Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
46 Til söngstjórans. Eftir Kóraíta. Fyrir kvenraddir. Ljóð.
2 Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.
3 Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins.
4 Látum vötnin gnýja og freyða, látum fjöllin gnötra fyrir æðigangi hafsins. [Sela]
5 Elfar-kvíslir gleðja Guðs borg, heilagan bústað Hins hæsta.
6 Guð býr í henni, eigi mun hún bifast, Guð hjálpar henni, þegar birtir af degi.
7 Þjóðir gnúðu, ríki riðuðu, raust hans þrumaði, jörðin nötraði.
8 Drottinn hersveitanna er með oss, Jakobs Guð vort vígi. [Sela]
9 Komið, skoðið dáðir Drottins, hversu hann framkvæmir furðuverk á jörðu.
10 Hann stöðvar styrjaldir til endimarka jarðar, brýtur bogann, slær af oddinn, brennir skjöldu í eldi.
11 "Verið kyrrir og viðurkennið, að ég er Guð, hátt upphafinn meðal þjóðanna, hátt upphafinn á jörðu."
12 Drottinn hersveitanna er með oss, Jakobs Guð vort vígi. [Sela]
8 Heyr, spekin kallar og hyggnin lætur raust sína gjalla.
2 Uppi á hæðunum við veginn, þar sem göturnar kvíslast _ stendur hún.
3 Við hliðin, þar sem gengið er út úr borginni, þar sem gengið er inn um dyrnar, kallar hún hátt:
4 Til yðar, menn, tala ég, og raust mín hljómar til mannanna barna.
5 Þér óreyndu, lærið hyggindi, og þér heimskingjar, lærið skynsemi.
6 Hlýðið á, því að ég tala það sem göfuglegt er, og varir mínar tjá það sem rétt er.
7 Því að sannleika mælir gómur minn og guðleysi er viðbjóður vörum mínum.
8 Einlæg eru öll orð munns míns, í þeim er ekkert fals né fláræði.
9 Öll eru þau einföld þeim sem skilning hefir, og blátt áfram fyrir þann sem hlotið hefir þekkingu.
10 Takið á móti ögun minni fremur en á móti silfri og fræðslu fremur en úrvals gulli.
11 Því að viska er betri en perlur, og engir dýrgripir jafnast á við hana.
12 Ég, spekin, er handgengin hyggindunum og ræð yfir ráðdeildarsamri þekking.
13 Að óttast Drottin er að hata hið illa, drambsemi og ofdramb og illa breytni og fláráðan munn _ það hata ég.
14 Mín er ráðspekin og framkvæmdarsemin, ég er hyggnin, minn er krafturinn.
15 Fyrir mína hjálp ríkja konungarnir og úrskurða höfðingjarnir réttvíslega.
16 Fyrir mína hjálp stjórna stjórnendurnir og tignarmennin _ allir valdsmenn á jörðu.
17 Ég elska þá sem mig elska, og þeir sem leita mín, finna mig.
18 Auður og heiður eru hjá mér, ævagamlir fjármunir og réttlæti.
19 Ávöxtur minn er betri en gull og gimsteinar og eftirtekjan eftir mig betri en úrvals silfur.
20 Ég geng á götu réttlætisins, á stigum réttarins miðjum,
21 til þess að gefa þeim sanna auðlegð, er elska mig, og fylla forðabúr þeirra.
13 Síðan fór hann til fjalls og kallaði til sín þá er hann sjálfur vildi, og þeir komu til hans.
14 Hann skipaði tólf, er skyldu vera með honum og hann gæti sent út að prédika,
15 með valdi að reka út illa anda.
16 Hann skipaði þá tólf: Símon, er hann gaf nafnið Pétur,
17 Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróður hans, en þeim gaf hann nafnið Boanerges, sem þýðir þrumusynir,
18 og Andrés, Filippus og Bartólómeus, Matteus og Tómas, Jakob Alfeusson, Taddeus og Símon vandlætara
19 og Júdas Ískaríot, þann er sveik hann.
by Icelandic Bible Society