Add parallel Print Page Options

En er gæska Guðs frelsara vors birtist og elska hans til mannanna,

þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug, þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gjörir oss nýja.

Hann úthellti anda sínum yfir oss ríkulega fyrir Jesú Krist, frelsara vorn,

til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs.

Það orð er satt, og á þetta vil ég að þú leggir alla áherslu, til þess að þeir, sem fest hafa trú á Guð, láti sér umhugað um að stunda góð verk. Þetta er gott og mönnum nytsamlegt.

Read full chapter