Font Size
Bréf Páls til Rómverja 8:18-23
Icelandic Bible
Bréf Páls til Rómverja 8:18-23
Icelandic Bible
18 Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast.
19 Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.
20 Sköpunin var undirorpin fallvaltleikanum, ekki sjálfviljug, heldur vegna hans, sem varp henni undir hann,
21 í von um að jafnvel sjálf sköpunin muni verða leyst úr ánauð forgengileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna.
22 Vér vitum, að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa.
23 En ekki einungis hún, heldur og vér, sem höfum frumgróða andans, jafnvel vér stynjum með sjálfum oss meðan vér bíðum þess, að Guð gefi oss barnarétt og endurleysi líkami vora.
Read full chapter
Icelandic Bible (ICELAND)
by Icelandic Bible Society