Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
118 Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.
2 Það mæli Ísrael: "Því að miskunn hans varir að eilífu!"
19 Ljúkið upp fyrir mér hliðum réttlætisins, að ég megi fara inn um þau og lofa Drottin.
20 Þetta er hlið Drottins, réttlátir menn fara inn um það.
21 Ég lofa þig, af því að þú bænheyrðir mig og ert orðinn mér hjálpræði.
22 Steinninn sem smiðirnir höfnuðu er orðinn að hyrningarsteini.
23 Að tilhlutun Drottins er þetta orðið, það er dásamlegt í augum vorum.
24 Þetta er dagurinn sem Drottinn hefir gjört, fögnum, verum glaðir á honum.
25 Drottinn, hjálpa þú, Drottinn, gef þú gengi!
26 Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins, frá húsi Drottins blessum vér yður.
27 Drottinn er Guð, hann lætur oss skína ljós. Tengið saman dansraðirnar með laufgreinum, allt inn að altarishornunum.
28 Þú ert Guð minn, og ég þakka þér, Guð minn, ég vegsama þig.
29 Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.
11 Þegar þeir nálgast Jerúsalem og koma til Betfage og Betaníu við Olíufjallið, sendir hann tvo lærisveina sína
2 og segir við þá: "Farið í þorpið hér framundan ykkur. Um leið og þið komið þangað, munuð þið finna fola bundinn, sem enginn hefur enn komið á bak. Leysið hann, og komið með hann.
3 Ef einhver spyr ykkur: ,Hvers vegna gjörið þið þetta?` Þá svarið: ,Herrann þarf hans við, hann sendir hann jafnskjótt aftur hingað."`
4 Þeir fóru og fundu folann bundinn við dyr úti á strætinu og leystu hann.
5 Nokkrir sem stóðu þar, sögðu við þá: "Hvers vegna eruð þið að leysa folann?"
6 Þeir svöruðu eins og Jesús hafði sagt, og þeir létu þá fara.
7 Síðan færðu þeir Jesú folann og lögðu á hann klæði sín, en hann settist á bak.
8 Og margir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir lim, sem þeir höfðu skorið á völlunum.
9 Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu, hrópuðu: "Hósanna! Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins!
10 Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!"
11 Hann fór inn í Jerúsalem og í helgidóminn. Þar leit hann yfir allt, en þar sem komið var kvöld, fór hann til Betaníu með þeim tólf.
12 Sá mikli mannfjöldi, sem kominn var til hátíðarinnar, frétti degi síðar, að Jesús væri að koma til Jerúsalem.
13 Þeir tóku þá pálmagreinar, fóru út á móti honum og hrópuðu: "Hósanna! Blessaður sé sá, sem kemur, í nafni Drottins, konungur Ísraels!"
14 Jesús fann ungan asna og settist á bak honum, eins og skrifað er:
15 Óttast ekki, dóttir Síon. Sjá, konungur þinn kemur, ríðandi á ösnufola.
16 Lærisveinar hans skildu þetta ekki í fyrstu, en þegar Jesús var dýrlegur orðinn, minntust þeir þess, að þetta var ritað um hann og að þeir höfðu gjört þetta fyrir hann.
4 Hinn alvaldi Drottinn hefir gefið mér lærisveina tungu, svo að ég hefði vit á að styrkja hina mæddu með orðum mínum. Hann vekur á hverjum morgni, á hverjum morgni vekur hann eyra mitt, svo að ég taki eftir, eins og lærisveinar gjöra.
5 Hinn alvaldi Drottinn opnaði eyra mitt, og ég þverskallaðist eigi, færðist ekki undan.
6 Ég bauð bak mitt þeim, sem börðu mig, og kinnar mínar þeim, sem reyttu mig. Ég byrgði eigi ásjónu mína fyrir háðungum og hrákum.
7 Drottinn hinn alvaldi hjálpar mér, því lét ég ekki háðungarnar á mér festa. Fyrir því gjörði ég andlit mitt að tinnusteini, því að ég veit, að ég verð ekki til skammar.
8 Nálægur er sá er mig réttlætir. Hver vill deila við mig? Við skulum báðir ganga fram! Hver hefir sök að kæra á hendur mér? Komi hann til mín!
9 Sjá, hinn alvaldi Drottinn hjálpar mér. Hver er sá er geti gjört mig sekan? Sjá, þeir munu allir detta sundur eins og gamalt fat, mölur skal eyða þeim.
9 og eigi ofurselt mig óvinunum, en sett fót minn á víðlendi.
