Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Semicontinuous)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with sequential stories told across multiple weeks.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 31:9-16

og eigi ofurselt mig óvinunum, en sett fót minn á víðlendi.

10 Líkna mér, Drottinn, því að ég er í nauðum staddur, döpruð af harmi eru augu mín, sál mín og líkami.

11 Ár mín líða í harmi og líf mitt í andvörpum, mér förlast kraftur sakir sektar minnar, og bein mín tærast.

12 Ég er að spotti öllum óvinum mínum, til háðungar nábúum mínum og skelfing kunningjum mínum: þeir sem sjá mig á strætum úti flýja mig.

13 Sem dáinn maður er ég gleymdur hjörtum þeirra, ég er sem ónýtt ker.

14 Ég heyri illyrði margra, _ skelfing er allt um kring _ þeir bera ráð sín saman móti mér, hyggja á að svipta mig lífi.

15 En ég treysti þér, Drottinn, ég segi: "Þú ert Guð minn!"

16 Í þinni hendi eru stundir mínar, frelsa mig af hendi óvina minna og ofsækjenda.

Jobsbók 13:13-19

13 Þegið og látið mig í friði, þá mun ég mæla, og komi yfir mig hvað sem vill.

14 Ég stofna sjálfum mér í hættu og legg lífið undir.

15 Sjá, hann mun deyða mig _ ég bíð hans, aðeins vil ég verja breytni mína fyrir augliti hans.

16 Það skal og verða mér til sigurs, því að guðlaus maður kemur ekki fyrir auglit hans.

17 Hlýðið því gaumgæfilega á ræðu mína, og vörn mín gangi yður í eyru.

18 Sjá, ég hefi undirbúið málið, ég veit, að ég verð dæmdur sýkn.

19 Hver er sá, er deila vilji við mig? þá skyldi ég þegja og gefa upp andann.

Bréf Páls til Filippímann 1:21-30

21 Því að lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur.

22 En eigi ég áfram að lifa á jörðinni, þá verður meiri árangur af starfi mínu. Veit ég eigi hvort ég á heldur að kjósa.

23 Ég á úr tvennu vöndu að ráða: Mig langar til að fara héðan og vera með Kristi, því að það væri miklu betra.

24 En yðar vegna er það nauðsynlegra, að ég haldi áfram að lifa hér á jörðu.

25 Og í trausti þess veit ég, að ég mun lifa og halda áfram að vera hjá yður öllum, yður til framfara og gleði í trúnni.

26 Þegar ég kem aftur til yðar, getið þér vegna mín enn framar hrósað yður í Kristi Jesú.

27 En hvað sem öðru líður, þá hegðið yður eins og samboðið er fagnaðarerindinu um Krist. Hvort sem ég kem og heimsæki yður eða ég er fjarverandi, skal ég fá að heyra um yður, að þér standið stöðugir í einum anda og berjist saman með einni sál fyrir trúnni á fagnaðarerindið

28 og látið í engu skelfast af mótstöðumönnunum. Fyrir þá er það merki frá Guði um glötun þeirra, en um hjálpræði yðar.

29 Því að yður er veitt sú náð fyrir Krists sakir, ekki einungis að trúa á hann, heldur og að þola þjáningar hans vegna.

30 Nú eigið þér í sömu baráttu sem þér sáuð mig heyja og heyrið enn um mig.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society