M’Cheyne Bible Reading Plan
1 Adam, Set, Enos.
2 Kenan, Mahalalel, Jared.
3 Henok, Methúsala, Lamek.
4 Nói, Sem, Kam og Jafet.
5 Synir Jafets voru: Gómer, Magóg, Madaí, Javan, Túbal, Mesek og Tíras.
6 Synir Gómers: Askenas, Rífat og Tógarma.
7 Synir Javans: Elísa, Tarsis, Kittar og Ródanítar.
8 Synir Kams: Kús, Mísraím, Pút og Kanaan.
9 Synir Kúss: Seba, Havíla, Sabta, Raema og Sabteka. Og synir Raema: Séba og Dedan.
10 Og Kús gat Nimrod. Hann tók að gjörast voldugur á jörðinni.
11 Mísraím gat Lúdíta, Anamíta, Lehabíta, Naftúkíta,
12 Patrúsíta, Kaslúkíta (þaðan eru komnir Filistar) og Kaftóríta.
13 Kanaan gat Sídon, frumgetning sinn, og Het,
14 og Jebúsíta, Amoríta, Gírgasíta,
15 Hevíta, Arkíta, Síníta,
16 Arvadíta, Semaríta og Hamatíta.
17 Synir Sems: Elam, Assúr, Arpaksad, Lúd, Aram, Ús, Húl, Geter og Mas.
18 Og Arpaksad gat Sela og Sela gat Eber.
19 Og Eber fæddust tveir synir. Hét annar Peleg, því að á hans dögum greindist fólkið á jörðinni, en bróðir hans hét Joktan.
20 Og Joktan gat Almódad, Salef, Hasarmavet, Jara,
21 Hadóram, Úsal, Dikla,
22 Ebal, Abímael, Séba,
23 Ófír, Havíla og Jóbab. Þessir allir voru synir Joktans.
24 Sem, Arpaksad, Sela,
25 Eber, Peleg, Reú,
26 Serúg, Nahor, Tara,
27 Abram, það er Abraham.
28 Synir Abrahams: Ísak og Ísmael.
29 Þetta er ættartal þeirra: Nebajót var frumgetinn sonur Ísmaels, þá Kedar, Adbeel, Míbsam,
30 Misma, Dúma, Massa, Hadad, Tema,
31 Jetúr, Nafis og Kedma. Þessir voru synir Ísmaels.
32 Synir Ketúru, hjákonu Abrahams: Hún ól Símran, Joksan, Medan, Midían, Jísbak og Súa. Og synir Joksans voru: Séba og Dedan.
33 Og synir Midíans: Efa, Efer, Hanok, Abída og Eldaa. Allir þessir voru niðjar Ketúru.
34 Abraham gat Ísak. Synir Ísaks voru Esaú og Ísrael.
35 Synir Esaú: Elífas, Regúel, Jehús, Jaelam og Kóra.
36 Synir Elífas voru: Teman, Ómar, Sefí, Gaetam, Kenas, Timna og Amalek.
37 Synir Regúels voru: Nahat, Sera, Samma og Missa.
38 Og synir Seírs: Lótan, Sóbal, Síbeon, Ana, Díson, Eser og Dísan.
39 Og synir Lótans: Hórí og Hómam, og systir Lótans var Timna.
40 Synir Sóbals voru: Aljan, Manahat, Ebal, Sefí og Ónam. Og synir Síbeons: Aja og Ana.
41 Sonur Ana: Díson. Og synir Dísons: Hamran, Esban, Jítran og Keran.
42 Synir Esers voru: Bílhan, Saavan og Jaakan. Synir Dísans voru: Ús og Aran.
43 Þessir eru þeir konungar, sem ríktu í Edómlandi, áður en konungar ríktu yfir Ísraelsmönnum: Bela, sonur Beórs, og hét borg hans Dínhaba.
44 Og er Bela dó, tók Jóbab, sonur Sera frá Bosra, ríki eftir hann.
45 Og er Jóbab dó, tók Húsam frá Temanítalandi ríki eftir hann.
46 Og er Húsam dó, tók Hadad sonur Bedads ríki eftir hann. Hann vann sigur á Midíanítum á Móabsvöllum, og borg hans hét Avít.
47 Og er Hadad dó, tók Samla frá Masreka ríki eftir hann.
48 Og er Samla dó, tók Sál frá Rehóbót hjá Fljótinu ríki eftir hann.
49 Og er Sál dó, tók Baal Hanan, sonur Akbórs, ríki eftir hann.
50 Og er Baal Hanan dó, tók Hadad ríki eftir hann, og hét borg hans Pagí, en kona hans Mehetabeel, dóttir Madredar, dóttur Me-Sahabs.
