M’Cheyne Bible Reading Plan
7 Synir Íssakars: Tóla, Púa, Jasúb og Simron _ fjórir alls.
2 Synir Tóla: Ússí, Refaja, Jeríel, Jahemaí, Jíbsam og Samúel. Voru þeir höfðingjar í ættum sínum í Tóla, kappar miklir í ættum sínum; voru þeir á dögum Davíðs tuttugu og tvö þúsund og sex hundruð að tölu.
3 Synir Ússí voru: Jísrahja; synir Jísrahja: Míkael, Óbadía, Jóel, Jissía, alls fimm ætthöfðingjar.
4 Og til þeirra töldust eftir ættum þeirra, eftir frændliði þeirra, hermannasveitir, þrjátíu og sex þúsund manns, því að þeir áttu margar konur og börn.
5 Og frændur þeirra, allar ættir Íssakars, voru kappar miklir. Töldust þeir alls vera áttatíu og sjö þúsundir.
6 Synir Benjamíns: Bela, Beker, Jedíael _ þrír alls.
7 Og synir Bela: Esbón, Ússí, Ússíel, Jerímót og Írí, fimm alls. Voru þeir ætthöfðingjar og kappar miklir, og töldust þeir að vera tuttugu og tvö þúsund þrjátíu og fjórir.
8 Og synir Bekers: Semíra, Jóas, Elíeser, Eljóenaí, Omrí, Jeremót, Abía, Anatót og Alemet. Allir þessir voru synir Bekers.
9 Og þeir töldust eftir ættum sínum, ætthöfðingjum sínum, er voru kappar miklir, tuttugu þúsund og tvö hundruð.
10 Og synir Jedíaels: Bílhan; og synir Bílhans: Jeús, Benjamín, Ehúð, Kenaana, Setan, Tarsis og Ahísahar.
11 Allir þessir voru synir Jedíaels, ætthöfðingjar, kappar miklir, seytján þúsund og tvö hundruð vígra manna.
12 Súppím og Húppím voru synir Írs, en Húsím sonur Akers.
13 Synir Naftalí: Jahsíel, Gúní, Jeser og Sallúm, synir Bílu.
14 Synir Manasse: Asríel, er kona hans ól. Hin sýrlenska hjákona hans ól Makír, föður Gíleaðs.
15 Og Makír tók konu handa Húppím og Súppím, en systir hans hét Maaka. Hinn annar hét Selófhað, og Selófhað átti dætur.
16 Og Maaka, kona Makírs, ól son og nefndi hann Peres. En bróðir hans hét Seres, og synir hans voru Úlam og Rekem.
17 Og synir Úlams: Bedan. Þessir eru synir Gíleaðs Makírssonar, Manassesonar.
18 En Hammóleket systir hans ól Íshód, Abíeser og Mahela.
19 Og synir Semída voru: Ahjan, Sekem, Líkhí og Aníam.
20 Synir Efraíms: Sútela, hans son var Bered, hans son Tahat, hans son Eleada, hans son Tahat,
21 hans son Sóbad, hans son Sútela, Eser og Elead, en Gat-menn, þeir er fæddir voru í landinu, drápu þá, er þeir fóru til þess að ræna hjörðum þeirra.
22 Þá harmaði Efraím faðir þeirra lengi, og bræður hans komu til þess að hugga hann.
23 Og hann gekk inn til konu sinnar, og hún varð þunguð og ól son, og hann nefndi hann Bería, því að ógæfu hafði að borið í húsi hans.
24 En dóttir hans var Seera. Hún byggði neðri og efri Bet Hóron og Ússen Seera.
25 Og sonur hans var Refa og Resef. Hans son var Tela, hans son Tahan,
26 hans son Laedan, hans son Ammíhúd, hans son Elísama,
27 hans son Nún, hans son Jósúa.
28 Óðal þeirra og bústaðir voru: Betel og þorpin umhverfis, austur að Naaran og vestur að Geser og þorpunum umhverfis, enn fremur Síkem og þorpin umhverfis til Aja og þorpanna umhverfis.
