Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Semicontinuous)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with sequential stories told across multiple weeks.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 6

Til söngstjórans. Með strengjaleik á áttstrengjað hljóðfæri. Davíðssálmur.

Drottinn, refsa mér ekki í reiði þinni og tyfta mig ekki í gremi þinni.

Líkna mér, Drottinn, því að ég örmagnast, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast.

Sál mín er óttaslegin, en þú, ó Drottinn _ hversu lengi?

Snú þú aftur, Drottinn, frelsa sálu mína, hjálpa mér sakir elsku þinnar.

Því að enginn minnist þín í dánarheimum, hver skyldi lofa þig hjá Helju?

Ég er þreyttur af andvörpum mínum, ég lauga rekkju mína í tárum, læt hvílu mína flóa hverja nótt.

Augu mín eru döpruð af harmi, orðin sljó sakir allra óvina minna.

Farið frá mér, allir illgjörðamenn, því að Drottinn hefir heyrt grátraust mína.

10 Drottinn hefir heyrt grátbeiðni mína, Drottinn tekur á móti bæn minni.

11 Allir óvinir mínir skulu verða til skammar og skelfast mjög, hraða sér sneyptir burt.

Síðari bók konunganna 6:1-7

Spámannasveinarnir sögðu við Elísa: "Húsrýmið, þar sem vér búum hjá þér, er of lítið fyrir oss.

Leyf oss að fara ofan að Jórdan og taka þar sinn bjálkann hver, til þess að vér getum gjört oss bústað." Hann mælti: "Farið þér!"

En einn af þeim mælti: "Gjör oss þann greiða að fara með þjónum þínum." Hann mælti: "Ég skal fara."

Síðan fór hann með þeim. Þegar þeir komu að Jórdan, tóku þeir að höggva tré.

En er einn þeirra var að fella bjálka, hraut öxin af skafti út á ána. Hljóðaði hann þá upp yfir sig og mælti: "Æ, herra minn _ og það var lánsöxi!"

Þá sagði guðsmaðurinn: "Hvar datt hún?" Og er hann sýndi honum staðinn, sneið hann af viðargrein, skaut henni þar ofan í ána og lét járnið fljóta.

Síðan sagði hann: "Náðu henni nú upp!" Þá rétti hann út höndina og náði henni.

Lúkasarguðspjall 10:13-16

13 Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gjörst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gjörðust í ykkur, hefðu þeir löngu iðrast og setið í sekk og ösku.

14 En Týrus og Sídon mun bærilegra í dóminum en ykkur.

15 Og þú Kapernaum! Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða.

16 Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér. En sá sem hafnar mér, hafnar þeim er sendi mig."

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society