51 Og Hadad dó. Og höfðingjar Edómíta voru: höfðinginn Timna, höfðinginn Alva, höfðinginn Jetet,
52 höfðinginn Oholíbama, höfðinginn Ela, höfðinginn Pínon,
53 höfðinginn Kenas, höfðinginn Teman, höfðinginn Mibsar,
54 höfðinginn Magdíel, höfðinginn Íram. Þessir voru höfðingjar Edómíta.
2 Þessir voru synir Ísraels: Rúben, Símeon, Leví og Júda, Íssakar og Sebúlon,
2 Dan, Jósef og Benjamín, Naftalí, Gað og Asser.
3 Synir Júda: Ger, Ónan og Sela, þrír að tölu, er dóttir Súa, kanverska konan, ól honum. En Ger, frumgetinn sonur Júda, var vondur fyrir augliti Drottins, svo að Drottinn lét hann deyja.
4 Tamar tengdadóttir hans ól honum Peres og Sera. Synir Júda voru alls fimm.
5 Synir Peres: Hesron og Hamúl.
6 Synir Sera: Simrí, Etan, Heman, Kalkól og Dara _ fimm alls.
7 Synir Karmí: Akar, sá er steypti Ísrael í ógæfu með því að fara sviksamlega með hið bannfærða.
8 Og synir Etans: Asarja.
9 Og synir Hesrons, er fæddust honum: Jerahmeel, Ram og Kelúbaí.
10 Ram gat Ammínadab, og Ammínadab gat Nahson, höfuðsmann Júdamanna.
11 Nahson gat Salma, Salma gat Bóas,
12 Bóas gat Óbeð, Óbeð gat Ísaí.
13 Ísaí gat Elíab frumgetning sinn, þá Abínadab, Símea hinn þriðja,
14 Netaneel hinn fjórða, Raddaí hinn fimmta,
15 Ósem hinn sjötta, Davíð hinn sjöunda.
16 Og systur þeirra voru þær Serúja og Abígail, og synir Serúju voru: Abísaí, Jóab og Asahel, þrír að tölu.
17 En Abígail ól Amasa, og faðir Amasa var Jeter Ísmaelíti.
18 Kaleb, sonur Hesrons, gat börn við Asúbu konu sinni og við Jeríót. Þessir voru synir hennar: Jeser, Sóbab og Ardon.
19 Og er Asúba andaðist, gekk Kaleb að eiga Efrat og ól hún honum Húr,
20 en Húr gat Úrí og Úrí gat Besaleel.
21 Síðan gekk Hesron inn til dóttur Makírs, föður Gíleaðs, og tók hana sér fyrir konu. Var hann þá sextíu ára gamall. Hún ól honum Segúb.
22 Og Segúb gat Jaír. Hann átti tuttugu og þrjár borgir í Gíleaðlandi.
23 En Gesúrítar og Sýrlendingar tóku Jaírs-þorp frá þeim, Kenat og þorpin þar í kring, sextíu borgir alls. Allir þessir voru niðjar Makírs, föður Gíleaðs.
24 Og eftir andlát Hesrons í Kaleb Efrata ól Abía kona hans honum Ashúr, föður Tekóa.
25 Synir Jerahmeels, frumgetins sonar Hesrons: Ram, frumgetningurinn, og Búna, Óren, Ósem og Ahía.
26 En Jerahmeel átti aðra konu, er Atara hét. Hún var móðir Ónams.
27 Synir Rams, frumgetins sonar Jerahmeels: Maas, Jamín og Eker.
28 Og synir Ónams voru: Sammaí og Jada; og synir Sammaí: Nadab og Abísúr.
29 En kona Abísúrs hét Abíhaíl. Hún ól honum Akban og Mólíd.
30 Og synir Nadabs voru: Seled og Appaím, en Seled dó barnlaus.
31 Og synir Appaíms: Jíseí, og synir Jíseí: Sesan, og synir Sesans: Ahelaí.
32 Og synir Jada, bróður Sammaí: Jeter og Jónatan, en Jeter dó barnlaus.
33 Og synir Jónatans voru: Pelet og Sasa. Þessir voru niðjar Jerahmeels.
34 Og Sesan átti enga sonu, heldur dætur einar. En Sesan átti egypskan þræl, er Jarha hét.
35 Og Sesan gaf Jarha þræli sínum dóttur sína fyrir konu, og hún ól honum Attaí.
36 Og Attaí gat Natan, Natan gat Sabat,
37 Sabat gat Eflal, Eflal gat Óbeð,
38 Óbeð gat Jehú, Jehú gat Asarja,
39 Asarja gat Heles, Heles gat Eleasa,
40 Eleasa gat Sísemaí, Sísemaí gat Sallúm,
41 Sallúm gat Jekamja og Jekamja gat Elísama.
42 Synir Kalebs, bróður Jerahmeels: Mesa, frumgetinn sonur hans _ hann var faðir Sífs _ svo og synir Maresa, föður Hebrons.