29 Og í höndum Manassesona voru: Bet Sean og þorpin umhverfis, Taana og þorpin umhverfis, Megiddó og þorpin umhverfis, Dór og þorpin umhverfis. Þar bjuggu synir Jósefs, sonar Ísraels.
30 Synir Assers: Jímna, Jísva, Jísví og Bería, og systir þeirra var Seera.
31 Og synir Bería: Heber og Malkíel. Hann er faðir Birsaíts.
32 En Heber gat Jaflet, Semer, Hótam og Súu, systur þeirra.
33 Og synir Jaflets: Pasak, Bímehal og Asvat. Þessir voru synir Jaflets.
34 Og synir Semers: Ahí, Róhga, Húbba og Aram.
35 Og synir Helems, bróður hans: Sófa, Jímna, Seles og Amal.
36 Synir Sófa voru: Súa, Harnefer, Súal, Berí, Jímra,
37 Beser, Hód, Samma, Silsa, Jítran og Beera.
38 Og synir Jeters: Jefúnne, Pispa og Ara.
39 Og synir Úlla: Ara, Hanníel og Risja.
40 Allir þessir voru synir Assers, ætthöfðingjar, frábærir kappar, höfðingjar meðal þjóðhöfðingja. Töldust þeir, er skráðir voru til herþjónustu, tuttugu og sex þúsundir manns.
8 Benjamín gat Bela, frumgetning sinn, annan Asbel, þriðja Ahra,
2 fjórða Nóha, fimmta Rafa.
3 Og Bela átti að sonum: Addar, Gera, Abíhúd,
4 Abísúa, Naaman, Ahóa,
5 Gera, Sefúfan og Húram.
6 Þessir voru synir Ehúðs _ þessir voru ætthöfðingjar Gebabúa, og þeir herleiddu þá til Manahat,
7 og Naaman, Ahía og Gera, hann herleiddi þá _ hann gat Ússa og Ahíhúd.
8 Saharaím gat í Móabslandi, er hann hafði rekið þær frá sér, Húsím og Baöru konur sínar _
9 þá gat hann við Hódes konu sinni: Jóbab, Síbja, Mesa, Malkam,
10 Jeús, Sokja og Mirma. Þessir voru synir hans, ætthöfðingjar.
11 Og við Húsím gat hann Abítúb og Elpaal.
12 Og synir Elpaals voru: Eber, Míseam og Semer. Hann byggði Ónó og Lód og þorpin umhverfis.
13 Bería og Sema _ þeir voru ætthöfðingjar Ajalonbúa, þeir ráku burt íbúana í Gat _
14 og Elpaal bróðir hans og Sasak og Jeremót.
15 Sebadja, Arad, Eder,
16 Míkael, Jispa og Jóha voru synir Bería.
17 Sebadja, Mesúllam, Hiskí, Heber,
18 Jísmeraí, Jíslía og Jóbab voru synir Elpaals.
19 Jakím, Síkrí, Sabdí,
20 Elíenaí, Silletaí, Elíel,
21 Adaja, Beraja og Simrat voru synir Símeí.
22 Jíspan, Eber, Elíel,
23 Abdón, Síkrí, Hanan,
24 Hananja, Elam, Antótía,
25 Jífdeja og Penúel voru synir Sasaks.
26 Samseraí, Seharja, Atalja,
27 Jaaresja, Elía og Síkrí voru synir Jeróhams.
28 Þessir voru ætthöfðingjar í ættum sínum, höfðingjar. Þeir bjuggu í Jerúsalem.
29 Í Gíbeon bjuggu: Jegúel, faðir að Gíbeon, og kona hans hét Maaka.
30 Frumgetinn sonur hans var Abdón, þá Súr, Kís, Baal, Ner, Nadab,
31 Gedór, Ahjó og Seker.
32 En Míklót gat Símea. Einnig þeir bjuggu andspænis bræðrum sínum, hjá bræðrum sínum í Jerúsalem.
33 Ner gat Kís, og Kís gat Sál, og Sál gat Jónatan, Malkísúa, Abínadab og Esbaal.
34 Og sonur Jónatans var Meríbaal, og Meríbaal gat Míka,
35 og synir Míka voru: Píton, Melek, Tarea og Akas.
