Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

New Testament in a Year

Read the New Testament from start to finish, from Matthew to Revelation.
Duration: 365 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Lúkasarguðspjall 14:25-35

25 Mikill fjöldi fólks var honum samferða. Hann sneri sér við og sagði við þá:

26 "Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn.

27 Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér, getur ekki verið lærisveinn minn.

28 Hver yðar sest ekki fyrst við, ef hann ætlar að reisa turn, og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu?

29 Ella má svo fara, að hann leggi undirstöðu, en fái ekki við lokið, og allir, sem það sjá, taki að spotta hann

30 og segja: ,Þessi maður fór að byggja, en gat ekki lokið.`

31 Eða hvaða konungur fer með hernaði gegn öðrum konungi og sest ekki fyrst við og ráðgast um, hvort honum sé fært að mæta með tíu þúsundum þeim er fer á móti honum með tuttugu þúsundir?

32 Sé svo ekki, gerir hann menn á fund hans, meðan hann er enn langt undan, og spyr um friðarkosti.

33 Þannig getur enginn yðar verið lærisveinn minn, nema hann segi skilið við allt sem hann á.

34 Saltið er gott, en ef saltið sjálft dofnar, með hverju á þá að krydda það?

35 Hvorki er það hæft á tún né taðhaug. Því er fleygt. Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri."

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society