurðgoð, er Drottinn hafði sagt um við þá: ,Þér skuluð eigi gjöra slíkt.`

13 Og þó hafði Drottinn aðvarað Ísrael og Júda fyrir munn allra spámannanna, allra sjáandanna, og sagt: ,Snúið aftur frá yðar vondu vegum og varðveitið skipanir mínar og boðorð í öllum greinum samkvæmt lögmálinu, er ég lagði fyrir feður yðar, og því er ég bauð yður fyrir munn þjóna minna, spámannanna.`

14 En þeir hlýddu ekki, heldur þverskölluðust eins og feður þeirra, er eigi treystu Drottni, Guði sínum.

15 Þeir virtu að vettugi lög hans og sáttmála, þann er hann hafði gjört við feður þeirra, og boðorð hans, þau er hann hafði fyrir þá lagt, og eltu fánýt goð og breyttu heimskulega að dæmi þjóðanna, er umhverfis þá voru, þótt Drottinn hefði bannað þeim að breyta eftir þeim.

16 Þeir yfirgáfu öll boð Drottins, Guðs síns, og gjörðu sér steypt líkneski, tvo kálfa, og þeir gjörðu asérur, féllu fram fyrir öllum himinsins her og dýrkuðu Baal.

17 Þeir létu sonu sína og dætur ganga gegnum eldinn, fóru með galdur og fjölkynngi og ofurseldu sig til að gjöra það, sem illt var í augum Drottins, til þess að egna hann til reiði.

18 Þá reiddist Drottinn Ísrael ákaflega og rak þá burt frá augliti sínu. Ekkert varð eftir nema Júdaættkvísl ein.

19 Júdamenn héldu ekki heldur boðorð Drottins, Guðs síns. Þeir fóru að siðum Ísraelsmanna, er þeir sjálfir höfðu sett.

20 Fyrir því hafnaði Drottinn öllu Ísraels kyni og auðmýkti þá og gaf þá í hendur ræningjum, þar til er hann útskúfaði þeim frá augliti sínu.

21 Þegar Drottinn hafði slitið Ísrael frá ætt Davíðs og þeir höfðu tekið Jeróbóam Nebatsson til konungs, þá tældi Jeróbóam Ísrael til að snúa sér frá Drottni og kom þeim til að drýgja mikla synd.

22 Og Ísraelsmenn drýgðu allar sömu syndirnar, sem Jeróbóam hafði drýgt. Þeir létu eigi af þeim,

23 þar til er Drottinn rak Ísrael burt frá augliti sínu, eins og hann hafði sagt fyrir munn allra þjóna sinna, spámannanna. Þannig var Ísrael herleiddur burt úr landi sínu til Assýríu og hefir verið þar fram á þennan dag.

24 Assýríukonungur flutti inn fólk frá Babýloníu, frá Kúta, frá Ava, frá Hamat og frá Sefarvaím og lét það setjast að í borgum Samaríu í stað Ísraelsmanna. Tóku þeir Samaríu til eignar og settust að í borgum hennar.

25 En með því að þeir dýrkuðu ekki Drottin, fyrst eftir að þeir voru setstir þar að, þá sendi Drottinn ljón meðal þeirra. Ollu þau manntjóni meðal þeirra.

26 Þá sögðu menn svo við Assýríukonung: "Þjóðirnar, er þú fluttir burt og lést setjast að í borgum Samaríu, vita eigi, hver dýrkun landsguðnum ber. Fyrir því hefir hann sent ljón meðal þeirra, og sjá, þau deyða þá, af því að þeir vita ekki, hvað landsguðnum ber."

27 Þá skipaði Assýríukonungur svo fyrir: "Látið einn af prestunum fara þangað, þeim er ég flutti burt þaðan, að hann fari og setjist þar að og kenni þeim, hver dýrkun landsguðnum ber."

28 Þá kom einn af prestunum, þeim er þeir höfðu flutt burt úr Samaríu, og settist að í Betel. Hann kenndi þeim, hvernig þeir ættu að dýrka Drottin.

29 Samverjar gjörðu sér sína guði, hver þjóðflokkur út af fyrir sig, og settu þá í hæðahofin, er þeir höfðu reist, hver þjóðflokkur út af fyrir sig í sínum borgum, þeim er þeir bjuggu í.

30 Babýloníumenn gjörðu líkneski af Súkkót Benót, Kútmenn gjörðu líkneski af Nergal, Hamatmenn gjörðu líkneski af Asíma,

31 Avítar gjörðu líkneski af Nibkas og Tartak, en Sefarvítar brenndu börn sín til handa Adrammelek og Anammelek, Sefarvaím-guðum.

