Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
67 Til söngstjórans. Með strengjaleik. Sálmur. Ljóð.
2 Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor, [Sela]
3 svo að þekkja megi veg þinn á jörðunni og hjálpræði þitt meðal allra þjóða.
4 Lýðirnir skulu lofa þig, ó Guð, þig skulu gjörvallir lýðir lofa.
5 Gleðjast og fagna skulu þjóðirnar, því að þú dæmir lýðina réttvíslega og leiðir þjóðirnar á jörðunni. [Sela]
6 Lýðirnir skulu lofa þig, ó Guð, þig skulu gjörvallir lýðir lofa.
7 Jörðin hefir gefið ávöxt sinn, Guð, vor Guð, blessar oss.
8 Guð blessi oss, svo að öll endimörk jarðar megi óttast hann.
9 Þá munt þú og skilja, hvað réttlæti er og réttur og ráðvendni, _ í stuttu máli, sérhverja braut hins góða.
10 Því að speki mun koma í hjarta þitt, og þekking verða sálu þinni yndisleg.
11 Aðgætni mun vernda þig, og hyggindin varðveita þig,
12 til þess að frelsa þig frá vegi hins illa, frá þeim mönnum, sem fara með fals,
13 sem yfirgefa stigu einlægninnar og ganga á vegum myrkursins
14 sem hafa gleði af því að gjöra illt, fagna yfir illsku hrekkjum,
15 sem gjöra vegu sína hlykkjótta og komnir eru út á glapstigu í breytni sinni,
19 Jesús kom til Jeríkó og gekk gegnum borgina.
2 En þar var maður, er Sakkeus hét. Hann var yfirtollheimtumaður og auðugur.
3 Langaði hann að sjá, hver Jesús væri, en tókst það ekki fyrir mannfjöldanum, því hann var lítill vexti.
4 Hann hljóp þá á undan og klifraði upp í mórberjatré til að sjá Jesú, en leið hans lá þar hjá.
5 Og er Jesús kom þar að, leit hann upp og sagði við hann: "Sakkeus, flýt þér ofan, í dag ber mér að vera í húsi þínu."
6 Hann flýtti sér ofan og tók á móti honum glaður.
7 Þeir er sáu þetta, létu allir illa við og sögðu: "Hann fer til að gista hjá bersyndugum manni."
8 En Sakkeus sté fram og sagði við Drottin: "Herra, helming eigna minna gef ég fátækum, og hafi ég haft nokkuð af nokkrum, gef ég honum ferfalt aftur."
9 Jesús sagði þá við hann: "Í dag hefur hjálpræði hlotnast húsi þessu, enda er þessi maður líka Abrahams sonur.
10 Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það."
by Icelandic Bible Society