Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
105 Þakkið Drottni, ákallið nafn hans, gjörið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna!
2 Syngið fyrir honum, leikið fyrir honum, talið um öll hans dásemdarverk.
3 Hrósið yður af hans helga nafni, hjarta þeirra er leita Drottins gleðjist.
4 Leitið Drottins og máttar hans, stundið sífellt eftir augliti hans.
5 Minnist dásemdarverka hans, þeirra er hann gjörði, tákna hans og refsidóma munns hans,
6 þér niðjar Abrahams, þjónar hans, þér synir Jakobs, hans útvöldu.
23 Síðan kom Ísrael til Egyptalands, Jakob var gestur í landi Kams.
24 Og Guð gjörði lýð sinn mjög mannmargan og lét þá verða fleiri en fjendur þeirra.
25 Hann sneri hjörtum Egypta til haturs við lýð sinn, til lævísi við þjóna sína.
26 Hann sendi Móse, þjón sinn, og Aron, er hann hafði útvalið,
45 til þess að þeir skyldu halda lög hans og varðveita lögmál hans. Halelúja.
4 Móse svaraði og sagði: "Sjá, þeir munu eigi trúa mér og eigi skipast við orð mín, heldur segja: ,Guð hefir ekki birst þér!"`
2 Þá sagði Drottinn við hann: "Hvað er það, sem þú hefir í hendi þér?" Hann svaraði: "Stafur er það."
3 Hann sagði: "Kasta þú honum til jarðar!" Og hann kastaði honum til jarðar, og stafurinn varð að höggormi, og hrökk Móse undan honum.
4 Þá sagði Drottinn við Móse: "Rétt þú út hönd þína og gríp um ormshalann!" Þá rétti hann út hönd sína og tók um hann, og varð hann þá aftur að staf í hendi hans, _
5 "að þeir megi trúa því, að Drottinn, Guð feðra þeirra, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs, hafi birst þér."
6 Drottinn sagði enn fremur við hann: "Sting hendi þinni í barm þér!" Og hann stakk hendi sinni í barm sér. En er hann tók hana út aftur, var höndin orðin líkþrá og hvít sem snjór.
7 Og hann sagði: "Sting aftur hendi þinni í barm þér!" Og hann stakk hendinni aftur í barm sér. En er hann tók hana aftur út úr barminum, var hún aftur orðin sem annað hold hans.
8 "Vilji þeir nú ekki trúa þér eða skipast við hið fyrra jarteiknið, þá munu þeir skipast við hið síðara.
9 En ef þeir vilja hvorugu þessu jarteikni trúa eða skipast láta við orð þín, þá skalt þú taka vatn úr ánni og ausa því upp á þurrt land, og mun þá það vatn er þú tekur úr ánni verða að blóði á þurrlendinu."
14 Jesús kom í hús Péturs og sá, að tengdamóðir hans lá með sótthita.
15 Hann snart hönd hennar, og sótthitinn fór úr henni. Hún reis á fætur og gekk honum fyrir beina.
16 Þegar kvöld var komið, færðu menn til hans marga, er haldnir voru illum öndum. Illu andana rak hann út með orði einu, og alla þá, er sjúkir voru, læknaði hann.
17 Það átti að rætast, sem sagt er fyrir munn Jesaja spámanns: "Hann tók á sig mein vor og bar sjúkdóma vora."
by Icelandic Bible Society