Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
12 Vegsama Drottin, Jerúsalem, lofa þú Guð þinn, Síon,
13 því að hann hefir gjört sterka slagbrandana fyrir hliðum þínum, blessað börn þín, sem í þér eru.
14 Hann gefur landi þínu frið, seður þig á hinu kjarnbesta hveiti.
15 Hann sendir orð sitt til jarðar, boð hans hleypur með hraða.
16 Hann gefur snjó eins og ull, stráir út hrími sem ösku.
17 Hann sendir hagl sitt sem brauðmola, hver fær staðist frost hans?
18 Hann sendir út orð sitt og lætur ísinn þiðna, lætur vind sinn blása, og vötnin renna.
19 Hann kunngjörði Jakob orð sitt, Ísrael lög sín og ákvæði.
20 Svo hefir hann eigi gjört við neina þjóð, þeim kennir hann ekki ákvæði sín. Halelúja.
1 Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels konungs,
2 til þess að menn kynnist visku og aga, læri að skilja skynsamleg orð,
3 til þess að menn fái viturlegan aga, réttlæti, réttvísi og ráðvendni,
4 til þess að þeir veiti hinum óreyndu hyggindi, unglingum þekking og aðgætni, _
5 hinn vitri hlýðir á og eykur lærdóm sinn, og hinn hyggni nemur hollar lífsreglur _
6 til þess að menn skilji orðskviði og líkingamál, orð spekinganna og gátur þeirra.
7 Ótti Drottins er upphaf þekkingar, visku og aga fyrirlíta afglapar einir.
13 Hver er vitur og skynsamur yðar á meðal? Hann láti með góðri hegðun verk sín lýsa hóglátri speki.
14 En ef þér hafið beiskan ofsa og eigingirni í hjarta yðar, þá stærið yður ekki og ljúgið ekki gegn sannleikanum.
15 Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, andlaus, djöfulleg.
16 Því hvar sem ofsi og eigingirni er, þar er óstjórn og hvers kyns böl.
17 En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus.
18 En ávexti réttlætisins verður sáð í friði þeim til handa, er frið semja.
by Icelandic Bible Society