Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Semicontinuous)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with sequential stories told across multiple weeks.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 107:1-3

107 Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.

Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja, þeir er hann hefir leyst úr nauðum

og safnað saman úr löndunum, frá austri og vestri, frá norðri og suðri.

Sálmarnir 107:17-22

17 Heimskingjar, er vegna sinnar syndsamlegu breytni og vegna misgjörða sinna voru þjáðir,

18 þeim bauð við hverri fæðu og voru komnir nálægt hliðum dauðans.

19 Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni, hann frelsaði þá úr angist þeirra,

20 hann sendi út orð sitt og læknaði þá og bjargaði þeim frá gröfinni.

21 Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans og dásemdarverk hans við mannanna börn,

22 og færa þakkarfórnir og kunngjöra verk hans með fögnuði.

Daníel 12:5-12

Ég, Daníel, sá og sjá, tveir aðrir englar stóðu þar, á sínum fljótsbakkanum hvor.

Annar þeirra sagði við manninn í línklæðunum, sem var uppi yfir fljótsvötnunum: "Hversu langt mun til endisins á þessum undursamlegu hlutum?"

Þá heyrði ég til mannsins í línklæðunum, sem var uppi yfir fljótsvötnunum. Hann fórnaði hægri og vinstri hendi til himins og sór við þann, sem lifir eilíflega, og sagði: "Eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð. Og þegar vald hans, sem eyðir hina helgu þjóð, er á enda, mun allt þetta fram koma."

Ég heyrði þetta, en skildi það ekki, og sagði því: "Herra minn, hver mun endir á þessu verða?"

En hann sagði: "Far þú, Daníel, því að orðunum er leyndum haldið og þau innsigluð, þar til er endirinn kemur.

10 Margir munu verða klárir, hreinir og skírir, en hinir óguðlegu munu breyta óguðlega, og engir óguðlegir munu skilja það, en hinir vitru munu skilja það.

11 Og frá þeim tíma, er hin daglega fórn verður afnumin og viðurstyggð eyðingarinnar upp reist, munu vera eitt þúsund tvö hundruð og níutíu dagar.

12 Sæll er sá, sem þolugur þreyr og nær eitt þúsund þrjú hundruð þrjátíu og fimm dögum.

Bréf Páls til Efesusmanna 1:7-14

Í honum, fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra.

Svo auðug er náð hans, sem hann gaf oss ríkulega með hvers konar vísdómi og skilningi.

Og hann kunngjörði oss leyndardóm vilja síns, þá ákvörðun,

10 sem hann hafði með sjálfum sér ákveðið að framkvæma, er fylling tímans kæmi: Hann ætlaði að safna öllu því, sem er á himnum, og því, sem er á jörðu, undir eitt höfuð í Kristi.

11 Í honum höfum vér þá líka öðlast arfleifðina, eins og oss var fyrirhugað samkvæmt fyrirætlun hans, er framkvæmir allt eftir ályktun vilja síns,

12 til þess að vér, sem áður höfum sett von vora til Krists, skyldum vera dýrð hans til vegsemdar.

13 Í honum eruð og þér, eftir að hafa heyrt orð sannleikans, fagnaðarerindið um sáluhjálp yðar og tekið trú á hann og verið merktir innsigli heilags anda, sem yður var fyrirheitið.

14 Hann er pantur arfleifðar vorrar, að vér verðum endurleystir Guði til eignar, dýrð hans til vegsemdar.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society