Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
148 Halelúja. Lofið Drottin af himnum, lofið hann á hæðum.
2 Lofið hann, allir englar hans, lofið hann, allir herskarar hans.
3 Lofið hann, sól og tungl, lofið hann, allar lýsandi stjörnur.
4 Lofið hann, himnar himnanna og vötnin, sem eru yfir himninum.
5 Þau skulu lofa nafn Drottins, því að hans boði voru þau sköpuð.
6 Og hann fékk þeim stað um aldur og ævi, hann gaf þeim lög, sem þau mega eigi brjóta.
7 Lofið Drottin af jörðu, þér sjóskrímsl og allir hafstraumar,
8 eldur og hagl, snjór og reykur, stormbylurinn, sem framkvæmir orð hans,
9 fjöllin og allar hæðir, ávaxtartrén og öll sedrustrén,
10 villidýrin og allur fénaður, skriðkvikindin og fleygir fuglar,
11 konungar jarðarinnar og allar þjóðir, höfðingjar og allir dómendur jarðar,
12 bæði yngismenn og yngismeyjar, öldungar og ungir sveinar!
13 Þau skulu lofa nafn Drottins, því að hans nafn eitt er hátt upp hafið, tign hans er yfir jörð og himni.
14 Hann lyftir upp horni fyrir lýð sinn, lofsöngur hljómi hjá öllum dýrkendum hans, hjá sonum Ísraels, þjóðinni, sem er nálæg honum. Halelúja.
1 Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels konungs,
2 til þess að menn kynnist visku og aga, læri að skilja skynsamleg orð,
3 til þess að menn fái viturlegan aga, réttlæti, réttvísi og ráðvendni,
4 til þess að þeir veiti hinum óreyndu hyggindi, unglingum þekking og aðgætni, _
5 hinn vitri hlýðir á og eykur lærdóm sinn, og hinn hyggni nemur hollar lífsreglur _
6 til þess að menn skilji orðskviði og líkingamál, orð spekinganna og gátur þeirra.
7 Ótti Drottins er upphaf þekkingar, visku og aga fyrirlíta afglapar einir.
13 Hver er vitur og skynsamur yðar á meðal? Hann láti með góðri hegðun verk sín lýsa hóglátri speki.
14 En ef þér hafið beiskan ofsa og eigingirni í hjarta yðar, þá stærið yður ekki og ljúgið ekki gegn sannleikanum.
15 Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, andlaus, djöfulleg.
16 Því hvar sem ofsi og eigingirni er, þar er óstjórn og hvers kyns böl.
17 En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus.
18 En ávexti réttlætisins verður sáð í friði þeim til handa, er frið semja.
by Icelandic Bible Society