Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Semicontinuous)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with sequential stories told across multiple weeks.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 125

125 Þeir sem treysta Drottni eru sem Síonfjall, er eigi bifast, sem stendur að eilífu.

Fjöll eru kringum Jerúsalem, og Drottinn er kringum lýð sinn héðan í frá og að eilífu.

Því að veldissproti guðleysisins mun eigi hvíla á landi réttlátra, til þess að hinir réttlátu skuli eigi rétta fram hendur sínar til ranglætis.

Gjör þú góðum vel til, Drottinn, og þeim sem hjartahreinir eru.

En þá er beygja á krókóttar leiðir mun Drottinn láta hverfa með illgjörðamönnum. Friður sé yfir Ísrael!

Orðskviðirnir 4:10-27

10 Heyr þú, son minn, og veit viðtöku orðum mínum, þá munu æviár þín mörg verða.

11 Ég vísa þér veg spekinnar, leiði þig á brautir ráðvendninnar.

12 Gangir þú þær, skal leið þín ekki verða þröng, og hlaupir þú, skalt þú ekki hrasa.

13 Haltu fast í agann, slepptu honum ekki, varðveittu hann, því að hann er líf þitt.

14 Kom þú eigi á götu óguðlegra og gakk eigi á vegi vondra manna.

15 Sneið hjá honum, farðu hann ekki, snú þú frá honum og farðu fram hjá.

16 Því að þeir geta ekki sofið, nema þeir hafi gjört illt, og þeim kemur ekki dúr á auga, nema þeir hafi fellt einhvern.

17 Því að þeir eta glæpabrauð og drekka ofbeldisvín.

18 Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, sem verður æ skærari fram á hádegi.

19 Vegur óguðlegra er eins og niðamyrkur, þeir vita ekki, um hvað þeir hrasa.

20 Son minn, gef gaum að ræðu minni, hneig eyra þitt að orðum mínum.

21 Lát þau eigi víkja frá augum þínum, varðveit þau innst í hjarta þínu.

22 Því að þau eru líf þeirra, er öðlast þau, og lækning fyrir allan líkama þeirra.

23 Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.

24 Haltu fláræði munnsins burt frá þér og lát fals varanna vera fjarri þér.

25 Augu þín líti beint fram og augnalok þín horfi beint fram undan þér.

26 Gjör braut fóta þinna slétta, og allir vegir þínir séu staðfastir.

27 Vík hvorki til hægri né vinstri, haltu fæti þínum burt frá illu.

Bréf Páls til Rómverja 2:12-16

12 Allir þeir, sem syndgað hafa án lögmáls, munu og án lögmáls tortímast, og allir þeir, sem syndgað hafa undir lögmáli, munu dæmast af lögmáli.

13 Og ekki eru heyrendur lögmálsins réttlátir fyrir Guði, heldur munu gjörendur lögmálsins réttlættir verða.

14 Þegar heiðingjar, sem hafa ekki lögmál, gjöra að eðlisboði það sem lögmálið býður, þá eru þeir, þótt þeir hafi ekki neitt lögmál, sjálfum sér lögmál.

15 Þeir sýna, að krafa lögmálsins er rituð í hjörtum þeirra, með því að samviska þeirra ber þessu vitni og hugrenningar þeirra, sem ýmist ásaka þá eða afsaka.

16 Það verður á þeim degi, er Guð, samkvæmt fagnaðarerindi mínu, er ég fékk fyrir Jesú Krist, dæmir hið dulda hjá mönnunum.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society