10 Líkna mér, Drottinn, því að ég er í nauðum staddur, döpruð af harmi eru augu mín, sál mín og líkami.
11 Ár mín líða í harmi og líf mitt í andvörpum, mér förlast kraftur sakir sektar minnar, og bein mín tærast.
12 Ég er að spotti öllum óvinum mínum, til háðungar nábúum mínum og skelfing kunningjum mínum: þeir sem sjá mig á strætum úti flýja mig.
13 Sem dáinn maður er ég gleymdur hjörtum þeirra, ég er sem ónýtt ker.
14 Ég heyri illyrði margra, _ skelfing er allt um kring _ þeir bera ráð sín saman móti mér, hyggja á að svipta mig lífi.
15 En ég treysti þér, Drottinn, ég segi: "Þú ert Guð minn!"
16 Í þinni hendi eru stundir mínar, frelsa mig af hendi óvina minna og ofsækjenda.
5 Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.
6 Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.
7 Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur.
8 Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi.
9 Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra,
10 til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu
11 og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn.
14 Nú voru tveir dagar til páska og hátíðar ósýrðu brauðanna. Og æðstu prestarnir og fræðimennirnir leituðu fyrir sér, hvernig þeir gætu handsamað Jesú með svikum og tekið hann af lífi.
2 En þeir sögðu: "Ekki á hátíðinni, þá gæti orðið uppþot með lýðnum."
3 Hann var í Betaníu, í húsi Símonar líkþráa, og sat að borði. Þá kom þar kona og hafði alabastursbuðk með ómenguðum, dýrum nardussmyrslum. Hún braut buðkinn og hellti yfir höfuð honum.
4 En þar voru nokkrir, er gramdist þetta, og þeir sögðu sín á milli: "Til hvers er þessi sóun á smyrslum?
5 Þessi smyrsl hefði mátt selja fyrir meira en þrjú hundruð denara og gefa fátækum." Og þeir atyrtu hana.
6 En Jesús sagði: "Látið hana í friði! Hvað eruð þér að angra hana? Gott verk gjörði hún mér.
7 Fátæka hafið þér jafnan hjá yður og getið gjört þeim gott, nær þér viljið, en mig hafið þér ekki ávallt.
8 Hún gjörði það, sem í hennar valdi stóð. Hún hefur fyrirfram smurt líkama minn til greftrunar.
9 Sannlega segi ég yður: Hvar sem fagnaðarerindið verður flutt, um heim allan, mun og getið verða þess, sem hún gjörði, til minningar um hana."
10 Júdas Ískaríot, einn þeirra tólf, fór þá til æðstu prestanna að framselja þeim hann.
11 Þegar þeir heyrðu það, urðu þeir glaðir við og hétu honum fé fyrir. En hann leitaði færis að framselja hann.
12 Á fyrsta degi ósýrðu brauðanna, þegar menn slátruðu páskalambinu, sögðu lærisveinar hans við hann: "Hvert vilt þú, að vér förum og búum þér páskamáltíðina?"
13 Þá sendi hann tvo lærisveina sína og sagði við þá: "Farið inn í borgina, og ykkur mun mæta maður, sem ber vatnsker. Fylgið honum,
14 og þar sem hann fer inn, skuluð þið segja við húsráðandann: ,Meistarinn spyr: Hvar er herbergið, þar sem ég get neytt páskamáltíðarinnar með lærisveinum mínum?`
15 Hann mun þá sýna ykkur loftsal mikinn, búinn hægindum og til reiðu. Hafið þar viðbúnað fyrir oss."
16 Lærisveinarnir fóru, komu inn í borgina og fundu allt eins og hann hafði sagt og bjuggu til páskamáltíðar.
17 Um kvöldið kom hann með þeim tólf.
18 Þegar þeir sátu að borði og mötuðust sagði Jesús: "Sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig, einn sem með mér etur."
19 Þeir urðu hryggir við og sögðu við hann, einn af öðrum: "Ekki er það ég?"
20 Hann svaraði þeim: "Það er einn þeirra tólf. Hann dýfir í sama fat og ég.
21 Mannssonurinn fer að sönnu héðan, svo sem um hann er ritað, en vei þeim manni, sem því veldur, að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst."
22 Þá er þeir mötuðust, tók hann brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf þeim og sagði: "Takið, þetta er líkami minn."
23 Og hann tók kaleik, gjörði þakkir og gaf þeim, og þeir drukku af honum allir.
24 Og hann sagði við þá: "Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga.
25 Sannlega segi ég yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins til þess dags, er ég drekk hann nýjan í Guðs ríki."
