Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
20 Til söngstjórans. Davíðssálmur.
2 Drottinn bænheyri þig á degi neyðarinnar, nafn Jakobs Guðs bjargi þér.
3 Hann sendi þér hjálp frá helgidóminum, styðji þig frá Síon.
4 Hann minnist allra fórnargjafa þinna og taki brennifórn þína gilda. [Sela]
5 Hann veiti þér það er hjarta þitt þráir, og veiti framgang öllum áformum þínum.
6 Ó að vér mættum fagna yfir sigri þínum og veifa fánanum í nafni Guðs vors. Drottinn uppfylli allar óskir þínar.
7 Nú veit ég, að Drottinn veitir hjálp sínum smurða, svarar honum frá sínum helga himni, í máttarverkum kemur fulltingi hægri handar hans fram.
8 Hinir stæra sig af vögnum sínum og stríðshestum, en vér af nafni Drottins, Guðs vors.
9 Þeir fá knésig og falla, en vér rísum og stöndum uppréttir.
10 Drottinn! Hjálpa konunginum og bænheyr oss, er vér hrópum.
15 Svo segir Drottinn: Rödd heyrist í Rama, harmakvein, beiskur grátur: Rakel grætur börnin sín. Hún vill ekki huggast láta vegna barna sinna, því að þau eru eigi framar lífs.
16 Svo segir Drottinn: Halt raust þinni frá gráti og augum þínum frá tárum, því að enn er til umbun fyrir verk þitt _ segir Drottinn _: Þeir skulu hverfa heim aftur úr landi óvinanna.
17 Já, enn er von um framtíð þína _ segir Drottinn _: Börnin skulu hverfa heim aftur í átthaga sína.
18 Að sönnu heyri ég Efraím kveina: "Þú hefir hirt mig, og ég lét hirtast eins og óvaninn kálfur, _ lát mig snúa heim, þá skal ég snúa við, því að þú ert Drottinn, Guð minn!
19 Því að eftir að ég hafði snúið mér frá þér, gjörðist ég iðrandi, og eftir að ég vitkaðist, barði ég mér á brjóst. Ég blygðast mín, já, ég er sneyptur, því að ég ber skömm æsku minnar."
20 Er Efraím mér þá svo dýrmætur sonur eða slíkt eftirlætisbarn, að þótt ég hafi oft hótað honum, þá verð ég ávallt að minnast hans að nýju? Fyrir því kemst hjarta mitt við vegna hans, ég hlýt að miskunna mig yfir hann _ segir Drottinn.
21 Reis þér vörður! Set þér vegamerki! Haf athygli á brautinni, veginum, sem þú fórst! Hverf heim, mærin Ísrael! Hverf heim til þessara borga þinna!
22 Hversu lengi ætlar þú að reika fram og aftur, þú hin fráhverfa dóttir? Því að Drottinn skapar nýtt á jörðu: Kvenmaðurinn verndar karlmanninn.
41 Og er hann kom nær og sá borgina, grét hann yfir henni
42 og sagði: "Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi, hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum.
43 Því að þeir dagar munu koma yfir þig, að óvinir þínir munu gjöra virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu.
44 Þeir munu leggja þig að velli og börn þín, sem í þér eru, og ekki láta standa stein yfir steini í þér, vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma."
by Icelandic Bible Society