Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
8 Til söngstjórans. Á gittít. Davíðssálmur.
2 Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina! Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn.
3 Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú gjört þér vígi til varnar gegn óvinum þínum, til þess að þagga niður í hefndargirni óvinarins.
4 Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað,
5 hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess?
6 Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann.
7 Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, allt lagðir þú að fótum hans:
8 sauðfénað allan og uxa, og auk þess dýr merkurinnar,
9 fugla loftsins og fiska hafsins, allt það er fer hafsins vegu.
10 Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina!
4 Heyrið, synir, áminning föður yðar og hlýðið til, svo að þér lærið hyggindi!
2 Því að góðan lærdóm gef ég yður, hafnið eigi kenning minni!
3 Þegar ég var sonur í föðurhúsum, viðkvæmt einkabarn heima hjá móður minni,
4 þá kenndi faðir minn mér og sagði við mig: "Hjarta þitt haldi fast orðum mínum, varðveit þú boðorð mín, og muntu lifa!
5 Afla þér visku, afla þér hygginda! Gleym eigi og vík eigi frá orðum munns míns!
6 Hafna henni eigi, þá mun hún varðveita þig, elska hana, þá mun hún vernda þig.
7 Upphaf viskunnar er: afla þér visku, afla þér hygginda fyrir allar eigur þínar!
8 Haf hana í hávegum, þá mun hún hefja þig, hún mun koma þér til vegs, ef þú umfaðmar hana.
9 Hún mun setja yndislegan sveig á höfuð þér, sæma þig prýðilegri kórónu."
41 Foreldrar hans ferðuðust ár hvert til Jerúsalem á páskahátíðinni.
42 Og þegar hann var tólf ára gamall, fóru þau upp þangað eins og siður var á hátíðinni.
43 Þau voru þar út hátíðisdagana. En þegar þau sneru heimleiðis, varð sveinninn Jesús eftir í Jerúsalem, og vissu foreldrar hans það eigi.
44 Þau hugðu, að hann væri með samferðafólkinu, og fóru eina dagleið og leituðu hans meðal frænda og kunningja.
45 En þau fundu hann ekki og sneru þá aftur til Jerúsalem og leituðu hans.
46 Eftir þrjá daga fundu þau hann í helgidóminum. Þar sat hann mitt á meðal lærifeðranna, hlýddi á þá og spurði þá.
47 En alla, sem heyrðu til hans, furðaði stórum á skilningi hans og andsvörum.
48 Og er þau sáu hann þar, brá þeim mjög, og móðir hans sagði við hann: "Barn, hví gjörðir þú okkur þetta? Við faðir þinn höfum leitað þín harmþrungin."
49 Og hann sagði við þau: "Hvers vegna voruð þið að leita að mér? Vissuð þið ekki, að mér ber að vera í húsi föður míns?"
50 En þau skildu ekki það er hann talaði við þau.
51 Og hann fór heim með þeim og kom til Nasaret og var þeim hlýðinn. En móðir hans geymdi allt þetta í hjarta sér.
52 Og Jesús þroskaðist að visku og vexti, og náð hjá Guði og mönnum.
by Icelandic Bible Society