26 Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn, fóru þeir til Olíufjallsins.
27 Og Jesús sagði við þá: "Þér munuð allir hneykslast, því að ritað er: Ég mun slá hirðinn, og sauðirnir munu tvístrast.
28 En eftir að ég er upp risinn, mun ég fara á undan yður til Galíleu."
29 Þá sagði Pétur: "Þótt allir hneykslist, geri ég það aldrei."
30 Jesús sagði við hann: "Sannlega segi ég þér: Nú í nótt, áður en hani galar tvisvar, muntu þrisvar afneita mér."
31 En Pétur kvað enn fastar að: "Þó að ég ætti að deyja með þér, þá mun ég aldrei afneita þér." Eins töluðu þeir allir.
32 Þeir koma til staðar, er heitir Getsemane, og Jesús segir við lærisveina sína: "Setjist hér, meðan ég biðst fyrir."
33 Hann tók með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes. Og nú setti að honum ógn og angist.
34 Hann segir við þá: "Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið."
35 Þá gekk hann lítið eitt áfram, féll til jarðar og bað, að sú stund færi fram hjá sér, ef verða mætti.
36 Hann sagði: "Abba, faðir! allt megnar þú. Tak þennan kaleik frá mér! Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt."
37 Hann kemur aftur og finnur þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: "Símon, sefur þú? Gastu ekki vakað eina stund?
38 Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt."
39 Aftur vék hann brott og baðst fyrir með sömu orðum.
40 Þegar hann kom aftur, fann hann þá enn sofandi, því drungi var á augum þeirra. Og ekki vissu þeir, hvað þeir ættu að segja við hann.
41 Í þriðja sinn kom hann og sagði við þá: "Sofið þér enn og hvílist? Nú er nóg. Stundin er komin. Mannssonurinn er framseldur í hendur syndugra manna.
42 Standið upp, förum! Sá er í nánd, er mig svíkur."
43 Um leið, meðan hann var enn að tala, kemur Júdas, einn þeirra tólf, og með honum flokkur manna frá æðstu prestunum, fræðimönnunum og öldungunum, og höfðu þeir sverð og barefli.
44 Svikarinn hafði sagt þeim þetta til marks: "Sá sem ég kyssi, hann er það. Takið hann höndum og færið brott í tryggri vörslu."
45 Hann kemur, gengur beint að Jesú og segir: "Rabbí!" og kyssti hann.
46 En hinir lögðu hendur á hann og tóku hann.
47 Einn þeirra, er hjá stóðu, brá sverði, hjó til þjóns æðsta prestsins og sneið af honum eyrað.
48 Þá sagði Jesús við þá: "Eruð þér að fara að mér með sverðum og bareflum eins og gegn ræningja til að handtaka mig?
49 Daglega var ég hjá yður í helgidóminum og kenndi, og þér tókuð mig ekki höndum. En ritningarnar hljóta að rætast."
50 Þá yfirgáfu hann allir lærisveinar hans og flýðu.
51 En maður nokkur ungur fylgdist með honum. Hann hafði línklæði eitt á berum sér. Þeir vildu taka hann,
52 en hann lét eftir línklæðið og flýði nakinn.
53 Nú færðu þeir Jesú til æðsta prestsins. Þar komu saman allir æðstu prestarnir, öldungarnir og fræðimennirnir.
54 Pétur fylgdi honum álengdar, allt inn í garð æðsta prestsins. Þar sat hann hjá þjónunum og vermdi sig við eldinn.
55 Æðstu prestarnir og allt ráðið leituðu vitnis gegn Jesú til að geta líflátið hann, en fundu eigi.
56 Margir báru þó ljúgvitni gegn honum, en framburði þeirra bar ekki saman.
57 Þá stóðu nokkrir upp og báru ljúgvitni gegn honum og sögðu:
58 "Vér heyrðum hann segja: ,Ég mun brjóta niður musteri þetta, sem með höndum er gjört, og reisa annað á þrem dögum, sem ekki er með höndum gjört.` "
59 En ekki bar þeim heldur saman um þetta.
60 Þá stóð æðsti presturinn upp og spurði Jesú: "Svarar þú því engu, sem þessir vitna gegn þér?"
61 En hann þagði og svaraði engu. Enn spurði æðsti presturinn hann: "Ertu Kristur, sonur hins blessaða?"
62 Jesús sagði: "Ég er sá, og þér munuð sjá Mannssoninn sitja til hægri handar máttarins og koma í skýjum himins."
63 Þá reif æðsti presturinn klæði sín og sagði: "Hvað þurfum vér nú framar votta við?