43 Synir Hebrons voru: Kóra, Tappúa, Rekem og Sema.
44 Og Sema gat Raham, föður Jorkeams, og Rekem gat Sammaí.
45 En sonur Sammaí var Maon, og Maon var faðir að Bet Súr.
46 Og Efa, hjákona Kalebs, ól Haran, Mósa og Gases, en Haran gat Gases.
47 Synir Jehdaí: Regem, Jótam, Gesan, Pelet, Efa og Saaf.
48 Maaka, hjákona Kalebs, ól Seber og Tírkana.
49 Og enn ól hún Saaf, föður Madmanna, Sefa, föður Makbena og föður Gíbea, en dóttir Kalebs var Aksa.
50 Þessir voru synir Kalebs. Synir Húrs, frumgetins sonar Efrata: Sóbal, faðir að Kirjat Jearím,
51 Salma, faðir að Betlehem, Haref, faðir að Bet Gader.
52 Og Sóbal, faðir að Kirjat Jearím, átti fyrir sonu: Haróe, hálft Menúhót
53 og ættirnar frá Kirjat Jearím, svo og Jítríta, Pútíta, Súmatíta og Mísraíta. Frá þeim eru komnir Sóreatítar og Estaólítar.
54 Synir Salma: Betlehem og Netófatítar, Atarót, Bet Jóab og helmingur Manatíta, það er Sóreíta,
55 og ættir fræðimannanna, er búa í Jabes, Tíreatítar, Símeatítar og Súkatítar. Þetta eru Kínítar, er komnir eru frá Hammat, föður Rekabs ættar.
8 Höfuðinntak þess, sem sagt hefur verið, er þetta: Vér höfum þann æðsta prest, er settist til hægri handar við hásæti hátignarinnar á himnum.
2 Hann er helgiþjónn helgidómsins og tjaldbúðarinnar, hinnar sönnu, sem Drottinn reisti, en eigi maður.
3 Sérhver æðsti prestur er skipaður til þess að bera fram bæði gjafir og fórnir. Þess vegna er nauðsynlegt, að þessi æðsti prestur hafi líka eitthvað fram að bera.
4 Væri hann nú á jörðu, mundi hann alls ekki vera prestur, þar sem þeir eru fyrir, sem samkvæmt lögmálinu bera fram gjafirnar.
5 En þeir þjóna eftirmynd og skugga hins himneska, eins og Móse fékk bendingu um frá Guði, er hann var að koma upp tjaldbúðinni: "Gæt þess," segir hann, "að þú gjörir allt eftir þeirri fyrirmynd, sem þér var sýnd á fjallinu."
6 En nú hefur Jesús fengið þeim mun ágætari helgiþjónustu sem hann er meðalgangari betri sáttmála, sem byggist á betri fyrirheitum.
7 Hefði hinn fyrri sáttmáli verið óaðfinnanlegur, þá hefði ekki verið þörf fyrir annan.
8 En nú ávítar Guð þá og segir: Sjá, dagar koma, segir Drottinn, er ég mun gjöra nýjan sáttmála við hús Ísraels og við hús Júda,
9 ekki eins og sáttmálann, er ég gjörði við feður þeirra á þeim degi, er ég tók í hönd þeirra til að leiða þá út af Egyptalandi, því að þeir héldu ekki minn sáttmála, og ég hirti eigi um þá, segir Drottinn.
10 Þetta er sáttmálinn, sem ég mun gjöra við hús Ísraels eftir þá daga, segir Drottinn: Ég mun leggja lög mín í hugskot þeirra og rita þau á hjörtu þeirra. Ég mun vera Guð þeirra, og þeir munu vera lýður minn.
11 Og enginn mun þá kenna landa sínum og enginn bróður sínum og segja: "Þekktu Drottin!" Allir munu þeir þekkja mig, jafnt smáir sem stórir.
12 Því að ég mun vera vægur við misgjörðir þeirra og ég mun ekki framar minnast synda þeirra.
13 Þar sem hann nú kallar þetta nýjan sáttmála, þá hefur hann lýst hinn fyrri úreltan. En það, sem er að úreldast og fyrnast, er að því komið að verða að engu.
2 Svo segir Drottinn: Sökum þriggja, já fjögurra glæpa Móabíta vil ég eigi snúa aftur með það _ af því að þeir brenndu bein Edómítakonungs að kalki,
2 vil ég senda eld gegn Móab, og hann mun eyða höllum Keríjótborgar. Og Móabítar munu deyja í vopnagný, við heróp og lúðurhljóm.
