Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Semicontinuous)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with sequential stories told across multiple weeks.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 132:1-12

132 Drottinn, mun þú Davíð allar þrautir hans,

hann sem sór Drottni, gjörði heit hinum volduga Jakobs Guði:

"Ég vil eigi ganga inn í tjaldhús mitt, eigi stíga í hvílurúm mitt,

eigi unna augum mínum svefns né augnalokum mínum blunds,

fyrr en ég hefi fundið stað fyrir Drottin, bústað fyrir hinn volduga Jakobs Guð."

Sjá, vér höfum heyrt um hann í Efrata, fundið hann á Jaarmörk.

Látum oss ganga til bústaðar Guðs, falla fram á fótskör hans.

Tak þig upp, Drottinn, og far á hvíldarstað þinn, þú og örk máttar þíns.

Prestar þínir íklæðist réttlæti og dýrkendur þínir fagni.

10 Sakir Davíðs þjóns þíns vísa þú þínum smurða eigi frá.

11 Drottinn hefir svarið Davíð óbrigðulan eið, er hann eigi mun rjúfa: "Af ávexti kviðar þíns mun ég setja mann í hásæti þitt.

12 Ef synir þínir varðveita sáttmála minn og reglur mínar, þær er ég kenni þeim, þá skulu og þeirra synir um aldur sitja í hásæti þínu."

Sálmarnir 132:13-18

13 Því að Drottinn hefir útvalið Síon, þráð hana sér til bústaðar:

14 "Þetta er hvíldarstaður minn um aldur, hér vil ég búa, því að hann hefi ég þráð.

15 Vistir hans vil ég vissulega blessa, og fátæklinga hans vil ég seðja með brauði,

16 presta hans vil ég íklæða hjálpræði, hinir guðhræddu er þar búa skulu kveða fagnaðarópi.

17 Þar vil ég láta Davíð horn vaxa, þar hefi ég búið lampa mínum smurða.

18 Óvini hans vil ég íklæða skömm, en á honum skal kóróna hans ljóma."

Síðari bók konunganna 22:11-20

11 En er konungur heyrði orð lögbókarinnar, reif hann klæði sín.

12 Og hann bauð þeim Hilkía presti, Ahíkam Safanssyni, Akbór Míkajasyni, Safan kanslara og Asaja konungsþjóni á þessa leið:

13 "Farið og gangið til frétta við Drottin fyrir mig og fyrir lýðinn og fyrir allan Júda um þessa nýfundnu bók, því að mikil er heift Drottins, sú er upptendruð er í gegn oss, af því að feður vorir hafa eigi hlýtt orðum bókar þessarar með því að gjöra að öllu svo sem skrifað er í henni."

14 Þá fóru þeir Hilkía prestur, Ahíkam, Akbór, Safan og Asaja til Huldu spákonu, konu Sallúms Tikvasonar, Harhasonar, klæðageymis. Bjó hún í Jerúsalem í öðru borgarhverfi, og töluðu þeir við hana.

15 Hún mælti við þá: "Svo segir Drottinn, Guð Ísraels: Segið manninum, er sendi yður til mín:

16 Svo segir Drottinn: Sjá, ég leiði ógæfu yfir þennan stað og íbúa hans, allar ógnanir bókar þessarar, er Júdakonungur hefir lesið,

17 fyrir því að þeir hafa yfirgefið mig og fært öðrum guðum reykelsisfórnir og egnt mig til reiði með öllum handaverkum sínum, og heift mín skal upptendrast gegn þessum stað og eigi slokkna.

18 En segið svo Júdakonungi, þeim er sendi yður til þess að ganga til frétta við Drottin: Svo segir Drottinn, Guð Ísraels:

19 Af því að hjarta þitt hefir komist við og þú auðmýktir þig fyrir Drottni, er þú heyrðir, hvað ég hafði talað gegn þessum stað og íbúum hans, að þeir skyldu verða undrunarefni og formælingar, og af því að þú reifst klæði þín og grést frammi fyrir mér, þá hefi ég og bænheyrt þig _ segir Drottinn.

20 Fyrir því vil ég láta þig safnast til feðra þinna, að þú megir komast með friði í gröf þína, og augu þín þurfi ekki að horfa upp á alla þá ógæfu, er ég leiði yfir þennan stað." Fluttu þeir konungi svarið.

Fyrra bréf Páls til Korin 15:20-28

20 En nú er Kristur upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru.

21 Því að þar eð dauðinn kom fyrir mann, kemur og upprisa dauðra fyrir mann.

22 Því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist.

23 En sérhver í sinni röð: Kristur sem frumgróðinn, því næst, við komu hans, þeir sem honum tilheyra.

24 Síðan kemur endirinn, er hann selur ríkið Guði föður í hendur, er hann hefur að engu gjört sérhverja tign, sérhvert veldi og kraft.

25 Því að honum ber að ríkja, uns hann leggur alla fjendurna undir fætur hans.

26 Dauðinn er síðasti óvinurinn, sem verður að engu gjörður.

27 "Allt hefur hann lagt undir fætur honum." Þegar stendur, að allt hafi verið lagt undir hann, er augljóst, að sá er undan skilinn, sem lagði allt undir hann.

28 En þegar allt hefur verið lagt undir hann, þá mun og sonurinn sjálfur leggja sig undir þann, er lagði alla hluti undir hann, til þess að Guð sé allt í öllu.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society