Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

New Testament in a Year

Read the New Testament from start to finish, from Matthew to Revelation.
Duration: 365 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Lúkasarguðspjall 18:24-43

24 Jesús sá það og sagði: "Hve torvelt er þeim, sem auðinn hafa, að ganga inn í Guðs ríki.

25 Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki."

26 En þeir, sem á hlýddu, spurðu: "Hver getur þá orðið hólpinn?"

27 Hann mælti: "Það sem mönnum er um megn, það megnar Guð."

28 Þá sagði Pétur: "Vér yfirgáfum allt, sem vér áttum, og fylgdum þér."

29 Jesús sagði við þá: "Sannlega segi ég yður, að enginn hefur yfirgefið heimili, konu, bræður, foreldra eða börn Guðs ríkis vegna

30 án þess að hann fái margfalt aftur á þessum tíma og í hinum komandi heimi eilíft líf."

31 Hann tók þá tólf til sín og sagði við þá: "Nú förum vér upp til Jerúsalem, og mun allt það koma fram við Mannssoninn, sem skrifað er hjá spámönnunum.

32 Hann verður framseldur heiðingjum, menn munu hæða hann, misþyrma honum og hrækja á hann.

33 Þeir munu húðstrýkja hann og lífláta, en á þriðja degi mun hann upp rísa."

34 En þeir skildu ekkert af þessu, orð þessi voru þeim hulin, og þeir skynjuðu ekki það, sem sagt var.

35 Svo bar við, er hann nálgaðist Jeríkó, að blindur maður sat þar við veginn og betlaði.

36 Hann heyrði, að mannfjöldi gekk hjá, og spurði, hvað um væri að vera.

37 Var honum sagt, að Jesús frá Nasaret færi hjá.

38 Þá hrópaði hann: "Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér!"

39 En þeir sem á undan fóru, höstuðu á hann, að hann þegði. En hann hrópaði því meir: "Sonur Davíðs, miskunna þú mér!"

40 Jesús nam staðar og bauð að leiða hann til sín. Er hann kom nær, spurði Jesús hann:

41 "Hvað vilt þú, að ég gjöri fyrir þig?" Hinn svaraði: "Herra, að ég fái aftur sjón."

42 Jesús sagði við hann: "Fá þú aftur sjónina. Trú þín hefur bjargað þér."

43 Jafnskjótt fékk hann sjónina. Og hann fylgdi honum og lofaði Guð. En allt fólkið, er sá þetta, vegsamaði Guð.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society