Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
29 Davíðssálmur. Tjáið Drottni vegsemd, þér guðasynir, tjáið Drottni vegsemd og vald.
2 Tjáið Drottni dýrð þá er nafni hans hæfir, fallið fram fyrir Drottni í helgum skrúða.
3 Raust Drottins hljómar yfir vötnunum, Guð dýrðarinnar lætur þrumur drynja, Drottinn ríkir yfir hinum miklu vötnum.
4 Raust Drottins hljómar með krafti, raust Drottins hljómar með tign.
5 Raust Drottins brýtur sundur sedrustré, Drottinn brýtur sundur sedrustrén á Líbanon.
6 Hann lætur Líbanonfjöll hoppa eins og kálfa og Hermonfjall eins og ungan vísund.
7 Raust Drottins klýfur eldsloga.
8 Raust Drottins lætur eyðimörkina skjálfa, Drottinn lætur Kadeseyðimörk skjálfa.
9 Raust Drottins lætur hindirnar bera fyrir tímann og gjörir skógana nakta, og allt í helgidómi hans segir: Dýrð!
10 Drottinn situr í hásæti uppi yfir flóðinu, Drottinn mun ríkja sem konungur að eilífu.
11 Drottinn veitir lýð sínum styrkleik, Drottinn blessar lýð sinn með friði.
39 Veiðir þú bráðina fyrir ljónynjuna, og seður þú græðgi ungljónanna,
40 þá er þau kúra í bæli sínu og vaka yfir veiði í þéttum runni?
41 Hver býr hrafninum fæðu hans, þá er ungar hans hrópa til Guðs, flögra til og frá ætislausir?
39 Veist þú tímann, nær steingeiturnar bera? Gefur þú gaum að fæðingarhríðum hindanna?
2 Telur þú mánuðina, sem þær ganga með, og veist þú tímann, nær þær bera?
3 Þær leggjast á knén, fæða kálfa sína, þær losna fljótt við kvalir sínar.
4 Kálfar þeirra verða sterkir, vaxa í haganum, fara burt og koma ekki aftur til þeirra.
5 Hver hefir látið skógarasnann ganga lausan og hver hefir leyst fjötra villiasnans,
6 sem ég hefi gefið eyðivelli að bústað og saltsléttu að heimkynni?
7 Hann hlær að hávaða borgarinnar, hann heyrir ekki köll rekstrarmannsins.
8 Það sem hann leitar uppi á fjöllunum, er haglendi hans, og öllu því sem grænt er, sækist hann eftir.
9 Mun vísundurinn vera fús til að þjóna þér eða mun hann standa um nætur við stall þinn?
10 Getur þú bundið vísundinn með bandinu við plógfarið eða mun hann herfa dalgrundirnar á eftir þér?
11 Reiðir þú þig á hann, af því að kraftur hans er mikill, og trúir þú honum fyrir arði þínum?
12 Treystir þú honum til að flytja sáð þitt heim og til að safna því á þreskivöll þinn?
12 En svo ég minnist á gáfur andans, bræður, þá vil ég ekki að þér séuð fáfróðir um þær.
2 Þér vitið, að þegar þér voruð heiðingjar, þá létuð þér leiða yður til mállausra skurðgoðanna, rétt eins og verkast vildi.
3 Fyrir því læt ég yður vita, að enginn, sem talar af Guðs anda, segir: "Bölvaður sé Jesús!" og enginn getur sagt: "Jesús er Drottinn!" nema af heilögum anda.
by Icelandic Bible Society