Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
101 Davíðssálmur. Ég vil syngja um miskunn og rétt, lofsyngja þér, Drottinn.
2 Ég vil gefa gætur að vegi hins ráðvanda _ hvenær kemur þú til mín? Í grandvarleik hjartans vil ég ganga um í húsi mínu.
3 Ég læt mér eigi til hugar koma neitt níðingsverk. Ég hata þá sem illa breyta, þeir fá engin mök við mig að eiga.
4 Rangsnúið hjarta skal frá mér víkja, ég kannast eigi við hinn vonda.
5 Rægi einhver náunga sinn í leyni, þagga ég niður í honum. Hver sem er hrokafullur og drembilátur í hjarta, hann fæ ég ekki þolað.
6 Augu mín horfa á hina trúföstu í landinu, að þeir megi búa hjá mér. Sá sem gengur grandvarleikans vegu, hann skal þjóna mér.
7 Enginn má dvelja í húsi mínu, er svik fremur. Sá er lygar mælir stenst eigi fyrir augum mínum.
8 Á hverjum morgni þagga ég niður í öllum óguðlegum í landinu. Ég útrými úr borg Drottins öllum illgjörðamönnum.
16 Tvær portkonur komu til konungs og gengu fyrir hann.
17 Og önnur konan sagði: "Með leyfi, herra minn! Ég og kona þessi búum í sama húsinu, og ól ég barn í húsinu hjá henni.
18 En á þriðja degi eftir að ég hafði alið barnið, ól og kona þessi barn. Og við vorum saman og enginn annar hjá okkur í húsinu. Við vorum tvær einar í húsinu.
19 Þá dó sonur þessarar konu um nótt, af því að hún hafði lagst ofan á hann.
20 En hún reis á fætur um miðja nótt og tók son minn frá mér, meðan ambátt þín svaf, og lagði hann að brjósti sér, en dauða soninn sinn lagði hún að brjósti mér.
21 En er ég reis um morguninn og ætlaði að gefa syni mínum að sjúga, sjá, þá var hann dauður! Og er ég virti hann fyrir mér um morguninn, sjá, þá var það ekki sonur minn, sá er ég hafði fætt."
22 En hin konan sagði: "Nei, það er minn sonur, sem er lifandi, en þinn sonur er dauður." En sú fyrri sagði: "Nei, það er þinn sonur, sem er dauður, en minn sonur, sem er lifandi." Þannig þráttuðu þær frammi fyrir konungi.
23 Þá mælti konungur: "Önnur segir: ,Það er minn sonur, sem er lifandi, og þinn sonur, sem er dauður.` En hin segir: ,Nei, það er þinn sonur, sem er dauður, en minn sonur, sem er lifandi."`
24 Og konungur sagði: "Færið mér sverð." Og þeir færðu konungi sverðið.
25 Þá mælti konungur: "Höggvið sundur barnið, sem lifir, í tvo hluti og fáið sinn helminginn hvorri."
26 Þá sagði konan, sem átti lifandi barnið, við konung, _ því að ástin til barnsins brann í brjósti hennar _, hún mælti: "Æ, herra minn, gefið henni barnið, sem lifir, en deyðið það ekki." En hin sagði: "Njóti þá hvorug okkar þess. Höggvið það sundur!"
27 Þá svaraði konungur og sagði: "Fáið hinni konunni barnið, sem lifir, en deyðið það ekki. Hún er móðir þess."
28 Og allur Ísrael heyrði dóminn, sem konungur hafði dæmt. Og þeir óttuðust konung, því að þeir sáu, að hann var gæddur guðlegri speki til þess að kveða upp dóma.
6 Á þessum dögum, er lærisveinum fjölgaði, fóru grískumælandi menn að kvarta út af því, að hebreskir settu ekkjur þeirra hjá við daglega úthlutun.
2 Hinir tólf kölluðu þá lærisveinahópinn saman og sögðu: "Ekki hæfir, að vér hverfum frá boðun Guðs orðs til að þjóna fyrir borðum.
3 Finnið því, bræður, sjö vel kynnta menn úr yðar hópi, sem fullir eru anda og visku. Munum vér setja þá yfir þetta starf.
4 En vér munum helga oss bæninni og þjónustu orðsins."
5 Öll samkoman gerði góðan róm að máli þeirra, og kusu þeir Stefán, mann fullan af trú og heilögum anda, Filippus, Prókorus, Níkanor, Tímon, Parmenas og Nikolás frá Antíokkíu, sem tekið hafði gyðingatrú.
6 Þeir leiddu þá fram fyrir postulana, sem báðust fyrir og lögðu hendur yfir þá.
7 Orð Guðs breiddist út, og tala lærisveinanna í Jerúsalem fór stórum vaxandi, einnig snerist mikill fjöldi presta til hlýðni við trúna.
by Icelandic Bible Society