36 En Akas gat Jóadda, Jóadda gat Alemet, Asmavet og Simrí. Simrí gat Mósa,
37 Mósa gat Bínea, hans son var Rafa, hans son Eleasa, hans son Asel.
38 En Asel átti sex sonu. Þeir hétu: Asríkam, Bokrú, Ísmael, Searja, Óbadía og Hanan. Allir þessir voru synir Asels.
39 Synir Eseks bróður hans voru: Úlam, frumgetningurinn, annar Jeús, þriðji Elífelet.
40 Og synir Úlams voru kappar miklir, bogmenn góðir og áttu marga sonu og sonasonu, hundrað og fimmtíu alls. Allir þessir heyra til Benjamínssona.
11 Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.
2 Fyrir hana fengu mennirnir fyrr á tíðum góðan vitnisburð.
3 Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð.
4 Fyrir trú bar Abel fram fyrir Guð betri fórn en Kain, og fyrir trú fékk hann þann vitnisburð, að hann væri réttlátur, er Guð bar vitni um fórn hans. Með trú sinni talar hann enn, þótt dauður sé.
5 Fyrir trú var Enok burt numinn, að eigi skyldi hann dauðann líta. "Ekki var hann framar að finna, af því að Guð hafði numið hann burt." Áður en hann var burt numinn, hafði hann fengið þann vitnisburð, "að hann hefði verið Guði þóknanlegur."
6 En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita.
7 Fyrir trú fékk Nói bendingu um það, sem enn þá var ekki auðið að sjá. Hann óttaðist Guð og smíðaði örk til björgunar heimilisfólki sínu. Með trú sinni dæmdi hann heiminn og varð erfingi réttlætisins af trúnni.
8 Fyrir trú hlýddi Abraham, er hann var kallaður, og fór burt til staðar, sem hann átti að fá til eignar. Hann fór burt og vissi ekki hvert leiðin lá.
9 Fyrir trú settist hann að í hinu fyrirheitna landi eins og útlendingur og hafðist við í tjöldum, ásamt Ísak og Jakob, er voru samerfingjar með honum að hinu sama fyrirheiti.
10 Því að hann vænti þeirrar borgar, sem hefur traustan grunn, þeirrar, sem Guð er smiður að og byggingarmeistari.
11 Fyrir trú öðlaðist Abraham kraft til að eignast son, og þó var Sara óbyrja og hann kominn yfir aldur. Hann treysti þeim, sem fyrirheitið hafði gefið.
12 Þess vegna kom út af honum, einum manni, og það mjög ellihrumum, slík niðja mergð sem stjörnur eru á himni og sandkorn á sjávarströnd, er ekki verður tölu á komið.
13 Allir þessir menn dóu í trú, án þess að hafa öðlast fyrirheitin. Þeir sáu þau álengdar og fögnuðu þeim og játuðu, að þeir væru gestir og útlendingar á jörðinni.
14 Þeir, sem slíkt mæla, sýna með því, að þeir eru að leita eigin ættjarðar.
15 Hefðu þeir nú átt við ættjörðina, sem þeir fóru frá, þá hefðu þeir haft tíma til að snúa þangað aftur.
16 En nú þráðu þeir betri ættjörð, það er að segja himneska. Þess vegna blygðast Guð sín ekki fyrir þá, að kallast Guð þeirra, því að borg bjó hann þeim.
17 Fyrir trú fórnfærði Abraham Ísak, er hann var reyndur. Og Abraham, sem fengið hafði fyrirheitin, var reiðubúinn að fórnfæra einkasyni sínum.
18 Við hann hafði Guð mælt: "Afkomendur Ísaks munu taldir verða niðjar þínir."
19 Hann hugði, að Guð væri þess jafnvel megnugur að vekja upp frá dauðum. Þess vegna má svo að orði kveða, að hann heimti hann aftur úr helju.
