Revised Common Lectionary (Semicontinuous)
124 Hefði það ekki verið Drottinn sem var með oss, _ skal Ísrael segja _
2 hefði það ekki verið Drottinn sem var með oss, þegar menn risu í móti oss,
3 þá hefðu þeir gleypt oss lifandi, þegar reiði þeirra bálaðist upp í móti oss.
4 Þá hefðu vötnin streymt yfir oss, elfur gengið yfir oss,
5 þá hefðu gengið yfir oss hin beljandi vötn.
6 Lofaður sé Drottinn, er ekki gaf oss tönnum þeirra að bráð.
7 Sál vor slapp burt eins og fugl úr snöru fuglarans. Brast snaran, burt sluppum vér.
8 Hjálp vor er í nafni Drottins, skapara himins og jarðar.
15 Er bræður Jósefs sáu að faðir þeirra var dáinn, hugsuðu þeir: "En ef Jósef nú fjandskapaðist við oss og launaði oss allt hið illa, sem vér höfum gjört honum!"
16 Og þeir gjörðu Jósef svolátandi orðsending: "Faðir þinn mælti svo fyrir, áður en hann dó:
17 ,Þannig skuluð þér mæla við Jósef: Æ, fyrirgef bræðrum þínum misgjörð þeirra og synd, að þeir gjörðu þér illt.` Fyrirgef því misgjörðina þjónum þess Guðs, sem faðir þinn dýrkaði." Og Jósef grét, er þeir mæltu svo til hans.
18 Því næst komu bræður hans sjálfir og féllu fram fyrir honum og sögðu: "Sjá, vér erum þrælar þínir."
19 En Jósef sagði við þá: "Óttist ekki, því að er ég í Guðs stað?
20 Þér ætluðuð að gjöra mér illt, en Guð sneri því til góðs, til að gjöra það, sem nú er fram komið, að halda lífinu í mörgu fólki.
21 Verið því óhræddir, ég skal annast yður og börn yðar." Síðan hughreysti hann þá og talaði við þá blíðlega.
22 Jósef bjó í Egyptalandi, hann og ættlið föður hans. Og Jósef varð hundrað og tíu ára gamall.
23 Og Jósef sá niðja Efraíms í þriðja lið. Og synir Makírs, sonar Manasse, fæddust á kné Jósefs.
24 Og Jósef sagði við bræður sína: "Nú mun ég deyja. En Guð mun vissulega vitja yðar og flytja yður úr þessu landi til þess lands, sem hann hefir svarið Abraham, Ísak og Jakob."
25 Og Jósef tók eið af Ísraels sonum og mælti: "Sannlega mun Guð vitja yðar. Flytjið þá bein mín héðan."
5 Þegar lærisveinarnir fóru yfir um vatnið, höfðu þeir gleymt að taka með sér brauð.
6 Jesús sagði við þá: "Gætið yðar, varist súrdeig farísea og saddúkea."
7 En þeir ræddu sín á milli, að þeir hefðu ekki tekið brauð.
8 Jesús varð þess vís og sagði: "Hvað eruð þér að tala um það, trúlitlir menn, að þér hafið ekki brauð?
9 Skynjið þér ekki enn? Minnist þér ekki brauðanna fimm handa fimm þúsundum og hve margar körfur þér tókuð saman?
10 Eða brauðanna sjö handa fjórum þúsundum og hve margar körfur þér tókuð saman?
11 Hvernig má það vera, að þér skynjið ekki, að ég var ekki að tala um brauð við yður. Varist súrdeig farísea og saddúkea."
12 Þá skildu þeir, að hann hafði ekki talað um að varast súrdeig í brauði, heldur kenningu farísea og saddúkea.
by Icelandic Bible Society