Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
110 Davíðssálmur. Svo segir Drottinn við herra minn: "Sest þú mér til hægri handar, þá mun ég leggja óvini þína sem fótskör að fótum þér."
2 Drottinn réttir út þinn volduga sprota frá Síon, drottna þú mitt á meðal óvina þinna!
3 Þjóð þín kemur sjálfboða á valdadegi þínum. Í helgu skrauti frá skauti morgunroðans kemur dögg æskuliðs þíns til þín.
4 Drottinn hefir svarið, og hann iðrar þess eigi: "Þú ert prestur að eilífu, að hætti Melkísedeks."
23 Ó að orð mín væru skrifuð upp, ó að þau væru skráð í bók
24 með járnstíl og blýi, að eilífu höggvin í klett!
25 Ég veit, að lausnari minn lifir, og hann mun síðastur ganga fram á foldu.
26 Og eftir að þessi húð mín er sundurtætt og allt hold er af mér, mun ég líta Guð.
27 Ég mun líta hann mér til góðs, já, augu mín sjá hann, og það eigi sem andstæðing, _ hjartað brennur af þrá í brjósti mér!
14 Þetta rita ég þér, þó að ég voni að koma bráðum til þín,
15 til þess að þú skulir vita, ef mér seinkar, hvernig á að haga sér í Guðs húsi, sem er söfnuður lifanda Guðs, stólpi og grundvöllur sannleikans.
16 Og víst er leyndardómur guðhræðslunnar mikill: Hann opinberaðist í holdi, var réttlættur í anda, birtist englum, var boðaður með þjóðum, var trúað í heimi, var hafinn upp í dýrð.
by Icelandic Bible Society