20 Fyrir trú blessaði Ísak þá Jakob og Esaú einnig um ókomna tíma.
21 Fyrir trú blessaði Jakob báða sonu Jósefs, er hann var að dauða kominn og "laut fram á stafshúninn og baðst fyrir".
22 Fyrir trú minntist Jósef við ævilokin á brottför Ísraelssona og gjörði ráðstöfun fyrir beinum sínum.
23 Fyrir trú leyndu foreldrar Móse honum í þrjá mánuði eftir fæðingu hans, af því að þau sáu, að sveinninn var fríður, og þau létu eigi skelfast af skipun konungsins.
24 Fyrir trú hafnaði Móse því, er hann var orðinn fulltíða maður, að vera talinn dóttursonur Faraós,
25 og kaus fremur illt að þola með lýð Guðs en njóta skammvinns unaðar af syndinni.
26 Hann taldi vanvirðu Krists meiri auð en fjársjóðu Egyptalands, því að hann horfði fram til launanna.
27 Fyrir trú yfirgaf hann Egyptaland og óttaðist ekki reiði konungsins, en var öruggur eins og hann sæi hinn ósýnilega.
28 Fyrir trú hélt hann páska og lét rjóða blóðinu á húsin, til þess að eyðandi frumburðanna skyldi ekki snerta þá.
29 Fyrir trú gengu þeir gegnum Rauðahafið sem um þurrt land, og er Egyptar freistuðu þess, drukknuðu þeir.
30 Fyrir trú hrundu múrar Jeríkóborgar, er menn höfðu gengið í kringum þá í sjö daga.
31 Fyrir trú var það, að skækjan Rahab fórst ekki ásamt hinum óhlýðnu, þar sem hún hafði tekið vinsamlega móti njósnarmönnunum.
32 Hvað á ég að orðlengja framar um þetta? Mig mundi skorta tíma, ef ég færi að segja frá Gídeon, Barak, Samson og Jefta, og af Davíð, Samúel og spámönnunum.
33 Fyrir trú unnu þeir sigur á konungsríkjum, iðkuðu réttlæti, öðluðust fyrirheit. Þeir byrgðu gin ljóna,
34 slökktu eldsbál, komust undan sverðseggjum. Þeir urðu styrkir, þótt áður væru þeir veikir, gjörðust öflugir í stríði og stökktu fylkingum óvina á flótta.
35 Konur heimtu aftur sína framliðnu upprisna. Aðrir voru pyndaðir og þágu ekki lausn til þess að þeir öðluðust betri upprisu.
36 Aðrir urðu að sæta háðsyrðum og húðstrokum og þar á ofan fjötrum og fangelsi.
37 Þeir voru grýttir, sagaðir í sundur, höggnir með sverði. Þeir ráfuðu í gærum og geitskinnum, alls vana, aðþrengdir og illa haldnir.
38 Og ekki átti heimurinn slíka menn skilið. Þeir reikuðu um óbyggðir og fjöll og héldust við í hellum og gjótum.
39 En þó að allir þessir menn fengju góðan vitnisburð fyrir trú sína, hlutu þeir þó eigi fyrirheitið.
40 Guð hafði séð oss fyrir því sem betra var: Án vor skyldu þeir ekki fullkomnir verða.
5 Heyrið þetta orð, sem ég mæli yfir yður sem harmkvæði, þér Ísraelsmenn!
2 Fallin er mærin Ísrael, rís aldrei aftur, flöt liggur hún á sínu eigin landi, enginn reisir hana.
3 Svo segir Drottinn Guð: Sú borg, sem sendir frá sér þúsund manns, mun hafa eftir hundrað, og sú sem sendir frá sér hundrað, mun hafa eftir tíu í Ísraelsríki.
4 Svo segir Drottinn við Ísraels hús: Leitið mín, til þess að þér megið lífi halda.
5 En leitið ekki til Betel! Og til Gilgal skuluð þér ekki fara og yfir til Beerseba skuluð þér ekki halda. Því að Gilgal skal fara í útlegð og Betel verða að auðn.
6 Leitið Drottins, til þess að þér megið lífi halda. Ella mun hann ráðast á Jósefs hús eins og eldur og eyða, án þess að nokkur sé í Betel, sem slökkvi.