64 Þér heyrðuð guðlastið. Hvað líst yður?" Og þeir dæmdu hann allir sekan og dauða verðan.
65 Þá tóku sumir að hrækja á hann, þeir huldu andlit hans, slógu hann með hnefunum og sögðu við hann: "Spáðu!" Eins börðu þjónarnir hann.
66 Pétur var niðri í garðinum. Þar kom ein af þernum æðsta prestsins
67 og sá, hvar Pétur var að orna sér. Hún horfir á hann og segir: "Þú varst líka með manninum frá Nasaret, þessum Jesú."
68 Því neitaði hann og sagði: "Ekki veit ég né skil, hvað þú ert að fara." Og hann gekk út í forgarðinn, [en þá gól hani.]
69 Þar sá þernan hann og fór enn að segja við þá, sem hjá stóðu: "Þessi er einn af þeim."
70 En hann neitaði sem áður. Litlu síðar sögðu þeir, er hjá stóðu enn við Pétur: "Víst ertu einn af þeim, enda ertu Galíleumaður."
71 En hann sór og sárt við lagði: "Ég þekki ekki þennan mann, sem þér talið um."
72 Um leið gól hani annað sinn, og Pétur minntist þess, er Jesús hafði mælt við hann: "Áður en hani galar tvisvar muntu þrisvar afneita mér." Þá fór hann að gráta.
15 Þegar að morgni gjörðu æðstu prestarnir samþykkt með öldungunum, fræðimönnunum og öllu ráðinu. Þeir létu binda Jesú og færa brott og framseldu hann Pílatusi.
2 Pílatus spurði hann: "Ert þú konungur Gyðinga?" Hann svaraði: "Þú segir það."
3 En æðstu prestarnir báru á hann margar sakir.
4 Pílatus spurði hann aftur: "Svarar þú engu? Þú heyrir, hve þungar sakir þeir bera á þig."
5 En Jesús svaraði engu framar, og undraðist Pílatus það.
6 En á hátíðinni var hann vanur að gefa þeim lausan einn bandingja, þann er þeir báðu um.
7 Maður að nafni Barabbas var þá í böndum ásamt upphlaupsmönnum. Höfðu þeir framið manndráp í upphlaupinu.
8 Nú kom mannfjöldinn og tók að biðja, að Pílatus veitti þeim hið sama og hann væri vanur.
9 Pílatus svaraði þeim: "Viljið þér, að ég gefi yður lausan konung Gyðinga?"
10 Hann vissi, að æðstu prestarnir höfðu fyrir öfundar sakir framselt hann.
11 En æðstu prestarnir æstu múginn til að heimta, að hann gæfi þeim heldur Barabbas lausan.
12 Pílatus tók enn til máls og sagði við þá: "Hvað á ég þá að gjöra við þann, sem þér kallið konung Gyðinga?"
13 En þeir æptu á móti: "Krossfestu hann!"
14 Pílatus spurði: "Hvað illt hefur hann þá gjört?" En þeir æptu því meir: "Krossfestu hann!"
15 En með því að Pílatus vildi gjöra fólkinu til hæfis, gaf hann þeim Barabbas lausan. Hann lét húðstrýkja Jesú og framseldi hann til krossfestingar.
16 Hermennirnir fóru með hann inn í höllina, aðsetur landshöfðingjans, og kölluðu saman alla hersveitina.
17 Þeir færa hann í purpuraskikkju, flétta þyrnikórónu og setja á höfuð honum.
18 Þá tóku þeir að heilsa honum: "Heill þú, konungur Gyðinga!"
19 Og þeir slógu höfuð hans með reyrsprota og hræktu á hann, féllu á kné og hylltu hann.
20 Þegar þeir höfðu spottað hann, færðu þeir hann úr purpuraskikkjunni og í hans eigin klæði. Þá leiddu þeir hann út til að krossfesta hann.
21 En maður nokkur átti leið þar hjá og var að koma utan úr sveit. Hann neyða þeir til að bera kross Jesú. Það var Símon frá Kýrene, faðir þeirra Alexanders og Rúfusar.
22 Þeir fara með hann til þess staðar, er heitir Golgata, það þýðir "hauskúpustaður."
23 Þeir báru honum vín, blandað myrru, en hann þáði ekki.
