Add parallel Print Page Options

14 Því að allir þeir, sem leiðast af anda Guðs, þeir eru Guðs börn.

15 En þér hafið ekki fengið anda, sem gjörir yður að þrælum að lifa aftur í hræðslu, heldur hafið þér fengið anda, sem gefur yður barnarétt. Í þeim anda köllum vér: "Abba, faðir!"

16 Sjálfur andinn vitnar með vorum anda, að vér erum Guðs börn.

17 En ef vér erum börn, þá erum vér líka erfingjar, og það erfingjar Guðs, en samarfar Krists, því að vér líðum með honum, til þess að vér einnig verðum vegsamlegir með honum.

Read full chapter