Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Semicontinuous)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with sequential stories told across multiple weeks.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 128

128 Sæll er hver sá, er óttast Drottin, er gengur á hans vegum.

Já, afla handa þinna skalt þú njóta, sæll ert þú, vel farnast þér.

Kona þín er sem frjósamur vínviður innst í húsi þínu, synir þínir sem teinungar olíutrésins umhverfis borð þitt.

Sjá, sannarlega hlýtur slíka blessun sá maður, er óttast Drottin.

Drottinn blessi þig frá Síon, þú munt horfa með unun á hamingju Jerúsalem alla ævidaga þína,

og sjá sonu sona þinna. Friður sé yfir Ísrael!

Orðskviðirnir 27

27 Vertu ekki hróðugur af morgundeginum, því að þú veist ekki, hvað dagurinn ber í skauti sínu.

Lát aðra hrósa þér og ekki þinn eigin munn, óviðkomandi menn, en ekki þínar eigin varir.

Steinar eru þungir, og sandurinn sígur í, en gremja afglapans er þyngri en hvort tveggja.

Heiftin er grimm, og reiðin er svæsin, en hver fær staðist öfundina?

Betri er opinber ofanígjöf en elska sem leynt er.

Vel meint eru vinar sárin, en viðbjóðslegir kossar hatursmannsins.

Saddur maður treður hunangsseim undir fótum, en hungruðum manni þykir allt beiskt sætt.

Eins og fugl, sem floginn er burt úr hreiðri sínu, svo er maður, sem flúinn er burt af heimili sínu.

Ilmolía og reykelsi gleðja hjartað, en indælli er vinur en ilmandi viður.

10 Yfirgef eigi vin þinn né vin föður þíns og gakk eigi í hús bróður þíns á óheilladegi þínum. Betri er nábúi í nánd en bróðir í fjarlægð.

11 Vertu vitur, sonur minn, og gleð hjarta mitt, svo að ég geti svarað þeim orði, sem smána mig.

12 Vitur maður sér ógæfuna og felur sig, en einfeldningarnir halda áfram og fá að kenna á því.

13 Tak þú skikkjuna af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan, tak veð af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir útlending.

14 Hver sem blessar náunga sinn snemma morguns með hárri raustu, það skal metið við hann sem formæling.

15 Sífelldur þakleki í rigningatíð og þrasgjörn kona _ er hvað öðru líkt.

16 Sá er hana stöðvaði, gæti stöðvað vindinn og haldið olíu í hægri hendi sinni.

17 Járn brýnir járn, og maður brýnir mann.

18 Sá sem gætir fíkjutrés, mun eta ávöxt þess, og sá sem þjónar húsbónda sínum með virktum, mun heiður hljóta.

19 Eins og andlit horfir við andliti í vatni, svo er hjarta eins manns gagnvart öðrum.

20 Dánarheimar og undirdjúpin eru óseðjandi, svo eru og augu mannsins óseðjandi.

21 Deiglan er fyrir silfrið og bræðsluofninn fyrir gullið, og maðurinn er dæmdur eftir orðstír hans.

22 Þótt þú steyttir afglapann í mortéli með stauti innan um grjón, þá mundi fíflska hans ekki við hann skilja.

23 Haf nákvæmar gætur á útliti sauða þinna og veit hjörðunum athygli þína.

24 Því að auður varir ekki eilíflega, né heldur kóróna frá kyni til kyns.

25 Sé heyið komið undan og grængresi komið í ljós, og hafi jurtir fjallanna verið hirtar,

26 þá átt þú lömb þér til klæðnaðar og geithafra til þess að kaupa fyrir akur

27 og nóga geitamjólk þér til fæðslu, til fæðslu heimili þínu, og til viðurlífis þernum þínum.

Hið almenna bréf Jakobs 4:8-17

Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður. Hreinsið hendur yðar, þér syndarar, og gjörið hjörtun flekklaus, þér tvílyndu.

Berið yður illa, syrgið og grátið. Breytið hlátri yðar í sorg og gleðinni í hryggð.

10 Auðmýkið yður fyrir Drottni og hann mun upphefja yður.

11 Talið ekki illa hver um annan, bræður. Sá sem talar illa um bróður sinn eða dæmir bróður sinn, talar illa um lögmálið og dæmir lögmálið. En ef þú dæmir lögmálið, þá ert þú ekki gjörandi lögmálsins, heldur dómari.

12 Einn er löggjafinn og dómarinn, sá sem getur frelsað og tortímt. En hver ert þú, sem dæmir náungann?

13 Heyrið, þér sem segið: "Í dag eða á morgun skulum vér fara til þeirrar eða þeirrar borgar, dveljast þar eitt ár og versla þar og græða!" _

14 Þér vitið ekki hvernig líf yðar mun verða á morgun. Því að þér eruð gufa, sem sést um stutta stund en hverfur síðan.

15 Í stað þess ættuð þér að segja: "Ef Drottinn vill, þá bæði lifum vér og þá munum vér gjöra þetta eða annað."

16 En nú stærið þér yður í oflátungsskap. Allt slíkt stærilæti er vont.

17 Hver sem því hefur vit á gott að gjöra, en gjörir það ekki, hann drýgir synd.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society