24 Þá krossfestu þeir hann. Og þeir skiptu með sér klæðum hans og köstuðu hlutum um, hvað hver skyldi fá.
25 En það var um dagmál, er þeir krossfestu hann.
26 Og yfirskriftin um sakargift hans var svo skráð: KONUNGUR GYÐINGA.
27 Með honum krossfestu þeir tvo ræningja, annan til hægri handar honum, en hinn til vinstri. [
28 Þá rættist sú ritning, er segir: Með illvirkjum var hann talinn.]
29 Þeir, sem fram hjá gengu, hæddu hann, skóku höfuð sín og sögðu: "Svei, þú, sem brýtur niður musterið og reisir það á þrem dögum!
30 Bjarga nú sjálfum þér, og stíg niður af krossinum."
31 Eins gjörðu æðstu prestarnir gys að honum og fræðimennirnir og sögðu hver við annan: "Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað.
32 Stígi nú Kristur, konungur Ísraels, niður af krossinum, svo að vér getum séð og trúað." Einnig smánuðu hann þeir, sem með honum voru krossfestir.
33 Á hádegi varð myrkur um allt land til nóns.
34 Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: "Elóí, Elóí, lama sabaktaní!" Það þýðir: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?
35 Nokkrir þeirra, er hjá stóðu, heyrðu þetta og sögðu: "Heyrið, hann kallar á Elía!"
36 Hljóp þá einn til, fyllti njarðarvött ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hann mælti: "Látum sjá, hvort Elía kemur að taka hann ofan."
37 En Jesús kallaði hárri röddu og gaf upp andann.
38 Og fortjald musterisins rifnaði í tvennt, ofan frá allt niður úr.
39 Þegar hundraðshöfðinginn, sem stóð gegnt honum, sá hann gefa upp andann á þennan hátt, sagði hann: "Sannarlega var þessi maður sonur Guðs."
40 Þar voru og konur álengdar og horfðu á, meðal þeirra María Magdalena, María, móðir þeirra Jakobs yngra og Jóse, og Salóme.
41 Þær höfðu fylgt honum og þjónað, er hann var í Galíleu. Þar voru margar aðrar konur, sem höfðu farið með honum upp til Jerúsalem.
42 Nú var komið kvöld. Þá var aðfangadagur, það er dagurinn fyrir hvíldardag.
43 Þá kom Jósef frá Arímaþeu, göfugur ráðsherra, er sjálfur vænti Guðs ríkis. Hann dirfðist að fara inn til Pílatusar og biðja um líkama Jesú.
44 Pílatus furðaði á, að hann skyldi þegar vera andaður. Hann kallaði til sín hundraðshöfðingjann og spurði, hvort hann væri þegar látinn.
45 Og er hann varð þess vís hjá hundraðshöfðingjanum, gaf hann Jósef líkið.
46 En hann keypti línklæði, tók hann ofan, sveipaði hann línklæðinu og lagði í gröf, höggna í klett, og velti steini fyrir grafarmunnann.
47 María Magdalena og María móðir Jóse sáu, hvar hann var lagður.
15 Þegar að morgni gjörðu æðstu prestarnir samþykkt með öldungunum, fræðimönnunum og öllu ráðinu. Þeir létu binda Jesú og færa brott og framseldu hann Pílatusi.
2 Pílatus spurði hann: "Ert þú konungur Gyðinga?" Hann svaraði: "Þú segir það."
3 En æðstu prestarnir báru á hann margar sakir.
4 Pílatus spurði hann aftur: "Svarar þú engu? Þú heyrir, hve þungar sakir þeir bera á þig."
5 En Jesús svaraði engu framar, og undraðist Pílatus það.
6 En á hátíðinni var hann vanur að gefa þeim lausan einn bandingja, þann er þeir báðu um.
7 Maður að nafni Barabbas var þá í böndum ásamt upphlaupsmönnum. Höfðu þeir framið manndráp í upphlaupinu.
8 Nú kom mannfjöldinn og tók að biðja, að Pílatus veitti þeim hið sama og hann væri vanur.
9 Pílatus svaraði þeim: "Viljið þér, að ég gefi yður lausan konung Gyðinga?"
10 Hann vissi, að æðstu prestarnir höfðu fyrir öfundar sakir framselt hann.
11 En æðstu prestarnir æstu múginn til að heimta, að hann gæfi þeim heldur Barabbas lausan.
12 Pílatus tók enn til máls og sagði við þá: "Hvað á ég þá að gjöra við þann, sem þér kallið konung Gyðinga?"
13 En þeir æptu á móti: "Krossfestu hann!"
14 Pílatus spurði: "Hvað illt hefur hann þá gjört?" En þeir æptu því meir: "Krossfestu hann!"
15 En með því að Pílatus vildi gjöra fólkinu til hæfis, gaf hann þeim Barabbas lausan. Hann lét húðstrýkja Jesú og framseldi hann til krossfestingar.