32 Þeir dýrkuðu einnig Drottin og gjörðu menn úr sínum hóp að hæðaprestum. Báru þeir fram fórnir fyrir þá í hæðahofunum.

33 Þannig dýrkuðu þeir Drottin, en þjónuðu einnig sínum guðum að sið þeirra þjóða, er þeir höfðu verið fluttir frá.

34 Fram á þennan dag fara þeir að fornum siðum. Þeir dýrka ekki Drottin og breyta ekki eftir lögum hans og ákvæðum og lögmáli því og boðorði, er Drottinn lagði fyrir sonu Jakobs, þess er hann gaf nafnið Ísrael.

35 En Drottinn hafði gjört sáttmála við þá og boðið þeim á þessa leið: ,Þér skuluð eigi dýrka neina aðra guði, eigi falla fram fyrir þeim, eigi þjóna þeim né færa þeim fórnir,

36 en Drottin, sem leiddi yður af Egyptalandi með miklum mætti og útréttum armlegg _ hann skuluð þér dýrka, fyrir honum skuluð þér falla fram og honum skuluð þér fórnir færa.

37 En lög þau og ákvæði, lögmál og boðorð, er hann hefir ritað handa yður, skuluð þér varðveita, svo að þér haldið þau alla daga, og þér skuluð eigi dýrka aðra guði.

38 Og sáttmálanum, er ég hefi við yður gjört, skuluð þér ekki gleyma, og þér skuluð eigi dýrka aðra guði,

39 en Drottin, Guð yðar, skuluð þér dýrka, og mun hann þá frelsa yður af hendi allra óvina yðar.`

40 Samt hlýddu þeir ekki, heldur fóru þeir að fornum siðum.

41 Þannig dýrkuðu þá þessar þjóðir Drottin, en þjónuðu þó um leið skurðgoðum sínum. Börn þeirra og barnabörn breyta og enn í dag eins og feður þeirra breyttu.

Azariah King of Judah(A)

15 In the twenty-seventh year of Jeroboam king of Israel, Azariah[a](B) son of Amaziah king of Judah began to reign. He was sixteen years old when he became king, and he reigned in Jerusalem fifty-two years. His mother’s name was Jekoliah; she was from Jerusalem. He did what was right(C) in the eyes of the Lord, just as his father Amaziah had done. The high places, however, were not removed; the people continued to offer sacrifices and burn incense there.

The Lord afflicted(D) the king with leprosy[b] until the day he died, and he lived in a separate house.[c](E) Jotham(F) the king’s son had charge of the palace(G) and governed the people of the land.

As for the other events of Azariah’s reign, and all he did, are they not written in the book of the annals of the kings of Judah? Azariah rested(H) with his ancestors and was buried near them in the City of David. And Jotham(I) his son succeeded him as king.

Zechariah King of Israel

In the thirty-eighth year of Azariah king of Judah, Zechariah son of Jeroboam became king of Israel in Samaria, and he reigned six months. He did evil(J) in the eyes of the Lord, as his predecessors had done. He did not turn away from the sins of Jeroboam son of Nebat, which he had caused Israel to commit.

10 Shallum son of Jabesh conspired against Zechariah. He attacked him in front of the people,[d] assassinated(K) him and succeeded him as king. 11 The other events of Zechariah’s reign are written in the book of the annals(L) of the kings of Israel. 12 So the word of the Lord spoken to Jehu was fulfilled:(M) “Your descendants will sit on the throne of Israel to the fourth generation.”[e]

Shallum King of Israel

13 Shallum son of Jabesh became king in the thirty-ninth year of Uzziah king of Judah, and he reigned in Samaria(N) one month. 14 Then Menahem son of Gadi went from Tirzah(O) up to Samaria. He attacked Shallum son of Jabesh in Samaria, assassinated(P) him and succeeded him as king.

15 The other events of Shallum’s reign, and the conspiracy he led, are written in the book of the annals(Q) of the kings of Israel.

16 At that time Menahem, starting out from Tirzah, attacked Tiphsah(R) and everyone in the city and its vicinity, because they refused to open(S) their gates. He sacked Tiphsah and ripped open all the pregnant women.

Menahem King of Israel

17 In the thirty-ninth year of Azariah king of Judah, Menahem son of Gadi became king of Israel, and he reigned in Samaria ten years. 18 He did evil(T) in the eyes of the Lord. During his entire reign he did not turn away from the sins of Jeroboam son of Nebat, which he had caused Israel to commit.

