Revised Common Lectionary (Complementary)
131 Drottinn, hjarta mitt er eigi dramblátt né augu mín hrokafull. Ég fæst eigi við mikil málefni, né þau sem mér eru ofvaxin.
2 Sjá, ég hefi sefað sál mína og þaggað niður í henni. Eins og afvanið barn hjá móður sinni, svo er sál mín í mér.
3 Vona, Ísrael, á Drottin, héðan í frá og að eilífu.
22 Lygavarir eru Drottni andstyggð, en þeir sem sannleik iðka, eru yndi hans.
23 Kænn maður fer dult með þekking sína, en hjarta heimskingjanna fer hátt með flónsku sína.
24 Hönd hinna iðnu mun drottna, en hangandi höndin verður vinnuskyld.
25 Hugsýki beygir manninn, en vingjarnlegt orð gleður hann.
26 Hinum réttláta vegnar betur en öðrum, en vegur óguðlegra leiðir þá í villu.
27 Letinginn nær ekki villibráðinni, en iðnin er manninum dýrmætur auður.
28 Á vegi réttlætisins er líf, en glæpaleiðin liggur út í dauðann.
19 En ég hef þá von til Drottins Jesú, að ég muni bráðum geta sent Tímóteus til yðar, til þess að mér verði einnig hughægra, þá er ég fæ að vita um hagi yðar.
20 Ég hef engan honum líkan, sem lætur sér eins einlæglega annt um hagi yðar. _
21 Allir leita þess, sem sjálfra þeirra er, en ekki þess, sem Krists Jesú er. _
22 En þér vitið, hvernig hann hefur reynst, að hann hefur þjónað að boðun fagnaðarerindisins með mér eins og barn með föður sínum.
23 Hann vona ég þá að geta sent, jafnskjótt og ég sé, hvað um mig verður.
24 En ég ber það traust til Drottins, að ég muni og bráðum koma sjálfur.
by Icelandic Bible Society