Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Complementary)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with thematically matched Old and New Testament readings.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 103:1-13

103 Davíðssálmur. Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn,

lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.

Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein,

leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn.

Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem örninn.

Drottinn fremur réttlæti og veitir rétt öllum kúguðum.

Hann gjörði Móse vegu sína kunna og Ísraelsbörnum stórvirki sín.

Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur.

Hann þreytir eigi deilur um aldur og er eigi eilíflega reiður.

10 Hann hefir eigi breytt við oss eftir syndum vorum og eigi goldið oss eftir misgjörðum vorum,

11 heldur svo hár sem himinninn er yfir jörðunni, svo voldug er miskunn hans við þá er óttast hann.

12 Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hefir hann fjarlægt afbrot vor frá oss.

13 Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefir Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann.

Sálmarnir 103:22

22 Lofið Drottin, öll verk hans, á hverjum stað í ríki hans. Lofa þú Drottin, sála mín.

Esekíel 16:53-63

53 Ég mun snúa við högum þeirra, högum Sódómu og dætra hennar og högum Samaríu og dætra hennar, og ég mun og snúa við högum þínum meðal þeirra,

54 til þess að þú berir smán þína og skammist þín fyrir allt það, sem þú hefir gjört og með því orðið þeim til hugfróunar.

55 Og systur þínar, Sódóma og dætur hennar, skulu aftur komast í sitt fyrra gengi, og Samaría og dætur hennar skulu og aftur komast í sitt fyrra gengi, og þú og dætur þínar skuluð aftur komast í yðar fyrra gengi.

56 Og þó tókst þú ekki nafn Sódómu systur þinnar þér í munn á þínum ofdrambsdögum,

57 þá er vonska þín var enn ekki ber orðin, eins og í þann tíð, er dætur Edóms smánuðu þig og allar dætur Filista, sem óvirtu þig úr öllum áttum.

58 Fyrir saurlifnað þinn og svívirðingar, fyrir þær hefir þú gjöld tekið _ segir Drottinn.

59 Svo segir Drottinn Guð: Ég gjöri við þig, eins og þú hefir gjört, þar sem þú hafðir eiðinn að engu og raufst sáttmálann.

60 En þó vil ég minnast sáttmála míns, þess er ég við þig gjörði á dögum æsku þinnar, og binda við þig eilífan sáttmála.

61 Þá munt þú minnast breytni þinnar og blygðast þín, er ég tek eldri systur þínar og yngri og gef þér þær svo sem dætur, en ekki vegna sáttmála þíns.

62 Og ég vil binda við þig sáttmála, og þú skalt viðurkenna, að ég er Drottinn,

63 til þess að þú minnist þess og skammist þín og ljúkir eigi framar upp munni þínum sakir blygðunar, er ég fyrirgef þér allt það, sem þú hefir gjört _ segir Drottinn Guð."

Jóhannesarguðspjall 7:53-8:11

53 [Nú fór hver heim til sín.

En Jesús fór til Olíufjallsins.

Snemma morguns kom hann aftur í helgidóminn, og allur lýður kom til hans, en hann settist og tók að kenna þeim.

Farísear og fræðimenn koma með konu, staðna að hórdómi, létu hana standa mitt á meðal þeirra

og sögðu við hann: "Meistari, kona þessi var staðin að verki, þar sem hún var að drýgja hór.

Móse bauð oss í lögmálinu að grýta slíkar konur. Hvað segir þú nú?"

Þetta sögðu þeir til að reyna hann, svo þeir hefðu eitthvað að ákæra hann fyrir. En Jesús laut niður og skrifaði með fingrinum á jörðina.

Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann, rétti hann sig upp og sagði við þá: "Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana."

Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina.

Þegar þeir heyrðu þetta, fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir, og konan stóð í sömu sporum.

10 Hann rétti sig upp og sagði við hana: "Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?"

11 En hún sagði: "Enginn, herra." Jesús mælti: "Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar."]

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society