7 Þeir sem umhverfa réttinum í malurt og varpa réttlætinu til jarðar,
8 Hann, sem skóp sjöstjörnuna og Óríon, sem gjörir niðmyrkrið að björtum morgni og dag að dimmri nótt, sem kallaði á vötn sjávarins og jós þeim yfir jörðina, Drottinn er nafn hans.
9 Hann lætur eyðing leiftra yfir hina sterku, og eyðing kemur yfir vígi.
10 þeir hata þann, sem ver réttinn í borgarhliðinu, og hafa viðbjóð á þeim, sem talar satt.
11 Sökum þess að þér fótum troðið hina snauðu og takið af þeim gjafir í korni, þá skuluð þér að vísu byggja hús úr höggnu grjóti, en eigi búa í þeim, skuluð planta yndislega víngarða, en ekki drekka vínið, sem úr þeim kemur.
12 Því að ég veit, að misgjörðir yðar eru margar og syndir yðar miklar. Þér þröngvið hinum saklausa, þiggið mútur og hallið rétti hinna fátæku í borgarhliðinu.
13 Fyrir því þegir hygginn maður á slíkri tíð, því að það er vond tíð.
14 Leitið hins góða, en ekki hins illa, til þess að þér megið lífi halda, og þá mun Drottinn, Guð allsherjar vera með yður, eins og þér hafið sagt.
15 Hatið hið illa og elskið hið góða, eflið réttinn í borgarhliðinu. Má vera að Drottinn, Guð allsherjar miskunni sig þá yfir leifar Jósefs.
16 Fyrir því segir Drottinn, Guð allsherjar, Drottinn: Á öllum torgum skal vera harmakvein, og á öllum strætum skal sagt verða: "Vei, vei!" Og akurmennirnir skulu kalla þá er kveina kunna, til sorgarathafnar og harmakveins,
17 og í öllum víngörðum skal vera harmakvein, þá er ég fer um land þitt, _ segir Drottinn.
18 Vei þeim, sem óska þess, að dagur Drottins komi. Hvað skal yður dagur Drottins? Hann er dimmur, en ekki bjartur _
19 eins og ef maður flýði undan ljóni, en yrði á vegi fyrir bjarndýri, kæmist þó heim og styddi hendi sinni við húsvegginn, en þá biti höggormur hann.
20 Já, dimmur er dagur Drottins, en ekki bjartur, myrkur og án nokkurrar ljósglætu.
21 Ég hata, ég fyrirlít hátíðir yðar og hefi enga unun af hátíðasamkomum yðar.
22 Þótt þér færið mér brennifórnir, þá hefi ég enga velþóknun á fórnargjöfum yðar, ég lít ekki við heillafórnum af alikálfum yðar.
23 Burt frá mér með glamur ljóða þinna, ég vil ekki heyra hljóm harpna þinna.
24 Lát heldur réttinn vella fram sem vatn og réttlætið sem sírennandi læk.
25 Færðuð þér mér, Ísraels hús, sláturfórnir og matfórnir í fjörutíu ár á eyðimörkinni?
26 En þér skuluð fá að bera Sikkút, konung yðar, og stjörnu Guðs yðar, Kevan, guðalíkneski yðar, er þér hafið gjört yður,
27 og ég vil herleiða yður austur fyrir Damaskus, _ segir Drottinn. Guð allsherjar er nafn hans.
1 Margir hafa tekið sér fyrir hendur að rekja sögu þeirra viðburða, er gjörst hafa meðal vor,
2 samkvæmt því, sem oss hafa flutt þeir menn, er frá öndverðu voru sjónarvottar og þjónar orðsins.
3 Nú hef ég athugað kostgæfilega allt þetta frá upphafi og réð því einnig af að rita samfellda sögu fyrir þig, göfugi Þeófílus,
4 svo að þú megir ganga úr skugga um sannindi þeirra frásagna, sem þú hefur fræðst um.
5 Á dögum Heródesar, konungs í Júdeu, var uppi prestur nokkur að nafni Sakaría, af sveit Abía. Kona hans var og af ætt Arons og hét Elísabet.
