Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Semicontinuous)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with sequential stories told across multiple weeks.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 8

Til söngstjórans. Á gittít. Davíðssálmur.

Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina! Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn.

Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú gjört þér vígi til varnar gegn óvinum þínum, til þess að þagga niður í hefndargirni óvinarins.

Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað,

hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess?

Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann.

Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, allt lagðir þú að fótum hans:

sauðfénað allan og uxa, og auk þess dýr merkurinnar,

fugla loftsins og fiska hafsins, allt það er fer hafsins vegu.

10 Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina!

Jobsbók 38:12-21

12 Hefir þú nokkurn tíma á ævi þinni boðið út morgninum, vísað morgunroðanum á stað hans,

13 til þess að hann gripi í jaðar jarðarinnar og hinir óguðlegu yrðu hristir af henni?

14 Hún breytist eins og leir undir signeti, og allt kemur fram eins og á klæði.

15 Og hinir óguðlegu verða sviptir ljósinu og hinn upplyfti armleggur sundur brotinn.

16 Hefir þú komið að uppsprettum hafsins og gengið á botni undirdjúpsins?

17 Hafa hlið dauðans opnast fyrir þér og hefir þú séð hlið svartamyrkursins?

18 Hefir þú litið yfir breidd jarðarinnar? Seg fram, fyrst þú veist það allt saman.

19 Hvar er vegurinn þangað sem ljósið býr, og myrkrið _ hvar á það heima,

20 svo að þú gætir flutt það heim í landareign þess og þekktir göturnar heim að húsi þess?

21 Þú veist það, því að þá fæddist þú, og tala daga þinna er há!

Síðara bréf Páls til Tímó 1:12-14

12 Fyrir þá sök líð ég og þetta. En eigi fyrirverð ég mig, því að ég veit á hvern ég trúi. Og ég er sannfærður um, að hann er þess megnugur að varðveita það, sem mér er trúað fyrir, þar til dagurinn kemur.

13 Haf þér til fyrirmyndar heilnæmu orðin, sem þú heyrðir mig flytja. Stattu stöðugur í þeirri trú og þeim kærleika, sem veitist í Kristi Jesú.

14 Varðveittu hið góða, sem þér er trúað fyrir, með hjálp heilags anda, sem í oss býr.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society