Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
1 Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði,
2 heldur hefir yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.
3 Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt er hann gjörir lánast honum.
4 Svo fer eigi hinum óguðlega, heldur sem sáðum, er vindur feykir.
5 Þess vegna munu hinir óguðlegu eigi standast í dóminum og syndugir eigi í söfnuði réttlátra.
6 Því að Drottinn þekkir veg réttlátra, en vegur óguðlegra endar í vegleysu.
18 Þrennt er, sem mér virðist undursamlegt, og fernt, sem ég skil eigi:
19 vegur arnarins um loftið, vegur höggormsins yfir klettinn, vegur skipsins um reginhaf og vegur manns hjá konu.
20 Þannig er atferli hórkonunnar: Hún neytir, þurrkar sér um munninn og segir: "Ég hefi ekkert rangt gjört."
21 Undan þrennu nötrar jörðin, og undir fernu getur hún ekki risið:
22 undir þræli, þegar hann verður konungur, og guðlausum manni, þegar hann mettast brauði,
23 undir smáðri konu, þegar hún giftist, og þernu, þegar hún bolar burt húsmóður sinni.
24 Fjórir eru smáir á jörðinni, og þó eru þeir vitrir spekingar:
25 Maurarnir eru kraftlítil þjóð, og þó afla þeir sér fæðunnar á sumrin.
26 Stökkhérarnir eru þróttlítil þjóð, og þó gjöra þeir sér híbýli í klettunum.
27 Engispretturnar hafa engan konung, og þó fer allur hópurinn út í röð og reglu.
28 Ferfætlunni getur þú náð með tómum höndunum, og þó er hún í konungahöllum.
29 Þrír eru þeir, sem tigulegir eru á velli, og fjórir, sem tigulegir eru í gangi:
30 ljónið, hetjan meðal dýranna, er eigi hopar fyrir neinni skepnu,
31 lendgyrtur hesturinn og geithafurinn og konungur, er enginn fær móti staðið.
32 Hafir þú heimskast til að upphefja sjálfan þig, eða hafir þú gjört það af ásettu ráði, þá legg höndina á munninn!
33 Því að þrýstingur á mjólk framleiðir smjör, og þrýstingur á nasir framleiðir blóð, og þrýstingur á reiði framleiðir deilu.
25 Ég vil ekki, bræður mínir, að yður sé ókunnugt um þennan leyndardóm, til þess að þér skuluð ekki með sjálfum yður ætla yður hyggna. Forherðing er komin yfir nokkurn hluta af Ísrael og varir þangað til heiðingjarnir eru allir komnir inn.
26 Og þannig mun allur Ísrael frelsaður verða, eins og ritað er: Frá Síon mun frelsarinn koma og útrýma guðleysi frá Jakob.
27 Og þetta er sáttmáli minn við þá, þegar ég tek burt syndir þeirra.
28 Í ljósi fagnaðarerindisins eru þeir óvinir Guðs vegna yðar, en í ljósi útvalningarinnar elskaðir sakir feðranna.
29 Guð iðrar ekki náðargjafa sinna og köllunar.
30 Þér voruð fyrrum óhlýðnir Guði, en hafið nú hlotið miskunn vegna óhlýðni þeirra.
31 Þannig hafa þeir nú líka orðið óhlýðnir, til þess að einnig þeim mætti miskunnað verða fyrir miskunn þá, sem yður er veitt.
32 Guð hefur gefið alla óhlýðninni á vald, til þess að hann geti miskunnað öllum.
by Icelandic Bible Society