6 Þau voru bæði réttlát fyrir Guði og lifðu vammlaus eftir öllum boðum og ákvæðum Drottins.
7 En þau áttu ekki barn, því að Elísabet var óbyrja, og bæði voru þau hnigin að aldri.
8 En svo bar við, er röðin kom að sveit hans og hann var að gegna þjónustu fyrir Guði,
9 að það féll í hans hlut, samkvæmt venju prestdómsins, að ganga inn í musteri Drottins og fórna reykelsi.
10 En allur fólksfjöldinn var fyrir utan á bæn, meðan reykelsisfórnin var færð.
11 Birtist honum þá engill Drottins, sem stóð hægra megin við reykelsisaltarið.
12 Sakaría varð hverft við sýn þessa, og ótta sló á hann.
13 En engillinn sagði við hann: "Óttast þú eigi, Sakaría, því bæn þín er heyrð. Elísabet kona þín mun fæða þér son, og þú skalt láta hann heita Jóhannes.
14 Og þér mun veitast gleði og fögnuður, og margir munu gleðjast vegna fæðingar hans.
15 Því að hann mun verða mikill í augliti Drottins. Aldrei mun hann drekka vín né áfengan drykk, en fyllast heilögum anda þegar frá móðurlífi.
16 Og mörgum af Ísraels sonum mun hann snúa til Drottins, Guðs þeirra.
17 Og hann mun ganga fyrir honum í anda og krafti Elía til að snúa hjörtum feðra til barna og óhlýðnum til hugarfars réttlátra og búa Drottni altygjaðan lýð."
18 Sakaría sagði við engilinn: "Af hverju get ég vitað þetta? Ég er gamall og kona mín hnigin að aldri."
19 En engillinn svaraði honum: "Ég er Gabríel, sem stend frammi fyrir Guði, ég var sendur til að tala við þig og flytja þér þessa gleðifregn.
20 Og þú munt verða mállaus og ekki geta talað til þess dags, er þetta kemur fram, vegna þess að þú trúðir ekki orðum mínum, en þau munu rætast á sínum tíma."
21 Og fólkið beið eftir Sakaría og undraðist, hve honum dvaldist í musterinu.
22 En er hann kom út, gat hann ekki talað við þá, og skildu þeir, að hann hafði séð sýn í musterinu. Hann gaf þeim bendingar og var mállaus áfram.
23 Og er þjónustudagar hans voru liðnir, fór hann heim til sín.
24 En eftir þessa daga varð Elísabet kona hans þunguð, og hún leyndi sér í fimm mánuði og sagði:
25 "Þannig hefur Drottinn gjört við mig, er hann leit til mín að afmá hneisu mína í augum manna."
26 En á sjötta mánuði var Gabríel engill sendur frá Guði til borgar í Galíleu, sem heitir Nasaret,
27 til meyjar, er var föstnuð manni, sem Jósef hét, af ætt Davíðs, en mærin hét María.
28 Og engillinn kom inn til hennar og sagði: "Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér."
29 En hún varð hrædd við þessi orð og hugleiddi, hvílík þessi kveðja væri.
30 Og engillinn sagði við hana: "Óttast þú eigi, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði.
31 Þú munt þunguð verða og son ala, og þú skalt láta hann heita JESÚ.
32 Hann mun verða mikill og kallaður sonur hins hæsta. Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans,
33 og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu, og á ríki hans mun enginn endir verða."
34 Þá sagði María við engilinn: "Hvernig má þetta verða, þar eð ég hef ekki karlmanns kennt?"
35 Og engillinn sagði við hana: "Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun og barnið verða kallað heilagt, sonur Guðs.
36 Elísabet, frændkona þín, er einnig orðin þunguð að syni í elli sinni, og þetta er sjötti mánuður hennar, sem kölluð var óbyrja,
37 en Guði er enginn hlutur um megn."
38 Þá sagði María: "Sjá, ég er ambátt Drottins. Verði mér eftir orðum þínum." Og engillinn fór burt frá henni.
by Icelandic Bible Society