Add parallel Print Page Options

24 Aronsniðjar höfðu og flokkaskipun fyrir sig. Synir Arons voru: Nadab, Abíhú, Eleasar og Ítamar.

En Nadab og Abíhú dóu á undan föður sínum og áttu eigi sonu, og urðu svo þeir Eleasar og Ítamar prestar.

Og þeir Davíð og Sadók af Eleasarsniðjum og Ahímelek af Ítamarsniðjum skiptu þeim niður í starfsflokka eftir embættum þeirra.

En það kom í ljós, að af Eleasarsniðjum voru fleiri höfðingjar en af Ítamarsniðjum. Fyrir því skiptu menn þeim svo, að af Eleasarsniðjum urðu sextán ætthöfðingjar, en átta af Ítamarsniðjum.

Og hvorum tveggja skiptu menn eftir hlutkesti, því að helgidómshöfðingjar og Guðs höfðingjar voru af niðjum Eleasars og af niðjum Ítamars.

Og Semaja Netaneelsson ritari, einn af levítum, skráði þá í viðurvist konungs og höfðingjanna og Sadóks prests og Ahímeleks Abjatarssonar og ætthöfðingja prestanna og levítanna. Var ein ætt tekin frá af Eleasar og ein af Ítamar.

Fyrsti hluturinn féll á Jójaríb, annar á Jedaja,

þriðji á Harím, fjórði á Seórím,

fimmti á Malkía, sjötti á Mijamín,

10 sjöundi á Hakkos, áttundi á Abía,

11 níundi á Jesúa, tíundi á Sekanja,

12 ellefti á Eljasíb, tólfti á Jakím,

13 þrettándi á Húppa, fjórtándi á Jesebeab,

14 fimmtándi á Bilga, sextándi á Immer,

15 seytjándi á Hesír, átjándi á Happísses,

16 nítjándi á Pelashja, tuttugasti á Jeheskel,

17 tuttugasti og fyrsti á Jakín, tuttugasti og annar á Gamúl,

18 tuttugasti og þriðji á Delaja, tuttugasti og fjórði á Maasja.

19 Er það starfskvöð þeirra að fara inn í musteri Drottins, eftir þeim reglum, er Aron forfaðir þeirra hafði sett, samkvæmt því, er Drottinn, Guð Ísraels, hafði boðið honum.

20 En að því er snertir aðra niðja Leví, þá voru af Amramsniðjum Súbael, af Súbaelsniðjum Jehdeja,

21 af Rehabja, af Rehabjaniðjum Jissía höfðingi,

22 af Jíseharítum Selómót, af Selómótsniðjum Jahat,

23 en af niðjum Hebrons: Jería höfðingi, annar Amarja, þriðji Jehasíel, fjórði Jekameam.

24 Niðjar Ússíels voru: Míka, af niðjum Míka var Samír.

25 Bróðir Míka var Jissía, af niðjum Jissía var Sakaría.

26 Niðjar Merarí voru Mahlí og Músí og niðjar Jaasía, sonar hans.

27 Niðjar Merarí frá Jaasía syni hans voru: Sóham, Sakkúr og Íbrí.

28 Frá Mahlí var Eleasar kominn. Hann átti eigi sonu.

29 Frá Kís: Synir Kís: Jerahmeel.

30 Niðjar Músí voru: Mahlí, Eder og Jerímót. Þessir voru niðjar levíta eftir ættum þeirra.

31 Þeir vörpuðu og hlutkesti, eins og frændur þeirra, Aronsniðjar, í viðurvist Davíðs konungs og Sadóks og Ahímeleks og ætthöfðingja prestanna og levítanna, ætthöfðingjarnir eins og yngri frændur þeirra.

25 Þeir Davíð og hershöfðingjarnir tóku og frá til þjónustu niðja Asafs, Hemans og Jedútúns, er að spámannahætti lofuðu Guð með gígjum, hörpum og skálabumbum. Og tala þeirra, er starf höfðu við þessa þjónustu, var:

Af Asafsniðjum: Sakkúr, Jósef, Netanja og Asarela, synir Asafs, undir stjórn Asafs, er lék eins og spámaður eftir fyrirsögn konungs.

Af Jedútún: Synir Jedútúns: Gedalja, Serí, Jesaja, Hasabja, Mattitja, Símeí, sex alls, undir stjórn Jedútúns föður síns, er lék á gígju eins og spámaður, þá er lofa skyldi Drottin og vegsama hann.

Af Heman: Synir Hemans: Búkkía, Mattanja, Ússíel, Sebúel, Jerímót, Hananja, Hananí, Elíata, Giddaltí, Rómamtí Eser, Josbekasa, Mallótí, Hótír, Mahasíót.

Allir þessir voru synir Hemans, sjáanda konungs, er horn skyldu hefja að boði Guðs. Og Guð gaf Heman fjórtán sonu og þrjár dætur.

Allir þessir voru við sönginn í musteri Drottins undir stjórn föður þeirra með skálabumbur, hörpur og gígjur til þess að gegna þjónustu í musteri Guðs undir forustu konungs, Asafs, Jedútúns og Hemans.

Og talan á þeim og frændum þeirra, er lærðir voru í ljóðum Drottins, og allir voru vel að sér, var tvö hundruð áttatíu og átta.

Og þeir vörpuðu hlutkesti um starfið, yngri sem eldri, kennarar sem lærisveinar.

Fyrsti hlutur fyrir Asaf féll á Jósef, sonu hans og bræður, tólf alls, annar á Gedalja, sonu hans og bræður, tólf alls,

10 þriðji á Sakkúr, sonu hans og bræður, tólf alls,

11 fjórði á Jísrí, sonu hans og bræður, tólf alls,

12 fimmti á Netanja, sonu hans og bræður, tólf alls,

13 sjötti á Búkkía, sonu hans og bræður, tólf alls,

14 sjöundi á Jesarela, sonu hans og bræður, tólf alls,

15 áttundi á Jesaja, sonu hans og bræður, tólf alls,

16 níundi á Mattanja, sonu hans og bræður, tólf alls,

17 tíundi á Símeí, sonu hans og bræður, tólf alls,

18 ellefti á Asareel, sonu hans og bræður, tólf alls,

19 tólfti á Hasabja, sonu hans og bræður, tólf alls,

20 þrettándi á Súbael, sonu hans og bræður, tólf alls,

21 fjórtándi á Mattitja, sonu hans og bræður, tólf alls,

22 fimmtándi á Jeremót, sonu hans og bræður, tólf alls,

23 sextándi á Hananja, sonu hans og bræður, tólf alls,

24 seytjándi á Josbekasa, sonu hans og bræður, tólf alls,

25 átjándi á Hananí, sonu hans og bræður, tólf alls,

26 nítjándi á Mallótí, sonu hans og bræður, tólf alls,

27 tuttugasti á Elíjata, sonu hans og bræður, tólf alls,

28 tuttugasti og fyrsti á Hótír, sonu hans og bræður, tólf alls,

29 tuttugasti og annar á Giddaltí, sonu hans og bræður, tólf alls,

30 tuttugasti og þriðji á Mahasíót, sonu hans og bræður, tólf alls,

31 tuttugasti og fjórði á Rómamtí Eser, sonu hans og bræður, tólf alls.