19 Then Pul[f](U) king of Assyria invaded the land, and Menahem gave him a thousand talents[g] of silver to gain his support and strengthen his own hold on the kingdom. 20 Menahem exacted this money from Israel. Every wealthy person had to contribute fifty shekels[h] of silver to be given to the king of Assyria. So the king of Assyria withdrew(V) and stayed in the land no longer.

21 As for the other events of Menahem’s reign, and all he did, are they not written in the book of the annals of the kings of Israel? 22 Menahem rested with his ancestors. And Pekahiah his son succeeded him as king.

Pekahiah King of Israel

23 In the fiftieth year of Azariah king of Judah, Pekahiah son of Menahem became king of Israel in Samaria, and he reigned two years. 24 Pekahiah did evil(W) in the eyes of the Lord. He did not turn away from the sins of Jeroboam son of Nebat, which he had caused Israel to commit. 25 One of his chief officers, Pekah(X) son of Remaliah, conspired against him. Taking fifty men of Gilead with him, he assassinated(Y) Pekahiah, along with Argob and Arieh, in the citadel of the royal palace at Samaria. So Pekah killed Pekahiah and succeeded him as king.

26 The other events of Pekahiah’s reign, and all he did, are written in the book of the annals of the kings of Israel.

Pekah King of Israel

27 In the fifty-second year of Azariah king of Judah, Pekah(Z) son of Remaliah(AA) became king of Israel in Samaria, and he reigned twenty years. 28 He did evil in the eyes of the Lord. He did not turn away from the sins of Jeroboam son of Nebat, which he had caused Israel to commit.

29 In the time of Pekah king of Israel, Tiglath-Pileser(AB) king of Assyria came and took Ijon,(AC) Abel Beth Maakah, Janoah, Kedesh and Hazor. He took Gilead and Galilee, including all the land of Naphtali,(AD) and deported(AE) the people to Assyria. 30 Then Hoshea(AF) son of Elah conspired against Pekah son of Remaliah. He attacked and assassinated(AG) him, and then succeeded him as king in the twentieth year of Jotham son of Uzziah.

31 As for the other events of Pekah’s reign, and all he did, are they not written in the book of the annals(AH) of the kings of Israel?

Jotham King of Judah(AI)

32 In the second year of Pekah son of Remaliah king of Israel, Jotham(AJ) son of Uzziah king of Judah began to reign. 33 He was twenty-five years old when he became king, and he reigned in Jerusalem sixteen years. His mother’s name was Jerusha daughter of Zadok. 34 He did what was right(AK) in the eyes of the Lord, just as his father Uzziah had done. 35 The high places,(AL) however, were not removed; the people continued to offer sacrifices and burn incense there. Jotham rebuilt the Upper Gate(AM) of the temple of the Lord.

36 As for the other events of Jotham’s reign, and what he did, are they not written in the book of the annals of the kings of Judah? 37 (In those days the Lord began to send Rezin(AN) king of Aram and Pekah son of Remaliah against Judah.) 38 Jotham rested with his ancestors and was buried with them in the City of David, the city of his father. And Ahaz his son succeeded him as king.

Ahaz King of Judah(AO)

16 In the seventeenth year of Pekah son of Remaliah, Ahaz(AP) son of Jotham king of Judah began to reign. Ahaz was twenty years old when he became king, and he reigned in Jerusalem sixteen years. Unlike David his father, he did not do what was right(AQ) in the eyes of the Lord his God. He followed the ways of the kings of Israel(AR) and even sacrificed his son(AS) in the fire, engaging in the detestable(AT) practices of the nations the Lord had driven out before the Israelites. He offered sacrifices and burned incense(AU) at the high places, on the hilltops and under every spreading tree.(AV)

Then Rezin(AW) king of Aram and Pekah son of Remaliah king of Israel marched up to fight against Jerusalem and besieged Ahaz, but they could not overpower him. At that time, Rezin(AX) king of Aram recovered Elath(AY) for Aram by driving out the people of Judah. Edomites then moved into Elath and have lived there to this day.

Ahaz sent messengers to say to Tiglath-Pileser(AZ) king of Assyria, “I am your servant and vassal. Come up and save(BA) me out of the hand of the king of Aram and of the king of Israel, who are attacking me.” And Ahaz took the silver and gold found in the temple of the Lord and in the treasuries of the royal palace and sent it as a gift(BB) to the king of Assyria. The king of Assyria complied by attacking Damascus(BC) and capturing it. He deported its inhabitants to Kir(BD) and put Rezin to death.

