Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
10 Konungadætur eru meðal vildarkvenna þinna, konungsbrúðurin stendur þér til hægri handar í skrúða Ófír-gulls.
11 "Heyr, dóttir, og hneig eyra þitt! Gleym þjóð þinni og föðurlandi,
12 að konungi megi renna hugur til fegurðar þinnar, því að hann er herra þinn og honum átt þú að lúta.
13 Frá Týrus munu menn koma með gjafir, auðugustu menn lýðsins leita hylli þinnar."
14 Eintómt skraut er konungsdóttirin, perlum sett og gullsaumi eru klæði hennar.
15 Í glitofnum klæðum er hún leidd fyrir konung, meyjar fylgja henni, vinkonur hennar eru færðar fram fyrir þig.
16 Þær eru leiddar inn með fögnuði og gleði, þær fara inn í höll konungs.
17 Í stað feðra þinna komi synir þínir, þú munt gjöra þá að höfðingjum um land allt.
18 Þá gekk hann inn til föður síns og mælti: "Faðir minn!" Og hann svaraði: "Hér er ég. Hver ert þú, son minn?"
19 Og Jakob sagði við föður sinn: "Ég er Esaú, sonur þinn frumgetinn. Ég hefi gjört sem þú bauðst mér. Sestu nú upp og et af villibráð minni, svo að sál þín blessi mig."
20 Og Ísak sagði við son sinn: "Hvernig máttir þú svo skjótlega finna nokkuð, son minn?" Og hann mælti: "Drottinn, Guð þinn, lét það verða á vegi mínum."
21 Þá sagði Ísak við Jakob: "Kom þú samt nær, að ég megi þreifa á þér, son minn, hvort þú sannlega ert Esaú sonur minn eða ekki."
22 Jakob gekk þá að Ísak föður sínum, og hann þreifaði á honum og mælti: "Röddin er rödd Jakobs, en hendurnar eru hendur Esaú."
23 Og hann þekkti hann ekki, því að hendur hans voru loðnar eins og hendur Esaú bróður hans, og hann blessaði hann.
24 Og hann mælti: "Ert þú þá Esaú sonur minn?" Og hann svaraði: "Ég er hann."
25 Þá sagði hann: "Kom þú þá með það, að ég eti af villibráð sonar míns, svo að sál mín megi blessa þig." Og hann færði honum það og hann át, og hann bar honum vín og hann drakk.
26 Og Ísak faðir hans sagði við hann: "Kom þú nær og kyss þú mig, son minn!"
27 Og hann gekk að honum og kyssti hann. Kenndi hann þá ilm af klæðum hans og blessaði hann og mælti: Sjá, ilmurinn af syni mínum er sem ilmur af akri, sem Drottinn hefir blessað.
28 Guð gefi þér dögg af himni og feiti jarðar og gnægð korns og víns.
29 Þjóðir skulu þjóna þér og lýðir lúta þér. Þú skalt vera herra bræðra þinna, og synir móður þinnar skulu lúta þér. Bölvaður sé hver sá, sem bölvar þér, en blessaður sé hver sá, sem blessar þig!
21 Á sömu stundu varð hann glaður í heilögum anda og sagði: "Ég vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum, en opinberað það smælingjum. Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.
22 Allt er mér falið af föður mínum, og enginn veit, hver sonurinn er, nema faðirinn, né hver faðirinn er, nema sonurinn og sá sem sonurinn vill opinbera hann."
23 Og hann sneri sér að lærisveinum sínum og sagði við þá einslega: "Sæl eru þau augu, sem sjá það sem þér sjáið.
24 Því að ég segi yður: Margir spámenn og konungar vildu sjá það sem þér sjáið, en sáu það ekki, og heyra það sem þér heyrið, en heyrðu það ekki."
by Icelandic Bible Society