3 Ég vil afmá stjórnandann meðal þeirra og deyða alla höfðingja þeirra með honum, _ segir Drottinn.
4 Svo segir Drottinn: Sökum þriggja, já fjögurra glæpa Júdamanna vil ég eigi snúa aftur með það _ af því að þeir hafa hafnað lögmáli Drottins og eigi haldið boðorð hans, heldur látið falsgoð sín villa sig, þau er feður þeirra eltu,
5 vil ég senda eld gegn Júda, og hann mun eyða höllum Jerúsalem.
6 Svo segir Drottinn: Sökum þriggja, já fjögurra glæpa Ísraelsmanna vil ég eigi snúa aftur með það _ af því að þeir selja saklausan manninn fyrir silfur og fátæklinginn fyrir eina ilskó,
7 þeir fíkjast í moldarkornin á höfði hinna snauðu og hrinda aumingjunum í ógæfu, faðir og sonur ganga til kvensniftar til þess að vanhelga mitt heilaga nafn,
8 þeir liggja á veðteknum klæðum hjá hverju altari og drekka sektarvín í húsi Guðs síns.
9 Og þó ruddi ég Amorítum úr vegi þeirra, er svo voru háir sem sedrustré og svo sterkir sem eikitré. Ég eyddi ávöxtum þeirra að ofanverðu og rótum þeirra að neðan.
10 Ég flutti yður út af Egyptalandi og leiddi yður í fjörutíu ár í eyðimörkinni, til þess að þér mættuð eignast land Amoríta.
11 Ég uppvakti spámenn meðal sona yðar og Nasírea meðal æskumanna yðar. Er þetta eigi svo, Ísraelsmenn? _ segir Drottinn.
12 En þér gáfuð Nasíreunum vín að drekka og bönnuðuð spámönnunum að spá!
13 Sjá, ég vil láta jörðina undir yður riða, eins og vagn riðar, sem hlaðinn er kornkerfum.
14 Þá skal hinn frái ekki hafa neitt hæli að flýja í og hinn sterki ekki fá neytt krafta sinna og kappinn skal ekki forða mega fjörvi sínu.
15 Bogmaðurinn skal eigi fá staðist, hinn frái eigi fá komist undan og riddarinn ekki forða mega fjörvi sínu.
16 Og hinn hugdjarfasti meðal kappanna _ nakinn skal hann á þeim degi í burt flýja, _ segir Drottinn.
145 Davíðs-lofsöngur. Ég vil vegsama þig, ó Guð minn, þú konungur, og prísa nafn þitt um aldur og ævi.
2 Á hverjum degi vil ég prísa þig og lofa nafn þitt um aldur og ævi.
3 Mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur, mikilleikur hans er órannsakanlegur.
4 Ein kynslóðin vegsamar verk þín fyrir annarri og kunngjörir máttarverk þín.
5 Þær segja frá tign og dýrð vegsemdar þinnar: "Ég vil syngja um dásemdir þínar."
6 Og um mátt ógnarverka þinna tala þær: "Ég vil segja frá stórvirkjum þínum."
7 Þær minna á þína miklu gæsku og fagna yfir réttlæti þínu.
8 Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur.
9 Drottinn er öllum góður, og miskunn hans er yfir öllu, sem hann skapar.
10 Öll sköpun þín lofar þig, Drottinn, og dýrkendur þínir prísa þig.
11 Þeir tala um dýrð konungdóms þíns, segja frá veldi þínu.
12 Þeir kunngjöra mönnum veldi þitt, hina dýrlegu tign konungdóms þíns.
13 Konungdómur þinn er konungdómur um allar aldir og ríki þitt stendur frá kyni til kyns. Drottinn er trúfastur í öllum orðum sínum og miskunnsamur í öllum verkum sínum.
14 Drottinn styður alla þá, er ætla að hníga, og reisir upp alla niðurbeygða.
15 Allra augu vona á þig, og þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma.
16 Þú lýkur upp hendi þinni og seður allt sem lifir með blessun.
17 Drottinn er réttlátur á öllum sínum vegum og miskunnsamur í öllum sínum verkum.
18 Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann, öllum sem ákalla hann í einlægni.
19 Hann uppfyllir ósk þeirra er óttast hann, og hróp þeirra heyrir hann og hjálpar þeim.
20 Drottinn varðveitir alla þá er elska hann, en útrýmir öllum níðingum.
21 Munnur minn skal mæla orðstír Drottins, allt hold vegsami hans heilaga nafn um aldur og ævi.
by Icelandic Bible Society