16 Hermennirnir fóru með hann inn í höllina, aðsetur landshöfðingjans, og kölluðu saman alla hersveitina.
17 Þeir færa hann í purpuraskikkju, flétta þyrnikórónu og setja á höfuð honum.
18 Þá tóku þeir að heilsa honum: "Heill þú, konungur Gyðinga!"
19 Og þeir slógu höfuð hans með reyrsprota og hræktu á hann, féllu á kné og hylltu hann.
20 Þegar þeir höfðu spottað hann, færðu þeir hann úr purpuraskikkjunni og í hans eigin klæði. Þá leiddu þeir hann út til að krossfesta hann.
21 En maður nokkur átti leið þar hjá og var að koma utan úr sveit. Hann neyða þeir til að bera kross Jesú. Það var Símon frá Kýrene, faðir þeirra Alexanders og Rúfusar.
22 Þeir fara með hann til þess staðar, er heitir Golgata, það þýðir "hauskúpustaður."
23 Þeir báru honum vín, blandað myrru, en hann þáði ekki.
24 Þá krossfestu þeir hann. Og þeir skiptu með sér klæðum hans og köstuðu hlutum um, hvað hver skyldi fá.
25 En það var um dagmál, er þeir krossfestu hann.
26 Og yfirskriftin um sakargift hans var svo skráð: KONUNGUR GYÐINGA.
27 Með honum krossfestu þeir tvo ræningja, annan til hægri handar honum, en hinn til vinstri. [
28 Þá rættist sú ritning, er segir: Með illvirkjum var hann talinn.]
29 Þeir, sem fram hjá gengu, hæddu hann, skóku höfuð sín og sögðu: "Svei, þú, sem brýtur niður musterið og reisir það á þrem dögum!
30 Bjarga nú sjálfum þér, og stíg niður af krossinum."
31 Eins gjörðu æðstu prestarnir gys að honum og fræðimennirnir og sögðu hver við annan: "Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað.
32 Stígi nú Kristur, konungur Ísraels, niður af krossinum, svo að vér getum séð og trúað." Einnig smánuðu hann þeir, sem með honum voru krossfestir.
33 Á hádegi varð myrkur um allt land til nóns.
34 Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: "Elóí, Elóí, lama sabaktaní!" Það þýðir: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?
35 Nokkrir þeirra, er hjá stóðu, heyrðu þetta og sögðu: "Heyrið, hann kallar á Elía!"
36 Hljóp þá einn til, fyllti njarðarvött ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hann mælti: "Látum sjá, hvort Elía kemur að taka hann ofan."
37 En Jesús kallaði hárri röddu og gaf upp andann.
38 Og fortjald musterisins rifnaði í tvennt, ofan frá allt niður úr.
39 Þegar hundraðshöfðinginn, sem stóð gegnt honum, sá hann gefa upp andann á þennan hátt, sagði hann: "Sannarlega var þessi maður sonur Guðs."
40 Þar voru og konur álengdar og horfðu á, meðal þeirra María Magdalena, María, móðir þeirra Jakobs yngra og Jóse, og Salóme.
41 Þær höfðu fylgt honum og þjónað, er hann var í Galíleu. Þar voru margar aðrar konur, sem höfðu farið með honum upp til Jerúsalem.
42 Nú var komið kvöld. Þá var aðfangadagur, það er dagurinn fyrir hvíldardag.
43 Þá kom Jósef frá Arímaþeu, göfugur ráðsherra, er sjálfur vænti Guðs ríkis. Hann dirfðist að fara inn til Pílatusar og biðja um líkama Jesú.
44 Pílatus furðaði á, að hann skyldi þegar vera andaður. Hann kallaði til sín hundraðshöfðingjann og spurði, hvort hann væri þegar látinn.
45 Og er hann varð þess vís hjá hundraðshöfðingjanum, gaf hann Jósef líkið.
46 En hann keypti línklæði, tók hann ofan, sveipaði hann línklæðinu og lagði í gröf, höggna í klett, og velti steini fyrir grafarmunnann.
47 María Magdalena og María móðir Jóse sáu, hvar hann var lagður.
by Icelandic Bible Society