Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
45 Til söngstjórans. Lag: Liljur. Kóraítamaskíl. Brúðkaupskvæði.
2 Hjarta mitt svellur af ljúfum orðum, ég flyt konungi kvæði mitt, tunga mín er sem penni hraðritarans.
6 Örvar þínar eru hvesstar, þjóðir falla að fótum þér, fjandmenn konungs eru horfnir.
7 Hásæti þitt er Guðs hásæti um aldur og ævi, sproti ríkis þíns er réttlætis-sproti.
8 Þú elskar réttlæti og hatar ranglæti, fyrir því hefir Guð, þinn Guð, smurt þig með fagnaðarolíu framar félögum þínum.
9 Myrra og alóe og kassía eru öll þín klæði, frá fílabeinshöllinni gleður strengleikurinn þig.
2 Ég er narsissa á Saronvöllum, lilja í dölunum.
2 Eins og lilja meðal þyrna, svo er vina mín meðal meyjanna.
3 Eins og apaldur meðal skógartrjánna, svo er unnusti minn meðal sveinanna. Í skugga hans þrái ég að sitja, og ávextir hans eru mér gómsætir.
4 Hann leiddi mig í vínhúsið og merki hans yfir mér var elska.
5 Endurnærið mig með rúsínukökum, hressið mig á eplum, því að ég er sjúk af ást.
6 Vinstri hönd hans sé undir höfði mér, en hin hægri umfaðmi mig!
7 Ég særi yður, Jerúsalemdætur, við skógargeiturnar, eða við hindirnar í haganum: Vekið ekki, vekið ekki elskuna, fyrr en hún sjálf vill.
9 Lágt settur bróðir hrósi sér af upphefð sinni,
10 en auðugur af lægingu sinni, því hann mun líða undir lok eins og blóm á engi.
11 Sólin kemur upp með steikjandi hita og brennir grasið, og blóm þess dettur af og fegurð þess verður að engu. Þannig mun og hinn auðugi maður visna upp á vegum sínum.
12 Sæll er sá maður, sem stenst freistingu, því að þegar hann hefur reynst hæfur mun hann öðlast kórónu lífsins, sem Guð hefur heitið þeim er elska hann.
13 Enginn má segja, er hann verður fyrir freistingu: "Guð freistar mín." Guð getur eigi orðið fyrir freistingu af hinu illa, enda freistar hann sjálfur einskis manns.
14 Það er eigin girnd, sem freistar sérhvers manns og dregur hann og tælir.
15 Þegar girndin síðan er orðin þunguð, elur hún synd, og þegar syndin er orðin fullþroskuð, fæðir hún dauða.
16 Villist ekki, bræður mínir elskaðir!
by Icelandic Bible Society