10 Then King Ahaz went to Damascus to meet Tiglath-Pileser king of Assyria. He saw an altar in Damascus and sent to Uriah(BE) the priest a sketch of the altar, with detailed plans for its construction. 11 So Uriah the priest built an altar in accordance with all the plans that King Ahaz had sent from Damascus and finished it before King Ahaz returned. 12 When the king came back from Damascus and saw the altar, he approached it and presented offerings[i](BF) on it. 13 He offered up his burnt offering(BG) and grain offering,(BH) poured out his drink offering,(BI) and splashed the blood of his fellowship offerings(BJ) against the altar. 14 As for the bronze altar(BK) that stood before the Lord, he brought it from the front of the temple—from between the new altar and the temple of the Lord—and put it on the north side of the new altar.

15 King Ahaz then gave these orders to Uriah the priest: “On the large new altar, offer the morning(BL) burnt offering and the evening grain offering, the king’s burnt offering and his grain offering, and the burnt offering of all the people of the land, and their grain offering and their drink offering. Splash against this altar the blood of all the burnt offerings and sacrifices. But I will use the bronze altar for seeking guidance.”(BM) 16 And Uriah the priest did just as King Ahaz had ordered.

17 King Ahaz cut off the side panels and removed the basins from the movable stands. He removed the Sea from the bronze bulls that supported it and set it on a stone base.(BN) 18 He took away the Sabbath canopy[j] that had been built at the temple and removed the royal entryway outside the temple of the Lord, in deference to the king of Assyria.(BO)

19 As for the other events of the reign of Ahaz, and what he did, are they not written in the book of the annals of the kings of Judah? 20 Ahaz rested(BP) with his ancestors and was buried with them in the City of David. And Hezekiah his son succeeded him as king.

Hoshea Last King of Israel(BQ)

17 In the twelfth year of Ahaz king of Judah, Hoshea(BR) son of Elah became king of Israel in Samaria, and he reigned nine years. He did evil(BS) in the eyes of the Lord, but not like the kings of Israel who preceded him.

Shalmaneser(BT) king of Assyria came up to attack Hoshea, who had been Shalmaneser’s vassal and had paid him tribute.(BU) But the king of Assyria discovered that Hoshea was a traitor, for he had sent envoys to So[k] king of Egypt,(BV) and he no longer paid tribute to the king of Assyria, as he had done year by year. Therefore Shalmaneser seized him and put him in prison.(BW) The king of Assyria invaded the entire land, marched against Samaria and laid siege(BX) to it for three years. In the ninth year of Hoshea, the king of Assyria(BY) captured Samaria(BZ) and deported(CA) the Israelites to Assyria. He settled them in Halah, in Gozan(CB) on the Habor River and in the towns of the Medes.

Israel Exiled Because of Sin

All this took place because the Israelites had sinned(CC) against the Lord their God, who had brought them up out of Egypt(CD) from under the power of Pharaoh king of Egypt. They worshiped other gods and followed the practices of the nations(CE) the Lord had driven out before them, as well as the practices that the kings of Israel had introduced. The Israelites secretly did things against the Lord their God that were not right. From watchtower to fortified city(CF) they built themselves high places in all their towns. 10 They set up sacred stones(CG) and Asherah poles(CH) on every high hill and under every spreading tree.(CI) 11 At every high place they burned incense, as the nations whom the Lord had driven out before them had done. They did wicked things that aroused the Lord’s anger. 12 They worshiped idols,(CJ) though the Lord had said, “You shall not do this.”[l] 13 The Lord warned(CK) Israel and Judah through all his prophets and seers:(CL) “Turn from your evil ways.(CM) Observe my commands and decrees, in accordance with the entire Law that I commanded your ancestors to obey and that I delivered to you through my servants the prophets.”(CN)

14 But they would not listen and were as stiff-necked(CO) as their ancestors, who did not trust in the Lord their God. 15 They rejected his decrees and the covenant(CP) he had made with their ancestors and the statutes he had warned them to keep. They followed worthless idols(CQ) and themselves became worthless.(CR) They imitated the nations(CS) around them although the Lord had ordered them, “Do not do as they do.”

