Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Complementary)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with thematically matched Old and New Testament readings.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 103:1-13

103 Davíðssálmur. Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn,

lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.

Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein,

leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn.

Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem örninn.

Drottinn fremur réttlæti og veitir rétt öllum kúguðum.

Hann gjörði Móse vegu sína kunna og Ísraelsbörnum stórvirki sín.

Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur.

Hann þreytir eigi deilur um aldur og er eigi eilíflega reiður.

10 Hann hefir eigi breytt við oss eftir syndum vorum og eigi goldið oss eftir misgjörðum vorum,

11 heldur svo hár sem himinninn er yfir jörðunni, svo voldug er miskunn hans við þá er óttast hann.

12 Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hefir hann fjarlægt afbrot vor frá oss.

13 Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefir Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann.

Sálmarnir 103:22

22 Lofið Drottin, öll verk hans, á hverjum stað í ríki hans. Lofa þú Drottin, sála mín.

Esekíel 16:44-52

44 Sjá, hver sá, er málsháttu tíðkar, mun um þig hafa málsháttinn: ,Mær er jafnan móður lík!`

45 Þú ert dóttir móður þinnar, sem rak burt bónda sinn og börn sín, og þú ert systir systra þinna, sem ráku burt bændur sína og börn sín. Móðir yðar var Hetíti og faðir yðar Amoríti.

46 Og eldri systir þín er Samaría og dætur hennar, hún býr þér til vinstri handar, og yngri systir þín, sú er býr þér til hægri handar, er Sódóma og dætur hennar.

47 Að vísu gekkst þú ekki í fyrstu á þeirra vegum og framdir ekki aðrar eins svívirðingar og þær, en brátt gjörðist þú enn spilltari en þær í allri breytni þinni.

48 Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn Guð: Sódóma systir þín og dætur hennar hafa ekki aðhafst slíkt sem þú og dætur þínar hafa aðhafst.

49 Sjá, synd Sódómu systur þinnar var ofdramb. Hún og dætur hennar höfðu gnótt matar og lifðu góðu lífi í makindum, en réttu þó ekki hinum voluðu og fátæku hjálparhönd.

50 Þær urðu drambsfullar og frömdu svívirðingar fyrir augum mér. Þá svipti ég þeim í burt, er ég sá það.

51 Samaría hefir ekki drýgt helminginn af þínum syndum. Þú hefir framið miklu meiri svívirðingar en þær, og þann veg sýnt með öllum þeim svívirðingum, er þú hefir framið, að systur þínar eru betri en þú.

52 Ber þú nú og sjálf smán þína. Þú sem hefir flutt málsvörn fyrir systur þínar með syndum þínum, er voru andstyggilegri en þeirra, svo að þær eru hátíð hjá þér. Skammastu þín því og berðu smán þína fyrir það, að þú hefir sýnt að systur þínar eru betri en þú.

Síðara almenna bréf Péturs 1:1-11

Símon Pétur, þjónn og postuli Jesú Krists, heilsar þeim, sem hlotið hafa hina sömu dýrmætu trú og vér fyrir réttlæti Guðs vors og frelsara vors Jesú Krists.

Náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú, Drottni vorum.

Hans guðdómlegi máttur hefur veitt oss allt, sem leiðir til lífs og guðrækni með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð.

Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur.

Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu,

í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni,

í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika.

Því ef þér hafið þetta til að bera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir í þekkingunni á Drottni vorum Jesú Kristi.

En sá, sem ekki hefur þetta til að bera, er blindur í skammsýni sinni og hefur gleymt hreinsun fyrri synda sinna.

10 Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa. Ef þér gjörið þetta, munuð þér aldrei hrasa.

11 Á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society