16 They forsook all the commands of the Lord their God and made for themselves two idols cast in the shape of calves,(CT) and an Asherah(CU) pole. They bowed down to all the starry hosts,(CV) and they worshiped Baal.(CW) 17 They sacrificed(CX) their sons and daughters in the fire. They practiced divination and sought omens(CY) and sold(CZ) themselves to do evil in the eyes of the Lord, arousing his anger.

18 So the Lord was very angry with Israel and removed them from his presence.(DA) Only the tribe of Judah was left, 19 and even Judah did not keep the commands of the Lord their God. They followed the practices Israel had introduced.(DB) 20 Therefore the Lord rejected all the people of Israel; he afflicted them and gave them into the hands of plunderers,(DC) until he thrust them from his presence.(DD)

21 When he tore(DE) Israel away from the house of David, they made Jeroboam son of Nebat their king.(DF) Jeroboam enticed Israel away from following the Lord and caused them to commit a great sin.(DG) 22 The Israelites persisted in all the sins of Jeroboam and did not turn away from them 23 until the Lord removed them from his presence,(DH) as he had warned(DI) through all his servants the prophets. So the people of Israel were taken from their homeland(DJ) into exile in Assyria, and they are still there.

Samaria Resettled

24 The king of Assyria(DK) brought people from Babylon, Kuthah, Avva, Hamath and Sepharvaim(DL) and settled them in the towns of Samaria to replace the Israelites. They took over Samaria and lived in its towns. 25 When they first lived there, they did not worship the Lord; so he sent lions(DM) among them and they killed some of the people. 26 It was reported to the king of Assyria: “The people you deported and resettled in the towns of Samaria do not know what the god of that country requires. He has sent lions among them, which are killing them off, because the people do not know what he requires.”

27 Then the king of Assyria gave this order: “Have one of the priests you took captive from Samaria go back to live there and teach the people what the god of the land requires.” 28 So one of the priests who had been exiled from Samaria came to live in Bethel and taught them how to worship the Lord.

29 Nevertheless, each national group made its own gods in the several towns(DN) where they settled, and set them up in the shrines(DO) the people of Samaria had made at the high places.(DP) 30 The people from Babylon made Sukkoth Benoth, those from Kuthah made Nergal, and those from Hamath made Ashima; 31 the Avvites made Nibhaz and Tartak, and the Sepharvites burned their children in the fire as sacrifices to Adrammelek(DQ) and Anammelek, the gods of Sepharvaim.(DR) 32 They worshiped the Lord, but they also appointed all sorts(DS) of their own people to officiate for them as priests in the shrines at the high places. 33 They worshiped the Lord, but they also served their own gods in accordance with the customs of the nations from which they had been brought.

34 To this day they persist in their former practices. They neither worship the Lord nor adhere to the decrees and regulations, the laws and commands that the Lord gave the descendants of Jacob, whom he named Israel.(DT) 35 When the Lord made a covenant with the Israelites, he commanded them: “Do not worship(DU) any other gods or bow down to them, serve them or sacrifice to them.(DV) 36 But the Lord, who brought you up out of Egypt with mighty power and outstretched arm,(DW) is the one you must worship. To him you shall bow down and to him offer sacrifices. 37 You must always be careful(DX) to keep the decrees(DY) and regulations, the laws and commands he wrote for you. Do not worship other gods. 38 Do not forget(DZ) the covenant I have made with you, and do not worship other gods. 39 Rather, worship the Lord your God; it is he who will deliver you from the hand of all your enemies.”

40 They would not listen, however, but persisted in their former practices. 41 Even while these people were worshiping the Lord,(EA) they were serving their idols. To this day their children and grandchildren continue to do as their ancestors did.

Footnotes

  1. 2 Kings 15:1 Also called Uzziah; also in verses 6, 7, 8, 17, 23 and 27
  2. 2 Kings 15:5 The Hebrew for leprosy was used for various diseases affecting the skin.
  3. 2 Kings 15:5 Or in a house where he was relieved of responsibilities
  4. 2 Kings 15:10 Hebrew; some Septuagint manuscripts in Ibleam
  5. 2 Kings 15:12 2 Kings 10:30
  6. 2 Kings 15:19 Also called Tiglath-Pileser
  7. 2 Kings 15:19 That is, about 38 tons or about 34 metric tons
  8. 2 Kings 15:20 That is, about 1 1/4 pounds or about 575 grams
  9. 2 Kings 16:12 Or and went up
  10. 2 Kings 16:18 Or the dais of his throne (see Septuagint)
  11. 2 Kings 17:4 So is probably an abbreviation for Osorkon.
  12. 2 Kings 17:12 Exodus 20:4,5